Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 29. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 í umræðum á Búnaðarþingi á dögunum er staða sauð- fjárbænda orðin svo grafalvarleg að hjá því verður ekki komist, hvar í flokki sem menn kunna að standa, að taka á henni. Sauðfjárræktin er komin í vítahring. Framleiðslan hefur reynst umfram neyslu á innanlandsmarkaði og það hefur haft í för með sér niðurskurð, reyndar svo harkalegan að sauðfjárbændur velta því nú fyrir sér hvort þeir geti kostað börn sín í skóla. Þetta er stóral- varlegt mál, hér er með öðrum orðum verið að segja að Landbúnaðurinn og sauðfjárræktin þar með stendur frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi. íslendingar eru nú aðilar að alþjóðasamningum, GATT-samningurinn öðl- ast gildi á komandi sumri. GATT opnar landbúnaðin- um möguleika og þá þarf að nýta en til þess þarf til að koma markaðsstuðningur frá hinu opinbera. Sauðfjár- ræktin þarf stuðning til þess að fóta sig í breyttu um- hverfi. Niðurskurðurinn hefur leikið þessa atvinnugrein svo grátt á undanförnum árum að hann hefur ekkert fé aflögu til markaðsmála vegna útflutnings. Þess vegna verður ríkið að koma inn í og þetta er einn þeirra þátta sem verður að horfa til við upptöku gildandi búvöru- samnings. Afurðastöðvarnar hafa í rikara mæli lagt áherslu á stétt sauðfjárbænda lifi við sultarmörk. En hvað er þá til ráða? Það liggur alveg ljóst fyrir að lengra verður ekki gengið í niðurskurðinum ef menn yfirleitt vilja að áfram verði sauðfjárrækt í landinu. í allri þessari umræðu má ekki gleyma því að sauðfjár- ræktin er lykilatvinnugrein úti í hinum dreifðu byggð- um og ákvörðun um frekari niðurskurð er þá jafnframt ákvörðun um grisjun byggðarinnar. Vilja menn grisja byggðina? Þetta er byggðapólitísk spurning sem vinnslu lambakjöts í neytendaumbúðir. Þessu ber að fagna. Það gildir það nákvæmlega sama um úrvinnslu á lambakjötinu og fiskinum, að framtíðin er fólgin í vinnslu í neytendapakkningar. Ýmislegt jákvætt hefur verið að gerast á þessu sviði og nægir þar að nefna þróunarvinnu hjá Kaupfélagi Þingeyinga, sem greint var frá í Degi í síðustu viku. LEIÐARI Það þarf ekki að koma á óvart að vandi sauðfjárræktar- stjórnmálamenn verða að svara. innar í landinu hefur verið eitt af stóru málunum í kosningabaráttunni. Eins og kom mjög glögglega fram Alþjóðlegur sjávarótvegs- skólí á Akurevri Ríkisstjómin hefur ákveðið aó kanna möguleika á því að á ís- landi verði stofnaður sjávarút- vegsháskóli, sem tengist Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun félli vel að hlut- verki Háskólans á Akureyri. Gæti það haft víðtæk áhrif á þróun hvorrar stofnunarinnar fyrir sig. Innan Háskólans á Akureyri opn- uðust möguleikar á framhalds- námi (postgraduate) í sjávarút- vegsfræðum, en það hagnýta nám og þverfaglega sem byggt hefur verió upp í sjávarútvegsfræðum á Akureyri mundi verða trygging fyrir því að alþjóðlegur sjávarút- vegsskóli Sameinuðu þjóðanna héldi sterkum tengslum við sjáv- arútveginn og matvælaiónaðinn, og þróaóist eftir hagnýtum og virkum leiðum. Það er mikill styrkur í því að Sölumiðstöð Hraöfrystihúsanna vill fyrir sitt leyti stuðla að því að þessi hugmynd geti orðið að raun- vemleika. Styrkur fiskvinnslu og sjávarútvegs í héraðinu og lands- hlutanum í heild, ásamt því vægi sem matvælaiðnaðurinn í Eyja- firði hefur meó um 14 milljarða veltu og 2000 starfsmönnum býó- ur alþjóðlegri sjávarútvegsstofnun ákjósanleg starfsskilyrði. Tengsl Háskólans á Akureyri vió Háskóla Sameinuðu þjóöanna myndi þýða það að hér yrðu við nám í sjávarútvegsfræðum og tengdum greinum háskólastúdent- Tómas Ingi Olrich. „Styrkur fiskvinnslu og sjávarútvegs í héraðinu og lands- hlutanum í heild, ásamt því vægi sem matvælaiðnaðurinn í Eyjafirði hefur með um 14 milljarða veltu og 2000 starfs- mönnum býður alþjóðlegri sjávarút- vegsstofnun ákjósan- leg starfsskilyrði.