Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mal 1973 Sjötugur í dag: Ásmundur Sigurðsson, fyrrverandi alþingismaður Ásmundur Sigurösson er sjötugur I dag. Héöan aö austan skulu honum sendar hjartanlegar afmæliskveöjur meö hugheilli þökk fyrir allt hans mikla starf i þágu þessa landshluta, i þágu sósialismans á tslandi, um leið og honum er árnað allra heilla meö ókomin ár. Ég var aðeins stráklingur, þeg- ar ég fyrst heyröi i Asmundi Sig- urössyni i útvarpsumræöum, og ég man enn, hvaö ég hreifst af málflutningnum, og þá ekki siður þeim sannfæringarhita, er aö baki bjó. Héðan af Austurlandi voru þeir þá tveir fulltrúar sóslalista inn á Alþingi, hann og Lúövik Jósepsson og það fór ekki fram hjá neinum aö þar fóru veröugir fulltrúar flokks, og fólksins hér eystra þó framar ööru. Þegar kjördæmabreytingin var gerð 1959, fóru þeir enn fyrir i Austurlandskjördæmi, Lúðvik i 1. sæti og Asmundur i 2. og varö gott til fanga, þó ekki tækist svo vel til, þvi miöur, fyrir Austfirðingum, aö senda þá báöa til þings. Þá kynntist ég Asmundi fyrst persónulega og sannreyndi þá að ekki voru upphafleg kynni min af honum sem ræðumanni i neinu röng. Hann var bæöi 1959 og 1963 hinn gunnreifi baráttumaður á fundum, og ljóst var mér, hve erfiðlega andstæöingunum gekk aö rifa niður rök hans og málflutning allan. En um leiö kynntist ég lika hinum Ijúfa og elskulega félaga sem átti þá hug- sjón sina ófölskvaða, er hafði mótað lifsstarf hans allt. Náið hef ég ekki kynnzt Asmundi, þvi mið- ur, en þau kynni eru að öllu hin ágætustu og hafa öll treyst og fyllt þá mynd, er ég gerði mér af hon- um ungur. Um þingmennskuferil Asmundar og frumkvæði hans og ágætt framlag á alþingi munu aðrir mér kunnugri efalaust skrifa. En vist er um það, að það segir sina sögu, hve langt út fyrir allt flokksfylgi hann náði i kosningum, þegar Austur- Skaftfellingar óttuðust að hann næði ekki kjöri, og enn minnast þeir, þar suður frá , þess með stolti, þegar þeir áttu svo ágæt- an fulltrúa á alþingi, sem var hvorutveggja, skörulegur þing- maður á landsvisu, og það sem þó ef til vill var enn meira um vert hvers manns hugljúfi heima i héraði og ráöhollur stuðnings- maður að hvers kyns góðum mál- efnum. Alveg sérstaka þekkingu hafði Asmundur á landbúnaðarmálum, og I þeim vann hann ötullegast á þingi, meðal annars að ýmissi merkri löggjöf, sem Sósialista- flokkurinn hafði að frumkvæði og hefur reynzt landbúnaði ómet- anleg lyftistöng. Sömuleiöis hafði hann sem vænta mátti mikinn og lifandi áhuga fyrir hvers kyns menningarmálum, einkum skóla- málum. En það var aldrei ætlun min að rekja starfsferil og áhugasvið Asmundar Sigurðssonar, aðeins senda honum okkar beztu óskir Alþýðubandalagsmanna eystra og færa honum um leið verðskuldaðar þakkir fyrir störf sin. Skaftfellingar hafa löngum verið rómaðir fyrir alhliða menn- ingar- og þjóðmálaáhuga sinn. 1 Asmundi Sigurðssyni kristallast þessi áhugi á fjölmörgum svið- um, og að mörgu hefur hann feng- ið að leggja gjörva hönd og beita frjórri hugsun sinni og má sannarlega vel við una sinn ágæta hlut. Megi hin skaftfellska heiðrikja hugans, vermd hugsjónaeldi sósialismans fylgja afmælisbarn- inu um ókomin ár. Helgi Seljan Ásmundur Sigurðsson er sjö- tugur i dag. Ég