Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 3 I>V Fangar í áfengis- og fíkniefnameðferð við lok afplánunar: Fréttir 50 fangar í áfengismeðferð skilar sér þegar til lengri tíma er litið, segir fangelsismálastjóri Frá árinu 1990 til ársloka 1993 hafa alls 50 fangar lokið afplánun fangels- isdóms með því að fara í áfengis- og flkniefnameðferö hjá SÁÁ. Þessar upplýsingar er að finna í nýlegari bráðabirgðaskýrslu sem ríkisstjórnin lét gera í kjölfar skýrslu Evrópunefndar sem gerði úttekt á meðferð fanga í fangelsum og vörslu lögreglu. í skýrslunni kemur fram að fangelsisyfirvöld hafi gert sam- komulag við SÁÁ árið 1990 um að föngum væri gefinn kostur á að ljúka síðustu sex vikum afplánunar í með- ferð. Yfirleitt er um að ræða fanga sem eru ljúka lengri afplánun með reynslulausn. Fram kemur í skýrslunni að af þeim 50 fóngum sem hafa átt þess kost að ljúka afplánun í áfengis- og fíkniefnameðferð hafa 35 lokið 6 vikna meðferð að fullu. Af þeim 15 fongum sem ekki luku meðferð voru tveir sendir aftur í fangelsi að ósk meðferðaraöila, einn strauk en 12 óskuðu að fara aftur í fangelsi og ljúka afplánun þar. Reykhólahreppur: Kaupfélagið sótti um styrk - segir kaupfélagsstjórinn Vegna fréttar DV á fimmtudag um að Kaupfélag Króksfjarðar hefði undanfarin sex ár hirt ríkisstyrki sem fara áttu til Reykhólahrepps frá samgönguráðuneytinu vegna vetr- arsamgangna vill kaupfélagsstjórinn koma því á framfæri að Kaupfélag Króksfjarðarnes hafi sótt um þennan styrk árið 1987 og fengið styrkinn árlega síðan. „Styrkur þessi hefur farið í að koma vörum áfram út um sveitina vegna erfiðra vetrarsamganga enda er hann til þess ætlaður. Ég kannast ekki við að Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri hafi talað við mig um þetta en hann skrifaði okkur bréf og óskaði eftir endurgreiðslu. Það eru því ekki mistök í þessu máli eins og Bjarni vill vera að láta enda kannast hann ekki við forsögu málsins. Það er von mín að styrkurinn haldi áfram að koma svo hægt sé að halda þjón- ustu þessari áfram um ókomin ár,“ sagði Sigurður Bjarnason kaupfé- lagsstjóri. Fyrrverandi sveitarstjóri Reyk- hólahrepps, Reinhard Reynisson, hefur sent frá sér bréf þar sem hann segir að kaupfélagið hafi sótt um styrk árið 1987 og fengið, einkum vegna þess að það rak snjóbfl. Rein- hard segir að Reykhólahreppur hafi aldrei sótt um umræddan styrk á meðan hann var sveitarstjóri, þ.e. frá 1987 til 1990. Menntamálaráðherra: Ofbeldismyndir ábannlista Ríkisstjórnin hefur fengið til kynn- ingar lagafrumvarp frá Ölafi G. Ein- arssyni menntamálaráðherra um skoðun kvikmynda og bann við of- beldismyndum. í frumvarpsdrögun- um er lagt tfl að tölvuleikir lúti sömu reglum og kvikmyndir. wwwwvwwv ATH.! Smáauglýsing í helgarblað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Grapni síminn: 99-6272 í lok ársins 1990 var gert samkomu- lag við meðferðarstofnun að Tindum þar sem vistaðir eru ungir vímuefna- neytendur. Árið 1991 var einn fangi þar í meðferð en þeir urðu ekki fleiri þar til í mars að minnsta kosti er skýrslan var unnin. „Aðalástæða þess er sú að á Tind- um eru vistaðir yngri menn en þeir sem yfirleitt afplána dóma,“ segir í skýrslunni. Haraldur Johannesen fangelsis- málastjóri sagði í samtali við DV að samkomulag hefði verið gert til að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu fanga. Sú leið hefði verið valin að semja við SÁÁ og nýta þar með reynslu þeirra. Þarná var um ný- mæli að ræða þar sem fangar voru vistaðir í afplánun á meðferðarstofn- un. Megintilgangurinn væri sá að draga úr líkum þess að þeir einstakl- ingar sem nýttu sér þessa þjónustu fremdu brot á ný og ættu auðveldar með aö aðlagast samfélaginu utan fangelsisveggja og snúa hfi sínu til betri vegar. Þótt einhver hluti þessa hóps fremdi brot á ný skilaði þessi með- ferð sér þegar til lengri tíma væri litið. Auk þessa væri öflugu for- varnastarfi haldiö innan fangels- anna af AA-samtökunum og starfs- mönnum fangelsiskerfisins. Ástæðuna fyrir því hve margir kysu frekar að ljúka afplánun í fang- elsi en í meðferð sagði Haraldur þá að ekki væru allir reiðubúnir að tak- ast á við stíft áfengisprógamm eins og það er hjá SÁÁ. 'k'k'k'k'k'k'kiricick Panasonic MYNDBANDSTÆKI SD-22 Einstaklega hraðvirkt og hljóðlátt myndbandstæki með mánaðar upptökuminni sem deila má á 8 upptökutíma. INDEX SEARCH - QUICK VIEW - DIGITAL TRACKING SUPER DRIVE SYSTEM SUPER ORIVE NV-SD22 133 ■Z52J l- 3H cn I- JU. JU Panasonlc .ccjectJ .'v' . — x .h ■ * • NM Nú Verd ádur kr. 53.400,- . 39.900,- Brautarholti & Kringlunni • Sími 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.