Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Rœða Lúðviks Jósepssonar, sjávarútvegsráðherra, á útifundinum i Reykjavik 24. maí Það er hér heima sem sigur verður unninn en ekki erlendis i neinum ráðum eða nefndum Þær höfðu ekki tfma til að snurfusa sig áður en þær fóru á útifundinn þessar konur. Þær komu beint úr vinnunni í frystihúsinu og hlýddu á mál ræðumanna með rnikilli eftirtekt. (Ljósm. S.dór.) inni, að herskip hennar og her- flugvélar breyta hér engu um möguleika togaranna til fisk- veiða. Að þvi kemur, að togara- skipstjórarnir gefast upp, þeim leiöist þófið, þeir hafa ekki skap til að draga inn steindauð veiðar- færin dag eftir dag, og að þvi kemur, að brezku sjómennirnir hætta þessum heimskulega leik. Um þetta leyti árs, árið 1971 voru hér 155 erlendir togarar að veið- um. Árið 1972 voru þeir 129 tals- ins. Nú hanga hér i þröngu og fiski- lausu hólfi 30 brezkir togarar. Siðan við færðum út okkar land- helgismörk, hafa 8 aðrar þjóðir farið að okkar ráði og fært fisk- veiðimörk sin út einhliða, og margar aðrar þjóðir undirbúa stækkun sinnar landhelgi. Siðan hefir Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna gert sam- þykkt, sem tvimælalaust styður okkar málstað, og fjölda margir heimsþekktir fiskifræðingar og visindamenn hafa tekið undir með okkur og telja brýna þörf á verndun fiskistofnanna við ls- land. Við erum þvi að nálgast fulln- aðarsigur I landhelgismálinu. Við hervaldsbeitingu Breta hef- Lúðvik i ræðustól á útifundinum. ir mörgum tslendingi hitnað i hamsi, og rætt er um ýmsar mót- aðgerðir af okkar hálfu. Auðvitað hafa Bretar brotið Nató-samninginn, þeir hafa lika brotiðreglurSameinuðuþjóðanna með ofbeldi gagnvart vopnlausri smáþjóð. Þessu eigum við að mótmæla af fullri hörku, en við skulum ekki blanda saman herskipaárás Breta á okkur og landhelgismál- inu. Við skjótum ekki landhelgis- máli okkar fyrir Nató, né neina aðra erlenda stofnun, og við þurf- um enga milligöngumenn til að ræða um landhelgismál okkar við aðra. Við höfum kallað sendi- herra okkar heim frá Bretlandi i mótmælaskyni. Við eigum lika að kalla heim sendiherra okkar hjá Nató og neita allri þátttöku i fundum þeirra samtaka á meðan Framhald á bls. 15. Góðir fundarmenn. Það gleður mig sannarlega að sjá þann fjölmenna hóp, sem hér er saman kominn til að sýna ein- dregna samstöðu landsmanna i landhelgismálinu, og til að mót- mæla kröftuglega hernaðarlegri innrás Breta inn i fiskveiðilög- sögusvæði okkar. Þó að þessi fundur sé stór, þá er mótmæla- hópur okkar i rauninni miklu stærri, þvi að i dag mótmæla ís- lendingar um allt land, allir Is- léndingar mótmæla nú siðlausu ofbeldi Breta á Islandsmiðum. Sú ákvörðum brezku rikis- stjórnarinnar að senda herskip og herflugvélar, ásamt með dráttar- bátum og aðstoðarskipum, til að aðstoða brezka togara við ólög- legar veiðar i islenzkri fiskveiði- landhelgi, sýnir okkur, að enn lif- ir gamli hernaðar- og yfirgangs- andinn i stjórn hins fallandi brezka heimsveldis, hún sýnir okkur, hve gjörsamlega fráleitt það er af smáþjóð eins og tslend- ingum að treysta á vernd eða for- sjá erlendra stórvelda, sem alltaf láta sina eigin þröngu sérhags- muni sitja I fyrirrúmi, og hún sýnir okkur, að enn eru þeir menn Irikisstjórn Bretlands, sem halda að hægt sé með hervaldshótun og öðrum þvingunaraðgerðum að kúga okkur til undanhalds I land- helgismálinu. Þegar við íslend- ingar tókum þá ákvörum að stækka fiskveiðilandhelgi okkar i 50 milur, töldu ýmsir útlendingar það i meira lagi hæpið, að við gætum komið þeirri