Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Spumingin Ætlar þú á skíði í vetur? Gróa Þorgeirsdóttir: Já, ég fer í Blá- fjöll. Ingibjörg Vala Sigurðardóttir: Já. Sigríður Hlondal: Já, eg ter ott á gönguskíði. Bjarney Sigurðardóttir: Nei, ég á ekki skíði. Rútur Snorrason: Já, það er pottþétt að ég fer. Hlynur Jóhannesson: Nei, ég fer aldrei á skíði. Lesendur „Premiere" mark- aðsskaðvaldur Brynjólfur Brynjólfsson mat- reiðslum. á Akureyri skrifar: Stríð er nú haflð á kartöflumarkað- inum vegna mikillar uppskeru. Þessi mikla uppskera er að hluta til blekk- ing sem byggist á því að hluti upp- skerunnar er óætar kartöflur. „Premiere“-afbrigðið sem er fljót- sprottið og mjög auðvelt í ræktun með tilhti til veðurfars er stór hluti uppskerunnar. - Þessi kartafla er óæt og ónothæf til nokkurs hlutar og hana ætti enginn að kaupa. Magnið á markaðinum er það sem ræður verðinu og því verða þeir sem eru með góðar kartöflur fyrir tjóni af hendi þeirra sem fylla markaðinn með þessum ónothæfu kartöflum. Þeir sem eru að framleiða góðar kart- öflur eru líka með í framleiðslu „Premiere" og skemma fyrir sjálfum sér með því. Mikil framleiðsla var í Binté-kart- öflum á Norðausturlandi á árum áð- ur. Þetta er iðnaðarkartafla, sú besta í heimi. Mikið var ræktað í Eyjafirði af þessum kartöflum og daglega mátti sjá stóra flutningabíla lestaöa með þessum kartöflum. Þær fóru til Reykjavíkur, á hótel og veitingastaði til framleiðslu á „frönskum kartöfl- um“. Þá frajnleiddu þessir staðir sín- ar „frönsku" sjálfir. Binté-kartaflan er ekki auðveld í ræktun og því ætti að greiða meira fyrir hana en aðrar kartöflur. Hún er þýðingarmikil iðnaðarkartafla sem ein dugir til þess að búa til not- hæfar franskar kartöflur. Vandamál komu upp í þessari ræktun þegar saman fór úr sér geng- Með stjórnvaldsaðgerðum er þjóðin neydd til að borða óætar Premiere- kartöflur, segir hér m.a. inn stofn og erfitt veðurfar. Þá kom afturkippur í ræktunina svo hún lagðist að mestu niður. Ráðunautar sem þekktu fortíðina í þessari rækt- un ætluðu að bjarga þessu við með því að koma með nýtt afbrigði, sem var „Premiere“-kartaflan. Þetta var af góðum hug gert en varð ekki til góðs. Ég er sannfærður um að þegar búið væri aö telja frá þessar ónot- hæfu kartöflur þá er framleiðslan hæfileg til ársneyslu og því ekki ástæða til að fella verð vegna offram- leiðslu. - Með stjórnvaldsaðgerðum er þjóðin neydd til þess að borða þessar óætu „Premiere“-kartöflur því ekki er leyfður innflutningur á meðan þær eru á markaðinum. Kart- öflubændur ættu að taka sig saman og hætta að rækta Premiere-kartöfl- una því hún er til skaða og skammar fyrir þá. Af leiðinqar slæmra líf skjara Bragi Árnason skrifar: Sjáanlegt er að launamismunur er að verða alltof mikill í landinu. Þetta kom t.d. fram í sjónvarpsviðtali við einn af bankastjórum Seðlabankans nýlega. Þar hafði þessi fyrrverandi stjórnmálamaður áhyggjur af því hversu margir íbúðareigendur væru í miklum fjárhagsörðugleikum vegna of lágra launa. Hagræðing í rekstri eru orð sem eru sí endurtekin af atvinnurekend- um en felur í sér uppsagnir starfs- fólks, afnám yfirvinnu sem margur launamaðurinn gat drýgt tekjur sín- ar með, eða tæknivæðing sem veldur fækkun á starfsfólki. Þeir sem hafa sæmilega góð laun þegja þunnu hljóði og vilja ekki sjá erfiðleikana hjá þeim lægst launuðu af ótta við skerðingu á eigin lífsgæð- um. Þetta virðist einnig eiga við verkalýðsforingjana er tcika sín laun sem eru allt að-fjórföld á við laun verkamannana, umbjóðenda þeirra. Skylda stjórnmálamanna, sveitar- stjórnarmanna og jafnvel banka- stjóra er að sjá um að jafnrétti og réttlæti sé í heiðri haft. Og hver er hagnaður hjá þjóðinni í heild ef mik- ill hluti húsnæðis er orðin eign bankakerfisins sem enginn getur síð- an leigt af þeim sökum fátæktar? Ríkið reyndi að rétta hlut hinna fá- tæku með því að koma á húsaleigu- bótum, en margar sveitar- og bæjar- stjórnir höfnuðu þeirri þátttöku og afsakanirnar voru broslegar. - Af- leiðing slæmra lífskjara og launa- misréttis veldur vonleysi, reiði, áhyggjum og sjúkdómum sem hlýtur að koma fram í aukinni sjúkrahús- vist og jafnvel afbrotum. Óeðlileqar tamningaaðferðir Margrét Björnsdóttir skrifar: í lesendabréfi í DV hinn 1. nóv. sl. mátti lesa um siðlausar aðferðir viö tamningu hesta. Ég hélt nú satt að segja að mælirinn væri fullur með deyfilyfjagjöfum sem þessir vinir okkar, hestarnir, hafa orðið að þola fyrir keppni, eins og sorglegt dæmi sannar og hefur orðið að dómsn.