Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir Eiríkur Tómasson um stöðu dómarafulltrúa 1 réttarkerflnu: Mannréttindabrot fyrir héraðsdómi „Þegar lögin um aöskilnað dóms- valds og umboösvalds voru sam- þykkt var aö mínum dómi gengið út frá því að dómarafulltrúar ættu aö vera eins konar aðstoðarmenn dóm- ara en ekki dæma sjálfstætt. Fram- kvæmdin hefur nú orðið með öðrum hætti og ég er ákveðið þeirrar skoð- unar aö dómarafulltrúar eiga ekki að dæma sjálfstætt heldur eiga dóm- arar að gera það. Það er mitt álit að þetta sé hæpið og ég held að allir sem voru þarna á dómaraþinginu, hvort sem það voru dómarar eða dómara- fulltrúar, hafi verið sammála um aö þetta sé óheppilegt fyrirkomulag," segir Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður sem jcifnframt á sæti í rétt- arfarsnefnd. Eiríkur segir hæpið að þetta stand- ist mannréttindasáttmála Evrópu. Hingað til hafa dómarafulltrúar kveðið upp fjölda dóma og úrskurðað í fjölda mála. Það gæti gerst að ein- hver þeirra mála sem þeir hafi dæmt verði kærð til mannréttindanefndar Evrópu á þeim forsendum að þeir séu hvorki óháðir né sjálfstæðir. Dóm- arafulltrúar eru ekki skipaðir heldur ráðnir tímabundið til starfa. Mannréttindanefndm tekur ákvörðun um hvort mál séu dómshæf fyrir mannréttindadómstólnum. Dómstólhnn kveður síðan upp sinn dóm en hann hefur ekki lögsögu yfir íslenskum dómstólum þannig að hann geti ógilt beint úrlausnir þeirra. „Hins vegar þýðir þetta það að ís- lendingar breyta þessu fyrirkomu- lagi ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu aö það standist ekki sátt- málann. Til þess erum við skuld- bundin. í öðru lagi myndi sá aðili, sem þarna á hlut að máli, fá uppreisn æru með einhverjum hætti. Hann hefði að vísu ekki rétt á að fá mál sitt tekið fyrir á ný fyrir dómstólum en það er hugsanlegt, um það eiga dómstólarnir hér síðasta oröið. Það er hka hugsanlegt að hann fengi bætur frá ríkinu eða endurgreiddar þær sektir sem hann var dæmdur th að greiða eða málskostnað með vöxt- um. Þetta gæti haft ýmsar þær afleið- ingar sem erfitt er að sjá fyrir fyrr en maður veit hvert máhð er.“ Eiríkur segir aö menn hljóti aö skoða það sjálfstætt hér heima áður en th þessa kunni að koma. Hann telji það koma til álita að dómstólarn- ir, til dæmis Hæstiréttur, taki það upp hjá sjálfum sér að skoða þetta mál ef einhver lögmaður hreyfði þvi í málílutningi. Framsókn á Austfjörðum: Farin úr fiokknum -segirKarenErla „Ég lít á þetta sem höfnun og það er sjálfgeflð að ég er farin úr flokknum. Ég hef starfað sem formaður kjördæmasambands- ins sl. ár og þetta eru skýr skila- boð um að þau störf mín eru ekki metin. Það er mitt áht að kosn- ingabandalag hafx veriö stofnað gegn mér,“ segir Karen Erla Erl- ingsdóttir sem stefndi aö 2. sæti í prófkjörinu en hafnaði í því sjö- unda. Vahö var úr hópi 27 frambjóð- enda og kosið á milli þeirra 10 aðila sem framsóknarfélögin völdu. Prófkjörið fór fram á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna sem haídið var á Egilsstöðum um helgina. Niðurstaðan varð sú að HaUdór Ásgrímsson hlaut yfir- burðakosningu í fyrsta sætið, Jón Kristjánsson hlaui annaö sætið og Jónas Hallgrímsson þaö þriðja. Þetta er sama uppröðun og var fyrir síðustu kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi iisti sé mjög sterkur eins og hann er skipaöur. Það er eins og gengur þegar margir eru í fram- boöi, þá geta ekki allir veriö ofar- lega á listum. Ég get vel skihð sárindi þegar fólk stefhir hærra en það nær. Þetta er einfaldlega það sem gerist í öllum prófkjör- um og mun alltaf verða,“ segir Halldór Ásgrímsson alþingis- maður. Kristjana Bergsdóttir hlaut fjórða sætiö og Sigrún Júlía Geirsdóttir það fimmta. í sjötta sætinu hafnaöi Vigdís Svein- bjömsdóttir. Sigurvegarinn og sá sigraði kynna sér niðurstöður í prófkjörinu. Ólafur Örn Haraldsson sem náði öðru sætinu og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem tapaði því og hafnaði i þriðja sæti. DV-mynd GVA Prófkjör framsóknarmanna 