Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 29. mars 1995 DAODVELJA Stjörnuspa 9 eftlr Athenu Lee * Mlbvikudagur 29. mars Vatnsberi ) (20. jan.-18. feb.) J (S Allt gengur snurðulaust í dag og samvinna skilar tilætluðum ár- angri. Þú nærð samningum í mikil- vægu máli. d Fiskar j (19. feb.-20. mars) J Nú er tími til kominn að taka til hendinni í málum sem lengi hafa legið á hillunni. Ýttu á eftir öbrum til að forðast skaða. (2 Hrútur (21. mars-19. apríl) Notaðu fyrri hluta dags til ab Ijúka verkum sem fyrir liggja; sérstak lega þeim sem tengjast fjármálum. Happatölur; 2, 23, 31. (W Naut (20. apríl-20. maí) Þér finnst þér verða lítið ágengt en munu að rannsóknir dagsins í dag mundu leiba gott af sér í framtíö- inni. Farðu út í kvöld. (S Tvíburar (21. maí-20. júm) D Verkin hlaðast upp hjá þér. Vertu ákveðinn, ýttu öllu öðru frá þér og forbastu hvers konar truflun. Þann ig tekst þér að Ijúka þessu. Krabbi (21. júní-22. Júlí) 9 Ef þú ert að leita samþykkis hjá öðrum er á brattan að sækja. Fólk í kringum þig hugsar bara um eigin hagsmuni. Þetta lagast í kvöld. \fvTV (23.JÚ--22. ágúst) ) Það að rétta hjálparhönd er sann- arlega gott en í dag þýðir þab að þú ávinnur þér virðingu og aðdá- un um ókomna tíð. (£ Meyja (23. ágúst-22. sept.) ) Það er ólíkt meyjum að sætta sig við rólegan dag til að Ijúka óunn- um verkum en þannig verbur þetta samt í dag. Þú tekur skyndi- ákvörðun í kvöld. @^vbg 'N (25. sept.-22. okt.) J Vogir fara venjulega varlega í fjár- málum en í dag verður þessi dyggb þeirra misskilin sem skortur á frumkvæbi. Taktu það ekki nærri þér. V Sporðdreki (23. okt.-21. nóv. Ð Þig grunar að einhver sé allt of bjartsýnn hvað varðar sameigin- lega hagsmuni. íhugabu vandlega alla þætti málsins áður en þú lætur álit þitt í Ijós. Bogmaður ^ >31 \ (22. nóv.-21. des.) J (5 Þig skortir líklega ekki hugmyndir en þar sem aðrir eiga líklega aub- veldara með að tjá sig skaltu láta Dá um ab koma þeim á framfæri. Steingeit ^ ft n (22. des-19. jan.) J Q Nú er rétti tíminn fyrir steingeitur til að sýna frumkvæbið sem í þeim býr. Flaltu útgjöldum í lágmarki aví framundan eru erfiðir tímar. Á léttu nótunum Þetta þarftu ab vita! Dönskuraun Á dönskuprófi voru nemendur beðnir ab þýða eftirfarandi setningu: „Vi ser en dansk dreng og en islandsk pige paa billedet." Ein þýðingin var: „Við sjáum danskan strák og íslenska stelpu í billjard." Afmælisbarn dagsins Orbtakib Cull-Spltz Flest gull á einum Ólympíuleikum hefur Bandaríkjamaburinn Mark Spitz unniö. I Munchen vann hann til 7 gullverðlauna árib 1972. Á komandi ári væri upplagt fyrir þig að reyna eitthvað nýtt hvort sem um er ab ræba nýtt starf, áhugamál eða ástarsamband. Mundu samt að skuldbindingar sem þú gerir munu vara lengi svo hugsabu þig vandlega um áður en þú framkvæmir. Nú eru flestir sótraftar á s]ó dregnir Merkir að nú megi notast við flest, „nú er einhver aumingi settur til mik- illa verka". Sótraftur merkir „sótugur raftur". Spakmælib Starf Þeir einir unna ekki starfinu sem kunna ekki ab vinna. Hinum sem það kunna er vinnan kærari en nokkur leikur. (|. h. Patterson) &/ STORT • Olafur í góbum gír í kvöld kl. 22.10 verbur endurfluttur á Rás 2 frá sl. sunnudegl þátturinn Þrlðjl maður- inn þar sem Ingólfur Margeirsson og Árnl Þórarins- son spyrja Ólaf Schram, for- mann Handknattleikssambands íslands, spjörunum úr. Undir- ritabur skrifari S&S verbur ab segja ab sjaldan hefur hann skemmt sér jafn vel yfir vlbtali í útvarpinu og þessari yfir- heyrslu yfir Ólafi. Hann kom til dyranna eins og hann er klæddur og lét allt flakka. Ólaf- ur hafbi fyrir þáttinn bebib þá félaga um ab spila þab hug- Ijúfa lag „Fram í heibanna ró" og urbu þeir ab sjáifsögbu vib þeirri bón. Hlns vegar mlslfkabi Ólafi ab þelr skyidu velja þetta lag meb Örvari Kristjánssyni, þetta vlldi hann heyra flutt af góbum karlakór og ekkert kjaftæbi! Óiafur bætti því vib ab þetta lag ættl ab syngja yflr sér þegar þar ab kæmi og jafn- framt ætti ab dreifa koníaks- flöskum á kirkjubekkina þannig ab fólk gæti gert sér glaban dag í kirkjunni! Vert er ab benda þelm á sem misstu af þessu vibtali sl. sunnudag ab láta þab ekki fram hjá sér fara í kvöld. • Líf ab færast í bar- áttuna Loksins er ab færast smá líf í kosningabar- áttuna. For- menn flokk- anna eru farn- ir ab senda þétt skot sín í milli, einkum hafa jón Baldvin og Ólafur Ragnar tekist á ab undanförnu. Jón Baldvin lét þau orb falla ab Ólafur þyrftl á pólitískrl áfalla- mebferb ab halda vegna hug- mynda hans um stjórnmála- sáttmála vinstrl stjórnar. Aug- lýslngarnar hafa verlb töluvert áberandl í þessarl kosnlngabar- áttu eins og jafnan ábur. Áber- andl ákafastir í auglýsingunum eru kratar, framsóknar- og sjálfstæbismenn. Allir þessir þrír flokkar tefla stíft fram sín- um formönnum. Þannig kom Davfb elnn fram fyrir hönd sjálfstæblsmanna í kynningar- mynd þeirra í sjónvarpinu. • Hreinskilni Og svona rétt í lokin elnn á léttu nótun- um: Palll litli var meb mömmu sinni í strætó og var stöb- ugt ab reyna ab hvísla einhverju ab hennl. - Hvab á ég ab þurfa ab segja þér þab oft, ab þab er dóná- legt ab vera alltaf ab hvísla. Reyndu heldur ab tala skýrt, drengur. - JæJa, allt í lagi. Hvers vegna er kartinn þarna meb svona stórt og rautt nef? Umsjón: Óskar Þór Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.