Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 15
3 leikir Framhald af bls. 11. Fram á Njarövikurvelli kl. 17. Þessi leikur átti upphaflega að hefjast kl. 15,en var frestaö svo aö þeir sem fara á leik Vals og IBK geti komizt á þennan leik lika. Þarna er komiö aö þvi sem viö sögöum þegar leikjabókin kom út. Leikirnir eru settir á sama tima hér á Suöurlandinu, en þar sem verið er aö berjast um sama fólkið á alla leikina hlaut þetta að rekast á og breytingar aö koma til á leiktimanum. Hér kemur sú fyrsta. En hvaö um þaö, leikurinn veröur eflaust jafn skemmtilegur á hvaöa tima dagsins sem hann fer fram. Erfitt er að spá um úr- slit þessa leiks. Eyjamenn ætla sér sjálfsagt stóran hlut úr honum og þá ekki siður íslandsmeistar- arnir, en bæöi þessi liö töpuöu stigum i sinum fyrsta leik um siö- ustu helgi. Asmundur Framhald af 4. siðu. veröi til þess aö opna augu ráö- andi manna fyrir þvi aö við eigum ekki aö flekka okkur á aö ánetjast bandalögum erlendra hervelda og ljá þeim máls á víghreiörum i okkar fagra landi. Við höfum séð aö viö eigum meiri samúðar og hjálpar að vænta ef þörf gerist frá öörum en frá her aöa hernaðar- bandalögum. Viö skulum lika vona að straumhvörf séu að verða iislenzkum stjórnmálum, það má helzt marka á róttækni hinnar uppvaxandi æsku. Nú loksins hefur þjóðin efni á að mennta sitt æskufólk og fjöldinn af því er svo róttækt i skoöunum aö það er jafnvel róttækara en viö vorum á unga aldri og það spáir góöu meö aö það veröi hæfilega róttækt þegar það kemst til áhrifa I þjóð- málunum. Jæja, félagi Asmundur. Það finnst nú kannski sumum þetta dálitið skritin afmæliskveðja, en þar sem ég hef tekið að mér að senda þér kveðju frá okkur sam- herjum i pólitíkinni, þá get ég ekki látið hjá líða að drepa á'það sem efst er á baugi i þessum mál- um. Svo ég minnist aðeins aftur á lifshlaup þitt, þá er að minna á það, að leið þin lá héðan frá hin- um fögru og friðsælu heimahög- um, úr sveitasælunni á malbikið i höfuðborginni. Þó að við sæjum eftir þér, þvi þú hlauzt að slitna úr tengslum viö þetta hérað eftir að þú fluttir suður, þá gátum við samt vel unnt þér þess þar sem þér um þessar mundir hlotnaðist sú gæfa að taka saman við ágæta konu og er það vel þess virði hverjum manni aö fyrir það sé einhverju fórnað. Aö endingu biðjum viö fyrir kveðju til rikis- stjórnarinnar, og það má segja henni að hún hefur margt vel gert miðað við aðrar rikisstjórnir, en ekki væri nú samt úr vegi að hún tæki aðeins betur til i ruslakomp- um þjóðarskútunnar og hreinsaði hernámslúsina sem allra fyrst af okkur. Svo óskum við þér innilega til hamingju með afmæliö, og megið þið hjónin lengi lifa. Benedikt Þorsteinsson. Utvegsmenn Framhald af bls. 2. að það skuli meta fisk, sem land- að hefur verið i Þorlákshöfn þá fyrst, er honum hefur verið ekið til Reykjavikur og viðar. Skorar fundurinn á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra, að hann hlutist til um, aö i Þorlákshöfn risi sérstök matstöö þar sem fram fari mat á fiskinum strax eftir honum hefur veriö landað. Landheigin Fundur i Otvegsbændafélagi Vestmannaeyja, haldinn i Reykjavik sunnudaginn 20. mai 1973, lýsir stuðningi sinum við aðgerðir i landhelgismálinu, og skorar á stjórnvöld landsins að