Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 29. nóvember 1994 Leikfélag Dalvíkur sýnir Mávinn Leikfélag Dalvíkur frumsýnir annað kvöld, fimmtudagskvöld, í Ungó á Dalvík gamanleik Antons Tsjekhovs, Mávinn. Leikstjóri er Amar Jónsson. Með vali á Mávinum er óhætt aó segja að Leikfélag Dalvíkur ráðist ekki á lágan garð því þetta er eitt af stórverkum leikbók- menntanna. Auk Mávsins varó Tsjekhov livað þekktastur fyrir leikritin Vanja frændi, Kirsuberja- garóinn og Þrjár systur. Anton Tsjekhov fæddist árið 1860 og lést 1904. Verk hans eru sígild, þau njóta hylli út um allan heim og er Island þar engin und- antekning. Sýning Þjóðleikhússins leikárið 1993-1994 á Mávinum vakti mikla athygli og sama gildir urn uppfærslur leikfélaganna á Selfossi og Hornafirói leikárin 1988-1989 og 1992-1993. Og nú er komió að Leikfélagi Dalvíkur, sem ekki lætur sér nægja aó setja upp eina stóra sýningu á leikári. A haustdögum réðst félagið í upp- færslu söngleiksins Land míns föóur eftir Kjartan Ragnarsson og þeirri stórsýningu fylgir LD eftir með Mávinum, sem líka er stór- virki fyrir áhugamannaleikfélag. Þetta eru hvorttveggja verðug verkefni á 50 ára afmælisári fé- lagsins. Um hvað er Mávurinn? En um hvað fjallar Mávurinn? Til að skilgreina verkið er hér gripið niður í grein eftir þýðanda verks- ins, Ingibjörgu Haraldsdóttur, í leikskrá Leikfélags Dalvíkur. Þar segir þýóandinn: „Um hvað er Mávurinn? - Ungt skáld sem veslast upp í andrúmslofti meöalmennskunnar? - Bókmenntir og leiklist í Rússlandi um síðustu aldamót? - Saklausa stúlku sem er tál- dregin og svikin? - Eigingjama móóur sem hugs- ar meira um sinn eigin frama en hamingju sonar síns? - Eymd og niðurlægingu kenn- arastéttarinnar? Mávurinn er um allt þetta og ótalmargt fleira. En fyrst og fremst er þetta leikrit um okkur sem sitjum í salnum þegar ljósin slokkna og dofna og Medvedénko spyr Möshu um leið og þau birtast á sviðinu: „Af hverju ertu alltaf svartklædd?" Má þá einu gilda hvort svióiö er í Ungó á Dalvík eða Listaleikhúsinu í Moskvu - eða hver þessi „vió“ erum sem sitjuni í salnum. Leikurinn er haf- inn og við tökum þátt í honum. Af lífi og sál. I því er galdurinn fólg- inn.“ „Vissulega er í mikið ráöist Friðrik Gígja í hlutvcrki Borisar Alexcjevítsj Trígorín, rithöfundar, og Guð- ný Kjarnadóttir i hlutverki Irínu Nikolajevena Arkadína Trépléva, leik- konu. Persónur og leikendur Þrettán persónur eru í Mávinum og þær túlka jafnmargir leikarar sem allir hafa áóur komið við sögu Leikfélags Dalvíkur. Guðný Bjarnadóttir fer með hlutverk Irínu Noklajevna Arkad- ína Trépléva leikkonu. í hlutverki Konstantíns Gavrílovítsj Tréplév sonar hennar er Birkir Bragason. Steinþór Steingrímsson leikur Pjotr Nikolajevítsj Sorín, bróður hennar, og Lovísa María Sigur- Ómar Arnbjörnsson, í hlutverki læknisins Jevgení Scrgejevítsj Me- dvcdénko, hvílir lúin bein. Sitjandi eru María Gunnarsdóttir í hlutverki Möshu, Guðný Bjarnadóttir í hlutverki Irínu leikkonu, Steinþór Steingríms- son í hlutverki Pjotr Nikolajevítsj Sorín, bróður leikkonunnar, og Lovísa María Sigurgeirsdóttir í hlutvcrki Nínu Mikhaílovna Zarétsjnaja, ungrar stúlku, dóttur auðugs óðalsbónda. - annað stórvirkið á 50 ára afmælisári félagsins Ómar Arnbjörnsson, Arnar Símonarson bregður sér í gervi Semjons Semjonovítsj Me- dvedénko, kennara, Sigurbjörn Hjörleifsson leikur Jakob vinnu- mann, Hjörleifur Halldórsson fer með hlutverk matsveinsins og Ylva Mist Helgadóttir leikur þjónustustúlkuna. Þrettán leikarar koma fram í sýningu Leikfélags Dalvíkur á Mávinum. Arnar Jónsson, leikstjóri, segir leikurunum til á æfingu sl. mánudagskvöld. með uppsetningu á Mávinum," sagói Amar Jónsson, leikstjóri, þegar Dagur náði tali af honum á æfingu í Ungó á Dalvík. „En ég held að mér sé óhætt að segja að þessi góði leikhópur hafi tekist á við þetta af þori og krafti og öll held ég að við höfum lært nokkuð af þessu. Þetta er mikió leikverk sem gerir miklar kröfur