Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 10. nóvember 1995 MINNINÚ 'jj* Bragi Sígiujónsson Fæddur 9. nóvember 1910 - Dáinn 29. október 1995 Bragi Sigurjónsson, skáld og stjómmálamaður, er látinn á 85ta aldursári. Með honum er fallinn í valinn einn helsti forystumaður okkar jafnaðarmanna á Norður- landi um fjögurra áratuga skeið. Fyrir hönd okkar íslenskra jafnað- armanna vil ég á þessari kveðju- stund bera fram einlægar þakkir okkar fyrir mikið og óeigingjarnt starf Braga í þágu Alþýðuflokks- ins og jafnaðarstefnunnar í hart- nær hálfa öld. Braga Sigurjónssyni kippti mjög í kyn þeirra föðurfrænda hans, sem kenndir hafa verið við Sand í Aðaldal, og gert hafa garð þingeyskrar skáld- og bókmennta- erfðar frægan. Faðir hans, Sigur- jón og föðurbróðir, Guðmundur Friðjónssynir frá Sandi voru báðir þjóðkunnir menn á sinni tíð fyrir skáldskap og málafylgju. Það hef- ur verið ættarfylgja þeirra frænda mann fram af manni, þótt leiðir hafi á stundum skilið milli þeirra um pólitíska sannfæringu og mál- flutning. Ég átti ekki því láni að fagna að kynnast Braga persónulega neitt að ráði. Hann hafði að mestu dregið sig í hlé frá pólitísku amstri um það leyti sem ég fór að láta til mín taka innan Alþýðuflokksins. Hins vegar fylgdist ég snemma með honum úr fjarlægð því að Hannibal föður mínum og Braga var vel til vina, þótt starfsvett- vangur þeirra væri lengst af sinn á hvoru landshominu. Bragi ritstýrði Alþýðumannin- um, málgagni norðlenskra jafnað- armanna, í 17 ár og af miklum myndarskap. Það blað kom að sjálfsögðu á heimili ritstjóra Skut- uls. Mér varð því snemma ljóst að Bragi var einbeittur og rökfastur málafylgjumaður. Hann var kjam- yrtur og skrifaði knappan stíl og vafningalausan. Þegar maður hugleiðir ævistarf Braga Sigurjónssonar getur maður ekki annað en undrast, hversu miklu hann afkastaði og hversu áhugamálin vom fjölbreytt. Fyrir utan dagleg störf sem kennari, tryggingafulltrúi við sýslumanns- embættið og síðar bankastjóri Út- vegsbankans á Akureyri, sat hann í bæjarstjóm Akureyrar í 16 ár og óteljandi opinbemm nefndum. Eins og þetta væri ekki nóg nýtti hann kvöldin og helgamar til að ritstýra tímariti um þjóðlegan fróðleik (Stíganda) í 6 ár og rit- stýrði Alþýðumanninum í 17 ár. Hvaða maður sem er hefði mátt þykja fullsæmdur af þessu dags- verki, þótt ekki hefði annað bæst við. En það var aðalsmerki Braga að hann lét þetta annríki við skyldustörf og áhugamál aldrei ORÐ DAGSINS 462 1840 HOTEL KEA Laugardagur 11. nóvember Lokað vegna einkasamkvæmis Erum farin að taka við pöntunum fyrir okkar I vinsæla / vmiDradarKvöld sem haldið verður laugardagskvöldið 18. nóvembefr. Veislustjóri: Flosi Ólafsson Dinnertónlist: Karl Olgeirsson & Jón Rafnsson Danstónlist: Hljómsveitin Herramenn f Borðapantanir í síma 462 2200 HOTEL KEA Sími 462 2200 aftra sér frá því að rækta skáldeðli sitt og ástríðu til fræðistarfa. Um það bera vitni þær fjölmörgu bæk- ur sem komið hafa út frá hans hendi - ljóðabækur, frumsamdar og þýddar, smásögur, rit um þjóð- legan fróðleik, þýðingar o. fl. Ollu þessu kom hann í verk ásamt því að vera málsvari og frambjóðandi Alþýðuflokksins í fjölmörgum kosningum til Alþingis og að sitja á þingi, ýmist sem aðal- eða vara- maður í um það bil 12 ár. Bragi lauk þingferli sínum sem forseti Efri deildar Alþingis árið 1978 og sem iðnaðar- og landbún- aðarráðherra í ríkisstjóm Bene- dikts Gröndals 1979-80. Það er miður að þingflokkur Alþýðu- flokksins naut ekki starfskrafta Braga lengur en raun varð á. Það er t.d. full ástæða til að ætla að reynt hefði verið af fullri alvöru að leiða íslenska bændur út úr ógöngum þess ríkisforsjárkerfis, sem fyrir löngu hefur lokað þá af í blindgögu, ef Braga hefði notið lengur við í húsbóndasætinu í landbúnaðarráðuneytinu. Það hefði áreiðanlega verið hinum þingeyska bóndasyni metnaðar- mál auk þess sem hann hefði haft til þess alla burði og góðra manna ráð. Það lýsir vel ahdlegu þreki Braga og elju allt til hinstu stund- ar að á afmælisdegi hans, 9. nóv- ember n.k., þegar hann hefði orðið 85 ára, koma út eftir hann tvær ljóðabækur: Önnur frumsamin ljóð „Misvæg orð“ og hin ljóða- þýðingar „Af erlendum tungum II“. Það er ekki mörgum gefið að vinna þvflíkt þrekvirki, hátt á ní- ræðisaldri. En þannig var Bragi Sigurjónsson: Hann fékk í vöggu- gjöf góðar gáfur og sterka ættar- fylgju; og