Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 11
MINNINO Miðvikudagur 29. mars 1995 - DAGUR -11 Sigfríður Guðrún Jónsdóttir IJ Fædd 9. apríl 1915 - Dáin 21. mars 1995 Við sjáum, að dýrð á djúpið slœr, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin fœrist nœr ogfaðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sœng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum vœng, svo brjóstið þittfái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Þetta ljóð skáldsins frá Fagraskógi leitaði á huga minn eftir andlát tengdamóður minnar Sigfríðar Guðrúnar Jónsdóttur, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 21. mars síðastlið- inn, þegar ég settist niður og hugs- aði til horfinna daga og fór að velta því fyrir mér hvað væri minnisstæðast og hvað ég mat mest í fari hennar. Sigfríður fæddist í Neðri-Sand- vík í Grímsey 9. apríl 1915 þar sem foreldrar hennar bjuggu, Er- menga Frímannsdóttir og Jón Sig- urðsson. Síðar fluttu þau sig til á eyjunni að Eiðum og þar ólst Sig- fríður upp en hún var elst í hópi fjögurra systra. Bemskuárin liðu við leik og störf eins og gerðist á þessum árum en um fermingarald- ur varð hún fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa móóur sína úr berklum. Tengdamóðir mín varð því snemma að standa á eigin fót- um og spjara sig. Árið 1933 var grunnurinn lagð- ur að mestu lífshamingju tengda- mömmu þegar hún hóf störf sem línustúlka hjá Bimi Jörundssyni í Hrísey. Á næstu árum kynntist hún mannsefni sínu Bimi J. Óla- syni og þau kynni leiddu til gift- ingar þeirra 21. nóvember 1940 sem markaði upphafið að 50 ára löngu og farsælu hjónabandi eins og ^lögglega mátti sjá á gullbrúð- kaupsdegi þeirra haustið 1990. Sigfríður og Bjöm hófu búskap sinn á Selaklöpp í Hrísey og áttu þar sitt heimili alla tíð. Þau eign- uðust 3 böm sem eru: Óli Frið- björn, kvæntur Veru Sigurðardótt- ur, Jónheiður, gift Sigmari Jörg- enssyni og Pálína Dagbjört gift Valtý Sigurbjamarsyni. Þá ólu þau upp frá tíu ára aldri Óskar Frí- mannsson, systurson Sigfríóar. Bamabömin eru tíu og bamabamabömin átta. Sigfríður stóð fyrir miklu heimilishaldi og fjarvistir Björns vegna vinnu víða um land lögðu henni auknar skyldur á herðar. Til viðbótar uppeldi bamanna annað- ist Sigfríður tengdaafa sinn blind- an um 16 ára skeið þar til hann andaðist í hárri elli og af miklum dugnaði vann hún einnig lengst af utan heimilisins. En þrátt fyrir miklar annir vegna brauðstritsins fann tengdamóðir mín sér tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum og félagsstörfum. Hún lék oft meó leikfélaginu á staðnum og söng með kirkjukómum um áratuga skeið. Söngur höfðaði mikið til hennar, söng vel sjálf og hafði yndi af tónlist. Síðustu 20 æviárin var Sigfríð- ur sykursjúk og lengst af þurfti hún að sprauta sig til að halda því jafnvægi í líkamanum sem nauð- synlegt er. Aldrei heyrði ég hana kvarta undan þessu enda var ekki vandi hennar að kveinka sér þótt eitthvað bjátaði á. Mann sinn missti hún fyrir fjórum árum og stóð þann missi af sér með reisn eins og ýmsa aðra storma lífsins. Keik og em var hún til síóasta dags og fyrirvari að vistaskiptum var stuttur. Sigfríður var ætíð rösk og fljót að öllu. Nú er jarðvistin á enda og að leiðarlokum vil ég þakka tengda- mömmu fyrir samfylgdina sem hófst vorið 1975 þegar ég kom í heimsókn á Selaklöpp. Þar var mér tekið af mikilli kurteisi og ljúfmennsku þó dyravillt færi í fyrstu tilraun og síðsumars var ég formlega oröinn einn af fjölskyld- unni þegar við Pálína giftum okk- ur. Alla tíð síðan höfum við átt gott athvarf á Selaklöpp og með auknum kynnum í áranna rás hef- ur vinskapurinn orðið traustari og djúpstæðari. Eg minnist dásamlegra ára í Hrísey þegar við hjónin bjuggum þar ásamt elstu drengjunum á ár- unum 1976 til 1978 og ég minnist ómetanlegs stuðnings í lok náms- áranna 1978 til 1980 og oft síðan með einum eða öðrum hætti. Einnig annasams blíðskap- arsumars 1982 þegar ég starfaði í Hrísey og bjó ásamt fjölskyldu minni í nágrenni við tengdafor- eldrana. Vissulega fylgir sorg og sökn- uður þeim aðskilnaði sem nú hef- ur orðið og þá er gott að eiga góð- ar minningar. Um leið og ég kveð kæra tengdamóður og ber henni bestu kveðju frá sonum mínum, Jörundi, Bjarka, Bimi, Kára og Óla Degi votta ég öllum aðstand- um dýpstu samúð mína og bið þeim allrar blessunar. Valtýr Sigurbjarnarson. Nú legg ég augun aftur. Ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mér að þér taka méryfirláttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) „Móðurást er drifkrafturinn sem gerir venjulegum manni fœrt að framkvœma það ómögulega.“ I dag 29. mars er borin til grafar elskuleg móðir okkar Sigfríður Guðrún Jónsdóttir, Selaklöpp Hrísey, ættuð frá Grímsey. Okkur er bæði Ijúft og skylt að minnast hennar á þessari stundu. Hún var allt sem góða mömmu prýddi, raunagóð, blíð, kát, glæsileg og fylgdist vel með tímanum. Okkur fannst hún aldrei eldast. Mamma var „kletturinn“ í fjölskyldunni sem aldrei haggaðist hvað sem á dundi. Við gátum leitað til hennar til hinstu stundar með allt sem skipti máli og hún var alltaf fús að hlusta og reyna að miðla okkur af reynslu sinni eftir því sem hún taldi réttast. Mamma okkar var bamaböm- um sínum einstök og eiga þau eft- ir að sakna hennar mikið og hugsa um pönnsumar, sokkana og allt sem hún vann í höndunum til að gleðja þau. Einstakt samband var á milli hennar og yngsta bama- bamsins, Óla Dags þriggja ára. Hann umvafði Siffu ömmu sína sem alltaf hafði tíma til að segja sögur og .syngja vísur fyrir hann. Þann 9. apríl hefði móðir okkar orðið áttræð og ætlaði þá að gleðj- ast með góðum vinum og ættingj- um í sameiginlegri veislu með einu bamabami sínu sem þá ferm- ist. Ætlun skaparans hefur reynst önnur og við verðum aö sætta okkur við það þótt sárt sé. Mamma var mjög trúuð kona og sannfærð um að hennar biði sælla líf eftir þetta og þar biði pabbi eftir henni. Hún ól okkur upp í þeirri bjargföstu trú aó þann- ig væri það. Að leiðarlokum þökkum við umhyggju, mildi og vináttu sem verður okkur mikill styrkur í kærri minningu um góða móður. ÓIi, Heiða og Palla. Marsmánuður hefur alltaf verið mér svolítið erfiður síðan að hann afi minn lést 18. mars 1991, eftir að hafa barist hetjulega við veik- indi sín með ömmu við hlið sér. Núna fjórum ámm síðar, 21. mars 1995, hverfur hún amma mín úr lífi okkar fyrirvaralaust. Þennan dag höfðum við mamma ráðgert að fara í bæinn. Eg ætlaði að kaupa afmælisgjöf handa henni, því hún hefði orðið áttræó þann 9. apríl næstkomandi. En um hádegisbilió þennan dag var hún tekin frá okkur. Eg get ekki annað en glaðst þegar ég hugsa til síðustu ára- móta, þá var hún hjá mér og fjöl- skyldu minni, glöð og hress. Hún amma var mjög ungleg miðað við aldur og bar sig ákaf- lega vel. Gaman var að sjá á eftir henni ganga niður í kaupfélag með bros á vör og alltaf svo bein í baki. Þegar ég var yngri var alltaf fastur punktur í tilverunni að fara til afa og ömmu á Selaklöpp, það var eins og ævintýri líkast að koma til Hríseyjar. Afi og amma áttu alltaf eitthvað í pokahominu til að gleðja okkur krakkana. Eg man sérstaklega eftir neðstu skúff- unni í eldhúsinu. Þar voru alltaf leikföng og ýmislegt skemmtilegt. Núna tuttugu árum síðar eru leik- föngin þama ennþá fyrir bama- bamabömin. Elsku amma mín, ég vil þakka þér allt sem þú veittir mér í lífinu, stundimar sem við áttum saman og heilræðin sem þú gafst mér. Eg veit að afi hefur tekiö vel á móti þér. Góði Guð, ég bið þig að styðja Óla, mömmu og Pöllu á sorgar- stundu. Amma mín, við munum hittast á ný. Þín nafna Sigfríður Birna. Ó Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, ce, breið þú blessun þína á barnœskuna mína. Þín umsjón œ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, œ, styrkþú mig í dauða. Þitt lífsins Ijósið bjarta þá Ijómi í þínu hjarta. (P. Jónsson) Guð blessi ömmu mína og fylgi henni til afa í himnaríki. Þín Hrabba. Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekkir dánarheiminn. Fylgdu vini vorum, þegar vér getum ekki fylgst með honum lengur. Misk- unnsami faðir, tak á móti henni. Heilagi andi, huggarinn, vertu með óss. Amen. Bænabók, bls. 590. Guð geymi þig. Eggert Kristinsson, Sigmar Freyr og Kristinn Björn. / m \ Kynning á Haddýarbraubi í KEA Nettó í dag mibvikudaginn 29. mars. Kleinur og soðib brauð með óleggi fró Kjötiðnaðarstöð KEA HADDÝARBRAUÐ SVALBARÐSSTRÖND, SÍMI 96-22306. Það er þetta með bilið milli bíla... HOTEL KEA Laugardagskvöldið 1. apríl Hin vinsœla hljómsveit INGU EYDAL leikur fyrir dansi EeikimKtnat! I fi! K Lcikhúsmatscðill Portvínsbætt skelfisksúpa að hætti Línu spákonu Salthnetuhjúpaðar grísalundir með djöflasósu Súkkulaðihjúpaður ísbraggi í ferskjupolli Verð aðeins kr. 1.957,- Verð laugardagskvöld kr. 2.500,- þá er innifalinn dansleikur Ath! Höldum borðum meðan á sýningu stendur HÓTEL KEA Sími 22200

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.