Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 % Merming SAMbíóin - ViIItar stúlkur: ★ Byssuskotí Bergmálsborg Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Fjórar litlar vændiskonur fóru að leita íjár; ein þeirra fann sér eigin- mann svo eftir urðu þrjár Ekki fjarri lagi að svona megi súmmera upp Villtar stelpur, vestra sem heldur að hann sé öðruvísi af þvi að aðalpersón- urnar eru konur - og engar smákellingar heldur. En þetta er bara enn ein klisjan, með öðrum formerkjum þó. Hér segir frá vændiskonunum ______________________________________ Eileen (MacDowell), Anitu (Mast- erson), Cody (Stowe) og Lily (Bar- rymore) sem stunda iöju sína í krá nokkurri í Bergmálsborg, vinaleg- asta bænum í Kólóradó. En dag nokkurn lendir Anita upp á kant við kúnna af því að hún neitar að kyssa hann (hún hafði svarið þess dýran eið við gröf eiginmannsins að kyssa ekki annan mann). Cody kem- ur henni til bjargar og kálar kauða, enda hagvanur bófi áður en hún lagð- ist í vændið. Óg saman stökkva stúlkurnar á flótta undan reiðum bæjarbú- um og Pinkerton-spæjaragæjum á snærum ekkjunnar. Ferðinni er heitið til Oregon, þar sem Anita á litla landspildu og þar sem þær ætla að reisa saman sögunarmyllu. Eða eins og ein þeirra segir: „Við seldum skrokk- ana á okkur, af hveiju getum við þá ekki selt timbur?" Á flóttanum hitta þær fyrrum bófafélaga Cody og auk þess nokkra aðra k.rlmenn sem fylgja í humátt á eftir þeim, menn sem eiga harma að hefna. riápunktur þessa vestra, eins og svo margra annarra, er heljarinnar byssubardagi þar sem vændiskonurnar vinkonur okkar eiga í höggi við illfyglin og þótt ekki sé vitað til þess að þær hafl skotið úr hólkum áður, að Cody undanskilinni, haga þær sér eins og meistarar í skotfélaginu. Bardagi þessi er öðrum bardögum líkur, nema maður líti á hann sem alvöru stríð milli kynjanna, en hann er um það bil eina lífsmarkið í mynd þessari, ef byssubardagi í vestra getur kallast hfsmark. Annað er í ætt við tilvitnunina hér að ofan. Leikkonurnar eru eins og við má búast með svona efnivið milli hand- anna, en alltaf skulu þær þó vera fínar og flott, og Jonathan Kaplan leik- stjóri, maður sem gerði úrvalsmyndina The Accused með Jodie Foster, virðist hafa verið með hugann einhvers staðar víðs fjarri vinnustaðnum, svo átakalítið og máttlaust er þetta allt saman. Villtar stelpur (Bad Girls) Handrit: Ken Friedman og Yolande Finch. Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Leikendur: Andie MacDowell, Mary Stuart Masterson, Madeleine Stowe, Drew Barrymore, James Russo, James LeGros, Robert Loggia tpf# SKEMMUR TIL SÖLU ! Vegna mikillar eftirspurnar höfum við fengið nokkrar skemmur í viðbót fró Electrolux sem vió getum boðið á mjög hagstæðu verði. Allar eru klæddar sterkum PVC dúk, meó gróum hliöum og hvítum himni, og eru í gó&u óstandi. Stórar dyr ó öórum gafli. H-hall Vegghæð 3 m, hæð í mæni 4,5 m, dyr 3 x 3 m. Stærð 9 x 18 m. verð kr. 686.000,- (án vsk). Möguleiki á öðrum lengdum. A-hall Braggalöguð, hæð í mæni 4,15 m, dyr 3 x 3 m. Stærð 8,7 x 30 m. Verð kr. 987.000,- (án vsk). Möguleiki á öðrum lendum K-hall Vegghæð 2,57 m og hæð í mæni 4,38 m. Dyr 3 x 3 m og stærð 10,9 x 15,24 eða 30 m. verð frá kr. 682.000,- (án vsk). L-hall Vegghæð 4,03 m, hæð í mæni 5,64 m og 6,04. Dyr 4 x 4 m og stærð 12 x 20 og 15 x 20 m. Verð frá kr. 1.554.000.