Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Föstudagur 10. nóvember 1995 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Karfa - Úrvalsdeild: Borgnesingar réðu ekki við vel skipulagða Þórsvörn „Menn mættu tilbúnir til leiks og það gerði gæfumuninn. Við spiluðum frábæran varnarleik sem sést best á því að okkur tókst að halda þeim í 53 stigum á þeirra heimavelli og það getur ekki talist annað en mjög gott. Ef að leikmenn mínir halda áfram að berjast af sama krafti hræðist ég ekki nein lið í deild- inni,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Þórs eftir sigur á Skalla- grími í Borgarnesi í gærkvöldi. Þórsarar urðu þar með annað liðið í vetur til að sigra Skallagrím á heimavelli liðsins í Borgamesi. Lokatölur urðu 74:53 og Þórsarar virðast vera á réttri leið eftir djúpa lægð. Bæði lið voru sein í gang í gær- kvöldi og til að mynda var staðan 4:4 eftir sex mínútna leik, hittnin skánaði síðan þegar leið á leikinn þó hún yrði aldrei góð, sérstaklega hjá heimaliðinu. í leikhlé var stað- an 30:33 og spennan hélst fram undir miðbik hálfleiksins þegar Þórsarar sigu framúr og unnu ör- uggan og sanngjaman sigur. Svo virðist vera sem Þórsarar hafi mjög gott tak á Skallagrími, Borgnesingar hafa yfirleitt farið illa út úr leikjum sínum við Þór, allt frá því liðið vann sér sæti í úr- valsdeildinni. Skemmst er að minnast 35 stiga sigur Akureyrar- liðsins í fyrstu umferð deildarinn- ar. Fred Williams var langbesti maður vallarins, mjög drjúgur í sóknarleiknum og illviðráðanlegur í vöminni. Kristinn Friðriksson átti góðan leik í sóknarleiknum. Hafsteinn Lúðviksson sýndi gífur- lega vinnslu í vöminni og það sama má segja um Birgi Öm Birg- isson. Ari Gunnarsson hélt heima- mönnum inn í leiknum framan af síðari hálfleiknum með góðum körfum og þá átti Tómas Holton ágætan leik undir lokin. Flestir aðrir áttu erfitt uppdráttar gegn sterkri Þórsvöm og til að mynda komst Ermolinski lítið áleiðis gegn Fred Williams og Bragi Magnússon slapp sjaldan úr aug- sjá Hafsteins í Þórsvöminni. Stig Skallagríms: Tómas Holton 19, Ari Gunnarsson 18, Alexander Ermolinski 8, Sveinbjöm Magnússon 6, Gunnar Þor- steinsson 4, Grétar Guðmnason 4, Sig- mar Egilsson 2, Bragi Magnússon 2. Stig Þórs: Fred Williams 27, Kristinn Friðrikson 21, Konráð Óskarsson 9, Birgir Öm Birgisson 6, Hafsteinn Lúð- víksson 6, Bjöm Sveinsson 3, Kristján Guðlaugsson 2. Sjálfstraustiö vantaði hjá liöi Tindastóls Hinir ungu leikmenn Tindastóls, án Péturs Guðmundssonar og Amars Kárasonar sem ekki léku með vegna veikinda skorti sjálfstraust til að veita ÍR mót- spymu. Norðanmenn léku afar illa í fyrri hálfleik og það var kannski fyrst og fremst slakur leikur liðs- ins í fyrri hálfleiknum sem brsak- aði ömggan sigur ÍR í leiknum 88:72 eftir að staðan í leikhléi 47:32. Það var jafnræði með liðunum fyrstu fimm mínútumar en síðan tóku ÍR-ingar völdin á vellinum og vom komnir í tíu stiga forskot sem Tindastólsmenn náðu aldrei að brúa. Torrey John var eini leik- maður Tindastóls sem stóð fyrir sínu framan af, aðrir voru nokkuð frá sínu besta og heimamenn höfðu fimmtán stiga forskot í leik- hléi. