Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 15' Bókalaus þjóð er blind á framtíð Þjóöarbókhlaöan verður opnuö 1. desember næstkomandi. Þar munu Háskólabókasafn og Lands- bókasafn sameinast í Þjóðbóka- safn. Með því verður lagður grunn- ur að upplýsingamiðstöð fyrir alla þjóðina. Þeir sem nota tölvu geta tengst safninu beint og nýtt sér gögn þess og með ljósleiöarakerfi verður hægt að senda efni frá því um allt land. Möguleikarnir eru mikhr. í Þjóðarbókhlöðu verður einnig mikilvægasta bóka- og tíma- ritasafn landsins og gagnasöfn á geisladiskum fyrir háskólanema og aðra nemendur, kennara og þá sem stunda rannsóknir. Það er hluti af menningu þjóðarinnar að vera skapandi jafnt á sviði lista og vís- inda. Þjóöarbókhlaðan hefur verið lengi í smíðum, um aldarfjórðung, en nú er hún tilbúin, tilbúin til að Kjallarinn Guðrún Agnarsdóttir læknir „Ýmislegt getum við íslendingar spar- að og mörgu getum við hagrætt en aldr- ei megum við spara við menntun næstu kynslóða. í því væri fall okkar falið.“ „Þeir hafa að eigin frumkvæði hrundið af stað myndariegu átaki til að búa Þjóðarbókhlöðuna betri bókakosti, þjóðarátaki fyrir þjóðbókasafn." verða sannkallað forðabúr fyrir alla landsmenn. Veganestið er rýrt í roðinu Þegar sjónir beinast að hinu nýja Þjóðbókasafni kemur í ljós að það er heldur en ekki rýrt í roðinu. Sá forði sem fróðleiksfúsum er ætlað- ur er bókaþjóðinni til skammar. í fyrirhyggjuleysi hefur fé verið skammtað til bóka- og tímarita- kaupa og annarra gagnasafna um langa hríð. Samanburöur við allar helstu nágrannaþjóðir okkar um fjármagn til háskólabókasafna er okkur afar óhagstæður og erfitt að finna nema fámenna skóla í litlum bæjum erlendis sem svipar til há- skóla okkar. Þeir eiga þó flestir eða allir aðgang að stærri og fullkomn- ari .söfnum. Úrelding upplýsinga getur verið mishröð eftir því hvaða fræöigrein er um að ræða en í allt- of mörgum þeirra hefur ekki verið séð fyrir eðlilegri endurnýjun bóka og tímarita háskólans. Þetta veikir hlut íslenskra námsmanna og get- ur orðið þeim beinlínis skaðlegt. íslenskir foreldrar hafa lengi vitað að góð menntun er börnum þeirra vænlegt veganesti fyrir framtíðina. Þessi gömlu sannindi hafa öðlast enn meira gildi nú þegar þekking og nýting hennar ræður aíkomu og framtíðarkostum þjóða í ríkara mæh en nokkru sinni fyrr. íslend- ingar hafa nýlega orðið aðilar að samningi um evrópska efnahags- svæðið og umræöa hefur jafnvel veriö um aöild aö Evrópusamband- inu. Báðir þessir kostir bjóða heim mikilh samkeppni í íslensku at- vinnulífi. Jafnt í samskiptum við Evrópu og aðrar þjóðir heims er okkur mikilvægt að eiga vel menntað fólk til munns og handa. Það er okkar mesta auðlind. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir Það eru ánægjuleg tíðindi að há- skólastúdentar skuh ekki una þess- um kotungsbrag og vilji leggja sitt af mörkum. Þeir hafa að eigin frumkvæði hrundið af stað mynd- arlegu átaki til að búa Þjóðarbók- hlöðuna betri bókakosti, þjóðará- taki fyrir þjóðbókasafn. Sjálfir hafa þeir þegar lagt myndarlega til söfn- unarinnar. Ýmislegt getum við íslendingar sparað og mörgu getum viö hag- rætt en aldrei megum viö spara við menntun næstu kynslóða. í því væri fall okkar faUö. Stúdentar munu leita til almennings, fyrir- tækja, fulltrúa