Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Miðvikudagur 29. mars 1995 LÖ KAUPANCI Allar tegundir kjötfars á.a%ptítbofo Lambakótilettur í raspi 645 kr. kg - áður kr. 820 t.ad,agst Nautaframfilet 1398 kr. kg - áður kr. 1798 Frá Einarsbakaríi Skúffulengja kr. 199 - áður kr. 301 Frá Kristjánsbakaríi Massarína kr. 249 - áður kr. 313 Kytmíngartiltoð Daloon Kína- og vorrúllur 20% afsláttur BKI Cappuccino kaffi Bahlsen súkkulaðikex MINNINC írís Dögg Óladóttir Fædd 10. febrúar 1981 - Dáin 8. febrúar 1995 Hve sárt er að sjá þig eigi er vorið gefst á ný. íris lést 8. febrúar síðastliðinn. Við vildum ekki trúa því að jjessi fallega yndislega stúlka sem var svo blíðlynd og gefandi, svo lífsglöð og þráði að vera til, er allt í einu ekki lengur á meðal okkar, það er sárara en orð fá lýst. Minningamar standa einar eft- ir. Hún kom eins og sólargeisli inn á heimilið okkar sem lítil stúlka. Vió fylgdumst með henni vaxa og dafna. Við dáðumst að því hvað hún var dugleg, dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Nú heyrum við ekki leng- ur í stúlkunni okkar koma storm- andi inn og segja „hæ, ég er kom- in stormandi inn“ eða „hæ, ég er komin“ og faðma okkur og segja „ég elska ykkur“. Iris hefði átt að fermast sama dag og Hildur dóttir mín eða 13. apríl. En það var mjög kært þeirra á milli. Elsku Iris, nú finnum við ekki lengur hendina þína hlýju á vanga, heyrum ekki lengur fallega hlátur- inn óma eóa sjáum brosið í fallegu augunum þínum. Þín er sárt sakn- að. Við eigum svo margar ljúfar minningar um þig sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Guð geymi þig og varðveiti þig. Megi minning þín vera ljós í lífi okkar. Elsku Rúna og Badda og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mikill. Ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk. Hve hart er Heljarvaldi þá heimt er þyngsta gjald, með dómi, er fjólu felldi svo féll hið dökka tjald. Nú tóm og tregi ríkir og tárin brenna kinn. Hvarfinnst sú mund, sem mýkir, það mein, sem blœðir inn? Hve sárt að sjá þig eigi, er sumar gefst á ný. Þá fylgir dökkum degi, hið dapra sorgarský. Þú, engill yndislegi, varst okkar von og Ijós, á bernsku björtum degi, þú brostir, Ijúfa rós. Þú vorsins unað veittir, svo vermdi gleðin bál. Þú skugga í birtu breyttir og blíðu vaktir mál. Hún geymist greipt í hjarta, sem gimsteinn, minning þín, sem Ijósið logabjarta við leiðir okkar skín Þú sefur svefni djúpum, nú sefuð raun þín er. Við hvílu þína krjúpum og klökkvi um hugi fer. En önd þín hátt sig hefur nú heiðríkjunni mót. Þig vorið örmum vefur það veitir raunabót. Ragnheiður Sigurgeirsdóttir og fjölskylda. SKAK SlMI 12 93 3 - FAX: 1293G Fimmtán mínútna mót SA: Rúnar bestur Rúnar Sigurpálsson sigraói á 15 mínútna móti Skákfélags Akur- Þú hefur ekki hátt um það... ... en við erum með á kr. 299.- á meðan birgðir endast ◄l^Hrísalundi Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.kl. 10.00-18.00 eyrar 26. mars síðastliðinn. Rúnar fékk sex vinninga af sjö. Urslit urðu annars eftirfarandi: 1. Rúnar Sigurpálsson 6 vinn. af 7 2. Ólafur Kristjánsson 6 vinn. af 7 3. Þórleifur K. Karlsson 5 vinn. af 7 4. Haki Jóhannesson 5 vinn. af 7 Fimmtudaginn 30. mars verður mót fyrir 45 ára og eldri og hefst það kl. 20 00. Fyrirkomulag verð- ur ákveðið á staðnum í samráði við keppendur. Skákþing Akureyrar 1995: Þórleifiur Karl Karlsson vann meistaratitilinn Þórleifur Karl Karlsson tryggði sér tiltilinn Skákmeistari Akureyr- ar 1995 eftir úrslitaeinvígi vió Smára Rafn Sigurðsson. Þeir félagar uróu efstir og jafnir á mótinu og varð því að koma til úrslitaeinvígis sem Þórleifur sigr- aði örugglega. Teflt var í fjórum flokkum og hefur þcgar verið getið um úrslit í tveimur. I A-flokki varð röð efstu manna þessi: 1 ,-2.Þórleifur Karl Karlsson 8 vinn. af 9 1 .-2. Smári Rafn Teitsson 8 vinn. af 9 3. Þór Valtýsson 7 vinn. af 9 4. Guðmundur Daðason 6,5 vinn. af 9 5. Jón Björgvinsson 5,5 vinn. af 9 Smári kom á óvart og vann 7 skákir í röð! I 8. umferð varó hann að játa sig sigraðan fyrir Þórleifi og urðu þeir því jafnir og efstir. Þeir tefldu síðan einvígi um titil- inn, því lauk með sigri Þórleifs 2.5 vinn. gegn 0,5. Þórleifur er því Skákmeistari Akureyrar 1995 í fyrsta sinn. Skákstjórar voru Albert Sig- urðsson og Jakob þór Kristjáns- son. í unglingaflokki Skákþings Ak- ureyrar sigraði Loftur Baldvins- son, hlaut 4 vinn. af 6. í öðru sæti varð Halldór Ingi Kárason með 3.5 vinn. og 3. Bjöm Finnbogason með 3 vinn. Bjöm Finnbogason, Sverrir Amarsson og Anna Þórhallsdóttir sigruóu í yngri flokkunum í Hraó- skákmóti Akureyrar. LESENPAHORNIP Notið ste£nuljósin rétt Vegfarandi á Akureyri hringdi... ...og lýsti óánægju sinni með notkun ökumanna í bænum á stefnuljósum bifreiöa. Gangandi vegfarendum sé mikið í mun að ökumenn gefi til kynna með stefnuljósum hvað þeir ætlast fyrir en sannast sagna sé mikill mis- brestur á þessu. I mörgum tilfell- um aki menn í allt aðra átt en stefnuljós gefi til kynna og með því skapist stórhætta fyrir þá sem leið eiga yfir götur á tveimur jafn- fljótum. Því sé betra fyrir gangandi vegfarendur að öku- menn sleppi því að gefa stefnuljós frekar en aó nota þau ranglega. Dæmi sanni aó slys geti orðió þegar stefnuljós eru vitlaust notuó en rétt notuð stefnuljós geti á hinn bóginn gert umferðina betri. Oku- menn verði því að taka sig á og hugsa um hvemig þeir noti stefnu- ljósin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.