“ ar frá öðrum löndum og hingað kæmu fjármunir til að standa und- ir þessu starfi. Þau tengsl sem myndast milli stúdenta og þess lands þar sem þeir stunda nám verða alltaf sterk, og oftast skap- ast mikil viðskiptatengsl í kjölfar slíkra námsdvala, ekki síst þegar um mjög hagnýtt nám er að ræða sem felur í sér kynni af sjávarút- veginum og þeim þjónustugrein- um, sem framleiða vörur fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu. Það er því mikils að vænta ef þessi at- hyglisverða hugmynd getur orðið aó veruleika. Tómas Ingi Olrich. Höfundur er alþingismaöur og skipar 2. sæti á framboóslista Sjálfstæöisflokks á NoröurlandL eystra. Aðild að ESB er Alþýðuflokkurinn - Jafnaóar- mannaflokkur Islands - hefur einn íslenskra stjómmálaflokka lýst yfir vilja til að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu eins fljótt og auð- ið er. Þaó er ekki í fyrsta og ör- ugglega ekki í síóasta sinn sem Al- þýðuflokkurinn gengur á undan öðrum flokkum og boðar nýjar hugmyndir. Alþýóuflokkurinn hef- ur alla tíð verið róttækur umbóta- flokkur, sem flestum öðrum flokk- um hefur komið stærri og merkari málum til framkvæmda en aðrir ís- Ienskir stjómmálaflokkar. Alþýðuflokkurinn hafði forystu um aðild að EFTA. Alþýðuflokk- urinn hafði forystu um stóriðju á íslandi. Alþýðuflokkurinn hafði forgöngu um samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði. Alþýðu- flokkurinn gekkst fyrir því að staðgreióslukerfi skatta yrði upp tekið. Ef við lítum á verk Alþýóu- flokksins frá fyrri tíð, þá munu þeir sem eldri em forystu Alþýðu- flokks við að koma á almanna- tryggingum hér á landi, að hefja byggingu verkamannabústaða og þannig mætti lengi telja. Það er ótrúlegt til þess að vita að ýmsir Sigbjörn Gunnarsson. andstæðingar Alþýðuflokksins í gegnum tíðina skuli hafa lagst gegn þeim málum sem að framan em talin. Það er einnig vert at- hygli, að þrátt fyrir gífuryrði and- stæðinga okkar á stundum, hefur ekkert þeirra mála, sem að framan em nefnd, verið gerð afturræk. Lokaáfanginn er að leggja samninginn fram til kynningar og umræðu og endan- legrar afgreiðslu í þjóðaratkvæða- greiðslu. í þessu máli er það þjóðin ein sem milliliðalaust hefur síðasta orðið um hvernig hags- munir hennar verða best tryggðir til frambúðar. Full yfírráð yfir auðlindum sjávar Það er ófrávíkjanleg krafa okkar Alþýðuflokksmanna, ef sótt verður um aðild að ESB, að tryggja full yfirráð yfir auðlindum hafsins. Um það hljóta allir íslendingar að vera á dagskrá sammála. Andstæðingar okkar segja gjaman að það sé tómt mál um að tala, því Rómarsáttmálinn leyfi ekki slíkt. Því er til að svara að frá upphafi hefur Evrópusam- bandió samið við tíu ríki um inngöngu. I öllum tilvikum héldu þessi ríki fram ákveðnum kröfum sem þau töldu markast af grund- vallarhagsmunum. I öllum tilvik- um náðist niðurstaða þar sem báðir aðilar töldu sig geta unað sáttir við sinn hlut. Því er það einfaldlega svo, að ef við spyrjum ekki spum- inga þá fáum viö engin svör. Svör- in kunna að verða okkur óhagstæð. Fari svo þá nær málið einfaldlega ekki lengra. Einhver góður maður orðaði það þannig, að ef hann hefói ekki beðið konu sinnar, þá hefðu þau aldrei orðið hjón. Þjóðaratkvæðagreiðsla Við Alþýðuflokksmenn leggjum áherslu á að umsókn um aðild og endanleg aðild em tvær aóskildar ákvarðanir. Það er nauðsynlegt aó skapa samstöðu þjóðarinnar um samningsmarkmið og fyrirvara í aðildarumsókn. Ekki er mögulegt að taka endanlega afstöðu til ákvörðunar um aóild eða ekki fyrr en samningsniðurstöður liggja fyr- ir. Lokaáfanginn er að leggja samninginn fram til kynningar og umræðu og endanlegrar afgreiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslu. I þessu máli er það þjóðin ein sem milli- liðalaust á seinasta orðið um það hvemig hagsmunir hennar verða best tryggðir til frambúðar. Það er dapurlegt til þess að vita þegar íslenskir stjómmálamenn svara því til að mál séu ekki á dagskrá. I einræðis- og kommún- istaríkjum segja „leiðtogamir“ þegnunum hvað sé á dagskrá hverju sinni. Vel menntuð íslensk þjóð lætur vart stjómmálamenn segja sér hvaða mál séu til um- ræðu og hver ekki. Framtíð þjóðar okkar er á dagskrá hvað sem hver segir. Við eigum ekki og megum ekki skirrast við að spyrja spum- inga og leita svara. Þá blasir ekk- ert við okkur nema stöðnun. Sigbjörn Gunnarsson. Höfundur er alþingismaður og skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir komandi alþingiskosningar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.