hann nýtti gáfumar til góðra verka og ávaxtaði því vel sitt pund, samkvæmt lögmáli guðs og manna. Fyrir hönd Alþýðuflokksins og okkar íslenskra jafnaðarmanna vil ég að leiðarlokum þakka Braga Sigurjónssyni störf hans í þágu góðs málstaðar um leið og ég flyt eftirlifandi konu hans, Helgu Jónsdóttur, bömum þeirra og af- komendum öllum, vinum og vandamönnum, samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson. Margrét Hallgrímsdóttir Fædd 10. júní 1915 - Dáin 28. október 1995 Út um stofugluggann heima hjá mér mátti sjá fagurt útsýni yfir Vaðlaheiði og Eyjafjörð. Nær blasti Þórsvöllurinn við og það sem næst mér var, litla fallega húsið hennar Margrétar, Lund- garður. Þetta var fyrir nokkrum árum þegar ég og fjölskylda mín bjuggum á Akureyri. Ég sá henni bregða fyrir endr- um og sinnum og hafði heyrt að gamla konan hefði um langt árabil stundað búskap með kindur á jörðinni, þar sem nú er m.a. íþróttasvæði Þórs. Ekki væru mörg ár síðan bömin í hverfinu hefðu verið úti að leik innan um búfénaðinn. Það var svo einn kaldan snjó- þungan vetrardag að við nánast duttum hvor um aðra, bisandi við að komast leiðar okkar í Smára- hlíðinni. Og upp frá því vomm við vinkonur. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Þrátt fyrir áratuga aldursmun á milli okkar var það fátt undir sólinni sem við höfðum ekki að umræðuefni. Hún fylgdist grannt með því sem var að gerast í fjölmiðlum og var skemmtilega nútímasinnuð gagn- vart afþreyingargildi sjónvarps, beggja rása, og var vel með á nót- unum sama hvar borið var niður í allskonar myndefni. Ég sé fyrir mér ljóslifandi andlitið á Möggu, broshýrt og ljómandi af gaman- semi, er við sátum oftar en ekki í litla notalega eldhúsinu hennar yf- ir kaffibolla og kökum, hlæjandi að öllu mögulegu og ómögulegu. Vinnulúnu hendurnar hennar Möggu báru merki um erfiðis- vinnu verkakonunnar um ævina, stritið í kexverksmiðjunni Loreley og víðar og við skepnurnar sem biðu hirðingar heima að afloknum löngum vinnudegi. Hún sagði mér frá dögunum þegar hún kom heim úrvinda, tyllti sér niður og féll í fastasvefn til næsta morguns. Henni var tíðrætt um elskulega manninn sinn hann Ásmund, sem hún var lífinu svo þakklát fyrir. Gleði þeirra saman dansandi vals í eldhúsinu yfir matargerðinni á kvöldin, rómantík og hamingju, sátt og samlyndi - og djúpri sorg við fráfall hans. Upp frá því bjó hún ein í litla húsinu sínu og gat hvergi annars- staðar hugsað sér að vera, þrátt fyrir mikil snjóþyngsli og erfiða færð flesta vetur. Hún hafði oft á orði að það væri eitthvað alveg sérstakt við þetta hús. Einhvers konar vemd og hlýja. Aldrei nokkum tíma í gegnum öll árin búandi þama alein, hefði hún orðið svo mikið sem myrk- fælin, hvorki í ofsaveðrum né raf- magnsleysi. En svona var Magga, æðrulaus og lítillát, og þrátt fyrir oft erfið tímabil heilsuleysis og stundum sjúkrahússdvalar, sá hún endalaust björtustu hliðamar á öll- um hlutum, svo innilega þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ævinlega sannfærð um að allt horfði til betri vegar. Svo kom að því fyrir fáeinum árum að við fjölskyldan fluttumst suður yfir heiðar. Með trega kvöddumst við á tröppunum henn- ar með tárin í augunum en fyrir- lieit um að heyrast og hittast eins oft og mögulegt væri. Við fórum norður ef hægt var og ekki var að spyrja að hlýju faðmlagi og fagn- aðarfundum er við hittum Möggu fyrir. Samt fór það svo að amstur hversdagsins, vinna og stækkandi fjölskylda gerði það að verkum að heimsóknir norður í seinni tíð urðu svo miklu færri en vonir stóðu til, þar á meðal ferðalag sem fara átti með tilhlökkun í sumar en ekki gat orðið af. Með djúpum söknuði í hjarta - og innilegu þakklæti fyrir stund- irnar sem við áttum saman, kveð ég mína kæru vinkonu. Marta Jörgensen. Barpar í Borgarleikhúsinu Gamanleikritið Bar par eftir Jim Cartwright var frumsýnt í Borgarleikhúsinu, nánar tiltekið Leynibarnum í kjallara Borgar- leikhússins. Bar par var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar við gífurlegar vinsæld- ir. Leikarar í sýningunni eru þau Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Til gamans skal þess getið að Guðmundur, Saga og Helga eru öll Norðlendingar. Á Leynibamum eru sæti fyrir 80 manns. Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir í sýningunni Bar par.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.