Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 10. nóvember 1995 ÍÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON Skíði: Kristinn studdur til æfinga og keppni Fyrirtæki á Ólafsfirði og Ólafs- íjaróarbær hafa tekið höndum saman um að styrkja Kristinn Björnsson skíðakappa, sem mun dveljast erlendis í vetur við æfingar og keppni. Söfnun- in hefur gengið vel og þegar hafa safnast vel á aðra milljón króna. Kristinn fór í haust til Austur- ríkis en fer til Bandaríkjanna síðar í þessum mánuði. Kristinn mun dvelja þar í mánuð og keppa á þremur heimsbikarmót- um, í svigi, stórsvigi og risa- svigi. Kristinn Björnsson hyggst keppa á þremur heinisbikarmótum í Bandarikjunum á næstunni. Handbolti - EM Norskir dómarar Norsku dómararnir Abraham- sen og Kristiansen verða dómar- ar á leik KA og Kosice, sem fram fer í KA-heimilinu á morg- un. Þeir eru að sögn Stefáns Arn- aldssonar milliríkjadómarar og taldir vera þriðja sterkasta dóm- arapar Norðmanna og hann sagð- ist ekki eiga von á að stuðnings- menn KA muni hafa mikil áhrif á störf þeirra, hins vegar geta menn átt von á ýmsu frá pólska parinu sem dæmir síðari leikinn. Stefán fylgist ekki með leik KA, þar sem hann mun dæma leiki Marseille gegn Baya Mare frá Rúmeníu í Evrópukeppninni, sem fram fara í kvöld í Marseille og í Mónakó á sunnudaginn. Handknattleikur: Uð VSZ Kosice breytt frá síðasta tímabili KA-menn hafa ekki miklar upp- lýsingar fengið um andstæðinga sína í Evrópukeppni bikarhafa, TJ VSZ Kosice, aðrar en mynd- bönd þau, sem þeir fengu af leikjum liðsins gegn hollenska liðinu Horn Sittarda í síðustu umferð, en Slóvakíuliðið sigraði í báðum leikjunum. Stjómarmenn KA fengu þó upplýsingar frá Þóri Gunnarssyni, veitingahúseiganda í Prag í Tékk- landi, um helstu leikmenn liðsins. Þórir hefur dvalið í Tékklandi í mörg ár og þekkir ágætlega til í Slóvakíu. Samkvæmt þeim upp- lýsingum eru þrír landsliðsmenn í liðinu, markvörðurinn Kolpak, útiskyttan Peter Jano og Kolesár, leikstjórandi liðsins, en sá síðast- nefndi nefbrotnaði nýlega og KA- menn hafa ekki haft neinar spumir af því hvort hann komi með liðinu hingað. Línumaðurinn Pavel Jano kemur til með að vera fremsti maðurinn í vöm liðsins þegar það leikur 3-2-1 vamarleik, en líklegt er að þeir freisti þess að spila þá vöm ef stórskyttur KA-liðsins ná sér á strik. Kosice er með mun yngra lið heldur en í fyrra en þá missti liðið tvo lykilmenn til ann- arra félaga. AKUREYRARBÆR Deiliskipulag Óseyri 1, deiliskipulagstillaga Með vísan til greinar 4.4 og 4.4.1. í skipulagsreglu- gerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi verslunarlóðar KEA Nettó að Óseyri 1. í tillögunni er gert ráð fyrir að sett verði upp bensínafgreiðsla á bílastæði norðan verslunarhússins. Skipulagsuppdráttur liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar aug- lýsingar, þ.e. til föstudagsins 8. desember, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 8. desember 1995. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna framkvæmdar deiliskipulagsins er bent á að gera við þær athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir skipulagstillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. ----------- J Það kcmur til með reyna á Leó Örn Þorleifsson, línumann KA, í Evrópuleik liðsins á morgun. Engu er líkara en að Sigfús Sigurðsson sé að kiæða hann úr peysunni á myndinni, sem tekin var í söfnunarieik KA um síðustu helgi. Mynd: BG Virðist skipta öllu að ná góðu forskoti heima - segir Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, sem mætir Kosice klukkan 17 á morgun „Möguleikarnir á að komast áfram eru fyrir hendi en við Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til Ieigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar SÍmi 461 2080 þurfum að ná góðu forskoti á heimavelli. í Evrópukeppni virðist það skipta máli að ná for- skoti heima því á útivelli getur margt spilað inn í, hvort sem það eru óhliðhollir dómarar, hús sem við eigum erfitt með að venjast eða brjálaðir áhorfend- ur,“ segir Erlingur Kristjánsson, fyrirliði og leikreyndasti maður KA-liðsins, sem mætir Kosice frá Slóvakíu í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa. Sem kunnugt er sló KA norsku bikarmeistarana Viking út í síð- ustu umferð en Erlingur segir að þessi lið séu mjög ólík, miðað við það sem hann hefur séð til liðs Kosice á myndbandi. „Þetta lið spilar vömina mun hraðar og beitti hraðaupphlaupum mikið gegn hollenska liðinu sem þeir léku við í síðustu umferð. Greini- legt var að vamarleikur liðsins var mjög vel æfður og í sóknarleikn- um virðast þeir vera með góða breidd,“ sagði fyrirliðinn. Undirbúningur KA verður með svipuðum hætti og fyrir alla aðra leiki. Liðið hefur verið í fríi í deildinni að undanförnu og æfing- arnar því heldur strangari í síðustu viku en menn eiga að venjast. Lið- ið mætir á létta æfingu í dag og á morgun auk þess sem leikmenn munu leggjast yfir myndböndin af leikjum Kosice við Horn Sittarda. En kannski erfiðar æfingar útskýri að einhverju leyti skellinn sem KA fékk gegn úrvalsliðinu í söfn- unarleiknum? „Það vill nú oft verða svona með leiki sem eru ekki alvöraleik- ir. Þrátt fyrir góðan vilja til að spila almennilegan handbolta þá blundar það í undirmeðvitundinni að slaka á. Vonandi verður þetta eini tapleikur okkar fyrir jól en þessi leikur undirstrikaði það að ef við erum ekki að spila á fullri ferð getum við verið skelfilega slakir.“ Forsala aðgöngumiða í Toppmenn og sport Evrópukeppni bikarhafa Hty í handknattleik Jr\ / s | \ 1 KA-VSZ Kosice / í KA heimilinu laugardaginn 11. nóvember kl. 17.00 Nú er áríðandi að mæta. - Fyllum ICA heimilið af bestu stuðningsmönnum í heimi. Arsmiðahafar! ' W /- A Mætum í kaffi fyrir leik

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.