Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. maí 1973 Ilorft heim að Kifgiröingum. Aðaleyjan meö fbúðarhúsinu. Myndirnar tók Ólafur Guðmundsson, allar nema myndina af Svövu. — en þegar hjónin í Rifgirðingum settust þar að fyrir 20 árum réðu aliir þeim frá því Þau lifa því lífi, sem borgarbúann dreymir um, þegar streita, hávaði og mengun eru að gera útaf við hann. Ein úti í eyju, þar sem veðursæld er einna mest á landinu, þar sem féð gengur sjálfala vetur sem sumar, þar sem nægur matur er i seilingarfæri, hrognkelsi og skel í sjónum, varpfugl í þúsundatali. Þetta er fjölskyldan í Rifgirðingum á Breiða- firði. Ranghverfan á sælunni er kannski, að fleira þarf til lífsins en það sem fer í munn og maga, og þegar börnin komust á þann aldurinn varð fjölskyldan að fara að búa í landi á veturna til að þau gætu sótt skóla. Þá þurfti líka meira til heimilisinsog þess aflaði húsbóndinn á vetrar- vertíðinni. Nú búa þau í Reykjavík á vetrum, í eyjunum á sumrin, en þegar börnin þrjú hafa öll lokið skólagöngu sinni, — er ekki að vita nema maður fari aftur að vera þar allt árið um kring, sagði hús- móðirin í Rifgirðingum, Svava Kristjánsdóttir, í viðtali við Þjóðviljann. Það var komið ferðasnið á Svövu, þegar við hittum hana i litlu ibúðinni á öðinsgötu 32, þar sem fjölskyldan hefur búið sér vetrardvalarstað. Bóndinn, Jakob Jónsson, var þá fyrir þó nokkru farinn út i Rifgirðingar ásamt 16 ára dótturinni, enda bæði hrognkelsavertiðin og eggjatakan hafin. Svava var að biða eftir að yngri sonurinn lyki prófum i Austurbæjarskólanum, en sá eldri verður eftir, þvi hann er að taka stúdentspróf og ekki búinn fyrr en i júni. Svava er bóndadóttir úr Dölun- um, frá Dunkárbakka i Hörðudal, Jakob sjómaöur, Táknfirðingur, en fluttist unglingspiltur á Skógarströndina. I vor eru nákvæmlega 20 ár siðan þau fóru að búa i Rifgirðingum — þvert gegn ráðum allra kunnugra. — Það var vorið 1954, sem við keyptum jörðina og fluttum þangað, segir Svava, og það þótti mörgum undarlegt og við næstum eitthvað skrýtin, þegar við fórum þangað fyrst. Margir reyndu að telja okkur af þessu og fannst það óðs manns æði að setjast að þarna. En nú er þetta að snúast við, nú vildu margir gjarna hafa fest sér eitthvað álika. Átti hreiður í svefnherberginu Við lögðum náttúrlega allt okkar i þetta, bæði peninga og mikla vinnu. Jörðin var illa farin af ofbeit og var nokkuð lengi að koma til, en nú erum við orðin mjög ánægð með hana. Ég man þegar við komum fyrst um vorið, það var 22. mai, þá komum við að húsinu niðurbrotnu og mariuerlan átti sér hreiður á hillu i svefnherberginu. Við byrjuðum á að fá okkur egg úti i eyju, þvi Svava Kristjánsdóttir. Jakob Jónsson. við komum meö mjög litinn mat með okkur, ætluðum að lifa á landsins gæðum, eins og mögu- legt væri, þvi litið var eftir af peningunum þegar búiö var að borga fasteignagjaldið. — Er mikið varp i eynni? — Það er talsvert um svartfugl og svolitið af æðarfugli, svona 3- 400hreiður, en dreift. Þetta hefur ræktazt upp mikils til af sjálfu sér, en uppistaöan er náttúrlega minkaveiðin, sem Jakob eyddi miklum tima i, einkum fyrri árin. Hann veiddi ansi vel og hreinsaöi alveg til, svo við erum laus við minkinn aö mestu, þó þarf alltaf að hreinsa á hverju ári, þvi þegar fjörðinn leggur eða is kemur milli eyjanna, þá kemur minkurinn i hópum ofanaf landi eða úr öðrum eyjum. Jakob hefur sýnt framá, að það er hægt að halda þessu i skefjum, en hefði minkurinn verið látinn eiga sig væri nú enginn svartbakur i Rifgirðingum og þvi siður æðarkolla. En það má imynda sér, að við vorum ekkert hrifin, þegar fréttist, að farið væri að rækta minkinn aftur i landinu. — Þú sagðir, að