Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. D V bætir þjónustuna í dag er brotið blað í útgáfu DV. Þetta eintak, mánu- dagsblað DV, kemur til langflestra áskrifenda strax í morgunsárið og vonandi áður en fólk fer*að heiman frá sér til vinnu. Það sama gerðist síðastliðinn laugardag. Þá kom blaðið inn um bréfalúguna árla morguns. Eins og alþjóð veit og man er DV afsprengi tveggja síðdegisblaða, Vísis og Dagblaðsins. Vísir er elsta dagblað landsins, sem enn kemur út, og var hefðbundið síðdegis- blað. Þegar Dagblaðið hóf göngu sína var það sömuleiðis stílað inn á eftirmiðdagsmarkaðinn. DV hefur fetað í sömu fótspor enda má segja að markaðurinn hafi lengst af verið fullmettaður af þeim blöðum sem út komu á morgnana. Auk Morgunblaðsins voru Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn öll blöð sem fóru í dreiíingu strax árdegis. Morgunblaðið bar og ber enn ægishjálm yfir þau blöð sem út koma að morgni en Þjóðviljinn er aflagður og bæði Alþýðublaðið og Tíminn hafa takmarkaða út- breiðslu. Markaðurinn hefur að þessu leyti breyst. Til viðbótar hefur sú venja skapast hér á landi að blöð koma aðeins út sex daga vikunnar. Morgunblöðin hafa verið gefm út á sunnudögum en ekki á mánudögum. DV hefur á móti ekki komið út á sunnudögum en þess í stað á mánudögum eins og bæði Vísir og Dagblaðið gerðu. í raun og veru má jafnvel segja að ekkert blað komi út frá laugardagskvöldi til mánudagshádegis, þar sem sunnudagsblað Morgunblaðsins fer snemma í prentun og er komið til lesenda sinna á höfuðborgarsvæðinu á laugardagskvöldi. Af öllu þessu leiðir að það er þörf fyrir morgunblað á mánudögum og DV mun nú bæta úr því, með útkomu- tíma árla morguns þann dag. Þetta þýðir að efnissöfnun og vinnslu blaðsins lýkur um miðnætti á sunnudags- kvöldi. Að einhverju leyti mun það koma niður á allra nýjustu morgunfréttum mánudags, sem væntanlega verða þó minniháttar óþægindi miðað við þá þjónustu sem lesendum blaðsins býðst með því að fá blaðið í hend- urnar í bítið á mánudagsmorgnum. Dreifing DV er skipulögð með það fyrir augum að áskrifendur allt frá Borgamesi til Stokkseyrar, að öllu höfuðborgarsvæðinu meðtöldu, geti lesið DV heima hjá sér strax upp úr klukkan sjö. Jafnframt á blaðið að vera til kaups í lausasölu á öllu þessu svæði, jafnskjótt og útsölustaðir em opnaðir. Það sama gegnir um laugardagsblaðið sem hefur notið mestra vinsælda og lesturs allra þeirra blaða sem DV gefur út í viku hverri. Aðrir landshlutar munu og fá blaðið mun fyrr en áður. Þessar breytingar em mögulegar vegna nýs samnings sem gerður hefur verið við prentsmiðju Morgunblaðsins, en þar hefur DV verið prentað frá upphafi. Utgáfustjórn DV hefur átt gott samstarf við forráðamenn Morgun- blaðsins að þessu leyti. Vitaskuld ríkir samkeppni á milh þessara tveggja stærstu blaða hér á landi en sú sam- keppni er heiðarleg og jákvæð og er ekki til trafala þegar kemur að skynsamlegri nýtingu á prentvél og sameigin- legum hagsmunum beggja blaðanna um að haga rekstrin- um með þeim hætti að það þjóni afkomu fyrirtækjanna sem standa að blaðaútgáfunni og þörfum lesenda þeirra. Hér skiptir það að sjálfsögðu mestu að lesendur DV fá nú blaðið fyrr í hendur þann daginn, sem DV er eitt í útgáfu, og ritstjóm DV gerir sér vonir um að sú þjón- usta mæhst vel fyrir og verði til að styrkja lesendahópinn og tengsl sín við þær þúsundir heimila sem vilja hafa aðgang að frjálsu og óháðu dagblaði. Ellert B. Schram „Framsóknarflokkurinn leggur fram sína kosningastefnuskrá síðar í þessum mánuði þar sem kjarajöfnun og ný atvinnustefna verða efst á blaði.