Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 10. nóvember 1995 FRÉTTIR Tillögur nefndar vegna rútuslyssins í Hrútafirði 22. október sl. kynntar í gær: Kannað verði með öryggis- belti í öll sæti hópbifreiða Meðal tillagna sem nefnd á veg- um dómsmálaráðuneytisins, sem falið var að rannsaka rútuslysið í Hrútafirði 22. október sl. þar sem tvær konur létu lífið og fjöl- margir slösuðust, er að kannað verði hvort unnt sé að setja ör- yggisbelti í öll sæti hópbifreiða. Nefndin kynnti niðurstöður vinnu sinnar og tillögur á fundi með fréttamönnum í gær. I niðurstöðum nefndarmanna, en í henni áttu sæti Magnús Ein- arsson, yfírlögregluþjónn í Kópa- vogi, sem jafnframt var formaður, Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir Borgarspítala, og Kristján Vigfús- son, deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu, kemur fram það álit að orsök slyssins megi rekja til nokk- urra samverkandi þátta, þ.e. krapaflots, vindhviðu, hjólbarða og hraða bifreiðarinnar, þannig að hún fór út af veginum og valt. Nefndin telur að afleiðing þessa hefði verið minni ef farþegar hefðu verið í öryggisbeltum. Þá telur nefndin að greining, merking og fyrsta meðferð slasaðra ásamt flutningi á sjúkrahús hafí verið góð. Nefndin gerir tillögu og leggur til að nokkur atriði verði skoðuð sérstaklega með það í huga að gera flutning farþega í hópbifreið- um sem allra öruggastan miðað við hinar erfiðu og margbreytilegu akstursaðstæður milli landshluta. Meginatriði tillagnanna eru eft- irfarandi: 1. Kannað verði hvort unnt sé að setja öryggisbelti í öll sæti hóp- bifreiða. 2. Ökumenn hópbifreiða geri ferðaáætlun ef þeir aka yfir heiðar eða fjallvegi á leiðum sínum. Þar verði tekið tillit til veðurs og færðar með hliðsjón af aksturseig- inleikum hópbifreiðar þeirrar er í hlut á. Sérstaklega verði til staðar vitneskja um veður, færð, krapa- Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, 640 Húsavík, s: 464 1300 UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp við lögreglustöð- ina á Húsavík, föstudaginn 17. nóvember 1995 kl. 14.00: IT-844 JR-009 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Húsavík, 8. nóvember 1995. Berglind Svavarsdóttir, ftr. / \ wjm rnm rnÉrn SJALLANUM, AKUREYRI FÖSTUDAGINN 10. NÓVEMBER frsslréstft FM 98.7 AKUREYRARB/ER Hundaeigendur Akureyri Aukadagur í hundahreinsun verður í áhaldahúsi Gróðrarstöðvarinnar föstudaginn 10. nóv. 1995 kl. 16-19. Framvísa skal kvittunum fyrir greiðslu leyfisgjalds og ábyrgðartryggingu hundsins. Staðfesting dýralæknis um bandormahreinsun hunds er jafn gild og hundahreinsun á vegum bæj- arins, en sýna skal hana hjá dýraeftirlitinu. Umhverfisdeild og heilbrigðiseftirlit. flot, vindstyrk, hálku o.s.frv. 3. Að sjá til þess að hópbifreið- in sé ávallt búin miðað við að- stæður, einkum að hjólbarðar séu grófmynstraðir með nöglum eða keðjum þegar gera má ráð fyrir snjó, krapafloti eða annarskonar hálku. 4. Gerð verði tæknileg úttekt á því hvort hægt sé að setja öruggt net eða lok fyrir farangursgeymsl- ur yfir höfðum farþega í hópbif- reiðum sem notaðar eru í áætlun- ar- eða hópferðir. 5. í hverri bifreið sem notuð er í áætlunar- eða hópferðaakstur verði leiðbeiningaskilti með áletr- un um að þunga hluti eða hluti sem geti skaðað fólk í umferðaró- happi skuli geyma í farangurs- geymslu en ekki í farþegarými. 6. Gerð verði tæknileg úttekt á því hvaða tæknibúnaður þurfi að vera til staðar hjá löggæsluaðila til að unnt sé að rannsaka og varð- veita gögn á hópslysavettvangi. Þar er átt við ljóskastara, mynda- vélar, merkjabúnað o.fl. óþh Mývatnssveit: íslandsbanki opnarí dag í dag opnar íslandsbanki á Húsavík útibú í Hótel Reyni- hlíð í Mývatnssveit. Tveir starfsmenn, Guðrún Val- geirsdóttir og Kristín Hall- dórsdóttir, munu starfa í úti- búinu en útibústjóri er Örn Björnsson, útibússtjóri ís- landsbanka á Húsavík. „Það hefur verið nokkur þrýstingur á að íslandsbanki opnaði afgreiðslu í Mývatns- sveit. Vonandi mælist þetta vel fyrir og ég vona