hvika hvergi frá settu marki i þessu lifshagsmunamáii þjóöar- innar. Jafnframt sendir fundur- inn starfsmönnum Lar.dhelgis- gæzlunnar kveðju fundarins og þakkar þeim aðstoð og samstarf á liðnum áratugum. , Aftur til Eyja Fundurinn telur, að markvisst beri að stefna að þvi, að vinnsla sjávaráfurða geti aftur hafizt i Vestmannaeyjum þannig, að bátafloti Vestmannaeyinga geti sem fyrst farið að landa afla sin- um þar, eftir þvi sem frekast eru tök á. Halldór Framhald af bls. 11. og slappaði ‘af og fagnaði með uppréttar hendur. Þetta notfærði Agúst sér og kastaði sér fram úr Halldóri á marklinunni og var dæmdur sigurvegari, en timinn á þeim var sinn sami. Menn voru hreint ekki á einu máli um hvor hefði sigrað. Und- irritaður var ekki i aðstöðu til að sjá það og treystir sér ekki til að dæma um hvor sigraði, og senni- lega verður það aldrei gert með öruggri vissu, til þess hefði þurft kvikmyndavél þvert á marklin- una. Timi þeirra var mjög góður á islenzkan mælikvarða, 8:54,5 min. Sigfús var nokkuð langt á eftir þeim og hreppti 3ja sætið, en aðrir keppendur i hlaupinu komu ekki nærri 3 efstu sætunum. Annars var árangur á þessu Vormóti IR nokkuð góður i mörg- um greinum. Lilja Guðmunds- dóttir ÍR sigraði i 400 m hl. kvenna á 62,2 sek., Vilmundur Vilhjálmsson sigraði 200 m hl. á 23,1 sek. Arndis Björnsdóttir i Islandsmótið I. deild Njarðvikurvöllur kl. 17,00 Í.B.V. - FRAM Komið og sjáið spennandi leik. Í.B.V. 0 Laugardalsvöllur m I. Deild Yalur — Í.B.K. Leika i dag kl. 14 Valur Laugardagur 26. mai 19731 ÞJÓÐVILJINN — StÐA is spjótkasti kvenna, kastaði 35,24 m. Lára Sveinsdóttir sigraði i 100 m hl. kvenna á 13,3 sek. Hreinn Halldórsson sigraði i kúluvarpi, kastaði 17,30 m. Friörik Þór Ósk- arsson sigraði i langstökki, stökk 7,10 m , sem verður að teljast mjög góður árangur á fyrsta úti- móti ársins. Erlendur Valde- marsson sigraði i kringlukasti 57,38 m. Erlendur sigraði einnig i sleggjukasti, kastaöi 53,98 m. Ste- fán Hallgrimsson sigraði i 110 m grindahl. á 16,2 sek. Einar Ósk- arsson sigraði i 800 m. hlaupi á 2:02,4 min. Karl West Fredriks- son sigraði I hástökki, stökk 1,96 m. Ræða Lúðviks Framhald af 5. siöu. þau liöa Bretum að beita okkur hervaldi. Viö eigum aö ákæra Breta frammi fyrir öllum heimin- um fyrir hernaðarlega ihlutun um okkar mál. Og láti Nató Bretum liöast að hafa herskipin á okkar lögsögu- svæði, þá getum við ekki heimilað Nató áfram afnot af okkar landi. Við eigum aö tilkynna Bretum, að fyrri tilboð okkar um bráða- birgða samkomulag i deilunni sér hér með afturkallað, og styðji Vestur-Þjóðverjar hervaldsbeit- ingu Breta, semjum við ekki heldur við þá. I landhelgisdeilu okkar við Breta árið 1958 gerðu forystu- menn Nató-samtakanna marg- itrekaðar tilraunir til þess að fá okkur íslendinga til að fallast á, að samið yrði um lausn landhelg- ismálsins innan Nató-samtak- anna. Þessu var algjörlega neitað 1958. Ég vil enn vara við óllum til- lögum i þessa átt. Nató-rikin eru okkur fjandsam- leg i landhelgismálinu og þangað má landhelgismáliö ekki fara sem slikt. Hervaldsbeiting Breta er annað mál og tvimælalaust brot á Nato- samningnum. Það brot ber Nató að stöðva, ella hljóta tslendingar að taka til sinna ráða. Góðir fundarmenn. Við höfum unnið