Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 24

Dagur - 29.03.1995, Blaðsíða 24
Akureyri, miðvikudagur 29. mars 1995 Wmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 Akureyri: Fjölskylduhátíð um páskana - útivera, skemmtun, afslöppun, menning og listir o.fl. o.fl. Hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu á Akureyri hafa tekið höndum saman og beita sér fyrir viðamikilli fjölskylduhátíð í kringum páskana, Páskar á Ak- ureyri. Aðal dagskráin stendur yfir dagana 11.-17. apríl, frá þriðjudegi og fram á annan í páskum, en formleg setning há- tíðarinnar verður nk. föstudag á Ráðhústorginu á Akureyri. Sú dagskrá sem í boði verður er af- ar fjölbreytt og þegar hún er skoðuð koma best í ljós þeir nánast óendanlegu möguleikar til afþreyingar sem standa til boða í bænum. Er ljóst að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það er Akureyri sem við erum aó koma á framfæri fyrst og fremst, benda á þá möguleika sem bærinn okkar býður upp á. Sam- starf vió bæjaryfirvöld hefur verið afar gott og bærinn tekur þátt í þessu með okkur,“ sagði Magnús Már Þorvaldsson, starfsmaður nefndar sem unnið hefur að skipu- lagningu Páska á Akureyri. Hann sagði ástæðuna fyrir þessu fram- taki kannski helst þá að fá fólk til bæjarins og fá þaó til að dvelja lengur á staðnum og notfæra sér allt það sem bærinn býður upp á. En hátíðin er ekki síður fyrir heimafólk og til þess gerð að virkja þaó í að skemmta sjálfum sér og öðrum um páskana þannig að ferðafólk geti átt ánægjulegar minningar um dvölina. Þess má geta að sami hópur stóð fyrir dag- skrá á Akureyri um síðustu versl- unarmannahelgi sem tókst mjög vel. Allt of langt mál yrði að telja upp allt það sem í boöi verður þessa daga, en dagskráin verður rækilega auglýst í fjölmiðlum og með veggspjöldum. Skíðasvæðió í Hlíðaríjalli myndar auóvitaó ákveðna kjölfestu, enda löng hefð fyrir því að koma á skíði til Akur- eyrar, og verður Fjallið opið alla dagana. Ekki má heldur gleyma gönguskíðasvæðunum og skauta- svellinu. Líkamsræktarstöðvar verða opnar, sem og sólbaðstofur. Rúsínan í pylsuendanum er svo að enda útveru dagsins i Sundlaug Akureyrar, sem opin verður óvenju lengi, eða til kl. 19.00 á kvöldin. En lífið er ekki bara útivera. Af helstu nýjungum í skemmtanalíf- inu má nefna að nú verða dans- leikir eftir miðnætti á föstudaginn langa og páskadag. Veitingahús bæjarins eru opin alla dagana fram á kvöld, svo ekkert er því til fyrir- stöðu að nálgast kræsingar í mat og drykk. En kræsingamar sem boðið er uppá eru líka af öðrum toga. Þar kemur að þætti menningar og lista en á því sviði rekur hver stórvió- burðurinn annan. Leikfélag Akur- eyrar er eina atvinnuleikhús lands- ins sem sýnir um páskana og þar er á ferðinni Döflaeyjan eftir sögu Einars Kárasonar í leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar. Alls veróa fjór- ar sýningar um páskana og má t.d. nefna miónætursýningr. á föstu- daginn langa. Kælismiðjan Frost: Hagnaðurá fýrsta starfsári Um síðustu helgi var aðal- fundur Kælismiðjunnar Frost hf. og jafnframt var árshá- tíð fyrirtækisins haldin. Starf- semin er sem kunnugt er á tveimur stöðum, Akureyri og í Kópavogi. SI. ár var fyrsta starfsár fyrirtækisins og er óhætt að segja að byrjunin lofl góðu. Var veltan rúmlega 270 milljónir og hagnaður 5 milljón- ir. Starfsmenn eru samtals 35, þar af 14 á Akureyri og er mikið að gera hjá fyrirtækinu. Breytingar eru framundan á húsnæðismálum, en fest hafa ver- ið kaup á húsnæöi að Fjölnisgötu 4b á Akureyri. „Þetta er fyrsta skrefió í endurskipulagningu á húsnæðismálum. Við höfum verið í leiguhúsnæði hér við Draupnis- götuna en kaupum nú vió Fjölnis- götuna. Þar höfum vió jafnframt möguleika á að byggja við. Síóan seldum við húsnæðið okkar í Kópavogi og ætlum í staðinn aó leigja í Reykjavík,“ sagði Elías Þorsteinsson hjá Kælismiðjunni Frost. Hann býst við að flutt verði í nýja húsnæóið við Fjölnisgötuna í byrjun júní. Að sögn Elíasar eru næg verk- efni hjá fyrirtækinu. Stærstu verk- efnin um þessar mundir er niður- setning á frystikerfi sem Frost seldi í togarann Ólaf Jónsson frá Sandgerói, en breytingar á honum fara fram í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Þá seldi fyrirtækið ný- lega fyrsta íslenska ammoníak- kerfið um borð í skip og fer það í togarann Engey. Einnig eru menn frá fyrirtækinu að setja upp tækja- búnaó í frystigeymslu Eimskips í Reykjavík. Annars eru verkefnin víða, t.d. í verslunum, frystihús- um, mjólkursamlögum og slátur- húsum, auk viðgeróa á ísskápum og frystikistum fyrir heimili. Ein þeirra sem unnið hefur að undirbúningi Páska á Akureyri cr B. Unnur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Umferðarmiðstöðvarinnar á Akureyri. Hún