Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 11- Fréttir Starfslok Kísiliðjunnar við Mývatn árið 2010? Undirskrift ráðherrans er háð samþykki Alþingis - segir Sighvatur Björgvinsson iönaöarráöherra - átta mig ekki á þessum leikaraskap, segir Gísli Már Gíslason „Undirskrift ráðherra undir eitt- hvað sem Alþingi á að afgreiða getur aldrei orðið meira virði en það að ráðherra muni beita sér fyrir því við Alþingi. Það er eins og alltaf ef ráð- herra skrifar undir eitthvað sem er háð samþykki þingsins, þá gerir hann það með fyrirvara um sam- þykki Alþingis," segir Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra. Brigður eru bomar á að Jón Sig- urðsson, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, og Eiður Guðnason, fyrrver- andi umhverfisráðherra, hafi getað gefiö skriflegt loforð fyrir því snemma á síðasta ári að starfsleyfi Kísiiiðjunnar við Mývatn verði ekki framlengt eftir árið 2010, en þaö munu þeir hafa gert er starfsleyfi Kísiliðjunnar var endurnýjað. „Þegar starfsleyfið var endumýjað 7. apríl á síðasta ári kynntu ráðherr- amir lagafmmvarp sem þeir myndu leggja fram,“ segir Gísli Már Gísla- son, formaður Náttúmrannsóknar- stöðvar við Mývatn. Gísli segir að í nýju lögunum hafi átt að bætast við málsgrein þar sem segir: „Kísilgúmám á botni Mývatns er óheimilt. Þó er heimilt að vinna kísilgúr úr botni á tilteknu svæði í Ytri-Flóa til ársloka 2010. Svæði þetta er skilgreint nánar í námaleyfi Kísil- iðjunnar hf. útgefnu af iðnaðarráð- herra 7. apríl 1993.“ Gísli segir furðulegt að þingmenn og ráðherrar geti nú komið fram og talað um leynisamning milli ráð- herranna Jóns Sigurðssonar og Eiðs Guðnasonar við Nátttúruvemdar- ráð. „Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, kemur af fjöllum og ég get ekki áttað mig á þessum leikaraskap," segir. Gísli. „Þegar framlengingin á námaleyf- inu var kynnt var einnig kynnt að umhverfisráðherra myndi beita sér fyrir breytingum á lögum um Laxá og Mývatn. Það var hins vegar marg- ítrekað við okkur að um væri að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar Aðalverktak- ar gáf u björg- unartæki Ægir Már Kárasan, DV, Suöumfisjuin: íslenskir aðalverktakar á Keflavík- urflugvelh gáfu Bmnavömum Suð- umesja nýlega að gjöf fullkominn færanlegan lyftibúnað, sérhannaö- ann til að lyfta meðal annars bílum á slysstað. Á honum eru tveir. loft- púðar. Annar getur lyft 11 tonnum en hinn 20 tonnum. Gjöfin kemur sér mjög vel fyrir Brunavarnir sem áttu ekki slíkan búnaö fýrir. Lyftibúnaðurinn kostar á þriðja hundrað þúsund krónur. Lántaka vegna Helguvíkurhafnar Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Hafnarstjóm Keflavíkur og Njarð- víkur hefur samþykkt að taka tilboði Verðbréfamarkaðar íslandsbanka um 90 milljóna króna lán vegna hafn- ar í Helguvík. Stjórnin hefur fengið heimild til að taka allt að 160 milljón- ir króna til að klára fyrsta áfanga hafnarinnar. Stálþiliö eitt og sér mun kosta 60 milljónir króna. námaleyfíð og hins vegar þessi laga- breyting sem umhverfisráðherra myndi leggja fram. Efni þessarar lagabreytingar var ekki tilkynnt um leið og námaleyfið var gefið út, en fljótlega þar á eftir. Við höfum aldrei vifjað viðurkenna að starfsemi fyrir- tækisins verði hætt árið 2010, en það verður að sjá hvemig þingleg með- ferð málsins verður," segir Pétur Torfason, formaður stjórnar Kísiliðj- unnar. mánudag 9-21 þridjudag 9-21 í húsi Ingvars Helgasonar hfað Sœvarhöfða 2. Þar fœrð á frábœru og jafnvel fyrstu 6-8 mánuðina. fyrsta hálfa árið fylgir bílnum og Ingvar Helgason hf. ____ Sœvarhöföa 2 ^3==- Simi 674848

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.