Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 29. mars 1995 - DAGUR - 3 Viöbygging Borgarhólsskóla á Húsavík: Timburtak með lægsta tilboðið Fundur þeirra Steingríms J. Sigfussonar og Arna Steinars Jóhannssonar í Grímsey, var mjög vel sóttur en eyja- skeggjar vildu aðeins ræða við þá félaga um sjávarútvegsmál. Mynd: KK Sjö tilboð bárust í uppsteypu og utanhússfrágang á 2. áfanga við- byggingar Borgarhólsskóla á Húsavík, en tilboðin voru opnuð á bæjarskrifstofúnni í gærmorg- un. Lægsta tilboðið er frá Timb- urtaki sf., 23 milljónir, eða 74% af kostnaðaráætlun sem var 31 milljón. Tilboöin voru yfirfarin í gær hjá Tækniþjónustunni en afstaða veróur tekin til þeirra á nefndar- fundi í bygginganefnd skólans. Væntanlega veröur fundurinn fyrir vikulokin, að sögn Pálma Þor- steinssonar, yfirmanns verklegra framkvæmda. Aðrir aðilar sem buðu í verkið voru Norðurvík með 27,3 milljón- ir, Trésmiðjan Rein með 27,8 Vel sóttur fundur Steingríms J. og Árna Steinars í Grímsey: Heimamenn máluðu dökka mynd af ástandinu í eynni Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður, og Arni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri á Akureyri, tveir efstu menn á lista Alþýðubandalags og óháðra í Norðurlandskjördæmi eystra, héldu stjórnmálafund í félags- heimilinu í Grímsey sl. sunnu- dagskvöld. Fundurinn var gríð- arlega vel sóttur en rétt rúmlega 40 manns mættu í félagsheimil- ið, eða um 40% íbúa staðarins. Steingrímur og Ami Steinar, kynntu stefnu G-listans og ræddu um helstu áherslur í kosningabar- áttunni og svöruóu fyrirspumum. Sjávarútvegsmál brunnu heitt á eyjaskeggjum og var reyndar eina málefnið sem þeir vildu ræða við gestina. Heimamenn máluðu dökka mynd af ástandinu og fram kom að staða margra útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra er mjög slæm og verði ekkert að gert, er byggð í Grímsey í hættu, að margra mati. Sjómenn á krókabátum hafa ekki komist á sjó að gagni í marga mán- uði og hafa þar af leiðandi ekki fengið krónu inn á heftið sitt. Þá em sumir þeirra að reyna að róa í vitlausu veðri á þessum litlu bátum og setja sig um leið í stórhættu. Banndagakerfið stenst engan veginn Þorlákur Sigurósson, oddviti þeirra Grímseyinga, sagði aó þeir Steingrímur og Ámi Steinar, mættu fara meó þau skilaboð í sínar raðir, að lengra væri ekki hægt aó komast í vitleysunni; ójöfnuðinum og ósanngiminni. „I þessu tíóarfari sem hefur verið fyrir Norðurlandi í vetur, þar sem forsjónin hefur stjómað öllu, er banndagakerfió samt látið gilda. Bátar komast ekki á sjó vegna veóurs og þegar svo koma örfáir þokkalegir dagar, falla þeir undir banndagakerfið. Þetta er kerfi sem stenst engan veginn og því þarf að breyta,“ sagói Þorlákur m.a. Guðmundur Amarsson, sjó- maður, sagði aö það kæmi í Ijós strax þann 1. september nk. hvort hann ætlaói að búa áfram í Gríms- ey, eða færi aó leita sér að vinnu einhvers staðar annars staðar. „Þaó veltur á kosningunum núna hvert framhaldið verður og ég held aó það sé stutt í aó helmingur eyjabúa ákveði hvort hann ætlar - er byggð í Grímsey í hættu? að vera hér um næstu jól eða ekki,“ sagói Guömundur. Óli Bjami Ólason, sjómaður, sagði aó ef til þess kæmi að fjöl- skyldur fæm að flytja frá Gríms- ey, yrði sú skriða ekki stöðvuð og þá færu allir í burtu. „Ef króka- leyfið fer eins og stefnir í haust veröur eyjan í eyði eftir 2-3 ár og eignir okkar verólausar.“ Hólmfríður Haraldsdóttir, sagði sína framtíðarsýn vera þá, að ef ekkert verður að gert, yrði augljós- lega flótti úr eynni og hvert ætti fólk þá að fara. „Einhverjir reyna fyrir sér í sjómennsku en það er ekkert víst aö þeir fái vinnu við sjó- mennsku og þeir fara ekkert endi- lega með sína báta upp á land til að róa þaðan. Og þá liggur fyrir þeim láglaunavinna, vegna þess að það em mjög fáir karlmenn héma með réttindi til annars en láglaunavinnu og þá er staða kvenna ekki betri. Eg held að það séu fjórar konur hér mér réttindi til einhvers og tvær þeirra em hárgreiðlsukonur. Okkur skortir menntun til að vinna fyrir okkur á fastalandinu og hvað eig- um við að gera við húsnæðið okkar og hvemig eigum við að fjárfesta í húsnæði upp á landi, vitandi þaö að við fáum ekki mannsæmandi laun.