þið hafið ætlað að lifa á landsins gæðum. Ekki hafið þið bara ætlað að lifa á eggj- um og fugli. — Það er yfriðnóg af smáfiski allt i kring sem krakkarnir veiöa á stöng, mikið af skelfiski lika, hörpudiski og fl. Þetta er gjöful jörð. Breiðafjarðareyjarnar eru reglulegt matarbúr og engin til- viljun að þegar harðindi geisuðu hér fyrr kom fólk i stórum flokk- um út á nesið og var þá sett úti Oddbjarnarsker og fleiri eyjar, þvi þar hafði það nóg að borða. En það var svolitið frumstæður búskapurinn hjá okkur fyrst meöan við vorum að koma undir okkur fótunum. Við byrjuðum uppá gamla mátann og þurftum að koma bæði húsinu og jörðinni I horfið. Fyrstu árin höfðum við kú, en ég var aldrei fyrir beljur, þótt mér þyki kindur dásamlegar. Kýrin mjólkaði svo mikið, að það þurfti að mjólka hana þrisvar á dag. En svo hættum við með kúna og létum okkur nægja kindurnar og það kom bæði fjárhagsiega betur út og var miklu léttara. Það er of bindandi að hafa eina kú. Féö gengur úti Nú er féð um 90 talsins að meö- töldum hrútum og gemlingum, það er mátulegt fyrir beitina. Margar ánna eru tvilembdar. Það þarf litið að hugsa um féð, þvi það gengur úti allan veturinn. A sumrin þarf að bólusetjá lömbin, sem er sérstaklega mikii- vægt þarna, þvi það er mikil smithætta i eyjum þar sem mikið er um fugl, en aðalvinnan kring- um féð eru annars flutningarnir, það þarf alltaf að vera að flytja þaö á milli eyjanna eftir þvi sem beitin segir til um. — Voruö þið alltaf i landi á veturna? — Nei, fyrstu 5-6 árin vorum við alveg i eyjunum og á þeim tima átti ég min fyrstu börn, en fæddi þau aö visu i Stykkishólmi. En bæði var jörðin á timabili i rýrasta lagi til að gefa það sem heimilið þurfti þegar fjölskyldan óx og eins þurftu börnin að komast i skóla, svo við afréðum að fara i land yfir veturinn. Vor- um vertiö i Rifi, en siðan aðallega i Hólminum, þangað til við fórum að vera i Reykjavik, þegar sá elzti hóf framhaldsnám. Ég er farin að þrá það mjög mikið að vera aftur á veturna úti i eyjum. Þar kemur vorið alltaf svona um miöjan marz og hvergi á landinu er veðursælla en þar, það hafa margir vottað. Ef ekki væri skólinn hefði ég farið með bóndanum um miðjan marz að setja upp net og laga til fyrir vorið. Nú er aðalvertiðin, bæði i hrognkelsunum og varpinu. — Vinnur þú lika við hrogn- kelsaveiðina? — Já, ég er farin til þess. Sigta hrognin og kemur fyrir að ég tini úr neti. Við hirðum hrognin, en Laugardagur 26. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 hendum fiskinum nema þvi sem við getum notað sjálf til heimilis- ins, höfum það saltað og sigið. Við höfum oft saltað og reynt að selja, en það borgar sig ekki. En manni rennur hálfpartinn til rif ja að henda matnum svona og þess- vegna varð ég mjög hrifin af grein i Þjóðviljanum um daginn, þar sem fjallað var um nýtingu hrognkelsanna, ég klippti hana út og ætla að færa Jakobi. Kannski komi að þvi, að hægt verði að nýta þetta hráefni á viðunandi hátt. öll þægindi — Heldurðu að þú myndir ekki sakna ýmislegs, sem Reykjavik býður upp á ef þú færir að vera allan ársins hring i Rifgirðingum aftur? — Nei, það held ég ekki. Við höfum þarna öll nauðsynleg þægindi, rafmagnsmótor svo hægt er að nota allar vélar, oliu- fýringu, ágætt vatn, dælt úr upp- sprettu og leitt inn i hús, kannski svolitið bragðmikiö, finnst sumum. Samgöngur eru náttúr- lega upp á eigin spýtur; við förum vikulega i Hólminn og sækjum póst og mjólk og þær vistir, sem ekki fást i náttúrunni sjálfri. En ég skal svosem viðurkenna, að þegar ég er i Reykjavik er ég fljót að komast upp á að vera eins og konurnar hér, nenni ekki að baka osfrv... Hitt er svo annað mál, að þótt okkur