Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Merming 37 Bragi Hlíðberg ui er Kominn geisiauisKur meo narmoruKuieiK tsraga Hlíðbergs. Diskurinn nefnist í léttum leik og er á hon- um að finna ýmis harmóníkulög frá ýmsum löndum, sum gömul, önnur ný. Með Braga leika þeir Ólafur Gaukur, gítar, Jón Sigurðsson, bassi, Guðmundur R. Einarsson, trommur, Reynir Sigurðsson, slagverk og Pétur Hjaltested, hljómborð. Harmóníkan er í eðh sínu alþýðlegt hljóðfæri, eins konar litið orgel með innbyggðum hljómum, dúr og moll kerfisins í vinstri hönd tíl einfoldunar. Eins og stundum viU verða meö vel heppnuð hljóðfæri af þessu Tónlist Finnur Torfi Stefánsson tagi getur hún orðið í höndum góðra manna að tUþrif- amiklu tjáningartæki í tónUst. Meðal kosta harmóník- unnar, fyrir utan hin sérstöku litbrigði hennar, má nefna langa tóna orgelsins ásamt með styrkbreyting- um sambærUegum við píanó. Öðru hveiju koma fram harmóníkusniUingar sem hrífa unnendur allrar tónUstar. Á íslandi höfum við átt einn slíkan þar sem er Bragi Hlíðberg. Bragi hefur áður gefiö út plötur með leik sínum og mun diskur þessi vera þriðja framlag hans í þeim dúr. Ekki treyst- ist undirritaður tU að bera leik Braga saman við leik frægra erlendra nikkara. Af disknum að dæma er hins vegar unnt að fuUyrða að aldrei verður þess þar vart að tækrúlega getu skorti heldur rennur þar allt áreynslulaust fram og er þó víða tekist á viö hluti sem mikUlar fingrafimi krefjast. Hitt skiptir þó enn meira máli hve túlkun hans á lögunum er tónelsk. Bragi notar vel tjáningarmátt hljóðfærisins en heldur þó öllu innan marka smekklegrar hófsemi. Því verður aldrei vart væmni né innantómra tæknibragða sem sum þessara einfóldu kunnuglegu laga gætu boðið upp á. Listræn einlægni er vopn hins góða tónUstarmanns í þessu máU og af henni virðist Bragi eiga nóg. Tónlistin á diskinum er eins og áður sagði að mestu kunnugleg og má lýsa henni sem vandaðri danstónl- ist. Slík tónlist stendur oft ekki undir miklu sjálf og er viðkvæm fyrir meðferð túlkandans. Enginn vandi er að gera hana léttvæga meö óvönduðum flutningi. Hjá góðum tónlistarmönnum getur hún hins vegar lyftst í æðra veldi og fengið Ustrænt gildi sem vont væri að vera án. Þannig hljóma lögin á þessum geisla- diski Braga Hlíðbergs. Framlag annarra tónlistar- manna á diskinum er í sama stíl. Bragi Hlíðberg er sjálfur útgefandi að diskinum. Hann var tekinn upp í hljóðveri Hljóðsmiðjunnar í Hafnarfirði. Upptökustjóri var Ólafur Gaukur Þór- hallsson. Á kránni er maður yf irþyrmandi einn Maðurinn er alltaf einn heitir fyrsta bók Thors Vil- hjálmssonar sem kom út árið 1950 og nú, rúmum 40 árum síðar, er Thor enn að skrifa sögur um menn sem eru einir í heiminum. í nýjustu bók hans, Tvílýsi, er að finna 54 sögur eða þætti sem hvem um sig má lesa sem sjálfstæða heUd þó þeir tengist innbyrðis í gegnum persónur og umhverfi. Og leiðarstefið í þessum sögum er enn og aftur einsemd mannsins í firrtri og kaó- tískri borg sem er full af fólki sem nær engu sam- bandi, fólki sem horfir hvað á annað tala án þess að meðtaka eitt aukatekið orð. Lesandinn er leiddur út og suður, niöur á höfn, inn í herbergi, út á götu, inn á bar, inn í að því er virðist tiigangslausa hringiðu orða og athafna nafnlausra og sviplausra einstaklinga