1 Reykjavík: Listahátíð í Hafnarfírði: Bæjarstjóri sakaður um trúnaðarbrot „Bæjarlögmaður og bæjarend- urskoðandi hafa lokið við skýrsl- una og afhentu mér hana kl. 17 í gær en ég mun leggja hana fram í bæjarráði í dag. Eftir það skal ég tjá mig um hana,“ segir Magn- ús Jón Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, við DV í gær. Bæjar- ráösfundur verður haldinn í Hafnarfirði á hádegi í dag og þá verður skýrsla bæjarlögmanns og bæjarendurskoðanda Hafnar- fjaröar um hstahátíðina frægu í Hafnarfiröi lögð fram. Á fundínum verður rætt um hvort skýrslan fari til RLR en bæjarstjórn samþykkti á sínum tíma að um lögreglumál væri að ræða. Tryggvi Haröarson, bæjarfull- ti'úi Alþýðuflokksins og vara- maður í bæjarráði, hefur ásakað Magnús bæjarstjóra um trúnað- arbrot vegna skýrslunnar. Ekki tókst að ná sambandi við Tryggva í gær en Magnús tjáöi sig um málið: „Tryggvi sat á bæjarráðsfundi þar sem ég gaf munnlega skýrslu um þaö sem bæjarlögmaður og bæjarendurskoðandi höfðu sagt við mig og hann gerði ekki neinar athugasemdir. Síðan sakar hann mig um trúnaöarbrot og að vera búinn að tjá mig um skýrsluna í fréttum en það sé trúnaðarbrot. Ég hef eingöngu tjáð migum þær fréttir sem fjölmiðlar hafa birt,“ segir Magnús. Liibeck: Tvær íslenskar kvikmyndir verðlaunaðar „Það er alltaf gott að fá smáveg- is pening í vasann og vonandi opnar þetta fyrir sambönd í Þýskalandi. Hingað til hef ég ein- göngu unnið með Svíum og öðr- um Skandinövum. Þetta er kannski upphafiö aö þýskum samböndum,“ segir Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri sem í gær ixlaut fyrstu verölaun á norrænu kvikmyndahátíðinni í Lubeck í Þýskalandi fyrir kvik- myndina Hxn helgu vé. Bíódagar eftir Friörik Þór Frið- riksson fékk einnig sérstaka \ið- urkenningu kvikmyndaframleið- enda frá Eystrasaltslöndunum. íslenskar kvikmyndir hafa aldrei fyrr hlotið aðalverðlaunin ákvik- myndahátíöinni i Lubeck en verðlaunaféö er 25.000 þýsk mörk sem samsvarar rúmlega einni mihjón íslenskra króna. „Margir hafa komið til mín eftir verölaunaafhendingxma og vilja fá mig til þess að gera eitthvað sniðugt með sér. Þaö eru margar bíómyndir inni í mér en ég er ekki byrjaður að taka,“ segir Hrafn. Asta Ragnheiður felld úr öðru sætinu - mun ekki taka sæti á listanum „Það eru tveir Sunnlendingar for- ystumeim á hstanum. Þetta þýðir þaö að Framsóknarflokkurinn mun verða fastur í dreifbýhsfarinu áfram. Niðurstaðan er sú að það er ekki vilji flokksins að ég skipi forystusveit hans. Það er greinilegt að hægri öflin í flokknum eru sigurvegarar. Kosn- ingamaskína Þýsk-íslenska var not- uð og ég hef lent í henni áður og var þá felld. Ég mxm því ekki taka sæti á þessum hsta,“ segir Ásta Ragnheið- xxr Jóhannesdóttir sem lenti í þriðja sæti á hsta Framsóknarflokksins í Reykjavík í prófkjöri sem haldið var um helgina. Ásta Ragnheiður fékk 170 atkvæði eöa 48 prósent, hún er nú varaþingmaður flokksins en var í öðru sæti við síðustu kosmngar. Ásta Ragnheiður segir greinhegt að fólk sé ekki látið njóta verka sinna innan flokksins. Hxín viidi í samtali við DV hvorki játa því né neita að hún hygði á framboð með Jóhönnu Siguröardóttur. Finnur Ingólfsson hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti listans með 282 atkvæði eða 79 prósent. Ólafur Öm Haraldsson fékk 179 atkvæði eða 50 prósent í annað sætið og felldi Ástu Ragnheiði. Hann segir að þetta sé sterkur listi. „Við erum með gott jafnvægi af fólki með hæfileika, það er aðalat- riði,“ segir Ólafur Öm. í fjórða sæti hafnaði Arnþrúður Karlsdóttir með 132 atkvæði eða 37 prósent. í fimmta sæfi er Þuríður Jónsdóttir og Ingibjörg Davíðsdóttir í því sjötta. Þrátt fyrir að Ásta Ragnheiður gefi ekki kost á sér í þriðja sætið er ekki þar með sagt aö Amþrúður færist upp því Vigdís Hauksdóttir fékk næstflest atkvæði í þriðja sætið. Ahs tóku 365 manns þátt í prófkjör- inu sem haldið var á vegum fulltrúa- ráðs framsóknarfélaganna í Reykja- vík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.