erlendra ríkja og íslendinga erlendis. Öll getum við lagt okkar skerf til að fylla þessa mikilvægu hlöðu og tryggja end- urnýjun vista hennar. Margt smátt gerir eitt stórt. Framsýn fyrirtæki, félög eða stofnanir gætu t.d. tekið fræðigrein eða tímarit í fóstur og gefið and- virði bókakosts eða tímaritsáskrift- ar. Efnt verður til happdrættis, Skólaþrennu, en allur ágóði þess rennur til þjóðbókarsjóðs. Það hef- ur lengi verið hægt að reiða sig á örlæti íslendinga við að leggja sitt af mörkum til að bjarga öðrum þjóðum á hættustund. Vonandi berum við gæfu til að bjarga okkur sjálfum. Guðrún Agnarsdóttir Landbúnaður eða sjálfsþurftarbúskapur? Fjöldagjaldþrot blasir við kart- öflubændum og ylræktarbændum. SkeUileg staða þessara tveggja greina er ekki einsdæmi í landbún- aðinum. Margar búgreinar standa höllum fæti í kjölfar mikiUa lækk- ana á afurðaverði. Er þetta forleik- urinn að svanasöng landbúnaðar- ins eða nauðsynleg og æskileg þró- Verðhrun * Orsök þess að kartöflufram- leiðsla og ylrækt stendur jafn Ula og raun ber vitni má rekja til eftir- farandi þátta: Verðmyndun ræðst á markaðnum, framleiðendur eru margir og smáir og síðast en ekki síst dreifist heUdarframleiðsla árs- ins á stuttan uppskerutíma (að sumum blómategundum undan- skUdum). Jafnframt hefur orðið samþjöppun í smásölunni, smásal- ar eru færri og stærri. Þetta þýðir á mæltu máli að verð- ið hrynur á uppskerutímanum, langt undir framleiðslukostnað, og það fer síðan eftir uppskerumagni hvenær það hækkar aftur. Við þetta bætist að stór hluti ylræktar- innar stendur frammi fyrir á viss- um árstímum niðurgreiddri sam- keppni erlendis frá vegna EES- samningsins. Gjaldþrot Fyrir langflesta framleiðendur þýðir þetta að þeir fá ekki upp í Kjállariim á vonarvöl, eftir mörg og samfelld mögur ár. Lágmarksverð í nágrannalöndum okkar hafa menn komið upp svonefndu lág- marksverði sem tryggir lágmarks- stöðugleika innan vissra marka. Fari verðið of hátt er opnað fyrir innflutning. Einu ríkin, þar sem leiðendur tekjutengdan stuðning sem gerir þeim kleift að taka ein- hvern hluta framleiðslunnar af markaði. Það er nokkuð ljóst aö hér á landi hefur mönnum einhverra hluta vegna láðst að gera landbúnaðnum kleift að starfa innan vébanda markaöslögmálanna þrátt fyrir háværar kröfur þar um. Bændur Helga Guðrún Jónasdóttir forstöðumaður Upplýsinga- deildar landbúnaðarins framleiðslukostnað nema fyrir hluta, stundum aðeins lítið brot, af uppskerunni, nema í sérlega lé- legu árferði og þá vinnur rýr upp- skera á móti hærra afurðaverði. Skuldsettasti hluti framleiðenda verður gjaldþrota, með tilheyrandi kostnaði fyrir bankakerfið eða aðra kröfuhafa. Nýir framleiðendur bætast síðan í hópinn og hringrás undirboða og gjaldþrota heldur áfram. Að þessu sinni bendir margt til þess að óvenjustór hópur framleiðenda sé „Það er nokkuð ljóst að hér á landi hefur mönnum einhverra hluta vegna láðst að gera landbúnaðinum kleift að starfa innan vébanda markaðslögmál- anna þrátt fyrir háværar kröfur þar um.