Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi: Salome beið af hroð og hafnaði á botninum - Ami M. Mathiesen náði næstum fyrsta sætinu af Ólafi G. Einarssyni Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, beið afhroð í opnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi um helgina. Þegar talningu lauk á miðnætti aðfaranótt sunnudags kom í ljós að hún hafði hafnað í níunda og neðsta sætinu. í kosning- unum 1991 skipaði Salome annað sæti á lista flokksins. Ljóst er nú að Salome mun hverfa af Alþingi í vor eftir 15 ára veru þar. í prófkjörinu hélt Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráöherra naumlega fyrsta sætinu og mun því leiða lista flokksins í kosningunum í vor. Lítill munur var hins vegar á honum og Árna M. Mathiesen, sem hafnaði í öðru sætinu. Þegar talning atkvæða stóö sem hæst virtist Árni ætla að ná fyrsta sæt- inu af ráðherranum en varð undir þegar síðustu atkvæðin voru tínd fram. Úrslit prófkjörsins voru annars á þann veg að Sigríður Anna Þórðar- dóttir náði þriðja sætinu, Árni R. Ámason náði fjórða sætinu og Kristján Pálsson fimmta sætinu. í sjötta sætinu hafnaði Viktor B. Kjartansson, í sjöunda sætinu Stef- án Þ. Tómasson og í því áttunda Sigurrós Þorgrímsdóttir. Botnsæt- ið vermir svo Salome Þorkelsdóttir. Alls 6.363 tóku þátt í prófkjörinu. AUir frambjóðendur fengu meira en helming atkvæða qg er sætaröð- unin því bindandi. Ógild atkvæði reyndust 412 og 16 atkvæðaseðlar vom auðir. Að sögn Þórarins Jónssonar, formanns yfirkjörstjórnar, fór prófkjörið í alla stað vel fram og talning gekk vel í Gaflinum í Hafn- arfirði. Þórarinn segir þátttökuna í prófkjörinu hafa verið áberandi betri á Suðumesjum en í norðan- verðu kjördæminu. V_ „Niðurstaðan er skýr og bind- andi. Þetta er auðvitað áfall fyrir Salome en ég er ekki viss um að niðurstaðan feli í sér gagnrýni á störf hennar. Svona getur gerst í prófkjörum þegar tekist er á um sæti,“ segir Þórarinn. Að mati flestra er Árni M. Mat- hiesen sigurvegari prófkjörsins. Og í ljósi þess að í síðustu kosningum náði Sjálfstæðisflokkurinn á Reykjanesi fimm mönnum á þing þykir Kristján Pálsson hafa náð góðum árangri í prófkjörinu. Sama er að segja um Sigríði Önnu og Áma R. sem styrktu stöðu sína til muna í prófkjörinu. Stuttar fréttir Árangursrík lokun Lokun veiðisvæða við Vest- mannaeyjar fyrr á árinu hefur skilað sér í aukinni gengd á þorski og ýsu. Skv. Fréttum i Vestmannaeyjum hefur afli í til- raunatogum allt að tífaldast, Þingmenn biðjist fyrfr Biskupinn yfir ísiandi vill gera bæn aö fóstum lið í þinghaidi al- þlngismanna. Morgunblaðið greindi frá þessu. Fleiriferðamenn í lok október siöastiiðins höfðu 167 þúsund erlendir ferðaraenn komið til iandsins, eöa um 20 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. RÚV greindi frá þessu. Heigi Áss Grétarsson sigraði á hausthraöskákmóti Taflfélags Reykjavíkur um helgina og fékk 17 vinninga af 18 möguiegum. Annar varð Jón Garöar Víðars- son meö 13,5 vinninga. Styttralaganám Háskólarektor telur koma til álita að taka upp BA-nám í lög- fræði sem er styttra nám en til embættisprófs. Mbl. greindi frá. Ekiðámann Ekiö var á gangandi vegfaranda fyrir utan Stjórnarráðið viö Lækjargötu aöfaranótt iaugar- dags. Vegfarandinn siasaðist og var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim eftir að gert hafði verið aö meiðslum hans. Töluverð ölvun var á Isafirði um helgina. Aðfaranótt laugar- dags neitaði maöur aö yfirgefa lögreglusiöðina þrátt fyrir til- mæli lögreglu. Varö honum að ósk sinni því hann fékk að gista fangageymslur næturlangt. Reykjaneskjördæmi, niðurstöður prófkjörs: 1 samt. 2 samt. 3 samt. 4 samt. 5 samt. 6 samt. ÓlafurG. Einarsson 1990 1990 427 2417 335 2752 278 3030 272 3302 442 3744 Árni M. Mathiesen 1894 1894 1170 3064 939 4003 534 4537 365 4902 331 5233 Sigríður Anna Þórðardóttir 387 387 955 1342 964 2306 984 3290 626 3916 651 4567 Árni R.Árnason 451 451 889 1340 833 2173 780 2953 690 3643 660 4303 Kristján Páisson 423 423 439 862 958 1820 689 2509 563 3072 636 3708 Viktor B. Kjartansson 158 158 313 471 511 982 631 1613 1314 2927 851 3778 Stefán Þ.Tómasson 147 147 357 504 461 965 741 1706 1071 2777 993 3770 Sigurrós Þorgrímsdóttir 176 176 305 481 484 965 933 1898 635 2533 798 3331 Salome Þorkelsdóttir 310 310 1081 1391 451 1842 366 2208 400 2608 574 3182 Kristján Pálsson, fyrrverandi bæjarstjóri i Njarðvík, náði að tryggja sér fimmta sætið í prófkjörinu. DV-mynd GVA KristjánPálsson: Listinn endurspegl ar vilja fólksins „Kjósendur hafa valið hstann og þær breytingar sem urðu á efstu mönnum endurspegla vilja fólksins. NIÐURSTAÐA j § %$ dfi Á að leyfa hrefnuveiðar FÓLKSÍNS á ný við ísland? 