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá síðari endaði, IR-ingar juku forskot sitt í 20 stig, vom komnir í 56:36 eftir fimm mínútna leik. Þá skipti Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, sjálfum sér inn á og hann hafði þau áhrif að sjálfstraust ungu leikmannanna óx og liðið fór að leika betur. En eftir því sem Tindastóll lék betur bættu ÍR-ing- ar við sig með Herbert Amarsson og John Rhodes í fararbroddi. Heldur meiri hraði færðist í leik- inn á síðustu mínútunum og Ómar Sigmarsson lék stórvel á köflum, skoraði 22 stig í síðari hálfleik eft- ir stigalausan fyrri hálfleik. Það kom fyrir lítið, heimamenn voru alltaf með sigurinn innan seilingar og lokatölur urðu 88:72. Torrey John átti tiltölulega erf- itt uppdráttar gegn sterkri vöm IR- inga en náði engu að síður að raða inn stigum allan leikinn. Hinrik Gunnarssorsson réði illa við það erfiða hlutverk að gæta Rhodes sem tók 31 frákast undir körfunni. ÍR-ingar em að sækja í sig veðrið eftir slaka byrjun. Herbert Amarsson gerði 29 stig og átti stórleik og Guðni Einarsson lék mjög góða vöm gegn Torrey og Máms Amarsson, bróðir Herberts lék vel í fyrri hálfleiknum. Dómarar vom þeir Kristinn Óskarsson og Þorgeir Jón Júlíus- son og dæmdu þeir mjög vel. Stig IR: Herbert Amarsson 29, John Rhodes 16, Jón Öm Guðmundsson 13, Máms Amarsson 12, Eiríkur Önundarson 8, Eggert Garðarsson 8, Broddi Sigurðs- son 2. Stig Tindastóis: Torrey John 28, Ómar Sigmarsson 22, Hinrik Gunnarsson 7, Atli Bjöm Þorbjömsson 7, Láms Dagur Pálsson 5, Óli Barðdal 3. „Það háði okkur að tveir leik- menn okkar skyldu vera veikir og aðrir tveir eru nýstignir upp úr flensu. Það var því deyfð yfir liðinu,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls eftir leikinn gegn ÍR. „Við vissum að ÍR-ingar yrðu erfiðir en vorum að vonast til að Pétur Guðmundsson, leikmaður Tindastóls, var fjarri góðu gamni þegar lið hans mátti þola tap gegn IR. Hér sést hann reyna skot gegn Þór sem lagði Skailagrím að velli í gærkvöldi. Mynd BG. við kæmust inn í leikinn eftir að við náðum að minnka muninn í síðari hálfleiknum, það tókst því miður ekki. Ég er að vona að ég nái öllu liðinu saman fyrir næsta leik sem er heima gegn Njarðvik. Við höf- um ekki tapað heima í vetur og við ætlum okkur ekki að breyta út af venjunni í bráð.“ Úrslit Úrslit urðu þessi í leikjum gærkvöldsins: Haukar-Keflávík 88:71 Grindavík-KR 103:75 Skallagrímur-Þór 53:74 ÍA-Valur 98:81 Njarövík-Breiðablik 101:87 ÍR-Tindastóll 88:72 Heil umferð fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöldið. Tindastóll mætir þá Njarðvíkingum á heimavelli sínum. Þórsarar, án Fred Williams mæta Vals- mönnum á Hlíðarenda. Leik- imir hefjast klukkan 20. Páll Kolbeinsson, Tindastóli: Deyfð yfir liðinu Línumaður Þórs, Jón Kjartan Jónsson, fær óbiíðar viðtökur á línunni frá þeim Ármanni Sigurvinssyni og Oleg Titov úr Fram. Mynd: bg Handknattleikur - 2. deild karla: Þórsarar glutruðu niður tveggja marka forskoti á lokamínútunum Þórsarar máttu þola eins marks tap 19:20 í toppslag liðsins við Fram í 2. deild karla í handboltan- um. Leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu og fram til loka. Gestirnir voru oftast með naumt forskot en segja má að Þórsarar hafi