Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Laugardagur 26. mai 1973 — 38. árg. —120. tbl. KRO ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRQN APDTEK OPIÐ OLL KVÖLD TIL KL. 7. | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SÍMI 40102 Hneykslið magnast Dagbók með fjölda nafna komin í leitirnar LONDON 25/5 — Svartri dagbók, sem sögð er geyma nöfn þekktra manna sem eiga að vera f læktir í síma- vændishring, skaut upp á himin vangaveltna þeirra sem nú eru framdar í Englandi vegna hneykslisins sem upp komst um í vikunni. Siðgæðislögreglan i gleði- hverfinu Soho fann bók þessa fyrir mörgum mánuðum. Talið er að Heath forsætisráðherra hafi verið afhentur listi yfir nöfnin en þau eru flest skrifuð á dulmáli i bókinni. Lögreglan og leyni- þjónustan starfa nú á grundvelli upplýsinga þeirra sem bókin geí'ur. Heath sagði i neðri málstofuni i gær, að ekki væri ástæða til að « <C 4€ « Svipmynd frá fjölmennasta úti- fundi sem haldinn hefur vcrið á tslandi: Myndina tók Sigurdór og Guðbrandur Magnússon, fyrr- verandi forstjóri Afengis- verzlunarinnar, er i miðpunkti. A 5. síðu i dag birtum við i heild ræöu Lúðviks Jóscpssonar á úti- fundinum. Kvarta - fá ekki að flytjasig! Allt sat við það sama á miöunum i gær hvað fjölda og staðsetningu veiöiþjófanna brezku viðkemur. 34 brezkir logarar voru i hnapp rúmar 20 sjómilur suður og s-a af Hval- bak eins og verið hefur siðan herskipin réðust inn fyrir landhelgina okkar. Brezku veiðiþjófarnir kvarta sáran um aflaleysi og hafa hvað eftir annað beðið herskipin um að fá að flytja sig en þeim hefur verið svarað neitandi. Það er sjálfsagt nokkur reynsla fyrir þjófa að stunda ránskap sinn undir hervernd en fá ekki að stela hvar sem er. S.dór. Einar Agústsson, utanríkisráðherra: Endurskoðunar her verndarsaniningsins krafizt næstu daga islenzka rikisstjórnin mun flýta endurskoöun varnarsamningsins við Bandaríkin þar sem brezk herskip eru nú innan landhelgis- markanna, sagði Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, i hádegis- fréttum útvarpsins i gær. Þá kvaðst ráðherrann telja að and- staðan við aðild að NATO hafi farið vaxandi á islandi siðustu dagana. Utanrikisráðherra kom til landsins i fyrradag og flýtti för sinni heim. Var frestað fyrirhug- aðri opinberri heimsókn Einars til Tékkóslóvakiu. Þjóðviljinn ræddi i gærkvöld við Einar Agústsson utanrikis- ráðherra i tilefni af flotainnrás Breta. Nei, takk, Norðmenn Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, skýrði norska sendiherranum, Olav Lydvo, frá þvi sið- degis i dag, að rikisstjórnin hefði fjallað um tilboð norsku stjórnarinnar um málamiðlun i landhelgis- málinu og samþykkt að afþakka þetta boð og benti á, að engar samningaviðræður geta farið fram á meðan brezki flotinn er i islenzkri landhelgi. halda að fleiri stjórnarliðar eða aðrir opinberir starfsmenn væru viðriðnir hneykslið. En hann tók ekkert fram um að fleiri þing- Framhald á bls. 15. Einar Agústsson Þjóðviljinn spurði fyrst um álit ráðherrans á innrás Bretanna. — Ég er hneykslaður á fram- ferði Breta. Ég bjóst sannarlega ekki við þessum tiðindum þar sem samningaviðræður standa nú yfir. En nú eru frekari viðræður útilokaðar meðan flotinn er innan markanna. — Hvaða viðbrögð hefur rikis- stjórnin til athugunar? — Þar er til dæmis fjallað um kæru til öryggisráðsins og til NATO, en ákvarðanir um við- brögð verða teknar eftir helgina. — Hvað vill ráðherrann segja um uppsögn hernámssamnings- ins? , — Við munum krefjast endur- skoðunar herverndarsamnings- ins næstu daga og það ekki siður fyrir þá atburði sem gerzt hafa að undanförnu. Launa- jöfnuður- Jafnrétti Ráðstefna A Iþýðubandalags- ins heldur áfram i þinghól Kópavogi kl. tvö i dag I gærkvöld hófst i Þinghól i Kópavogi ráðstefna, sem Al- þýðubandalagið i Reykjavlk stendur fyrir um launajöfnuð og jafnrétti. Ráðstefnan er op- in öllum stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins. Ráðstefnunni lýkur i dag, en fundur hefst kl. hálf tvö sið- degis. 1 gær voru flutt 3 erindi og i dag verða flutt 10 stutt erindi og hefur hver frummælandi stundarfjórðung til umráða. Inn á milli erinda gefst kostur á fyrirspurnum og umræðum. Fundarstjóri verður Sigur- jón Pétursson, borgarráðs- maður. Þeirsem erindi flytja i dag og efni erindanna er sem hér segir: Einar Baldursson, nem- andi: — Námslaunakerfi — Menntamannalaun. llaraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB: — Launakerfi opinberra starfs- manna. Svava Jakobsdóttir, al- þingismaður: — Jafnlauna- ráð. Guðmundur J. Guömunds- son, varaformaður Dagsbrún- ar: — Er ófaglærður maður afskiptur i launum? Hjalti Kristgeirsson, hag- fræðingur: — Jöfnuöur og baráttan fyrir sósialism^. Gunnar Guttormsson, hag- ræðingarráðunautur: — At- vinnulýðræði: Orðaleikur eða raunhæft markmið. Jón Snorri Þorleifsson, for- maður Trésmiðafélags Reykjavikur: — Kostir og gallar ákvæðisvinnu. Vilborg Harðardóttir, blaðamaður: — Njóta konur jafnréttis úti I atvinnulifinu? Þórey Jónsdóttir, verka- kona: — Aðstaða kvenna i fiskiðnaði. Þröstur ólafsson, hagfræð- ingur: — Samneyzla — jöfnuð- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.