til leikara eins og raunar öll verk Tsjekhovs. Hann braut blað í leiklistarsög- unni á sínum tíma, kom fram með nýjan tón. Menn hafa velt svolítió vöngum yfir því af hverju þetta er kallaóur gamanleikur, vegna þess að á ytra borói virðist hann hafa öll merki harmleiksins. Síðan kemur í ljós aó bæöi í Rússlandi og á Dalvík erum við dálítið hlægileg í öllu okkar bjástri og löngunum." - Þetta er þá verk sem á alltaf jafrx mikið erindi við okkur? „Já, alveg tvímælalaust. Tsjek- hov var mikill sálfræðingur, hann fór nákvæmlega að manneskjunni. Eg held að það munu Iíða margar aldir þangað til þetta verk úreldist, einfaldlega vegna þess að mann- eskjan breytist svo lítið.“ Arnar segir að hann hafi tekió þátt í leiklestri Frú Emelíu á verk- um Tsjekhovs en þetta sé í fyrsta skipti sem hann stjórni uppfærslu á verki eftir Tsjekhov. „Alltaf þegar við höfum komist út úr sköllunum hefur þessi vinna gengið ágætlega,“ svaraði Amar og hló, þegar hann var spurður um hvemig hafi gengió að færa Máv- inn upp í Ungó. „Það hefur verið unnið hratt og vel. Við hófum æf- ingar undir lok janúar.“ Amar hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Dalvíkur. Fyr- ir réttum tíu árum stýrði hann uppsetningu félagsins á Þið munið hann Jömnd og fór auk þess með hlutverk Studiosus í sýningunni. Skemmtilegt og lærdómsríkt Birkir Bragason fer með hlutverk Konstantín Gavrílovítsj Tréplév í sýningunni, en það er ein af stóru „rullunum" í verkinu. „Þetta er stærra hlutverk en ég hef tekist á við áður. Þetta er erfitt og krefjandi viðfangsefni og það þykir öllum sem taka þátt í þessu. Það er allt í þessu verki, dramatík, kómedía og allt þar á milli. Þetta er heildsteypt leikhúsverk. Þetta hefur verið afskaplega skemmtileg og umfram alll lær- dómsrík vinna. Eg hef tekið þátt í mörgum uppfærslum með Leikfé- lagi Dalvíkur og einhvem veginn finnst manni að með því að takast á við Mávinn bætist við þá gmnn- þekkingu sem maður hefur áður aflað sér,“ sagði Birkir. Athygli vekur að Mávurinn er annaó stóra verkefnið sem Leikfé- lag Dalvíkur fæst við á þessu leik- ári. „Vissulega er mikió í ráðist á einu leikári að setja upp Land míns föður og síðan Mávinn, en við erum að sanna þaö að þetta er hægt. Land míns föður gekk vel og við sáum fram á aó við höfðum fólk til þess að setja upp annað verk. Margir þeirra sem taka þátt í Mávinum voru ekki í uppfærsl- unni á Land míns föður. Afmælis- árió hefur gefið okkur aukinn kraft,“ sagði Birkir. Myndir: Þröstur Haraldsson. geirsdóttir túlkar hlutverk Nínu Mikhaílovna Zarétsjnaja, unga stúlku, dóttur auðugs óðalsbónda. Óskar Pálmason leikur Ilja Af- anasévítsj Shamrajev, fyrrverandi lautinant, ráðsmann hjá Sorín, og Polínu Andrejevna, konu hans, og Möshu, dóttur hans, leika Stein- unn Hjartardóttir og María Gunnarsdóttir. Friðrik Gígja fer með hlutverk Borisar Alexejevítsj Trígoríns, rithöfundar, Jevgení Sergejevítsj Dorn, lækni, túlkar Að tjaldabaki Að tjaldabaki er vaskur hópur leikfélagsfólks. Aðstoðarmaöur leikstjóra er Ylva Mist Helga- dóttir og Guðbjörg Antonsdóttir og Guðlaug Björnsdóttir eru framkvæmdastjórar. Sýningar- stjóri er Guðbjörg Antonsdóttir. Um Ieiktjaldasmíði sjá Birkir Bragason, Björn Björnsson, Kristján Hjartarson, Ómar Arnbjörnsson, Óskar Pálmason og Þorsteinn Guðbjörnsson. Leiktjaldamálun hefur verið í höndum Aðalsteins Þórssonar. Um ljós og hljóð sjá Björn Björnsson og Kristján Hjartar- son og píanóleikur er í höndum Karls Olgeirssonar. Þær Hjördís Jónsdóttir og María Snorradótt- ir hafa séð um búningasaum og Elín Gunnarsdóttir og Hallfríð- ur Þorsteinsdóttir annast hár- greiðslu. Kristjana Arngríms- dóttir sér um förðun og Sigríður Guðmundsdóttir leikmuni. Sviðsmenn eru þeir Hjörleifur Halldórsson, Sigurbjörn Hjör- leifsson og Þorleifur Níelsson, Guðbjörg Antonsdóttir er hvísl- ari og um leikskrá sjá þau Þröstur Haraldsson og Hermína Gunn- þórsdóttir. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.