Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 10. nóvember 1995 — LEIÐARI---------------------- Samleið með nágrannaþjóðum ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Þrátt fyrir aö heldur hafi andaö köldu milli íslendinga, Norðmanna og Rússa á undan- förnum misserum vegna veiða í Barents- hafi er nú greinilegur vilji að setja niður deilur þannig að þjóðirnar geti unnið að sameiginlegum hagsmunamálum sínum. Raunar er grunnt á samvinnuvilja þjóð- anna við Norðuratlantshafið og benda má á til viðbótar að í Noregi og Svíþjóð eykst stöðugt andstaðan við Evrópusambandið og í stað hennar er horft til norrænnar sam- vinnu. Norrænu samvinnunni var af mörg- um spáð lítilli framtíð þegar Evrópusam- bandsumræðan var sem mest í Noregi og Svíþjóð en þróunin síðan hefur sýnt og sannað að hún er til framtíðar og á jafnvel eftir að styrkjast og dafna. íslendingar hafa í gegnum árin séð margt jákvætt í sam- vinnu við nágrannalöndin og vafalítið er að á mörgum sviðum liggur vaxtarbroddur. Viðskipti eiga eftir að aukast, samvinna á sviði ferðamála, samvinna á sviði fiskveiða og vinnslu, samvinna í iðnaði og þannig mætti áfram telja. í fyrradag var Paviaraq Heilmann, sjáv- arútvegsráðherra Grænlands, í heimsókn á Akureyri og með honum í för Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra íslands. Þessi heimsókn var mjög jákvæð og mikil- vægt að horft verði til samskipta í framtíð- inni við Grænlendinga þvi þar í landi er mikill áhugi á auknum tengslum við ísland. Eins og sjávarútvegsráðherra Grænlands benti á í Degi í gær eiga þjóðirnar sameig- inlegra hagsmuna að gæta varðandi út- hafsveiðar og verndun fiskistofna þannig að samvinna þeirra verði báðum mjög í hag. Á viðskiptalegum grunni eru mögu- leikarnir líka töluverðir og vafalítið eru þau viðskiptasambönd sem byggst hafa upp milli fyrirtækja á Akureyri og á Grænlandi aðeins upphafið. Hvað um okkur? Til hamingju íslendingar, stækkun álversins í Straumsvík er ákveðin. Húrra hrópa stjómvöld, húrra hrópa líka Landsvirkjunarmenn, húrra hrópa verktakar og aðrir taka undir. 14 til 16 þúsund milljóna fjárfesting á næstu misserum er nokkuð sem um munar í íslensku dvergþjóðfélagi. Erlent fjármagn mun streyma inn í þjóðfélagið á ný, til suð-vesturhoms landsins. Stækkun álversins í Straumsvík hefur lengi verið til umræðu, sum- ir segja í áratug. Málin hafa geng- ið hratt fyrir sig síðan formlegar viðræður íslenskra stjómvalda og Alusuisse-Lonza hófust í febrúar- mánuði sl„ iðnaðarráðherra tók raunar forskot á sæluna og tilkynnti stækkun ákveðna nokkm áður en hinir svissnesku fulltrúar þóttust tilbúnir með sínar skýrslur og línurit. Hlaut iðnaðarráðherra bágt fyrir og var snarlega sagt að halda sig á mottunni um sinn, hvað hann og gerði. Iðnaðarráð- herra hafði engu að síður rétt fyrir sér og tilheyrir nú hópi hinna húrrahrópandi íslendinga. Er það vel. Stækkun hins hafnfirska álvers kemur ekki á óvart, Svisslendingar hafa verið all sáttir við Hafnfirð- inga og aðra starfsmenn fyrirtæk- isins þau tæp 30 ár sem það hefur starfað þrátt fyrir einstakar skæmr við og við. íslendingar eru traustir og hafa sýnt það, að þar sem þeir komast til áhrifa t.a.m. á erlendri gmnd, að þeir standa sig í hví- vetna. Hagstætt raforkuverð, stöð- ugt efnahagslíf, t.t.l. lág laun, gott vinnuafl, góð staðsetning landsins og síhækkandi álverð em þættir sem munu hafa ráðið úrslitum og gera Island að vænlegum kosti stóriðjujöfra um heim allan. Aður- nefnd stækkun álversins mun tryggja