ætla ekki að rekja hér ætt hans né uppruna, til sliks brestur mig þekkingu, en aðrir munu væntanlega verða til þess. Það sem mig langar fyrst og fremst til aö þakka Ásmundi Sig- urössyni fyrir á þessum timamót- um eru persónuleg kynni min af honum og það starf sem hann hef- ur unnið i islenzkum landbúnaöi. Asmundur var tiður gestur á heimili foreldra minna, er hann sat á þingi fyrir Sósialistaflokk- inn. Hann gaf sér góðan tima til að ræða málin við ungan dreng- inn, og fátt er unglingum jafn hollt og það, að rólegir og ihuguiir menn, eins og Ásmundur er, ræði málin við þá eins og jafningja. Eg er ekki frá þvi, að viðræöur minar við Ásmund á þessum ár- um hafi haft töluverð áhrif á, hvaða námsleið ég valdi mér. Ég hef átt þvi láni að fagna, að hafa Asmund I nábýli við mig á vinnustað. Ásmundur starfar við Stofnlánadeild Búnaðarbanka Is- lands, en stofnun sú er ég starfa viö hefur aðsetur i Búnaðar- bankahúsinu. Það hefur þvi verið auðvelt fyrir mig að leita ráöa hjá Asmundi og þaö hef ég óspart notað mér og á vonandi eftir aö gera um ókomin ár, þvi aö fáa veit ég, sem jafn gott er að leita til, ef málin liggja ekki ljós fyrir. Asmundur gefur sér alltaf tima, og eitt er vist að ekkert er sagt að óyfirveguðu ráði, en skoðanir As- mundar eru fastmótaðar og á- kveðnar. Asmundur hefur átt sæti i Ný- býlastjórn rikisins og siðar Land- námsstjórn frá 1942, að Landnám rikisins varstofnað. Asmundur er eini maðurinn, sem setið hefur ó- slitið allan þennan tima i stjórn þessarar stofnunar, og ég hygg að hann hafi mætt þar á allflestum fundum. Með starfi sinu i þessari stjórn hefur hann unnið islenzk- um landbúnaði mikið gagn, þó að hljótt hafi farið, eins og segja má um svo mörg önnur störf, er As- mundur vinnur. Ég óska þér, Asmundur, inni- lega til hamingju með afmælið og vonast til að við eigum eftir að spjalla oft saman um landbúnað- armál og fleiri hugöarefni. Stefán H. Sigfússon Þar sem atvikin haga þvi svo, að ég verð ekki heima til að árna Ásmundi Sigurðssyni heilla á sjötugsafmæli hans i dag, langar mig að biðja Þjóðviljann að flytja honum kveðju mina. Það eru nú senn þrjátiu ár siðan ég hitti Asmund fyrst. Ég átti þá leið um heimabyggð hans, Lóns- sveit i Austur-Skaftafellssýslu, og kom á heimili hans, öllu heimilis- fólki ókunn. Móðir hans var þá enn á lifi og bjó þar ásamt sonum sinum. Mót- tökurnar þar, friðsæld heimilisins og rikur menningarblær, eru mér enn i fersku minni. Asmundur flutti okkur, tvær fótgangandi farandkonur, á hestum yfir Lóns- heiði. Strax við fyrstu kynni festist i huga mér ákveðin mynd af manninum. Látlaus alúð, eðlileg greiðvikni, ró og prúðmennska virtist mér einkenna hann. Þessi einkenni hafa skýrzt við nánari kynni. Ég hef siðar komizt að raun um, að hann er einnig óvenju gjörhugull, einstakur starfsmaður og fágætlega heil- steyptur persónuleiki. Næstu ár hafði ég ekki af hon- um persónuleg kynni, en fylgdist með störfum hans á opinberum vettvangi. Hann var, svo sem kunnugt er, i forystusveit Sósialistaflokksins, sat á alþingi um skeið og kom fram sem tals- maður flokksins i ræðu og riti. Þar, eins og að öllu öðru, gekk hann heill til leiks. Hann sparði hvorki krafta sina, fé né fyrirhöfn i þágu flokksins og þess