Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 KENWOOD kraftur, gœði, ending Nord Frost FRÁ GISLAVED Besta vetrardekkið! *Niðurstaða úr yfirgripsmestu prófun á vetrardekkjum sem gerð hefur verið (NIVIS WINTERTEST 92, Finnland). DEKKIAHUSIÐ SKEIFUNNI 11 • SIMI 688033 Errósýning á Kjarvalsstöðum: Pólitík og list Starfsvettvangur myndlistarmanna er að sjálfsögðu hinn sjónræni veruleiki sem umlykur okkur og það hvernig listamennirnir taka á þessum veruleika á hverjum tíma ræður aftur miklu um það hvernig viö hin skynjum veröldina - þaö er að segja að efnistök þeirra og myndmeðferð ráða miklu um það hvernig skynheimur okkar byggist. En það er fleira sem kem- ur þar til og myndlistarmennimir sitja ekki einir að þeim starfa aö móta veröldina. Það er ailt fullt af myndum og tilætlun myndasmiðanna er misjöfn: sum- ir eru sölumenn, sumir fagurkerar og aðrir smíða drauma. Aðferðirnar eru síðan jafn fjölbreyttar og til- gangurinn. í popplistinni var öllu þessu myndræna umhverfi okkar ruglað saman; listin var ekki lengur til hátíðabrigða heldur var allt gjaldgengt í sölum hennar og hið fjöldaframleidda þótti orðiö ekkert ómerkilegra en hitt sem var aðeins til í einu eintaki og þótti þar með fágætt, eins og gefur að skilja. Það sem aðeins er til í einu eintaki kemur sjaldan fyrir sjónir fjöldans nema það sé sýnt ár eftir ár í Louvre eins og portrettið sem da Vinci málaði á árunum. Hitt sem framleiða má í óteljandi eintökum geta allir séð og þess vegna fer það víðar og verður á vegi fleira fólks. Samt er það svo að áhrif þessara tveggja teg- unda af hlutum - hins einstaka og þess algenga - eru mismunandi og hallar þar heldur á það sem er fyrir augunum á okkur daginn út og inn; hitt situr frekar í okkur sem við sjáum ekki nema einu sinni og þurfum því frekar að geyma í huganum þar sem það fer að gerja með aldrinum svo það kann að lokum að hta jafnvel allar aörar hugmyndir okkar. Erró hefur árum saman leikið sér með þennan aðskilnað hins sjaldgjæfa og þess sem algengt er. Ólíkt því sem var um flesta íslenska samtíðarmenn hans í listinni virðist hann aldrei hafa heillast af hinu óhefta tjáningarfrelsi sem gat af sér aksjón-afstraksjónina og hann hefur algjör- lega leitt hjá sér þetta undarlega hugmyndaraunsæi sem varð til þess að margir íslenskir málarar fóru að mála landslag á áttunda áratugnum eftir að hafa hafn- að því með látum tíu eða tuttugu árum áður. Fyrir- myndir hans eru ekki teknar úr veruleikanum og þær byggjast heldur ekki á íhugun Mstamannsins sjálfs. Þær eru þvert á móti margnota myndir sem ýmist Myndlist Jón Proppé hafa verið settar fram í einhverjum sérstökum til- gangi - sem áróðursmyndir, afþreying eða auglýsingar - eða þá að þær eru Mstaverk annarra sem hafa verið sýnd svo oft og prentuð svo víða að þau eru ekki leng- ur einstök heldur hafa fengið yfir sig svipaðan anda og vel þekkt vörumerki hafa. Þettal er í sjálfu sér eins konar póMtík - pólitik hins sjónræna eða pólitík skyn- heimsins - og þessi pólitík er í raun mikilvægari þátt- ur í Mst Errós en sú augljósa pólitík sem þó er mest áberandi í verkunum. Vonandi á hún eftir að rugla myndskyn sem flestra áhorfenda. Menning Fyrirmyndir Errós eru ekki teknar úr veruleikanum og þær byggjast heldur ekki á íhugun listamannsins sjálfs. Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum ■ /j—r V m, \ A\\\\\ m ' / AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-16 Sunnudaga kl. 18-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Sviðsljós Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík sýndi fjallabjörgun á Kjörgarðshúsinu við Laugaveg um helgina en þar stóð yfir langur laugardagur. Sýningin vakti að vonum mikla athygli enda klifu björgunarmennirnir niður husið og létu sig síga með börur eins og um alvöru björgun væri að ræða. Eins og sést á myndinni voru yngstu áhorfendurnir yfir sig hrifnir af björgunarhetjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.