að útibúið eigi eftir að styrkja stöðu sína,“ sagði Öm í samtali við Dag. Útibúið verður opið frá kl. 12.15 til kl. 14 frá miðjum september til mjðs maí, en yfir sumarmánuðina verður opið allan daginn. IM Grundarkirkja í Eyjafjaröarsveit 90 ára á sunndag: Vígsluafmæli fagnað með hátíðarguðsþjón- ustu og kaffisamsæti Næstkomandi sunnudag verður fagnað 90 ára afmæli Grundar- kirkju í Eyjafjarðarsveit með há- tíðarguðsþjónustu og kafflsam- sæti að henni lokinni í félags- heimilinu Laugarborg en hún verður í boði kirkjueigendanna. Sr. Hannes Örn Blandon, sókn- arprestur, og sr. Bolli Gústavs- son, vígslubiskup, annast altaris- þjónustu og kirkjukór Grundar- kirkju syngur undir stjórn Þór- dísar Karlsdóttur. Þá mun sr. Bolli rekja sögu kirkjunnar í kaffísamsætinu. Grundarkirkja þótti á sínum Samgönguráðuneytiö: Mótuð verði stefha í ferðaþjónustu Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að setja á stofn nefnd sem ætlað er að móta stefnu í ferðaþjónustu. í nefndinni eiga sæti Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, formað- ur, Tómas Ingi Olrich, alþingis- maður, Ólafur Öm Haraldsson, al- þingismaður, Magnús Gunnars- son, viðskiptafræðingur, Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri, Hildur Jónsdóttir, ferðaráðgjafi, Valtýr Sigurbjamason, forstöðu- maður Byggðastofnunar á Akur- eyri, og Armann Kr. Ólafsson, að- stoðarmaður samgönguráðherra. Nefndin hefur ráðið Hagvang hf. til að vinna við stefnumótunina auk þess sem hún hefur ráðið sér starfsmann, Bjamheiði Hallsdótt- ur, ferðamálafræðing. Á fréttamannafundi í gær kom m.a. fram að stefnumörkun í ferðaþjónustu miði að því að setja bæði efnahagsleg og byggðaleg markmið og vísa leiðimar að þeim. Hún eigi að vera almennur rammi um þróun ferðamála á komandi árum. Mikið verði lagt upp úr að tryggja arðsemi atvinnu- greinarinnar án þesss að ganga of nærri náttúrunni og skoðað verði með hvaða hætti menning, saga og landkostir geti nýst henni. Þá verði gerð úttekt á rekstrarum- hverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu með það að markmiði að þau verði samkeppnishæf á alþjóða- markaði. Á fréttamannafundinum í gær kom einnig fram að ferðaþjónust- an skili nú um 12% gjaldeyris- tekna þjóðarinnar og gjaldeyris- tekjur sl. þriggja ára eru tæplega 45 milljarðar króna. óþh tíma mikið mannvirki og byggð af mikilli framsýni. Magnús Sigurðs- son, bóndi og kaupmaður á Grund, lét smíða kirkjuna á eigin kostnað og gerði hann sjálfur frumteikningar ásamt Sigtryggi Jónssyni á Akureyri. Ásmundur Bjamason var yfirsmiður en aðrir smiðir voru Jónas Stefánsson, Maron Sölvason, Pálmi Jósefsson og Þorsteinn Ágústsson. Málara- meistari hét Muller og var norsk- ur. Á níutíu ára tímabili hafa fimm prestar þjónað kirkjunni á Grund. Þeir eru sr. Jónas Jónasson, sr. Þorsteinn Briem, sr. Gunnar Benediktsson, sr. Benjamín Krist- jánsson og sr. Hannes Öm Bland- on, núverandi sóknarprestur. Fjölmenni var við vígsluna fyr- ir 90 árum og komu kirkjugestir langt að. Flestir komu úr sveitum Eyjafjarðar en sumir lengra að. Talið var að alls hafi verið um 800 manns við vígsluna og var hún talinn á sínum tíma einstakur við- burður. Hátíðarguðsþjónustan á sunnu- dag hefst kl. 13.30. JÓH MTC öryggisskápar Þorsteinn EA með 180 tonn af rækju úr fyrsta túrnum Nýjasta skip Samherja hf., Þor- steinn EA-810, kom með nær fullfermi af rækju úr fyrsta túm- um fyrir nýja eigendur og var aflinn um 180 tonn. Um 30% afl- ans fóru í pakkningar á markað í Asíu en annað til vinnslu hjá Strýtu hf. á Akureyri. Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri Samherja, segir rækjuna mjög misjafna og einnig misjafna eftir svæðum en Þorsteinn EÁ var fyrir vestan land en hraktist tölu- vert undan veðri. Hugmyndin er að skipið verði á rækju til áramóta en fari þá á loðnuveiðar en með kaupum á skipinu fylgdi talsverður loðnukvóti. GG Geymir þú dýrmætustu pappírana þína í kummúðunni? Nutaðu eldvarnarskáp T#LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.