mál- staðar, er hann vissi réttan. Það var ekki litils um vert, einmitt á þeim árum þegar ákafast var reynt að einangra sósialista, stimpla flokkinn sem óþjóðhollan og ósæmilegan félagsskap, sem enginn sæmilegur maður legði lag sitt við, að eiga aö málsvara mann af gerö Asmundar, mann sem allir er til þekktu vissu að var óvenju réttsýnn og öfgalaus drengskaparmaður. Ég hygg að starf hans að stjórnmálum á þvi tlmabili, sem hann sinnti þeim mest, hafi á margan hátt verið flokknum ómetanlegt, þó að hér verði ekki fjölyrt um þau fremur en önnur verkefni, sem hann hefur unnið að. Veruleg persónu- leg kynni af Asmundi hafði ég fyrst eftir að hann giftist vinkonu minni, Guðrúnu Arnadóttur hjúkrunarkonu. Það er enn einn vottur um hina farsælu skapgerð hans, og vissu- lega þeirra hjóna beggja, hversu elskulegt heimili þau hafa mótað sameiginlega. Þau voru, þegar þau gengu i hjónaband, bæöi full- oröin, bæði fastmótuð og sterkir einstaklingar og að mörgu leyti ólik. Það var þvi ekki sjálfgefið að hjónaband þeirra myndi blessast að öllu leyti. Ég gæti trúaö, aöég hafi ekki verið ein um þaö af þeim stóra hópi, sem eiga Guörúnu að alveg einstökum vini, aö bera i brjósti örlítinn ótta um að geta ekki, eftir að hún giftist, átt hjá henni þvflíkt athvarf og áður hafði verið svo sjálfsagt. Ég býst lika við, aö ég sé ekki ein um þá reynslu að þar varð engin breyting á, nema að við bættist sá ávinningur, sem kynnin við As- mund eru. Það er þvi með þakklátum huga, sem ég sendi þessum kæru vinum minum kveðju og árnaðar óskir i dag. Asmundur lætur nú af þeim störfum, sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Þau um- skipti eru ekki öllum auðveld. Ég held þó að Ásmundur kviði engu i þeim efnum: Þessi starfsami maður mun auðveldlega finna sér verkefni, bæði fyrir huga og hönd. Ég á þá ósk eina honum til handa nú er kvölda fer að I ævi hans, að honum megi endast starfskraftur svo lengi sem honum endist lif. Liföu heill, Asmundur. Margrét Sigurðardóttir Kveðja að heiman 1 dag er Asmundur Sigurðsson fyrrum bóndi og alþingismaður frá Reyðará i Lóni sjötugur. F'æddur er hann að Reyðará 26. mai 1903, sonur hjónanna Sigurð- ar Jónssonar bónda þar og konu hans Onnu Hlöðversdóttur. Þær ættir verða ekki raktar hér, en aðeins á það bent, að mjög munu þær saman slungnar gáfu- og at- gervisfólki um Skaftafellssýslu og Austurland. Heima á Reyðará ólst Asmund- ur upp við algeng sveitastörf, heimanám og bóklestur, unz hann um tvitugsaldur fór i Hvanneyr- arskóla og nam þar búfræði i um- sjá þeirra ágætu kennara, Hall- dórs Vilhjálmssonar og Þóris Guðmundssonar. Fékk hann frá 1 þeim þann vitnisburð að hafa bor- ið af öðrum Hvanneyrarnemend- um fyrir námshæfileika. Að loknu námi á Hvanneyri kom Asmund- ur aftur heim i sveit sina og dvaldist þar við bústörf nokkur ár, unz hann, ásamt Stefáni bróð- ur sinum fór til framhaldsnáms i Ollerupskóla i Danmörku. Að þeirri námsför lokinni gerð- ist hann bústjóri og kennari á Hvanneyri. Það mun hafa verið vorið 1932, að Ásmundur hvarf frá starfi á Hvanneyri. Kom hann þá heim að Reyðará og gerðist aðili að búi þar i félagi við Geir bróður sinn. Jafnhliða búskapnum fékkst hann um nokkurra ára skeið við barna- og unglingakennslu i Nesjahreppi. Við