liðlega 70 framtíðarstörf, við uppbyggingu munu starfa fleiri hundmð manns. Samkvæmt yfirlýsingum iðnað- arráðuneytisins standa jöframir því sem næst í biðröð til að fá að „þreifa" á landinu góða, þannig var hér brosmildur Ameríkumaður nýverið og taldi sá ísland vera lík- legan stað fyrir nýhöndlað álver sitt, Kínverjar hafa sýnt okkur áhuga, Svíar og svo mætti lengi telja. Vitanlega er það svo að stærsti hluti spekúlantanna hverfur annað, annað hvort aðhafast þeir ekkert ellegar velja eitthvert annað land. Staðsetning fslands er engin fyrirstaða lengur, síður en svo, og má segja að það beri nýrra við fyr- ir eylandið í norðri. Grundartangi einnig og Keilisnes og... Umræður um stækkun annarrar verksmiðju munu einnig vera komnar á góðan rekspöl, rekstur Jámblendiverksmiðjunnar á Gmndartanga hefur gengið vel og er forstjóri verksmiðjunnar giska jákvæður á þróun mála. Fari allt á réttan veg og sú verksmiðja stækki munu stjómvöld hrópa húrra að nýju og hinir munu í kjölfarið fylgja. Peningaþenslan tekur á sig ýktari mynd og þúsundir milljóna munu skipta um eigendur áður en yfir lýkur. Viðbót við starfs- mannafjöldann nokkrir tugir, við uppbyggingu nokkur hundmð. „ísland þykir vænlegur kostur“ heyrist úr ráðuneyti iðnaðar æ oft- ar og þó við eigum ýmsu þaðan að venjast þá rná ljóst vera, að staðan hefur breyst íslandi í hag, fyrr- greindir þættir eru staðreyndir sem jöframir taka mið af. Álverk- smiðja á Keilisnesi er þannig hreint ekki fjarlægur draumur heldur möguleiki innan fárra ára og skv. áætlunum verður sú verk- smiðja engin smásmíð, 200.000 tonna framleiðslugeta/ár á móti stækkuðu Straumsvíkurálveri með liðlega 160.000 tonna framl./ár. Hafi þenslan verið yfrin fyrir verð- ur hún orðin æðisgengin þegar hér er komið við sögu, 30 þúsund milljónir til viðbótar! Starfsmenn 4-500, við uppbyggingu mun fleiri. Umræðunni lýkur ekki hér, Zinkverksmiðja í nágrenni Jám- blendiverksmiðjunar, já eða t.o.m. annað álver er rætt um í fullri al- vöm vegna framúrskarandi hafnar- aðstöðu á tanganum. Magnesíum- verksmiðja með 250-300 starfs- menn á Reykjanesi er einn kostur sem borið hefur á góma. Fleira mætti tiltaka en milljónimar em fyrir löngu hættar að vera teljan- legar og húrrahrópin orðin svo skerandi að vart verður heymar- skemmda hjá íbúum suð-vestur- homsins, í hinum dreifðu byggð- um eyþjóðarinnar smáu heyrist einungis ómur húrrahrópanna enda þau þeim ekki ætluð. Að sjálfsögðu verður aldrei ráðist í allar þessar framkvæmdir samhliða, efnahagslíf landsins inyndi aldrei standa undir því en möguleikamir á að a.m.k. hluti þessa verði staðreynd innan til- tölulega skamms tíma er fyrir hendi. Það er þó ekki áhyggjuefni í sjálfu sér hvort og hvenær, held- ur sú staðreynd, að einungis eitt afmarkað svæði landsins er nefnt í sambandi við framkvæmdimar all- ar, suð-vesturhluti Islands þar sem nú þegar býr bróðurpartur lands- manna. Framsóknarflokkurinn gerði út á byggðastefnupólitík í tíð Ólafs Jóhannessonar, flokkurinn lagði áherslu á að viðhalda byggð í landinu. Það var a.m.k. stefnan í orði en hvorki sá flokkur né aðrir hafa náð að stemma stigu við flótt- ann suður. Höfuðborgin mun í sjálfu sér um alla framtíð njóta góðs af höfuðborgarstimplinum en afar hæpið er að hlutföllin, höfuð- borgarsvæði-landsbyggð, megi bjagast ennfremur. Eyjafjörður hvað? Fyrir nokkmm ámm, í tíð Jóns Sigurðssonar iðnaðarráherra, var boðið upp á nokkurskonar álvers- keppni landshluta í milli. Eyja- fjörður háði þá baráttu við Keilis- nes sunnanmanna