misst pálmann úr höndunum á síðustu skrefunum. Það var aldrei þessu vant nokkuð lífleg stemmning í íþróttahöllinni í fyrrakvöld þegar liðin áttust við. Báðum liðum gekk illa að fóta sig í sóknarleiknum og vamir beggja lið betri en sóknimar. Hávaxinni Fram- vöm gekk vel að eiga við lágvaxna leikmenn Þórs og framsækin vöm Þórsliðins setti sóknarmenn Fram oft út af laginu. Leikurinn var jafn frá fyrstu mín- útum en Framarar náðu öðru hvoru 2-3 marka forskoti. Þórsarar komu hins vegar alltaf sterkir til baka. í hálfleik var staðan 11:10 Fram í hag en Þórsarar náðu að breyta stöðunni í síðari hálfleiknum úr 14:16 í 18:16 þegar nokkrar mínútur voru til leiks- loka. Þeir náðu hins vegar ekki að halda nægjanlega vel á spöðunum, skoruðu aðeins eitt mark gegn fjór- um í lokin og Framarar gátu hrósað sigri á æsilegum lokamínútum. Umdeild leiktöf Þórsarar fóru illa að ráði sínu en fær- in vantaði ekki. Þór Bjömsson náði að verja vítakast frá Páli Gíslasyni og Framarar hófu sókn í stöðunni 20:19. Lítil ógnun var í sókninni og þegar einn leikmaður Fram gaf sendingu afturfyrir sig lenti boltinn í höndum Páls Gíslasonar sem þar með átti greiða leið inn á línu í hraðaupphlaup. Annar dómari leiks- ins, Marinó Njálsson, flautaði hins vegar leiktöf áður en knötturinn barst til Páls og sá dómur var himna- sending fyrir Framara sem gátu stillt upp í vömina. Marinó var mjög seinheppinn en það er kannski varla við hann að sakast, því eflaust hefði hann látið leikinn ganga áfram ef hann hefði séð hvað verða vildi. Ekkert kom út úr lokasókn Þórs sem endaði á aukakasti í vamarvegg Fram eftir að leiktíma var lokið. Það var forvitnilegt að sjá leik þessara liða. Líklega sker Þórsliðið sig nokkuð úr hvað varðar hæð úti- spilara, skyttumar, Sævar Ámason og Atli Már Rúnarsson eru um 180 sentimetrar á hæð og leikstjómand- inn, Páll Gíslason, nær ekki þeirri hæð. Það verður því erfitt fyrir Þórs- arana að ná að ógna fyrir utan, sér- staklega gegn hávaxinni vöm sem spilar aftarlega eins og Framarar gerðu. Þórsliðið var jafnt en þeir Eymar Sigurðsson og Jón Þórir Jónsson voru bestu leikmenn Fram. Mörk Þórs: Sævar Ámason 6, Páll Gísla- son 5, Atli Már Rúnarsson 3, Geir Kr. Að- alsteinsson 2, Þorvaldur Sigurðsson 2, Jón Kjartan Jónsson 1. Mörk Fram: Jón Þórir Jónsson 6, Eymar Sigurðsson 4, Jón Andri Finnsson 4, Sig- urður Guðjónsson 3, Hilmar Bjamason 2, Ármann Sigurvinsson 1. Vona að áhorfendur haldi áfram að koma „Ég vona að áhorfendur haldi áfram að koma og ég held að þeir hafi séð að við getum alveg spilað handbolta. Það var mjög góð mæting á leikinn og fullt af nýjum andlitum og greini- legt er að fólk er farið að fá trú á okkur að nýju,“ sagði Sævar Áma- son, þjálfari og leikmaður Þórs, eftir leikinn gegn Fram. Áhorfendur voru um 140 á þessum þýðingarmikla leik en innkoman samt ekki ýkja mikil, þar sem aðeins 38 áhorfendur keyptu sig inn á leikinn. „Við vorum ekki að spila eins og við gerum best, vömin var ágæt og markvarslan en við getum gert meira í sókninni. Þó að við væram ekki alltaf á tánum þá voram við að berj- ast allan tímann og ég er ánægður með það,“ sagði Sævar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.