Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 16
Nýir peningar í umferð Igær fóru í umferð annars veg- ar nýr 2000 króna peningaseð- ill og hins vegar 100 króna mynt. Jafnframt mun smám saman hverfa úr umferð núgild- andi 100 króna seðill. Á framhlið hins nýja 2000 króna seðils er einn fremsti mynd- listarmaður íslendinga, Jóhannes S. Kjarval og að baki andlitsmynd Kjarvals er málverk hans, „Úti og inni“, stílfærður hluti. Á bakhlið- inni er hins vegar eitt af þekktari verkum Kjarvals, „Flugþrá". Með tilkomu 2000 króna seð- ilsins verða fjórir peningaseðlar í umferð. Hinir þrír eru 500 króna seðillinn með Jóni Sigurðssyni, forseta, sem var settur í umferð 1981, 1000 króna seðillinn með Brynjólfi biskupi Sveinssyni, sett- ur í umferð 1984, og 5000 króna seðillinn með Ragnheiði Jónsdótt- ur biskupsfrú og hannyrðafrömuði á Hólum, settur í umferð 1986. I gær var einnig sett í umferð 100 króna mynt, sem slegin er úr gulleitri málmblöndu (kopar 70%, zink 24,5% og nikkel 5,5%). Þar með verða fimm myntpeningar í umferð; 1 króna, sett í umferð 1981, 5 krónur, sett í umferð 1981, 10 krónur, sett í umferð 1984, 50 krónur, sett í umferð 1987, og 100 krónur, sett í umferð 1995. Á meðfylgjandi mynd er Egill Áskelsson, starfsmaður Islands- banka á Akureyri, kampakátur með nýja 2000 króna seðilinn og 100 króna myntina. óþh/Mynd: BG Markaðsstyrkir til útflutnings: Sauðkrækingar áhugasamir Utflutningsráð íslands aug- lýsti nýlega eftir umsóknum um styrki til markaðssetningar, verkefni sem kallað er Útrás og er þetta í þriðja skipti sem styrk- irnir eru veittir. Alls bárust 76 umsóknir sem nú er verið að skoða. Nokkur norðlensk fyrirtæki eru meðal umsækjenda. Þannig bárust umsóknir frá fjórum fyrirtækjum á Akureyri og einnig eru fyrirtæki bæði á Húsavík og Hvammstanga meðal umsækjenda og fleiri mætti telja. Sauðkrækingar eru mjög áhugasamir um útflutning því þaðan bárust 5 umsóknir, eða fleiri en frá Akureyri. Að jafnaði eru um 20-30 fyrir- tæki styrkt í hvert skipti og er það í höndum sérstakrar úthlutunar- nefndar. Að sögn Kristins L. Árnasonar hjá markaðsskrifstofu utanríkisráðuneytisins má búast við niðurstöðu um hvaðá fyrirtæki fá styrki fyrir lok þessa mánaðar. HA Vatnsmagn Blöndulóns aukið: Vestari-Jökulsá veitt í Haugakvísl? Möguleiki er að auka rennsli í Blöndulón um 10%, mið- að við það sem nú er, með því að veita Vestari-Jökulsá frá upp- tökum hennar við Hofsjökul yfir í Haugakvísl, sem rennur um Eyvindarstaðaheiði og þaðan í lónið. Þessi hugmynd er nú til skoðunar og kemur til greina, að O VEÐRIÐ I dag verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt um allt land. Norðaustan- lands verða dálítil slydduél fram eftir degi en þurrt og víða léttskýjað annars stað- ar. Hiti verður um frostmark norðanlands. Um helgina er spáð suðvestan kalda á Norðurlandi. Norðvestantil gæti orðið úrkoma eða súld en þurrt annars staðar. sögn Helga Bjarnasonar, yfir- verkfræðings hjá verkfræðideild Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur allmarga möguleika á hendi þegar litið er til þess að auka þurfi raforkufram- leiðsluna í landinu. Aflgeta Búr- fellsvirkjunar verður aukin um 35 megavött, lokið verður við fimmta áfanga Kvíslaveitu og stækkun Blönulóns. í síðastnefnda mögu- leikanum er horft til þess að hækka stíflu lónsins um þrjá til fjóra metra. Þar með verður hægt að auka vatnsmagn lónsins og hægt oftar að keyra virkjunina á fullum afköstum, án þess að til vatnsskorts komi. Helgi Bjarnason segir að enn hafi engar ákvarðanir verið teknar um hvort ráðist verði í að veita Vestari-Jökulsá yfir í Haugakvísl. Möguleikinn sé til staðar og vel framkvæmanlegur - en á algjöru frumstigi hönnunar. Huga þurfi, ef framkvæma eigi, vel að öllum umhverfisþáttum og málið að vinnast í allra sátt. -sbs. Innimálning á ótrúlegu verði Gljá- stig 10 Verð frá kr. S69 lítri KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 JOE’S stakkur JOE’Sjakkapeysa 462 6200 Opið mánud. föslud. kl. 9-18 - Laugard. kl. 1016

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.