og Reyðarfjörð fyrir austan (raunar hafa austan- menn ekki gefið upp alla von með Magnús Már Þorvaldsson. Sett var af stað afl á sínum tíma er hreyfði við stór- iðjumáli þess tíma hér fyrir norðan, það kann að vera kominn tími til að fara af stað með sambærilegt hreyfiafl nú. Kísilmálmverksmiðju í Reyðar- firði) sem Keilisnes vann, ekki óvænt þar sem það er staðsett svo heppilega nærri helsta byggða- kjama landsins. Eftir að úrslit lágu fyrir hefur ekkert verið aðhafst hér fyrir norðan, möguleiki sem þessi hefur ekki verið á borði Atvinnu- málanefndar Akureyrar hvað þá annarra þéttbýlisstaða nyrðra. Að sönnu er hér um að ræða hvílíkt risadæmi að það er einum starfsmanni Atvinnumálanefndar ofviða en á móti kemur að mikil- vægi málsins er svo gríðarlegt að ekki er hægt að sniðganga það. Við Eyfirðingar erum réttilega ákaflega stoltir af firðinum okkar, blómlegar sveitir og myndarleg bú yfirgnæfa myndina. En þeim fer fækkandi, íbúum svæðisins fer fækkandi og Eyjafjarðarsvæðið er eitt hið tekjulægsta á fslandi. Stað- reyndinrar tala sínu máli, Akureyri og nágrannabyggðarlög þurfa á nýiðnaði að halda og þó við viljum kenna okkur við grænar sveitir og fagra náttúru verðum við að aðhaf- ast af krafti í efnahagsmálunum. Eyjafjarðarsvæðið með Akur- eyri sem miðpunkt er annað stærsta þéttbýlissvæði landsins en jafnframt eru íbúar Akureyrar í einum lægsta tekjuhópi landsins. Utgerðafyrirtæki staðarins, sem eru öflug vel, megna ekki að bæta ástandið fremur, nýtt fjármagn verður að koma til og þó ýmsir vilji tala um stóriðjudrauma í hálf- kæringi er mál að linni, aðgerða er þörf. Nú kann einhver að skilja orð mín svo að ekkert hafi hér ver- ið aðhafst á síðustu árum en stoltur getur maður sagt frá stofnun há- skólans, enduruppbyggingu skinnaiðnaðar og Foldu, endur- reisn Slippstöðvar, flutning SH og Umbúðamiðstöðvar norður o.fl. Engu að síður er hér viðvarandi mesta atvinnuleysi á íslandi, laun í lægstu þrepum, fólksfækkun á svæðinu og ekkert sem bendir til að hér muni breytingar eiga sér stað á næstu misserum. Á sama tíma og ráðuneyti iðnaðar fær fyr- irspumir í unnvörpum stendur stærsti byggðakjami landsbyggðar hjá og mun horfa upp á frekari stöðnun á komandi ámm. Hvað um okkur? Hvað um okkur? er spurt í fyrir- sögn. Ekki að undra, mikilvægi stóriðjumála er meira en svo að við Eyfirðingar höfum efni á að standa hjá með hendur í skauti, nema við sættum okkur við, að smám saman þverri kraftur okkar og mikilvægi, þá emm við á réttri leið, hugsanlega. Við eigum hins vegar ekki að sætta okkur við að þeir sem einhverju fá ráðið um þróun mála láti sem ekkert sé, það er alls ekkert sjálfgefið að verk- smiðjumar þurfi suður að fara þótt í það stefni því þar er jú unnið í málunum, ekki hér. Sett var af stað afl á sínum tíma er hreyfði við stóriðjumáli þess tíma hér fyrir norðan, það kann að vera kominn tími til að fara af stað með sambærilegt hreyfiafl nú. Að loknum stækkunum verksmiðj- anna 2ja er komið að okkur, Keil- isnes fari aftur fyrir Eyjafjörðinn í biðröðinni, byggðapólitísk rök nægja nema stefnt sé að borgrík- inu Islandi. Þetta verkefni er á dagskrá nú og þarf að huga að með krafti, ekki einhvem tíma seinna, heldur nú þegar, hagur Norðurlands (og Austurlands raunar einnig vegna virkjanafram- kvæmda) er í veði. Akureyri, 08. nóv. 95 Magnús Már Þorvaldsson. Frá Dysnesi. Keilisnes fari aftur fyrir Eyjafjörðinn í biðröðinni, segir grein- arhöfundur m.a. í grein sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.