Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 10. nóvember 1995 Guðmundur Ármann Sigur- jónsson, myndlistarmaður, opnar myndlistarsýningu í austur- og miðsal Lista- safnsins á Akureyri nk. laugardag klukkan 16.00 og sýnir þar m.a. myndir sem hann málaði meðan hann var bæj- arlistamaður Akureyrar. Segja má að Guðmundur Ármann fari svo- lítið aðrar leiðir nú en sjá hefur mátt frá hans hendi undanfarin ár og eru persónur þar í öndvegi. Samtímis opna sýningu í vestursal Listasafnsins þau Erla Þórarins- dóttir og Andrew M. Mckenzie og standa sýningarnar til 10. desem- ber. Guðmundur Ármann Sigurjónsson við hluta þeirra verka sem prýða munu sýningu hans, sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri á morgun. „kjaftagangur", og það er meira og minna búið að klippa á allt samband milli þeirra listamanna sem eru hér að starfa og þeirra sem eru að vinna að þessum mál- um á vegum bæjarins. Þessi lá- deyða er ekki góð fyrir Listagilið. Menningarmálanefndin er einnig að mínu mati mjög afskiptalaus um starfsemina hér og treystir öðrum aðilum fyrir því sem hér fer fram og hópi listamanna hér í bæ er haldið algjörlega óupplýst- um um það sem hér á sér stað. Nefndin virðist treysta á of fáa að- ila sem jafnvel eru ekki í tengslum Afskiptaleysi aflistagilmu ekki uppbyggjandi - segir Guðmundur Ármann myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri á morgun Guðmundur Ármann er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en flutti til Akureyrar árið 1972 og er því ekki „original“ Akureyringur að mati „innfæddra". Aðspurður seg- ist hann vera orðinn rótfastur hér og bömin hans séu auðvitað Ak- ureyringar í húð og hár. Þrátt fyrir það að margir líti á hann sem að- komumann sem sest hafi hér að er nú svo komið að á hans æskuslóð- um og í myndlistarheiminum er aldrei litið á hann nema sem Ak- ureyring. Guðmundur Ármann kennir við málaradeild Myndlista- skólans, bæði í dagskólanum og kvöldskólanum, og einnig lítils háttar í grafískri hönnun, sem er yngsta deild skólans. „Auðvitað er þetta með búset- una og upprunann svolítill orða- leikur en það var rnikil viðurkenn- ing að verða útnefndur bæjarlista- maður Akureyrar á síðasta ári og Guðmundur Ármann leiðbeinir nemendum í kvöldskólu Myndlistaskóians við módelteikningu. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 16. útdráttur 3. flokki 1991 - 13. útdráttur 1. flokki 1992 - 12. útdráttur 2. flokki 1992-11. útdráttur 1. flokki 1993 - 7. útdráttur 3. flokki 1993 - 5. útdráttur 1. flokki 1994 - 4. útdráttur 1. flokki 1995 - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 10. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 589 8900 sýningin nú er að hlula til afrakst- ur af starfi mínu á því ári. Menn- ingarmálanefnd Akureyrar veitir þennan bæjarlistamannsstyrk af miklum rausnarskap og mér finnst það afskaplega gott framtak og mikil vítamínssprauta fyrir þann listamann sem hverju sinni hlotn- aðst sá heiður. Það styður vel við þá viðleitni manna að sinna list- inni. Ég lít á þetta sem viðurkenn- ingu og það held ég að menning- armálanefndin geri líka. Hún er að veita þeim einstaklingi sem út- nefningu hlýtur hverju sinni frem- ur viðurkenningu en starfsstyrk, en þetta eru mánaðarlaun í eitt ár og miðast við laun menntaskóla- kennara. Viðurkenningin er líka til að efla listalífið á Akureyri og mér finnst það eðlilegt að lista- maðurinn sýni afraksturinn þegar hans „bæjarlistamannsári" er lok- ið,“ segir Guðmundur Ármann. Guðmundur Ármann segist hafa verið á eilífu flakki í listinni undanfarin ár, en um tíma voru fuglar viðfangsefnið, síðan skeljar og fleira og fleira, en nú hafi myndir af fólki verið aðalvið- fangsefnið. Árið 1981 hélt hann sýningu á Kjarvalssstöðum þar sem fólk við vinnu var meginþem- að. Manneskjan aftur í fyrirrúmi - Er eitthvað sérstakt sem veldur því að nú hafa myndir af fólki orðið í fyrirrúmi? „Ég vildi koma manneskjunni aftur