alþingiskosningar 1942 fór Asmundur i framboð fyrir Sósial- istaflokkinn i Austur-Skaftafells- sýslu og kjörinn uppbótarþing- maður. Atti hann setu á Alþingi um nokkurra ára skeiö, m.a. þann sögulega dag, er tsland gerðist aðili að Atlanzhafsbanda- laginu. í sérhverju starfi, sem Ás- mundi hefur verið falið, hefur hann reynzt dugandi drengur og dyggur málsvari sannleika og réttlætis. Hvarvetna hefur hann reynzt glæsilegur fulltrúi þeirrar alþýöu, sem lifað hefur sögu þess- arar þjóðar með öllum hennar sigrum og ósigrum i eitt þúsund ár. Talið er að sérhver maður sé geröur af tveimur meginþáttum, annars vegar af erfðaeiginleikum ættstofnsins, hins vegar af upp- eldisáhrifum og umhverfismótun. Báðir þessir þættir urðu Reyö- arárbræðrum hollt veganesti út i lifið. Allir erfðu þeir góðar gáfur og mikið at- gervi frá ættstofni sinum. Miklu mun einnig hafa ráðið um þroska þeirra sá góði skóli sem þeir nutu á æsku- og uppvaxarár- um i móðurranni. Á æskuheimili þeirra bræðra, Reyöará i Lóni, var meira unnið og fastar sótt til fanga en á flest- um öðrum bæjum i Lóni sérhvern virkan dag, en að dagsverki loknu var þar starfræktur sá lýðháskóli lista og bókmennta, sem drýgstur hefur orðið til að mennta islenzka alþýðu. Reyðará var að visu eng- in undantekning i þessum efnum, en sterkur hlekkur i menningar- og félagslifi sveitafólksins. Þegar Asmundur frá Reyðárá var ungur maður að alast upp heima á Lóni, kom fólkið saman á gleðistundum til að skemmta sér, þvi að öflugt ungmennafélag var starfandi i sveitinni. Fastir dagskrárliöir slikra fagnaðarfunda voru um- ræðufundir um margþætt málefni lands og þjóðar, ræðuhöld og söngur ættjarðarljóða um „ísland frjálst og það sem fyrst”. Ómur þessa söngs kveikti neista i margra brjósti, sem siðar varð að logandi kyndli, er lýsti fram á veginn. Þegar ég nú, I tilefni merkra timamóta I lifi Ásmundar frá Reyðará, minnist þessara æskusöngva og neistans, sem þeir kveiktu, koma mér i hug orð Guð- mundar skálds Böðvarssonar: „Helzt vildi ég flytja ykkur þakkir frá æskunnar árum og árnaðarkveöjur, en hinu neita ég eigi að nú finnst mér minna á tslandi um úblandna gleði en áður — það gripur mig stundum sem þyngjandi tregi”. Þá einu afmælisósk vil ég færa Ásmundi fráReyðarái tilefniþess- ara merku timamóta i lifi hans, að upp megi vaxa hér á landi ný kynslóð mögnuð manndóms- og frelsishugsjón, sem megni aö brenna fjötur tslands að eilifu, svo „álfur þess syngi við hörpu og vættur þess kætist”. Torfi Þorsteinsson Afmœliskveðja til Asmundar Sigurðssonar Heill og sæll, félagi Ásmundur! Við höfum fregnað að þú sért orðinn sjötugur. Þvi viljum við gamlir kunningjar og samherjar i pólitikinni senda þér smákveöju aðeins til að sýna að við munum eftir þér og minnumst með þakk- læti þess sem þú hefur fyrir okkur og okkar málstað i pólitikinni unnið. Já, það er orð að sönnu að „enginn stöðvar timans þunga nið”. Það virðist ekki mjög langt siðan þú varst að striplast hér i kringum óslandstjörnina og kenna börnum og unglingum sund. En þó eru þeir nemendur þinir i sundlistinni sjálfsagt flestir eða allir nú komnir á sex- tugsaldur. En skelfing hefur litið miðaðí áttina að veruleika þeirra hugsjóna sem við tileinkuðum okkur i æsku og