mikla sigra á stuttum tima i landhelgismálinu. Margar þjóðir hafa viðurkennt stefnu okkar. Allar þjóðir, sem stunduöu hér veiðar hafa viðurkennt iandhelgi okkar I reynd, nema Bretar og V,- Þjóöverjar. Þróun iandhelgis- málanna i heiminum er okkur i hag. Reynslan hefur sannaö, aö Bretar geta ekki haldiö hér áfram veiöum i fjandskap viö alla lands- menn. Sigur okkar i landhelgismálinu er i sjónmáli. Það, sem máli skiptir er, að viö stöndum saman, sýnum stefnu- festu, látum ekki ginna okkur undir úrskurö útlendinga i þessu lifshagsmunamáli, og að viö sýn- um það i verki, að við vitum, að úrslit málsins eru örugglega i okkar höndum. Einurð okkar gagnvart þeim, sem sýna okkur yfirgang, mun styrkja okkur, — þeir eiga að fá aö reyna, aö viö svörum fyrir okkur. Viö látum ekkert skjall um bandalagsþjóð og vinaþjóð villa okkur sýn — viö greinum á milli vina og óvina, á milli bandamanna og ekki banda- manna, sanjkvæmt þvi, hvernig að málum er staðið, hvernig fram er komið við okkur. t dag stönd- um við tslendingar allir sem einn, fullvissir um, að við sigrum i landhelgismálinu. Sá dagur, að siöustu brezku togararnir gefist hér upp við ár- angurslitlar veiöar, marghala- stifðir af varðskipum okkar og ósköp aumkunarlegir eftir þá út- reið, er ekki langt undan. Þá munu herskip hennar há- tignar drottningarinnar af Bret- landi einnig halda heim skömm- ustuleg eins og lúbarðir rakkar, eftir að hafa tapað striði við vopn- lausa smáþjóð. Ólafur Kramhald af bls. 16. og urðum við þá að tefla 9 skákir til að fá fram úrslit. Siðan hef ég talsvert átt við þetta og einkum eftir heimsmeistaraeinvigiö i fyrra. Þá tók ég þátt i olympiu- mótinu i Skopje, að visu sem 2. varamaður i sveitinni, en fékk þó hæsta vinningshlutfallið. Ólafur kvaðst engu vilja spá um framhaldið, skákin væri fyrst og fremst dægrastytting og ef hug- urinn myndi'stefna til þess að ná lengra kostar slikt feikna vinnu og fyrirhöfn. Ingvar Asmundsson, sem er 38 ára gamall, á svipaðan skákferil og Ólafur. Hann hefur verið fjarri mótum og keppni langtimum saman. Þetta er i fyrst skipti sem hann keppir til úrslita um Is- landsmeistaratitilinn. sj Hneyksli Framhald af bls. 1. menn væru flæktir i málið og þaö kom af stað miklum bollalegging- um,að fleiri háttsettir menn væru flæktir i net kynsvalls og eitur- lyfjaneyzlu. Einn þeirra er sagður vera velstæöur aðals- maður. Lávarðarnir tveir sem sögöu af sér hafa þvertekið fyrir að hafa stofnað þjóðarhagsmunum i hættu með framferöi sinu. Heath hefur gefiö skipun um aö þær hliðar málsins sem snerta öryggi rikisins verði rannsakaðar til fulls svo ihaldsstjórnin missi ekki traust fólksins. Einn þing- manna verkamannaflokksins, James Wellbeloved (Heittelskaði!) sagði i dag að setja þyrfti mikinn hraða á rannsóknir öryggish 1 i ðar málsins. Þá er talið öruggt aö eftirlit með háttsettu fólki verði aukið að mun og að einkalif fjölda manns verði rannsakað ofan i kjölinn. Einnig hefur verið fullyrt að upp- ljóstranir þær sem gerðar hafa verið séu liður i viötækri rannsókn á klámi, eiturlyfjum og morðtilræðum. EF PÚ REYKIR EINN PAKKA Á DAG MESTAN HLUTA ÆVINNAR eru líkurnar fyrir því að þú látist af völdum lungnakrabbameins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.