áli. Heima hjá mér voru hestar og faðir minn tamdi hesta fyrir fólk sem vildi fá gæðinga til reiðar. Aldrei var minnst á nein hjálpartæki á borð við þyngingar á fætur hesta eða hófhlífar úr þykku gúmmíi. Mér finnst hér afar óeðlilega að verki staðið og í raun um viðskiptasvik aö ræöa þegar slíkir hestar eru seldir grandalausu fólki sem er að leita að góðhestum til útreiða. Ég hefði líka haldið að dýralæknar, sem eru nú nákunnugir þeim sem Hringið í síma millikl. 14 og 16 - eða skrifið Nafn og símanr. veróurað fylgja bréfum stunda hestatamningar, mótmæltu þess konar aðferðum og lýst var í bréfinu í DV sl. þriöjudag. Hesta- mennska er faglegt og göfugt sport og því er mikilvægt að óprúttnir prangarar láti ekki það orð falla á íslenska hestinn að hann sé lítiö ann- að en svikin trunta þegar allt kemur tilalls. Ég skora á alla velviljaða menn og dýravini að sameinast um að for- dæma óeðlilegar aðferðir við tamn- ingar á hestum og meðferð þeirra, hvað sem í húfi er. Á keppnisvelli er maöurinn og hesturinn eitt og gilda á jafnt um knapa og hest; þeir eiga báðir að vera lausir undan áhrif- um lyfja og annarra þrúgandi áhrifa og tæknibrellna sem hvorugur stendur undir þegar á reynir. „Á keppnisvelli er knapi og hestur eitt og báðir eiga að vera lausir undan áhrifum lyfja og annarra þrúgandi áhrifa og tæknibrellna,“ segir m.a. i bréfinu. Grænlendingar tði bjargar Þórður Jónsson hrmgdi: Það voru þá Grænlendingar, af öllum nágrannaþjóðunum, sem komu okkur til bjargar í þyrlu- málunum, Þetta er þó ekki frítt, langt í frá, en kemur okkur ís- lendingum afar vel eins og mál- um er háttað. Aldrei fyrr hefur verið jafh öflugt björgunaræki á landsbyggðinni og þessi græn- lenska 15 manna þyrla. Það væri mikil skömm ef ekki tækist nú að tryggja fjármagn til að greiða fyrir afnot þessa björgunartækis. Góðursjón- varpsþáttur Ragnar skrifar: Mér finnst takast vel til með sjónvarpsþáttinn í sannleika sagt sem þau Sigríður Arnardóttir og Ævar Kjartansson stýra. Sér- staklega virðist uppfærslan heppileg og staðsetning þátttak- enda; aðalgestir gegnt hinum þátttakendunum. Svo hjálpar mikið að stjórnendur eru á hreyf- ingu um sviðið og geta því borið niður hvar sem er án heföbund- inna skiptinga hkt og gerist i við- ræðuþáttum. Formið verkaði strax vel á áhorfendur þegar þau Ingó og Vala byrjuðu með svona þátt. í svona þáttum má taka fyr- ir hvaö sem er og allt skilar sér mætavel. - Gaman væri að fá ein- hvem tíma umræður um eilífðar- málin: Hvaðan komum við, hvert fórum við? Þakka góðan þátt. Eruskuldir feimnismál? Hrafnkell Tryggvason viðskipta- fræðingur skrifar: Oftar en ekki dæmir fólk þá sem lenda í fjárhagsörðugleikum hart, kallar þá „tapara" eða ann- að í þeim dúr, og þeir verða ann- arsflokks þegnar, a.m.k. á meðan ástandið varir. Oft er það þannig, að þessir „taparar" vilja snúa fjármálum sínum sér i hag án þess að skaða lánardrottna og ábyrgðarmemi. Þeir eru oft úr- vinda af taugaþreytu sem skapast af áhyggjum vegna fjármálanna og bitnar ástandið á heimili, ekki sist börnum. Skynsamlegt væri ef viðhorf fólks gagnvart skuld- urum breyttist. Frjálsræðieða ritskoðuná sjónvarpsefni Guðmundur Gíslason skrifar: í kjölfar hörmulegra atburða í Norégi og Bretlandi, þar sem börn létu lífið af völdum annarra barna, hafa ýmsir sakað sjónvarp um að bera ábyrgð á þeim voða- verkum og víljað herða ritskoöun hér á landi. Engum virðist kunn- ugt um að það eru einmitt þessi tvö lönd sem þegar hafa einna ströngustu löggjöf á þessu sviði svo að orsakasambandið er vand- séð. Á sama tíma státar Japan, þar sem frjálsræðið í sjónvarpi er mest, af lægstri glæpatíöni allra aldurshópa. Vorkenniekki kartöflubændum Sigurbjörg hringdi: Vegna frétta um kartöflubænd- ur sem segjast vera að missa fót- festu í starfsgrein sinni, margir hverjir, en þó ekki allir, getur maöur ekki varist því að kenna þeím sjálfum um ófarinar. Þeir hafa ræktaö kartöflur sem eru fljótsprottnar og þvi illa hæfar til manneldis. • Það verður ávallt þannig að þegar menn gerast of gráðugir þá fer illa. Ég tel að svo hagi til í kartöflurækt á íslandi i dag. Ég vorkenni ekki kartöflu- bændum og hvet þá til að taka sig á og rækta viðurkenndar og góöar kartöflur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.