“ ekki er lágmarksverð fyrir frum- framleiðslu í landbúnaði, eru þau sem af hreinni neyð stunda svo- nefndan sjálfsþurftabúskap. Það er síðan misjafnt hvemig myndun lágmarksverðs er háttað. Innan ESB er það t.a.m. ákveðið af framkvæmdanefndinni. Þá er framleiðendum heimilt takmarkað verðsamráð; þeir geta tekið fram- leiðslu af markaði upp af vissu marki og fá til þess jöfnunargjalda- tekjur af innfluttum samkeppnis- vörum. í Bandaríkjunum fá fram- standa meira eða minna berskjald- aðir gagnvart verðsveifium á markaðnum, með framleiðslu sína, sem kostnaöarsamt er eða ómögu- legt að geyma og tekur langan tíma í framleiðslu. Á þessu hafa aðrar þjóðir löngu áttað sig. En það er eins og við höldum að íslenskur landbúnaður búi við þá sérstöðu að samkeppnis- hæfni hans sé í beinu línulegu falh við fjölda gjaldþrota á ári. Helga Guðrún Jónsdóttir Rekstri Kisiliðjunnar í Mý- vatnssveit hætt árið 2010? Gisli Már Gíslason, formadur náttúru- rannsóknarslödvar viöMývatn. Ekkiannað Mývatn til „Það má segja að til grundvallar ákvörðunar um lokun Kísihðjunnar liggi einn til tveir hillu- metrar af : skýrslum sera sýna hver áhrif kísil- gúrtökunnar eru, en hinir notast við brjóstvitið. Niðurstöður mjög fjölþættra raimsókna leiða í ljós að breytíngin á straumakerfi vatnsins flytur til efsta setlagið í þær gryfjur sem. myndast og þetta efsta setlag er fæöa fy rir raýpödd- urnar sem síðan eru fæða fugla og fiska. í annan stað eru dýpkuð svæði í vatninu ónýtanleg fugli og fiski sem fæðuuppspretta, þau eru dauð. Fleira kemur til, en niöurstaðan er sú að það sé ekki ásættanlegt fyrir Mývatn sem hefur náttúruverndargildi á heimsmælikvarða að halda þess- ari starfsemi áfram. Það ekkert annað Mývatn til. Þaö er hvergi til þessi þettleiki fugla á vatni fyrr en fariö er yfir 3 þúsund km í vesturátt, eða jafn langt iaustur til svæða í Síberíu. Á milli þess- ara svæða er hvergi að finna aðr- ar eins uppeldisstöövar fyrir and- fugla og á Mývatni. Það er e.tv. ekki fjarri lagi að Mývatn gefi af sér sama fjölda af andfugli og Noregur og Svíþjóð til samans." Hjákátleg rök „Þegar námaleyfi Kísiliöjunnar var gefið út í apríl árið 1993 kom skýrt fram hjá þá- verandi um- hverfis- og iðnaðarráð- herrum að um tvö aö- skilin mál væri aö ræöa, annars vegar útgáfa námaleyfis sem gilda skyldi til ársloka 2010, og hins vegar írumvarp til breytinga á lögunum um verndun Laxár og Mývatns. Það er Ijóst að ef þetta frumvarp verður óbreytt að lög- um, þýðir það endalok verksmiðj- unnar árið 2010. Þetta framvarp verður hins vegar ekki lagt fram sem stjórnarfrumvarp vegna þess að það er bullandi ágreining- ur í ríkisstjórninni um þetta ákvæði, þ.e. að verksmiðjunni skuh lokað á þessum tíma. Hins vegar hefur Náttúruverndarráö haldið því statt og stöðugt fram að til sé samkomulag um að verk- smiðjunni verði lokað á þessum tíma, eða fyrr. Um það getur ekki verið opinbert samkomulag þar sem frumvarpiö hefúr ekki verið samþykkt. Ef Náttúruverndar- ráði hefur hins vegar verið gefið eitthvert vilyrði um þetta á bak viö fyrirtækið og á bak við ríkis- stjómina, þá er það hlutur sem viö vitum ekki um. Þaö hefur komið fram lijá umhverfisráð- herra að hftimi verksmiðjunnar væri liðinn þar sem hún væri að fullu afskrifuð. Þetta eru hjákát- leg rök og ættu allt ehts að gilda um önnur fyrirtæki. Kísiliðjan malar um þessar mundir gull til handa hluthöfum sínum og um- mæh umhverfisráðherra eru óskiljanleg.“ Friðrik Slgurósson, framkvæmdastjórí Kisiliðjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.