- (án vsk). INánari upplýsingar í síma 625030. TJALDALEIGA KOLAPORTSINS Garöarstræti 6, sími 91-625030, myndriti 91-625099 Afgreiðslufrestur er 10 - 14 dagar. Greiðslukjör koma til greina. Villtu stelpurnar í vígahug: Andie MacDowell, Mary Stuart Masterson, Madeleine Stowe og Drew Barrymore. Bjami H. Þórarinsson sýnir í Nýlistasafninu Sjónþing „vísivopnabúrið", en það er löng drápa ort undir afar flóknum hætti sem Bjarni hefur þróað undir skáldanafninu Kokkur Kyrjan Kvæsir. Líklega er réttast að láta það duga að segja að drápan sé „kvæst“. Plássins vegna var ekki hægt að sýna fleiri af þeim verkum sem Bjarni á þó fullgerð, svo sem „Brúna yfir Kvæsifljótiö". List Bjarna er í rauninni eins konar rím, og það í aö minnsta kosti tvennum skilningi. Rímið er meg- inþátturinn í þeirri aðferð sem Bjarni beitir, bæði í kvæðunum og í hinum myndrænu lyklum. í markvissu rími orða, hugmynda og forma afhjúpast merkingarsam- hengi sem ekki verður numið með hefðbundnum hugsunarháttum. Þá eru verk Bjarna líka rím í þeim skilningi að í þau má leita til að svara ýmsum spurningum sem kunna að vakna á ferð manns um merkingarheiminn. Bjarni er nefnilega í rauninni ekki bara hsta- maður heldur tilheyrir hann þeim hópi manna sem í gamla daga voru kallaðir heimspekingar. Það voru þeir sem höfðu svo víðtæka sýn á veruleikann að heimurinn varö til í hugsúnum þeirra. Antonio Hervás Amezcua sýnir í Portinu Eins konar landslag í Portinu í Hafnarfirði sýnir spánski listamaðurinn Antonio Hervás Amezcua málverk og skúlptúra. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar - og hefur reynd- ar heimsótt landið áður - og nær öll verkin á sýning- unni eru unnin hér. Það er ekki síst fyrir þessar sakir Myndlist Jón Proppé að sýningin er athyghsverð því sýn listamannsins er gerólík því sem við eigum að venjast hér og þar sem myndefnið er í mörgum tilfellum dregið af íslenskum veruleika má læra margt af því að skoöa þessa sýn- ingu. Verk Amezcuas eru ansi dreymin og þótt við- fangsefnið sé oft einhvers konar landslag umbreytist það í flestum verkunum í fantasíu. Hann málar him- inn, ský og vatn og í þessum fljótandi veruleika birt- ast aftur myndir sem eiga lítið skiliö við hversdagsleik- ann. Litaskalinn í verkum þessa spánska málara er líka nokkuð framandi og kemur sérstaklega á óvart í myndunum sem hafa beina tilvísum í íslenskt un- hverfi. Þar má sjá rauða og rauðbrúna liti sem engum íslenskum málara dytti í hug að breyta. En einmitt vegna þess að þessar myndir eru óvæntar ná þær að Verk Amezcuas eru ansi dreymin og þótt viðfangsefn- ið sé oft einhvers konar landslag umbreytist það í flestum verkunum í fantasiu. kveikja viðbrögð í áhorfandanum og eins og gerist svo oft þegar erlendir listamenn fást við íslenskt um- hverfi þá getum við nú lært að greina eitthvað nýtt gegnum myndir Antonios. Sjónþing Bjarna er ekki listsýn- ing, að minnsta kosti ekki hstsýn- ing af því tagi sem viö eigum að venjast. Það er heldur eins konar rannsóknarstofa þar sem Bjarni vinnur úr myndum, orðum og hugsunum. Sjónþingið er aðeins einn liður í starfsemi vísiakademíunnar, en svo heitir það hvel í huga Bjarna sem fæst við sköpun og pælingar. í vísifræðunum eru síðan margar deildir - sjónháttafræði, vísi-enn- vara-mennt, skáld-vísi-enn-vara- mennt, benduheimspeki og vísi- ólist. Allt ber þetta að sama brunni en enginn veit enn hver hann er; rannsóknir standa yfir. Á sjónþing- inu í Nýlistasafninu ber mikið á „rósunum" sem Bjarni er orðinn þekktur fyrir og hafa nú síðast vak- ið furðu manna á sýningum erlend- is. Rósirnar eru í raun lyklar - eins konar dulmálslyklar, enda er þeim ætlað að kanna duhð samhengi hlutanna og opna mönnum leið að nýjum skilningi á veröldinni. Á efri hæð safnsins er síðan af- rakstur ritmenntadeildar vísiaka- demíunnar sýndur - hundruð skrifaöra arka sem þinggestir geta Bjarni tilheyrir þeim hópi manna sem í gamla daga voru kallaðir heimspekingar. Myndlist Jón Proppé skemmt sér dögum saman við að lesa. Þar er meðal annars að finna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.