“ Ríkisstjórnin hugsar um þá ef nuðu Alveg er það makalaust hvernig ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur lagt drápsklyfjar á herðar launa- fólki í sköttum og gjöldum. Nú er svo komið að talsverður fjöldi fólks rís ekki undir skuldum sinum og táknrænt að einhver íjöldi telur það einu leiöina að skila lyklunum af íbúðum sínum yflr í húsbréfa- deildina sem Jóhanna Sigurðar- dóttir ber mesta ábyrgð á en hún hefur farið með málefni Húsnæðis- stofnunar og heimilanna í 7 ár. - Ekki er ég undrandi þótt hún segði af sér og forðaði sér þar með frá vantrausti i vetur. Voriðer komið Nú boðar Davíö Oddsson að efna- hagsbatinn sé aö koma. Fyrstu að- gerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki bætt kjör til láglaunafólks eða þeirra sem hafa verið að færa fórn- ir. Hátekju- og eignarskattar á ríka fólkið skulu lækkaðir samkvæmt flárlagafrumvarpinu um 1,1 millj- arð en bætur skulu skertar til ör- yrkja og atvinnulausra upp á 850 milljónir. Ég spyr, voru launamenn að tala um að kjósa Alþýðu- og Sjálfstæðisflokkinn í vor? Heimilinað tapa Afkoma íslensku fjölskyldunnar er með þeim hætti að skuldir henn- ar hafa aukist um 50% í forsætis- ráðherratíð Davíðs Oddssonar, eru nú 4,3 milljónir að meðaltali. Juk- ust á fyrstu sex mánuðum þessa árs um 6% og engin verðbólga til staðar. Skuldirnar eru orðnar jafn- miklar og ráðstöfunartekjurnar. Hefði nú ekki verið nær hjá ríkis- stjóminni að fara í kjarajöfnun og KjaJIarinn Guðni Ágústsson alþingismaður létta þeim lífsbaráttuna sem erfið- ast eiga. - Nei, hlýtt hjarta fjár- málaráðherra og félaga slær með hátekju- og eignafólki, þar fannst þeim ástæða til aö bæta peningum í veskið. Er nokkur hissa þó að þátttaka hafi verið lítil í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vik. Lágu launin Við höfum nú um sinn keyrt eftir hagfræði frjálshyggjuþjóða. Vandi ríkissjóðs og vandi fyrir- tækjanna er leystur meö því að þrengja belti láglauna- og meðal- tekjufólks. Hversu stór hluti ís- lendinga skyldi nú þannig staddur að hann eða hún tekur engan þátt í veltu þjóðfélagsins, kaupið nægir vart fyrir nauðþurftum? Ég tel að þessi hagfræði gangi ekki upp og hér þurfi að styðjast við lágmarks- laun. Einhvern tíma kvað Ólafur heitinn Jóhannesson forsætisráð- herra upp úr með það að lágmarks- laun þyrftu að vera hundrað þús- und á mánuði. Hvar ætti að setja markið núna veit ég ekki en mér finnst mannréttindum misboðið með dagvinnu á lægstu töxtum, jafnvel undir atvinnuleysisbótum. Eg harma aö vísu stöðu atvinnu- lausra sem er mesta vandamál þessa þjóöfélags og verður að leysa. Framsóknarflokkurinn leggur fram sína kosningastefnuskrá síð- ar í þessum mánuði þar sem kjara- jöfnun og ný atvinnustefna veröa efst á blaði. Guðni Ágústsson „Afkoma íslensku Qölskyldunnar er með þeim hætti að skuldir hennar hafa aukist um 50% í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar, eru nú 4,3 milljónir að meðaltali. Jukust á fyrstu sex mán- uðum þessa árs um 6% og engin verð- bólga til staðar.“ Skoðanir aimarra Kjarabætur með skattalækkun „Skattar á einstaklinga hafa verið hækkaðir og bætur skertar verulega. Launþegar eiga því siðferð- islegan rétt á að kjör þeirra verði bætt. Hins vegar er rétt að menn kanni hvort ekki séu aðrar aðferðir betri til þess heldur en beinar launahækkanir. Lækk- un tekjuskatts hefur gefist prýöilega hjá fyrirtækjum í landinu, afkoma þeirra hefur batnað en engin lækk- un orðið á tekjum ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja. Rétt er að athuga hvort ekki mætti beita svipaðri aðferð hjá launafólki.“ Ur forystugren Viðskiptablaðsins 2. nóv. Dagpeningar ráðherramaka „Hér á landi eru reglur um feröalög maka með ráðherrum augljóslega of slakar. Raunar segir í regl- um um ferðalög opinberra starfsmanna að ekki eigi að greiða kostnað vegna maka nema um sé að ræða opinbera heimsókn eða mjög sérstakar aðstæð- ur... Þegar svo makar eru með í fór, fá þeir geidda hálfa dagpeninga... Ef spurt væri í hversu mörgum tilfellum slíkt þjónaði beinlínis hagsmunum ríkisins er hætt við að fátt yrði um svör.“ Úr forystugrein Mbl. 4. nóv. Getuleysi stjórnarandstöðu „Alþýðuflokkurinn hefur auðvitað sína djöfla að draga þessa stundina, þannig að hraksmánarlegt fylgi hans þarf ekki að vera nokkrum manni undrun- arefni. Það hlýtur hins vegar aö vera stjómarand- stöðuflokkunum ómælt áhyggjuefni að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist ekkert láta á sjá, og heldur svip- uðu fylgi og hann hafði í síðustu kosningum. Þaö segir ef til vill meira um getuleysi stjómarandstöð- unnar en getu ríkisstjórnarinnar." Páll Magnússon í leiðara Morgunpóstsins 3. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.