Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mai 1973 Atvinna HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS Mmífsm Skrifstofustúlka óskast til alhliða skrifstofustarfa. Vélritunar- kunnátta nauðsynleg og einhver starfs- reynsla æskileg. Hér er um framtiðarstarf að ræða. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. júni merkt „Húsnæðis- málastofnun”. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 RÖNTGENDEILD LANDSPÍTALANS Vegna breytinga og lagfæringa á húsnæði Röntgendeildar Landspitalans verður inngangur og innkeyrsla til deildar- innar frá Eiriksgötu, meðan á lagfæringum stendur. Breytingin gildir frá og með mánudeginum 21. mai 1973. Reykjavik, 18. mai 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. Tónlistar- kennarar STOFNFUNDUR KENNARADEILDAR félagsins verður haldinn að Hótel Sögu (Átthagasal) þriðjudaginn 29. mai kl. 14,00. Nýir félagar geta gengið i félagið á fund- inum. Félag islenzkra hljómlistarmanna. Aðalfundur Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda verður haldinn i Tjarnarbúð föstudaginn 15. júni, 1973 kl. 10 f.h. Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. Stjórn Sölusambands isl. fiskframleiðenda. ELVAR EYBERG: Nýtízku múmíur Morguninn 19. mal vaknaði ég hress og glaður, því að það var sól á lofti og fridagur hjá okkur, sem verkalýðshreyfingin blessuð hefur úthlutað fríi á laugardög- um, hvað sem liður allri heimtu- frekju borgaranna um allskonar þjónustu i tima og ótima. Ég skrúfaöi frá útvarpinu, þegar leið að fréttatima — bjóst við að heyra eitthvert stagl um landhelgina, þ.e. þann hluta úthafsins, sem við erum að reyna að stela frá hinum sjálfkjörna eiganda þess, bretan- um. Einhver stórtiðindi hljóta að vera að gerast, þvi að þurlurinn boðar frásögn fréttamanns, en eins og allir vita er sú stétt ekki að rifa sig upp fyrir allar aldir, nema váleg tiðindi liggi i loftinu — það eru aðeins fræðilegir möguleikar að um góð tiðindi sé að ræða. bau gerast ekki á nótt- unni hjá okkur — eða ef svo er, teljast þau ekki frásagnarhæf. Skyldi nú gosið vera komið i al- gleyming aftur? Eða kannski er það Katla? Hún getur varla legið kyrr lengi úr þessu, úr þvi að búið er að spá þar gosi. Það væri hræðileg katastrófa fyrir alla þá sem eru sannfærðir um allt, sem kallast yfirnáttúrulegt, ef Katla þverskallast nú alveg. Eða kannski eru þeir nú loks búnir að taka togara? Eða hafa verið keyrðir niður af drottnurum út- hafsins? Ég bið með öndina i hálsinum. Snemma í rnorgun varð vart við allmikla mannaferö i miðborg- inni, og söfnuðust menn saman Djöfullinn sjálfur — Skyldi nú vera hafin bylting? Ætli þeir hafi verið að taka stjórnarráðið, landsimahúsið og kannski út- varpið, handtaka óla Jó og hina ráðherrana? Ætli það sé íhaldið og Gylfi eða þessir 37 sem voru á Skólavörðuholtinu 1. mai? ..við Bernhöftstorfuna heldur fréttamaðurinn áfram, og ég andaði örlitið léttar, þvi að ég er stjórnarsinni. En ekki var um að villast að þarna var raunveruleg uppreisn hugsjónamannanna i landinu. Það var svo sem búið að bóla á henni á ýmsum liklegum sem óliklegum stöðum i þjóðfélaginu. Með fjálgleika kynnti fréttamað- urinn hina nýju hugsjónabylt- ingu, sem þarna virtist vera að fá útrás, ekki i blóði, heldur máln- ingu. Þulurinn, sem er húmoristi (en það er nú þessu litið viðkomandi), lét leika öxar við ána inni i miðjum fréttatima. Það er alltaf gott uppá stemmninguna og kom manni i skilning um, að þarna hafði mikil þjóðarvakning hafið innreið sina. Nokkrir af máttar- stólpum, menningarfrömuðum og listasénium þjóðarinnar hafði þarna fundið köllun sina i að farða og hressa upp á ásýnd þess, sem i augum hins hálfblinda og fávisa pöpuls voru aðeins niður- niddir stillausir fúakumbaldar — og danskættaðir i þokkabót. Sem betur fer á lýðurinn stundum sina lausnara, sem leiða hana frá villu sins vegar, og þegar háleitar hugsjónir eru boðaðar af sann- færingarkrafti og trúarvissu, fer varla hjá að margir láti sannfær- ast.Að visu erum við oft dálitið seinir til, þegar um svokallaða Hfshagsmuni okkar er að ræða — svona sem heildar. Við vitum nefnilega að við getum aldrei öll haft það nógu gott. Við erum ekki svo frek að ætlast til nokkurra sérstakra lifsgæða (nema kannski svona útaf fyrir okkur, svona sem einstaklingar — það munar svo litlu). Er ekki betra að alltaf sé til svona dálitill hópur, sem getur haft það reglulega gott og sett lit á samfélagið, og erum við nokkuð of góð til að leggja fram okkar fátæklega skerf til að svo megi vera? Eftir hádegi á laugardaginn tók ég mér far með strætisvagn- inum i bæinn. Ég átti svo sem ekkert sérstakt erindi, en mig langaði til að sjá Torfuna, þá einu og sönnu, sem mér fannst ein- hvernveginn að hlyti að vera orð- in græn eins og allar góðar torfur eru um þetta leyti árs. Hvergi finnst mér eins gott að hugsa og i strætisvögnum, eink- um þegar fámennt er og ekki þarf einb. sér að björgun frá likams- meiðingum. Mér var þessi bless- uð Torfa svo rik i huga, að ég fór aö reyna að rifja upp, hvar hún bréf til blaósins kæmi inn i islenzka sögu. Auðvitað hlaut hún að eiga sér traustan sess i sögu þjóðarinnar og menningarbaráttu. En hvernig sem ég leitaði i minu tómlega hugskoti, fann ég ekkert sem minnti á þessi hús og bölvaði inni- lega vanþekkingu minni á islenzkri sögu. Reyndar mundi ég að land- læknir okkar, ágætur maður, hafði búið i einu húsinu, og einn kunn- ingi minn, þjóðkunnur sóma- maður, hafði átt þar tiðar komur um árabil um mið- bik þessarar aldar, en hann og aðrir slik. koma reyndar viða við Þetta var varla nægilegt. En það er fleira. Still og húsagerðarlist. Arkitektar okkar koma þarna mjög við sögu, svo að þarna hlýt- ur hundkvikindið að vera grafið. Hvaða stfll skyldi vera á þessum húsum?Areiðanlega margir stilar. Upp koma I huganum ýms orð, svo sem býzantiskur, gotneskur, rokokkó, renessans, fúnkis og eitthvað fleira, en þetta varð ég allt að afskrifa. Ekkert af þessu gat átt við og fljótlega gafst ég upp. Það er vist heimskulegt að hugsa um það, sem maður botnar ekkert i. Það á að láta sérfræð- inga og aðra menningarfrömuði hugsa fyrir sig. Það gefur meiri og betri árang- ur. En við — þessir almennu blá- bjánar — reynum nú alltaf að fylgjast með. Við látum margs- konar vakningaöldur bera okkur áfram og erum sannfærðir um að við séum á stöðugri þróunar- braut. Verst er þegar við rekum okkur á að við erum alltaf að fara i hring. En sem betur fer taka fæstir eftir þvi. Ég grip sjálfan mig i þvi hvað eftir annað aö vera að burðast við að reyna að hugsa. Ekki er það gæfulegt. Og ég fer að virða fyr- ir mér umhverfið, þar sem strætisvagninn silast áfram. Hvarvetna blasa við hlutir, sem væri fróðlegt og liklega nauðsynlegt að varðveita fyrir eftirkomendur okkar. Þarna er t.d. Höfðaborgin.