heidur hér á veggspjaldi þar sem þessi fjölbreyta fjöiskylduhátið er auglýst. Mynd: Halldór. í listamiðstöðinni í Grófargili verður margt á döfinni og þá eru ótaldir stórtónleikar Kristjáns Jó- hannssonar og Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur í KA-heimilinu. Þá má ekki gleyma söfnum bæjarins. Af einstökum dagskrárviðburó- um er t.d. vert að minnast á úti- vistardagskrá fyrir alla fjölskyld- una á Súlumýrum á föstudaginn langa. Að henni standa Hjálpar- sveit skáta, Landssamband ísl. vélsleðamanna og 4x4-klúbbur- inn. Þar geta allir mætt, hvort sem þeir hafa yfir farartæki að ráða eða ekki, en hægt verður að fá far með bílum .eða láta draga sig á skíðum. Bautabúriö verður með grillveislu við Súlurætur kl. 15.00. Daginn eftir verður svokölluð Matthíasarganga, tileinkuó þjóð- skáldinu, úr miðbænum og að Lystigarðinum. Þar verður fjölda- söngur og endaó á flugeldasýn- ingu. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt, en sem fyrr segir verður dagskráin rækilega auglýst og um að gera fyrir jafnt heima- sem að- komufólk að nýta sér það sem í boði er. HA Húsavík: Hefill á bíl Bíll skemmdist í Laugar- brekku á Húsavík í gær- morgun er snjóruðningstæki bakkaði á hann. Víða eru snjógöng á götum Húsavíkur sökum fannfergisins og blindhom og beyjur þar sem venjulega er góð útsýn á gatna- mótum. Snjóruðningstæki em að störfum og eins gott fyrir öku- menn að hafa andvara á og stöðva bíla sína ekki rétt aftan við þau. IM Nýr kjarasamningur kennara og ríkisins á grundvelli sáttatillögu ríkissáttasemjara: Skiptar skoðanir meðal kennara VEÐRIÐ Veóurstofan spáir hlýnandi veðri og suðlægum áttum næstu daga. Á Norðurlandi verður sunnan og suðaust- an kaldi eða stinningskaldi í dag og víða slydda eóa rigning. Úrkomulítió ætti aó vera norðanlands á morgun og a.m.k. 5 stiga hiti. Á föstudag frystir aftur um land allt en áfram verða suðlægar áttir. Gildistími nýs kjarasamnings kennarafélaganna og ríkis- ins er til 31. desember 1996. Kjarasamningurinn byggir á sáttatillögu Þóris Einarssonar, ríkissáttasemjara, sem hann lagði fram sl. mánudag og báðir deiluaðilar samþykktu. Sam- kvæmt viðtölum sem blaðið átti í gær við kennara er ljóst að meðal þeirra eru afar skiptar skoðanir á þessari lendingu, en meirihluti fulltrúaráða kennara- félaganna mat það svo í fyrra- kvöld að rétt væri í stöðunni að fallast á sáttatillögu ríkissátta- semjara. Samkvæmt tillögu ríkissátta- semjara hækka laun kennara strax um 3,1% og önnur 3% hækkun tekur gildi 1. janúar nk. I kaflan- um um launabreytingar vegna skipulagsbreytinga kemur fram að laun kennara hækki um einn launaflokk eftir eins árs kennslu- feril frá og með gildistöku samn- ingsins og frá og með 1. mars 1996 hækki laun kennara eftir tveggja ára kennsluferil um einn launaflokk. 1 kaflanum um skipulagsbreyt- ingar á skólastarfmu kemur eftir- farandi fram: - Kennslu- og prófadagar í framhaldsskólum skulu vera 175. - Kennslu- og prófadagar í grunnskólum og aðrir starfsdagar nemenda skulu vera 170 en bundnir vinnudagar kennara 5 að auki. - Bundnir vinnudagar kennara í grunnskólum skulu í ágúst og júní vera sex. - Bundnir vinnudagar kennara í framhaldsskólum skulu í ágúst og júní vera fjórir. Almenn kennsluskylda grunnskólakennara verði 28 stundir á viku. - Kennsluskylda grunnskóla- kennara með 15 ára kennsluferil lækki um eina stund á viku. - Kennsluskylda grunnskóla- kennara sem er orðinn 55 ára verói 24 stundir á viku enda hafi hann 10 ára kennsluferil. - Kennsluskylda grunnskóla- kennara sem er orðinn 60 ára skal vera 19 stundir á viku enda hafi hann 10 ára kennsluferil. - Almenn kennsluskylda fram- haldsskólakennara verði 25 stund- ir á viku. - Kennsluskylda framhalds- skólakennara með 15 ára kennslu- feril verði 23 stundir á viku. - Kennsluskylda framhalds- skólakennara sem orðinn er 55 ára verói 22 stundir á viku. - Kennsluskylda framhalds- skólakennara sem orðinn er 60 ára verði 17 stundir á viku. Sett verður á stofn samstarfs- nefnd kennarafélaganna og ríkis- ins til ákvörðunar um önnur efnis- atriði sem ágreiningur kann að verða um. Þetta eru; greiðsla dag- peninga á námskeiðum, hámark yfirvinnu, álag í öldungadeildum, meistaraskóla og sambærilegu námi, kennsluskylda og yfirvinna skólastjómenda, málefni sérhópa og tilrauna- og þróunarstarf í skól- um. Gert er ráð fyrir að samstarfs- nefndin hafi afgreitt ágreinings- efni sín fyrir 15. maí nk. Takist nefndinni ekki að komast að sam- komulagi um einhver ágreinings- efni skal vísa þeim til sérstakrar úrskuróamefndar. óþh Innanhúss-'1 mólning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND a. Kaupangi • Sími 23565 B L...............J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.