Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Agúst kastaði sér fram úr honum á marklínunni 3000 m hlaupið á Vor- móti ÍR i fyrrakvöld verður eflaust lengi minnisstætt þeim er á horfðu, og mjög senni- lega eiga eftir að standa deilur manna á meðal um hvor þeirra, Halldór eða Ágúst, var sigurveg- ari, en dómarar úr- skurðuðu Ágúst sigur- vegara, en timinn á þeim var sá sami. Þetta ,,einvigi ársins” stóð svo sannarlega undir nafni, æðisgengnari keppni hefur ekki farið fram hér á landi á lilaupa- brautinni um árabil, ef það hefur þá nokkru sinni annað eins einvigi sézt hér á landi. Halldór var vægast sagt mjög ó- ánægður með að það skyldi hafa verið nefnt að hann hafi skorað á þá Ágúst Ásgeirsson og Sigfús Jónsson. Meira að segja varð þulur mótsins að leiðrétta þetta að ósk Halldórs. En hvað um það, hlaupið varð að æðisgengnu ein- vigi. Bara það, að blöðin sögðu frá þessu einvígi.var nóg til þess að fjöldi manns kom á Melavöllinn, en það hefur ekki gerzt i mörg ár á frjálsiþróttamóti. Og þessir á- horfendur fengu svo sannarlega það sem þeir óskuðu eftir fyrir peningana sina. Strax i upphafi hlaupsins tók Agúst Ásgeirsson forustu, Hall- dór Guðbjörnsson fylgdi honum fasteftir og Sigfús var 3ji. Þannig hélzt röðin 2800 m. Þá tók Halldór geysilegan endasprett og fór fram úr Agúst , en Ágúst gaf sig ekki heldur fylgdi fast á eftir, en sterkari enda- Halldór var sprettinum. En á siðasta skrefinu gerði Halldór mikla skyssu. Hann virt- isthalda sig öruggan sigurvegara Framhald á bls. 15. : ''; i: tjfilllli aNM Halldór Guðbjörnsson er aðeins á undan þegar meter vantar i markið. Þarna slappaði hann af og Ágúst kastaði sér framúr á marklinu. íslandsmótið 1. deild Þrír leikir í dag og einn á morgun 2. umferð 1. deildar- keppninnar í knattspyrnu ferfram um þessa helgi, og verða leiknir 3 ieikir í dag, eneinná morgun. Leikirnir sem fram fara í dag eru: Valur-ÍBK á Laugardals- vellinum og hefst sá leikur kl. 14. Akranes-KR á Akranesi og hefst leikurinn kl. 16, og loks leikur (BV og Fram á Njarðvikurvelli sem hefst kl. 17 Á morgun leikasvo Breiðablik og (BA á AAelavellinum og hefst sá leikur kl. 16. Gera má fast- lega ráð fyrir fjörugum og skemmtilegum leikjum, enda hart barizt um hvert stigið í deildinni. Eins og áður segir hefst leikur Vals og IBK kl. 14 i dag.og er það sennilega sá leikurinn sem flestir biða eftir með óþreyju, enda hafa Keflvikingar vakið verðskuldaða athygli i vor. Hitt er svo annað mál, að Vals-liðinu fer fram með hverjum leik og hinn sovézki þjálfari þeirra hefur grandskoðað IBK-liðið og hefur sjálfsagt hug á þvi að setja fyrir þann leka sem verið hefur hjá öðrum liðum þeg- ar þau hafa mætt Keflvlkingun- um. Allavega má gera ráð fyrir „hörkuleik” á Laugardalsvellin- um i dag. Strax að loknum leiknum á Laugardalsvellinum hefst leikur IA og KR uppi á Akranesi. Þarna verður sennilega um mjög jafnan og skemmtilegan leik að ræða. Að visu veikir það lA-liðið nokkuð, að Jón Gunnlaugsson hinn hávaxni miðvörður IA er i leikbanni, en Skagamenn eiga nóg af góðum leikmönnum þannig