sem allir virðast leita og bíða einhvers sem þeir vita ekki hvað er. Nema ef vera skyldi samruna við aðra manneskju, samrana sem leiðir aðeins til enn meiri einsemdar. Og sálarkvölin endurspeglast í textanum: Hún hugsaði um manninn, hvemig hann hafði kom- ið inn um gluggann án þess að elska hana. Elskaði bara sjálfan sig, svo sofnaði hann. Og hún lá og horfði á þennan fallega mann svo ljótan, svo svívirt og sundr- uð; og það var svo sárt að hún varð heil í kvöl sinni, og hélt það væri ást (11) ... Hún lá grátandi í myr- krinu hjá honum og fannst hún ekki vera til einskis, og lá fast við hann án þess að hætta á að vekja hann. Og var þetta allt og sumt? Hvað átti hún núna? (12) Þetta textabrot er ágætt dæmi um frásagnaraðferð Thors, textinn sundrar um leið og hann sameinar. Annars vegar er um að ræða einfalda mynd af konu sem fær elskhuga sinn í heimsókn, hins vegar er text- inn til vitnis um óreiðukennt hugarástand konunnar sem getur engan veginn gert það upp við sig hverjar tílfinningar hennar eru til þessa manns sem er bæði faUegur og ljótur og elskar án þess að elska! Og ann- ars staðar í þessari sömu sögu er talað um augu þessar- ar konu: „Augun sem voru svo opin að þau sáu ekki fólskuna í svip mannsins sem hafði níðst á henni. Augun sem voru svo lokuð að maðurinn sá ekki að hann hefði getað haldið áfram að lítilsvirða hana.“ (9) Sambandsleysið er algjört og þetta sambandsleysi gerir Thor sýnilegt í margræðum og oft þverstæðu- kenndum texta sem á sér hvorki upphaf né eiginlegan endi. Hugsanir og athafnir persónanna eru sýndar fremur en skýrðar eins og reyndar undirtitill bókar- innar, Myndir á sýningu, vísar til. Hér er þaö augna- bhkið sjálft sem skiptir máli, hugsunin á meðan hún skýst í gegnum koll persónunnar og síðan ekki söguna meir. Þær hugsanir eru tilviljanakenndar og leiða ekki til neins, endurspegla aðeins sljóleika og afskipta- leysi sem er kannski einna ljósast þar sem nálægðin Bókmeimtir Sigríður Albertsdóttir er mest, t.d. á kránni þar sem raddir, tónlist og glasagl- amur renna saman á stjómlausan og ærandi hátt. Þar er manneskjan yfirþyrmandi ein. Lesandinn fær umkomuleysi persónanna beint í æð í gegnum texta Thors sem er ekki alltaf auðveldur aflestrar, torræður og þungur og má vera að sumir lesendur eigi bágt með að fylgja persónunum eftir á sínu einmana flandri og finnist stundum nóg um myndauðgi höfundar þar sem myndirnar flæða áfram ein af annarri, oft án sýnilegs samhengis a.m.k. í fljótu bragði. Og þeir sem leggja ótrauðir upp með þá hug- mynd að hér sé einhver skemmtilestur á ferð verða örugglega fyrir vonbrigðum, því það er Tvílýsi hreint ekki! En ef lesendur láta slíkar hugmyndir lönd og leið má lengi njóta tónanna af hljómfogru máh Thors Vilhjálmssonar og vist að það verður ekki frá honum tekið að hann er einn af stílsnillingunum í íslenskri rithöfundaflóru. Tvílýsi Thor Vilhjálmsson Mál og menning 1994 VIÐ BJÓÐUM VERULEGA FRÁ EVRÓPU..... GEGNUM LUXEMBURG OG OSTENDE ■ ■■■ OG VIÐAR Frá verksmiðjuvegg erlendis og heim! LIPUR OG GÓÐ ÞJÓNUSTA EIGIN TOLLGEYMSLA TOLLSKÝRSLUGERÐ FLUTNINGSMIDLUNIN HF Skútuvogi 1-104 Reykjavík SKRIFSTOFA: SÍMI 88 2111 VÖRUGEYMSLA: SÍMI 88 2112 -FAX88 55 90 -FAX882120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.