“ Hólmfríður sagði alveg gefið að það yrði aó gera eitthvað sérstakt fyrir Grímseyinga og þeir þyrftu sértækar aðgerðir og það væri bara vel ef fleiri staðir kæmu í kjölfarið og fengju lausn sinna mála. „Þessi sjávarútvegsstefna er skrímsli. Eg er búin að búa hér í 10 ár og framundir þetta hafa kon- ur sem vilja, fengið vinnu utan heimilis og þær sem hafa verið heima, hafa haft efni á því af því að við höfum getað framfleytt okkur. Við erum ckk^rt að safna í neina sjóði, hcldpr að biðja um að mega lifa og sjá okkur farborða og ekkert meira en það,“ sagói Hólm- fríóur. KK Fundur sjálfstæöismanna á Húsavík: Verðum að finna leið til að ná kísilgúr - án þess að skaða vatnið og náttúruna, segir Halldór Blöndal Stefán Skaftason ræddi um landbúnaðarmál á fundi sjálf- stæðismanna á Húsavík sl. föstudagskvöld. Landbúnaðar- ráðherra svaraði að atvinnuleys- isbætur til sveita væri ekki það sem menn kysu eða vildu, held- ur væri frekar horft til hins, að fólkið gæti nýtt tíma sinn til arð- bærra starfa. Hann sagði að smásauðfiárbú gætu verið mjög hagkvæm eining ef fjölskyldan gæti einnig aflað sér tekna með öðrum hætti. Fyrirspum um framtíð Kísiliðj- unnar kom frá Herói Sigurbjamar- syni í Mývatnssveit. Halldór svar- aði: „Ég veit ekki hvort hægt er að segja hana góða og bjarta. Hitt er ljóst í mínum huga aö við verðum að treysta á þaó og vinna að því ötullega; með nýjum aóferóum þar efra til að ná kísilgúmum og sú leit verður endalaus, að vinna það verk þannig að skaói sem minnst vatnið og náttúruna. Auðvitað breytir allt sem við mennirnir ger- um landinu. En Kísiðliðjan og vinnslan þar er hluti af margþætt- um rekstri sem fer fram í kringum vatnið, sumt er búrekstur en annað ferðaþjónusta. Allan þennan rekst- ur verðum við að vinna í góöu sambýli við náttúruna, enda er það í samræmi við kröfur tímans, að við verðum að hafa umhverfismál- in á bak við eyrað í hverju sem við gerum.“ IM milljónir, Trésmiðjan Vík meó 30,1 milljón, Jón Fr. Benonýsson með 33,9 milljónir, Helgi Vigfús- son með 34,8 milljónir og Tré- smiðjan Bjarg meó 35,2. IM Kvennaskólaævintýrið hjá Freyvangsleikhúsinu gengur vel: Sýningar a.m.k. fram í maí Fiestir hafa eflaust fengið sig full- sadda af því veðurfari sem ríkt hefur á Norðurlandi undanfarnar vikur og jafnvel mánuði. Ótíðin hefur sett ýmislegt úr skorðum og þar á meðal eru sýningar leikfé- laga sem víða eru í gangi út um sveitir, t.d. hefur Freyvangsleik- húsið í Eyjafjarðarsveit þurft að fella niður fjórar sýningar á Kvennaskólaævintýrinu. Annars hefur verið uppselt á allar sýningar og verkið fengið frábæra dóma. Eru sýningar áformaðar fram í miðjan maí í það minnsta. Að sögn Katrínar Ragn- arsdóttur hjá Freyvangsleikhúsinu er nokkuð um að sýningar hafa verið pantaóar sérstaklega af hóp- unt sem koma að. „Við erum mjög ánægð með þetta. Vió renndum nokkuð blint í sjóinn og dálítið mikil áhætta sem var tekin með að fá mann til að skrifa sérstakt verk. En það er mjög garnan þegar gengur svona vel,“ sagði Katrín. HA Ríkissjóður íslands: Samningur við Visa ísland Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs undirritað samn- ing við Visa ísland - Greiðslu- miðlun hf. um rafræn greiðslu- kortaviðskipti. Samningurinn nær til allra rík- isfyrirtækja og stofnana sem gera eða gert hafa samning við Visa um viðtöku greiðslna með Visa- Electron debetkortum eóa Visa- kreditkortum auk rað- og boð- greiðslna. Með samningnum er ríkissjóó- ur aó veita stofnunum nýja mögu- leika til að bæta þjónustu sína. KK Sá stóri og sá litli. Mynd: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.