að kannski breytir þetta ekki mjög miklu. Loks er það svo leikur IBV og Framhald á bls. 15. Þrír leikir í 2. deild leiknir í dag Hart verður barizt I 2. deildar- keppninni i dag, en þá fara fram þrír leikir, einn leikur fór fram i gærkveidi, þannig að heil umferð fer fram um helgina. I gærkveldi léku Vfkingur og Ármann á Melaveilinum, i dag leika á Neskaupstað Þróttur (N) og Selfoss, á Hafnarfjarðarvelli Haukar og Þróttur (R) og á Húsa- víkurvelli Völsungar og FH. Hvernig þessir leikir fara er erfitt að spá um. Þó má fastlega gera ráð fyrir sigri FH gegn Völs- ungum, og er það eini leikurinn sem hægt er að segja aö ætti að vera auðunninn fyrir annað liðið. Báðir hinir leikirnir verða eflaust mjög jafnir. Þó teljum við Þrótt (R) sigurstranglegri en Hauka, en um leikinn á Neskaupstað er hreint ekkert hægt að spá. Jón Gunnlaugsson mið- vörður IA var í fyrradag dæmdur i eins leiks bann vegna brottreksturs af leik- velli, eftir að leik IA og IBK var lokið á dögunum, þ.e. þegar Magnús V. Pétursson dómari missti stjórn á skapi sinu inni i búningsklefa IA i Keflavik með þeim afleið- ingum að fjarlægja varð hann úr klefanum. Þar sem dómari, hvernig sem hann kemur fram gagn- vart leikmönnum, getur sýnt mönnum „rauða spjaldiö” eftir að leik er lokið, var búizt viö að Jón fengi þetta bann. Hitt er svo annað mál að aga- nefnd sýndi það i þessu máli, að hún er bara handbendi dómaranna. Það er alveg sama hvernig þeir hegöa sér, þeir fá aldrei áminningu, leik- bann né nokkrar ákúrur, aðeins leikmennirnir. Auðvitað geta dómarar gerzt brotlegir gagnvart leik- mönnum með dónalegri fram- komu eins og Magnús sýndi i Keflavik, en aganefnd litur aldrei á það atriði, heldur aðeins kæru dómara gegn leikmanni. Slikt sem þetta er óþolandi. Dómarar hljóta að verða að hlita sömu aga- reglum og leikmenn. Með þvi að sleppa þeim við það eru leikmenn settir i slika aðstöðu að engin leið er fyrir þá að sitja undir þvi. Segjum svo, að enginn leik- manna IA hefði svarað Magnúsi einu orði eftir að hann var kominn inn i búningsklefa þeirra og öskraði þar á leikmennina „vel völdum orðum”. Leikmenn- irnir hefðu, eftir þesum dómi aganefndar að dæma, orðið að þola það án þess að Magnús hefði fengið nokkrar ákúrur. En af þvi að honum var svarað, þá er sjálfsagt að dæma þann er svarði! En Magnús dómari, nei, hann má gera hvað hann vill . —S.dór. ... og Ríkarður <ærir Magnús Vegna þeirra ummæia sem höfð hafa verið eftir Magnúsi V. Péturssyni dómara um at- vik það er skeði að loknum leik ÍBK og 1A s.l. sunnudag vii ég taka fram eftirfarandi: Fullyrðingar hans i dag- biööunum, að undanförnu, eru alrangar og staðfesta aðeins, að hann hvorki vissi hvað hann sagði eða gerði ftini i búningsherbergi okkar. Ég hef 13 vitni að þvi er þar gerðist og hef fyrir mina hönd og Knattspyrnuráðs Akraness kært hann til Dómstóls og Aganefndar KSl og krafizt þess, að hann verði dæmdur frá dómarastörfum. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um þetta mál að sinni. Rikarður Jónsson. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.