fullorðna fólkinu þætti ágætt að vera þarna alltaf, væri það ekki að öllu heppilegt fyrir unglingana. Upprennandi fólk verður að kynnast heiminum og lifinu i kringum sig umgangast all.skonar fólk. — Heldurðu, að eitthvað af börnunum muni taka við jörðinni þegar þar að kemur? — Það eru engu minni likur á þvi en almennt um krakka i sveit. — Ég hef aldrei séð eftir að setjast að i Rifgirðingum, segir Svava aö lokum. Ég vildi þetta sjálf. Jakob var sjómaður og ég vildi þetta heldur en að eiga að ala upp börnin okkar ein, án föður langtimum saman. Þarna höfum við alltaf starfað saman öll,og enn eru verkefnin óþrjótandi. —vh t Mjóastraumi viö Kjóeyjar. Þaðer Jakob, sem sést i stýrishúsinu. m I ■ I Ekki er allsstaðar hægt aö koma mótorbatnum aö og þá er gripiö til skektunnar. ... ■ i ^ ^ I wm Sendinefnd ASÍ i Sovét- ríkjunum Sendinefnd ASl dvaldi þrjá daga i Leningrad, en i nefndinni eru Björn Jónsson, forseti ASI, Pétur Sigurðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavikur, og Eðvarð Sigurðsson meðlimur miðstjórnar ASl. V. Provotorov, formaður héraðs- nefndar verkalýðsfélaganna i Lenin- grad, sagði islenzku sendinefndinni frá þeim verkefnum, sem standa fyrir dyrum hjá verkalýðssamtökum Leningrad. Hann sagöi frá þvi, að trygginga- fjárhagsáætlun héraðsnefndar verka- lýðsfélaganna i Leningrad næmi á þessu ári 420 miljón rúblum. A hverju ári fara um 300 þúsund meðlimir verkalýðsfélaganna á heilsu- og hress- ingarhæli. Hluti þessa fólks fær dvöl- ina sér að kostnaöarlausu, en sumir borga hluta kostnaðarins. Annar kostnaður er greiddur af verkalýðsfé- lögunum. Islenzku gestirnir kynntust starfi Verkalýðsfélags hafnarverkamanna i Leningrad og skoðuðu vinnustaði verkamannanna. Formaður sendinefndarinnar.Björn Jónsson, sagði, að þeir hefðu hrifizt af sögulegum minnismerkjum, en af þeim er mjög mikiði Leningrad. „Meiri hluta þeirrar vöru, sem er útflutt frá tslandi til Sovétrikjanna, er skipað upp i Leningrad. Það er eðli- legt, að náið samband milli sjómann- anna komist á. Þeir hafa sagt okkur margt um verzlunarhöfnina i Lenin- grad. Við erum undrandi á þeirri tækni, sem er notuð hér við hafnar- vinnuna”. Islenzka sendinefndin skoðaði Piskarevsk-kirkjugarðinn og lagði blómsveig þar til minningar um þá, sem féllu fyrir borgina i umsátrinu. Björn Jónsson tók fram, að þessi heimsókn hefði haft ógleymanleg áhrif á þá alla. ,,Við dáumst að hetjulund Leningradbúa. Sigur sovézku þjóðar- innar i heimsstyrjöldinni hefur haft áhrif á þróun og rás heimssögunnar. Við höfum mætt mikilli gestrisni i ferðinni. Við vonumst til, að vinátta is- lenzkra og sovézkra verkalýðsfélaga muni eflast og þróast, og við munum gera allt til þess, að svo verði”. APN Aðalfundur múrara- meistara Aðalfundur Múrarameistarafélags Reykjavikur var haldinn 27. marz s.l. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa: Þórður Þórðarson, formaður, Sigurður J. Helgason, varaformaður, Ólafur H. Pálsson, ritari, Ólafur Þ. Pálsson, gjaldkeri.og Jón Bergsteinsson, meðstjórnandi. I varastjórn voru endurkjörnir: Páll Þorsteinsson, Arni Guömundsson og Haukur Pétursson. Fulltrúi félagsins i stjórn Vinnuveit- endasambands Islands var endurkjör- inn Jón Bergsteinsson. I stjórn Meist- arasambands byggingamanna Ólafur Þ. Pálsson og til Landssambands iðn- aðarmanna Magnús Arnason. Múrarameistarafélagiö varð 40 ára 18.marz sl.og var þess minnzt með hófi i Atthagasal Hótel Sögu 6. april. 1 tilefni afmælisins var Jón Bergsteins- son kjörinn heiðursfélagi, en hann átti sæti i fyrstu stjórn félagsins og hefur verið i félagsstjórninni i 24 ár, þar af formaður i 8 ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.