Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 5
H VAÐ ER At> Cm E RAST? Föstudagur 10. nóvember 1995 - DAGUR - 5 Stórmyndir í Borgarbíói Borgarbíó sýnir um helgina kl. 21 og 23 Show Girl, sem er raunsönn lýsing á næturlífi Las Vegas. í hinum salnum sýnir Borgarbíó kl. 21 vinsælu myndina French Kiss og kl. 23 verður sýnd íslenska myndin Nei er ekkert svar. Leikstjóri er Jón Tryggvason en leikendur Ingi- björg Stefánsdóttir, Heiðrún Anna Bjömsdóttir, Ari Matthíasson og Skúli Gautason. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 sýnir Borgarbíó Hundalíf og Leynivopnið, sem er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Dúettinn Par-ís á Oddvitanum Dúettinn Par-ís, sem samanstend- ur af Gunnari Tryggvasyni og Mjöll Hólm, skemmtir á Odd-vit- anum við Strandgötu á Akureyri í kvöld, föstudag, og annað kvöld. Húsið verður opnað kl. 21 bæði kvöldin. Aldurstakmark er 20 ár og eru gerðar kröfur um snyrtileg- an klæðnað. Tvær sýningar á Gauragangi um helgina Leikfélag Húsavíkur sýnir í tvígang um helgina Gauragang eftir Olaf Hauk Símonarson. Tónlist ef eftir hljómsveitina Nýdönsk. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Stjómandi tón- listar er Valmar Valjaots og um ljósahönnun sér David Walters. Sýnl verður í kvöld, fösludag, kl. 20.30 og á morg- un, Iaugardag, kl. 16, í Sam- komuhúsinu. Miðasala í Sam- komuhúsinu frá kl. 17 til 19 alla virka daga og frá kl. 14 til 16 laugardaga. Símsvari allan sólarhringinn 4641129. Þróunarsetrið á Laugalandi: Handverkssala um helgina Þróunarsetrið á Laugalandi verður með handverkssölu um helgina í gamla Húsmæðraskólanum. Þetta er önnur helgin í syrpu sex helga þar sem seldar verða handunnar vömr. Opið verður milli kl. 13 og 18 bæði á laugardag og sunnudag. Til sölu verða m.a. jólaföt á böm, leðurvörur, leikföng, prjóna- vömr, gjafavörur, einnig sultur og pikkles. Þá verða sýnd gömul vinnubrögð, svo sem tóvinna. Á sunnudag verða sýndir ís- lenskir þjóðbúningar og búningar frá ýmsum löndum. Kvennaskólacafé á neðstu hæð Húsmæðraskólans verður opið. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 Sýningum á Drakúla að ljúka Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Ak- ureyrar á leikgerð írska leik- stjórans Michael Scott á sögu landa hans Brant Stoker um vampýmna frægu, Drakúla greifa. Sýningin hefur hlotið mikla athygli enda er hér um heimsfrumsýningu að ræða. Sýnining hefur verið hluti írskrar menningarhátíðar sem hefur staðið yfir á Akureyri að undanfömu. Vegna umfangs næsta verkefnis Leikfélags Akureyrar, sem er meistara- verk bandaríska leikbók- mennta, Sporvagninn Gimd eftir Tennessee Williams, verður sýningum nú að ljúka. Síðustu sýningar verða laugar- daginn 11. nóvember og laug- ardaginn 18. nóvember. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju fer í heimsókn í Glerárkirkju sunnudaginn 12. nóvember. Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju kl. 10.45 í rútum. Athugið að kirkjubflamir verða 10 mínútum fyrr á ferðinni þennan dag. Flóamarkaður Hjálpræðishersins Á Hjálpræðishemum Hvannavöll- um 10 á Akureyri er hægt að fata sig upp fyrir verð sem slær öllu við, bæði Newcastle, Glasgow og Reykjavík. Markaðurinn verður opinn í dag, föstudag, kl. 10 til 17. Samkomuátak hjá KFUM og KFUK Skúli Svavarsson, formaður Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga, verður í heimsókn hjá KFUM og Diddú og Jónas í Húsa- víkurkirkju Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, og Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari, koma fram á tónleikum í Húsavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Menningarmálanefnd Húsavíkur stendur fyrir tónleikunum og eru þeir haldnir til heiðurs Ingvari Þórarinssyni og Björgu Friðriks- dóttur. Með þessum tónleikum vill menningarmálanefnd þakka þeim hjónum fyrir áratugastörf í þágu tónlistarlífs á Húsavík. KFUK á Akureyri um helgina, dagana 10.-12. nóvember. Skúli talar á fjómm samkomum og hefj- ast þær kl. 20.30 auk miðnætur- samkomu sem hefst kl. 23.30. Kaffisala verður einnig í félags- heimilinu að Sunnuhlíð 12 kl. 15 nk. sunnudag, 12. nóvember, til styrktar kristniboðinu. Undir áhrifum á Dalvík Annað kvöld, laugardagskvöld, mun hljómsveitin Undir áhrifum spila á veitingastaðnum Sæluhús- inu á Dalvflc. Er þetta í fyrsta skipti sem Undir áhrifum spilar á Dalvík. Hljómsveitina Undir áhrifum skipa: Rúnar söngur, Óli gítar, Ár- mann bassi, og Jón Baldvin, sem verður sérstakur gestur hljóm- sveitarinnar þetta kvöld, lemur trommur. Viiiir vors og blóma í Siallanum og Dynheimnm Hljómsveitin Vinir vors og blóma spilar á svokölluðu Frost- rásarballi 95 í Sjallanum á Akur- eyri í kvöld, en nú í morgunsárið spilar hljómsveitin í morgun- þætti útvarpsstöðvarinnar Frost- rásin. Þá sækir hún heim nem- endur framhaldsskólanna á Ak- ureyri í dag. Á Frostrásarballinu í kvöld mun DJ Kiddi Big Foot hita upp ásamt DJ GUnn. Þá verður er- ótísk undirfatasýning þar sem fatnaður úr verslunum á Akur- eyri verður sýndur. Vinir vors og blóma stíga síðan á svið Sjallans og skemmta gestum. Annað kvöld, laugardags- kvöld, verða Vinir vors og blóma á sviði Dynheima og skemmta yngri kynslóðinni. Nuno og Milljóna- mæringamir í Sjallanum Hljómsveitin Nuno og Milljóna- mæringamir spila fyrir dansi í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Húsið verður opnað kl. 23. Eins og ann- ars staðar kemur fram hér á síð- unni spila Vinir vors og blóma í Sjallanum í kvöld. Þá verður Skagamaðurinn og trúbadorinn Orri Harðarson á Góða dátanum í kvöld og annað kvöld. Tilboð óskast í parhúsið við Löngumýri 9 og 11 Húsnæðisskrifstofan á Akureyri auglýsir tvær íbúðir í par- húsi við Löngumýri 9 og 11 á Akureyri til sölu. íbúðirnar þarfnast endurnýjunar. Tilboðsgjafa ber að kynna sér ástand eignarinnar áður en tilboð er gert. Skrifleg tilboð óskast send Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, Skipagötu 12, 600 Akureyri fyrir kl. 12 miðvikudaginn 15. nóvember 1995. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað ogí síma 462 5311. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI, Skipagötu 12, sími 462 5311. a V I K I N G A imm Vinningstölur 08.11.1995 VINNINGAR FJÖLDI UPPHÆÐ n6a,e 0 47.740.000 CM 5 af 6 CÆ+bónus 1 290.180 RH 5 af 6 3 76.000 |E1 4 af 6 210 1.720 1 3 af 6 834 180 SV Uinningur: er tvöfaldur næst Aðaltölurj^ (á)(22)@ mm BÓNUSTÖLUR Í15)'18>(39) Helldarupphæð þessa vlku: 48.769.500 á ísl.: 1.029.500 UPPLÝSINGAn, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.