inn í mínar myndir en ég hef ekki alveg séð það fyrir mér enn- þá. Því ákvað ég að mála hina og þessa, margir eru þekktar persónur og fólk sem ég þekki og hefur t.d. staldrað hér við á vinnustofunni hjá mér. Ég lít ekki á þessar myndir sem portrett. Það er svipað og hjá rithöfundi sem hefur ákveðna persónu sem fyrirmynd, en býr hana að öðru leyti til. Ég reyni mismikið að láta myndina líkjast viðkomandi persónu, en það eru mjög skiptar skoðanir um það meðal þeirra sem hafa séð verkin á vinnustofunni. Ég á ábyggilega eftir að gefa mér meiri tíma til að mála fólk, það er mjög áhugavert. Listagilið hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og sitt sýnst hverjum um ágæti þess. Guðmundur Ármann var um tíma formaður Gilfélagsins og skrifaði m.a. hugrenningar um framtíðar- skipan svæðisins auk þess að birta teikningar því til stuðnings. Lík- lega hefur tímasetning þessara hugrenninga Guðmundar Ár- manns auk birtingu teikninganna verið hárnákvæm hvað varðar tímasetningu því framundan voru bæjarstjómarkosningar og bæði frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags tóku málið á sína stefnuskrá og málið varð eitt af kosningamálunum. „Ég hef orðið fyrir svolitlum vonbrigðum með það hvar þetta mál er statt nú, það hefur í raun svínbeygt af leið. Sá velvilji sem Listagilið bjó við hjá fyrri meiri- hluta bæjarstjómar er ekki til stað- ar nú. Það ríkir einhvers konar af- skiptaleysi af því sem nú fer fram í Listagilinu, sem er ekki mjög uppbyggjandi. Gagnrýnin umræða er af hinu góða, og þegar hún var sem mest var uppbygging bæði hröðust og mest og allir vissu hvað var hér að gerast. Nú er um- ræðan sáralítil og oft á tíðum eng- in, ef undanskilinn er svona við listalífið í bænum, alla vega mjög lausum tengslum. Á bemskuárum Listagilsins hélt Menningarmálanefndin ráðstefnur og þar voru málin rædd, en það virðist nú heyra sögunni til.“ Ansi stór elíta - Er aðsókn að listviðburðum breytileg eða er það ákveðin „el- íta“ sem mætir á alla listviðburði? „Ja, ef það er einhver elíta þá er hún ansi stór. Það er alltaf ein- hver hópur sem sækir alla listvið- burði og svo eru aðrir sem sækja bara einstaka atburði. Það er mik- ilvægt að stækka þann hóp sem sækir listviðburði og vill gera það af eigin hvötum. Það væri hægt að gera að tilstuðlan fjölmiðla og eins ættu listamenn að reyna að nýta sér fjölmiðla meir en raun er á. Fjölskrúðugt listalíf í Listagil- inu er mjög mikilvægt fyrir Akur- eyri. Bærinn er skóla- og menn- ingarbær og enginn bær af þessari stærðargráðu sem getur státað af jafn mörgum framhaldsskólum. Það fólk sem lifir og hrærist í þessum heimi krefst ákveðins framboðs af menningu, það er vant því að umgangast menningu og vill viðhalda því. Þess hefur orðið vart þegar fyrirtæki hafa ráðið til sín starfsfólk þá hafa vaknað spumingar eins og hvort hægt sé að senda bömin í tónlist- ar- eða myndlistamám, eru mynd- listarsýningar tíðar, hvað með tón- leikahald og kvikmyndasýningar o.s.frv. Einn mætur maður í bæjarkerf- inu sagði við mig á sínum tíma: „Við höfum ekki lagt jafn litla peninga í neitt sem hefur skilað jafn miklu eins og Listagilið. Áð- ur fyrr var umræðan um gjald- þrota fyrirtæki, en uppbygging Li- stagilsins vakti athygli og í stað þess að áður var ég skammaður fyrir ástandið í atvinnumálum og fleiru þá eru menn að hrósa okk- ur.“ Guðmundur Ármann heldur til Lahti í Finnlandi strax og mynd- listarsýningin hefur verið opnuð og verður þar í hálfan mánuð við kennslu við listaakademíuna þar og tengist þessi ferð vinabæjar- samstarfi Lahti og Akureyrar. Á síðasta ári komu tveir nemendur frá Lahti til Akureyrar og einn hefur verið í haust og væntanlegur er einn finnskur kennari. Guð- mundur Ármann verður fyrsti myndlistarkennarinn sem héðan heldur til Lahti en einn nemandi, Ólafur Sveinsson, dvelst nú við nám við listaakademíuna í Lahti í tvo mánuði. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.