Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 10. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Sigurkarl með bikarana sem hann vann á íslandsmeistaramótinu um helg- ina. Mynd: Halldór. Með þrjú silfur og eitt gull á íslandsmeistaramóti í hárskurði: Ég ætlaöi mér meira - segir Sigurkarl Aðalsteinsson Sigurkarl Aðalsteinsson, eigandi Hársnyrtistofunnar Passion á Akureyri og margfaldur íslands- meistari í hárskurði, keppti um síðustu heigi á íslandsmótinu sem haldið var í Reykjavík. Keppnin samanstendur af þrem- ur greinum og varð Sigurkarl tvívegis í öðru sæti og vann eina grein. í samanlögðu urðu tveir efstir og jafnir og var Sigurkarl síðan dæmdur í 2. sæti. Hann náði því ekki að verja íslands- meistaratitil sinn en segir að sig- urvegarinn, Ómar Diðriksson, hafi verið vel að sigrinum kom- inn. Fyrsta greinin er listræn út- færsla og þar varð Sigurkarl að sætta sig við annað sæti, einu stigi á eftir sigurvegaranum. Önnur greinin er tískulína og þar var röð- in sú sama. Síðasta greinin, sem menn kalla skulptui, er að sögn Sigurkarls sú erfiðasta og hana vann hann með fullu húsi stiga, nokkru á undan næsta manni. „Samanlagt enduðum við Ómar því jafnir og eftir mikla rekistefnu var hann dæmdur sigurvegari, sem ég er mjög sáttur við. Hann stóð sig betur en ég þennan dag, vann tvær greinar þannig að mér finnst þetta mjög sanngjart og ég sam- gleðst honum með þetta,“ sagði Sigurkarl, en er langt í frá ánægður með eigin frammistöðu. „Ég var að gera óvenjulegar vitleysur sem ég er ekki vanur að gera í keppni, en það hlaut að koma að þessu. Þetta eru kannski ekki stór mistök, en skipta máli þegar upp er staðið. Auðvitað á maður að vera sáttur við þetta, en ég ætlaði mér meira.“ Þrír efstu keppendumir skipa landsliðið í hárskurði sem keppa mun á Heimsmeistaramótinu í Washington næsta sumar. Sigur- karl er raunar orðinn vanur keppn- um erlendis sem landsliðsmaður og er t.d. nýkominn heim frá Norðurlandamótinu í Gautaborg. „Þar stóð ég mig best allra íslend- inga, þó ég hafi verið hundfúll með minn árangur. Þetta er búin að vera alveg rosaleg töm og maður er hreinlega uppgefinn eftir að þurfa að æfa undir tvö mót samtímis. Maður reynir að æfa sig á kvöldin og þetta er því botnlaus aukavinna og ekkert annað. Ég hef haft mjög gaman af þessum keppnum en núna var ég mjög illa upplagður, kom allt of þreyttur og hafði ekki náð að æfa mig nóg, enda var árangurinn eftir því. En ég ætla ekkert að hætta strax, enda þyrftu keppendur að vera fleiri ef eitthvað er,“ sagði Sigurkarl. HA Steingervingafundur í Vatnsdalsfjalli í nýjasta tölublaði Náttúrufræð- ingsins segir Ólafur R. Dýr- mundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum íslands, frá því að hann hafi fundið stein- gerving í Vatnsdalsfjalli í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Steingervinginn fann Ólafur norðan við Aralæk, um 50 metra neðan Tvífossa, í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Um var að ræða stein á að giska annan tug kflóa á þyngd og kom í ljós við nánari skoðun að þetta var hluti af steinrunnum viðardrumbi. Fyrir nokkrum ámm fannst lófastórt brot af steinrunnum trjá- berki á svipuðum slóðum