Það fer að verða hver siðastur að bjarga henni. Jafnvel strax á 1200 ára þjóðhátiðinni 2074 væri ómetan- legt að eiga sýnishorn af vistar- verum fátæklinganna i Reykjavik um miðbik 20. aldar. Og drottinn minn, herbraggarnir þá! Hvilik skammsýni að rifa alla bragg - ana sem um aldarfjórðungsbil voru svo snar þáttur i reykvisku þjóðlifi. Hugsið ykkur, hve það væri dýrlegt að geta á 100 ára lýðveldishátiðinni skoðað og sýnt þessa bragga — ef lýðveldið okkar skyldi verða svo gamalt, eða ef a.m.k. yrðu til einhverjir, sem kynnu að meta þessa við- leitni dvergþjóðarinnar islenzku. Hver veit nema hér verði lika erlendir dátar, svo að ekkert þurfi að vanta i þessa heildar- mynd frá lýðveldisstofnunar- árinu. Ef ekki eru ennþá ein- hvers staðar til hjá okkur braggar, sem við getum bjargað og varðveitt, þá verður bersýni- lega óumflýjanlegt fyrir hátiða- nefndina 2044 að láta reisa hann, og ef við viljum vera forsjálir, ættum við að velja honum stað sem allra fyrst — fallegan stað. Mér finnst að hann gæti t.d. sómt sér vel hjá skötubarðaferlikinu hans séra Hallgrims á Skóla- vörðuholtinu. En nú er vagninn kominn i mið- borgina, og ég læt verða mitt fyrsta verk að labba upp að Torf- unni, sem blasir þarna við i ailri sinni reisn og fegurð. Þegar ég stóð þarna frammi fyrir þessu minnismerki horfinn- ar menningar, rifjuðust upp fyrir mér viss hughrif, sem ég upplifði fyrirmörgum árum, þegar ég eft- ir að hafa gengið um ýmsa af hin- um mörgu ranghölum Feneyja, stóð skyndilega og óvænt á sjálfu Markúsartorginu. Sú mynd sem þá blasti við mér, verður mér lengi minnistæð. Ég vil ekki segja að tilfinningin, sem greip mig nú, væri sú sama. Ónei. Og mér veit- ist erfitt að lýsa þeim tenglum, sem þarna hljóta að vera á milli. Og þetta stóð aðeins augnablik. Svo hvarf þetta eins og fata morgana, en þarna stóðum við, nokkrir forvitnir vegfarendur og virtum fyrir okkur þessi merki- legu hús og reyndum sjálfsagt að gera okkur grein fyrir, hvað væri nú allra merkilegast við þau. Ég hafði nú svo sem séð þau áður, og þegar ég fór að átta mig, fannst mér endilega að ég hefði kunnað betur við þau ómáluð. Og mér kom i hug gömul kona, sem ég þekki. Hún hefur sjálfsagt verið lagleg á yngri árum og væri kannski ákaflega aðlaðandi enn- þá, ef hún bara væri ekki alltaf að reyna að viðhalda fyrri fegurð með þvi að maka á sig allskonar litarefnum og hrukkufyllingu, sem draga skýrt og átakanlega fram ellimörkin sem hún vill hylja. Þetta leiði fremur öðru hugann að ömurleik ellinnar. Það eru ekki aðeins lifandi verur, sem verða að lúta fyrir henni. Það er sjálfsagt hægt að gera hús að einskonar múmium, en höfum við ekki flest öðru þarfara að sinna? Elvar Eyberg OPINBER STOFNUN - HÚSNÆÐI Opinber stofnun óskar eftir húsnæði á leigu, eða til kaups, i Reykjavik. Stærð 500—700 fermetrar, sem mest á einni hæð, með góðum afgreiðslusal. Sæmileg bilastæði þurfa að vera við hús- næðið, sem þarf, auk þess, að vera nálægt biðstöð S.V.R. Tilboð sendist blaðinu fyrir 10. júni merkt „Húsnæði 17510”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.