geymum að visu enn. Að visu hefur margt breytzt til batnaðar I menningar- og lifs- kjarabaráttunni, að maður tali nú ekki um tæknivæðinguna. Og ef- laust eru hin bættu lifskjör al- þýðumanna fyrst og fremst til- komin vegna baráttu okkar flokks. Er við rennum huga til liðinna ára, þá minnumst við þess er þú starfaðir með okkur i sósíalista- félaginu og varst nokkur ár for- maður þess. Þá varstu lika I framboði fyrir okkur til alþingis og stóðst þig vel miðað við erfiðar aðstæður, þar sem framsókn og ihald börðust um sálirnar eins og guö og kölski. Við minnumst þess hve ánægð við vorum er þú tilkynntir okkur fyrst að þú værir kallaður til að mæta á alþingi sem varamaður I forföllum Sigurðar Thoroddsen. Þá reiknuðum við með að hagur þinn mundi vænkast og meiri lik- ur á atkvæöisaukningu I næstu kosningum, enda fór það svo, að i næstu kosningum komstu á þing sem landskjörinn þó atkvæöin væru ekki nema 133. Það mátti teljast gott miðað við flokksfylgi okkar i sýslunni. Vegna þekking- ar þinnar á málefnum sveitanna báru bændurnir traust til þin og laumuðust kannski til að kjósa þig einn og einn, þó þeir væru ekki I alla staði ánægðir með „komm- ana”, og sama var að segja með Hafnarbúa. Enda kom það fljótt I ljós er þú komst inn á alþing, að þá tókstu þér fyrir hendur að berjast fyrir ýmsum umbótamál- um héraðsins að ógleymdri þátt- töku I málefnum alþjóðar. En við ramman reip var að draga I baráttu fyrir umbótamál- um þá, ekki siður en nú, og má sem smádæmi um það nefna er hörð átök urðu á þinu fyrsta þingi um smábrú á Laxá i Lóni sem þú barðist fyrir. Þá munum við eftir baráttu þinni fyrir landshöfn I Hornafirði, brú á Jökulsá I Lóni og margt fleira sem óþarft er upp að telja og sem af þessum bar- áttumálum urðu að veruleika þó slðar væri. En landshöfnin leit þó aldrei dagsins ljós. Enda hefur fjármálavald þeirra tima varla litið stórum augum á þessa krummavik hér undir snævi þökt- um jökultindum. Ég minntist á það hér i byrjun að hægt miðaði að þvi að gera að veruleika okkar sósialisku hug- sjónir, og það er rétt, enda hefur gengið á ýmsu innan okkar ágæta flokks. Aðskotahlutir hafa lent þar innan veggja og kveikt elda sundrungar. Ýmsir góðir menn hafa hlaupið útundan sér og snúið baki við hinni sósialisku stefnu eða reynt að gera hana tortryggi- lega vegna þess að landsfeður i fjarlægum löndum hafa misstigið sig á annarri hvorri löppinni. Og þá hafa auðvitað hinir kapitalisku flokkar gripið tækifærið og notað óspart auð sinn og völd til áróðurs gegn flokki okkar og jafnvel ekki skirrzt við að brjóta landslög til að ljá erlendu herveldi fótfestu á voru fagra og kyrrláta landi. En vel á minnzt — skyldu nú forráða- menn gömlu hernámsflokkanna ekki þessa dagana láta sér fljúga I hug að skynsamlegra hefði verið að fara að okkar ráðum og ljá aldrei máls á að ganga i hern- aðarbandalag með þeim þjóð- höföingjum sem nú fara með her á hendur okkur og hafa á öðrum vigstöðvum murkað lifið úr sak- lausu fólki á hinn hroðalegasta hátt. Gæti nú ekki hvarflað að einhverjum að kannski hefðum við réttfyrir okkur i fleiri málum. Við skulum vona að þessir at- burðir sem eru að gerast nú á vordögum kringum afmælið þitt Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.