í Vatns- dalsfjalli, en Leifi Sveinbjömssyni á Hnausum er ekki kunnugt um að aðrir steingervingar hafi fundist á þessum slóðum. „Steingervingam- ir sýna að á tertíertímabilinu, lík- lega fyrir 5-6 milljón árum, hefur vaxið skógur með gildum trjám á þessum slóðum," sagði Ólafur R. Dýrmundsson m.a. í grein sinni í Náttúrufræðingnum. óþh Söngfólk leggst í víking: Fjórir kórar á Norður- landi utan í júní A.m.k. fjórir norðlenskir kórar hyggja á söngferðalög erlendis á vori komanda. Þetta eru Karla- kór Akureyrar/Geysir, Kór Ak- ureyrarkirkju, kvennakórinn Lissý og karlakórinn Heimir. Allir stefna kórarnir á júní, þannig að á þeim tíma verður óvenju lítið um söngfólk á Norð- urlandi. Karlakór Akureyrar/Geysir hefur sett stefnuna á Noreg og er ætlunin að fara út um 19. júní og vera í hálfan mánuð. „Við ætlum að fara um svæðið frá Bergen til Þrándheims og halda þar nokkra tónleika. Við eigum þama ágætis heimboð frá kómm eins og í Ala- sundi. Við tókum á móti þeim í sumar og ætlum nú að herma upp á þá heimboð," sagði Tryggvi Pálsson, formaður kórsins. Hann sagðist gera sér vonir um að milli 30 og 40 söngmenn fæm, þannig að hópurinn í heild gæti talið 70- 80 manns. „Við ætlum okkur að fara í júní og koma við í Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ sagði Svanhildur Her- mannsdóttir, formaður kvenna- kórsins Lissý. Hún sagði stefnt á að halda 6-8 tónleika. Við syngj- um alla vega á þremur stöðum í Danmörku, einum í Svíþjóð og tveimur í Noregi og fleiru gætu bæst við. Síðan ætlum við halda tónleika hér heima áður en við förum.“ Hún bjóst við að hópur- inn í allt myndi telja um 60 manns. Æfingar á dagskránni eru þegar hafnar og innan skamms hefjast æfingar á nýju verki, sem skrifað hefur verið sérstaklega fyrir kórinn. Kór Akureyrarkirkju stefnir á að fara til Kanada í júnímánuði. Að sögn Elínar Stephensen, for- manns kórsins, er nákvæmur áfangastaður ekki ákveðinn, en tveir staðir lcoma til greina. Hún sagði að gert væri ráð fyrir tveggja vikna ferð, en sagði að öðm leyti erfitt að fara út í smáat- riði, þar sem enn em tveir mögu- leikar í gangi sem fyrr segir. Karlakórinn Heimir í Skaga- firði hyggur einnig á Kanadaferð í júní, en endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin, að sögn for- manns kórsins, Þorvaldar G. Ósk- arssonar. „Það hefur nefnd manna úr kómum verið að vinna af krafti í málinu og það er komin sæmi- lega góð umgörð utanum þetta allt saman. Ég á von á að lokaákvörð- un liggi fyrir innan skamms,“ sagði Þorvaldur. HA AKUREYRI«ODDI*A«AKUR.EYRI' #okkuttæröþútölvupapp/f)/yo^ % Íddi ► A • A K U lí-E V P 1 • O D D I • A • A K U li E V lí 1 • O D D 1 ■ ‘Nii Imeðjum mðgatt óiimar og pöntum inn iyrir veturinn. Hjá umboðsaðila okkar á Akureyri, Límmiðum Norðurlands, bjóðum við allar vörur fyrir skrifstofuna á frábæru verði. Komið og skoðið úrvalið (eða pantið vörulista). Límmiðar Norðurlands á Afeureyri Strandgötu 31 • Sími 462 4166 • Fax 461 3035 • ti n m v » y »i (] ci O'iti á a a n » v » v »10 (i o 11 ti a -I d ii )i v «v «i q (i o »iti.\ a n n m v • v • i ci u o • i a a 3 a n m v • y • i a a o • ODDl«Á«AKUBEYMI*ODD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.