99-16-00 Að mínu mati er þetta mjög sterkur listi. Ég fæ ekki séð að hann setji neitt niður þrátt fyrir þessar breyt- ingar frá síðustu kosningum. Ég horfi með tilhlökkun til kosninga- baráttunnar og tel að sjálfstæðis- menn mæti sterkir til leiks,“ segir Kristján Pálsson sem hafnaði í fimmta sætinu í prófkjöri Sjálfstæö- isflokksins á Reykjanesi um helgina. Kristján kveðst mjög ánægður með sína útkomu í prófkjörinu. Hann hafi hafið prófkjörsbaráttuna snemma og lagt á sig mikla vinnu ásamt stuðningsfólki sínu. Sú vinna hafl fyllilega skilað sér. „Á listanum er bæði ungt fólk og fólk með víðtæka reynslu. Sjálfur tel ég mig geta miðlað af reynslu minni á sviði sjávarútvegs- og sveitar- stjómarmála," segir Kristján. Salomé Þorkelsdóttir, forseti Alþingis: Mér var haf nað „Niðurstaða prófkjörsirís er af- dráttarlaus: Mér var hafnaö í þessu prófkjöri. Eftir því sem ég kemst næst er ástæöan sú að ég sé of gömul og hafi veriö of lengi á þingi. Það þurfti að losa sæti og þvi beindust spjótin að mér,“ segir Salome Þor- kelsdóttir um úrslit prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi. Salome sagðist hafa orðið vör við undirróður gegn sér undanfarna mánuði. Til dæmis heföi þeim orð- rómi verið komið á kreik aö í síðustu kosningum heföi hún lýst því yfir að hún myndi hætta á þingi þegar kjör- tímabilinu lyki. „Þessu hef ég aldrei lýst yfir. Ég hef alltaf veriö varkár í fullyrðingum af þessum toga. Mér leiðast menn sem lýsa því yfir að þeir ætli að hætta en svo hætta þeir aldrei. Ég veit ekki hveijir komu þessum orðrómi af stað en hann fór í gang í sumar þegar haustkosningar voru á döfinni." Salome vildi ekki leggja dóm á þaö hvort keppinautar hennar í prófkjör- inu heföu beitt ser gegn henni með óheilindum. Á hinn bóginn hefði það ekki farið milli mála að margir vUdu ná kjöri í efstu sætin. „Mér var það alveg ljóst að ég átti á brattann að sækja.Úg ásaka engan og mun ekki leita uppi einhverja sökudólga. Útkoman er ekki per- sónulegt áfall fyrir mér heldur sorg- leg staöreynd. íslendingar virðast hafa það viöhorf til eldra fólks að þegar það er komið yfir sextugt þá sé það ekki lengur gjaldgengt á vinnumarkaðinum eða pólitíska sviðinu." Aðspurð sagði Salome að það hvarflaði ekki að sér að í prófkjörinu hefðu kjósendur verið að leggja dóm á frammistöðu sína sem forseta Al- þingis- »Ég tek þetta ekki sem gagn- rým á mín störf sem forseta. Ég vísa því algjörlega á bug. Ég tel aö mér hafi tekist farsællega til í þeim störf- um,“ segir hún. Salome sagðist ekki vera búin að gera upp við sig til hvaða starfa hún hyrfi í vor að loknum þingkosning- um. Framtíð sína í Sjálfstæðisflokkn- um sagðist hún ekkert byrjuð að liugsa um. Enn heföi henni ekki ver- ið kastað út úr miðstjórn flokksins hvað svo sem yröi í framtíðinni. „Nú er ég bara á lausu og leita mér aö nýju starfi. í augnablikinu hef ég engar áhyggjur af því. Það er bara hollt að verða stundum fyrir svohtlu mótlæti. Til þessa dags hef ég átt far- sælan stjórnmálaferil. Kannski að ég bjóði mig aftur fram þegar ég fer að nálgast áttrætt. Þá verður íslenska þjóðin kannski farin að meta reynslu og þekkingu fplks að verðleikum. Sjálfri finnst mér ég vera ung, hress og full af starfsorku." Árni M. Mathiesen: Aðstaða Salome skyggir á „Ég er mjög ánægöur með niður- stöðuna og er þakklátur fyrir þann stuðning sem mér var veittur. Það skyggir hins vegar á ánægjuna að Salome skuh vera í þeirri aðstöðu sem hún er í. Ég hefði gjarnan viljað sjá hana í annarri aðstööu en við þessu er ekkert að gera. Þetta er nið- urstaðan," segir Árni M. Mathiesen sem varð í öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi :um helgina. Ámi segist ekki hafa gert sér vonii um að velta Ólafi G. Einarssyni úi tyrsta sætiríu. Aðspurður segisl hann álíta framboðslista flokksins vænlegan til árangurs í komandi þingiskosningum. í raun hafl nánast ■allir náð viðunandi árangri. „Niður- staðan var afgerandi og þessum hópi er augljóslega treyst til að fara út og ná í atkvæðin."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.