ákvörðun fram. Þá vorum við spurðir: Get- ið þið varið svona stóra landhelgi, getið þið komið i veg fyrir það, að fiskiskipafloti Breta og Vestur- Þjóðverja sigli inn fyrir nýju mörkin og haldi áfram veiðum eins og áður? Og til að undirstrika efasemdinrar var svo þvi bætt við, að litið gætu Islendingar gert við þvi, ef Bretar sendu herskip sin á vettvang gegn varðskipum okkar. Þannig var spurt við upphaf út- færslunnar, og þannig var geta okkar dregin i efa. Svör okkar voru skýr. Við viss- um vel, að erfitt .yrði að verja stóra landhelgi og að eflaust gætu brezkir og vestur-þýzkir togarar farið inn fyrir hin nýju landhelg- ismörk og hafið þar einhverjar málamyndaveiðar. Og við vissum lika, að Bretar gætu komið með herskip sin. En við sögðum við hina útlendu efasemdarmenn, að við hrædd- umst ekki stöðu okkar. Að við myndum loka öllum okkar höfn- um fyrir erlendum veiðiþjófum og myndum beita þvi landhelgis- gæzlu-afli, sem við ættum til. Við bentum á, að við þekktum is- lenzkt veðurfar og aðstæðurnar á fiskimiðunum við landið og viss- um þvi vel, að brezkir og þýzkir togarar gætu ekki stundað hér fiskveiðar með árangri nema I stuttan tima, hvað sem liði gæzlu- skipum og herskipum. Nú hefur reynslan sannað skoð- anir okkar. Brezku skipstjór- arnir gáfust upp og skipshafnir þeirra neituðu að halda áfram vonlausum þýðingarlausum sýn- ingarleik. Bretar hafa þvi tapað fyrstu lotu i þessum átökum. Og nú reyna þeir nýja aðferð. 1 al- gerðu vonleysi senda þeir hingað á miðin herskip og herflugvélar, þó að áður hafi brezkir togara- eigendur og skipstjórar lýst þvi yfir, að fiskveiðar undir her- skipavernd séu algjörlega von- iausar. Nú eru brezku togararnirreknir saman i smáhnapp. Næst þeim koma hin voldugu herskip, þar fyrir utan sigla dráttarbátarnir i hring I kringum verndarsvæðið og sfðast mynda svo herþotur stóran gæzlu- og umsjónarhring utanum allt saman. Hér er á ferðinni einstakur skripaleikur, enda stjórnað af einhverjum flotaforingja i neðan- sjávar flota-byrgi við Skotland. Það, sem nú skiptir mestu máli fyrir okkur tslendinga i þeirri deilu, sem við eigum i við Breta og Vestur-Þjóðverja um land- helgismálið er, að allir lands- menn skilji það til hlitar, að við höfum þegar unnið stórkostlega sigra i landhelgismálinu, og að við höfum i okkar hendi allt, sem til þarf til að vinna fullnaðar sigur i málinu og til þess að reka slð- ustu veiðiþjófana út úr landhelg- inni. öll þjóðin verður að gera sér grein fyrir, að það erum við ls- lendingar sjálfir, sem verðum að vinna málið, það er hér heima, sem sigurinn verður unninn, en ekki erlendis I neinum nefndum eða ráðum, eða á fundum. Við skulum sýna brezku rikisstjórn- 25000 voru búnir að láta verða af því að skoða heimilissýninguna í Laugar- dalshöll kl. 22 í gær. Nú ræða menn um allan bæ um það sem þeir hafa uppgötvað og séð á þessari fjölbreyttu og glæsilegu sýningu. Erekki kominn tími til að láta verða af þvíað fara líka? Nota helgina. Gettu nú hve margir verða búnir að sjá sýninguna þegar lokað verður annað kvöld. Klippa skal auglýsinguna út og afhenda við upplýs- ingastúkuna í anddyri sýn- ingahallarinnar fyrir kl. 9 þriðjudag 29. maí. Ætli það verði ekki komnir sýningargestir þegar lokað verður þriðjudags- kvöld 29. maí. Nafn............................ Heimili......................... Verðlaun til þess sem getur næst réttu tölunni er dagsferð til Kulusuk í Grænlandi fyrir tvo með Flugfélagi íslands. Opnum í dag kl. 13.30. HEIMIUB73

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.