Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. mai 1973-ÞJODVILJINN — SIÐA 13 — Ég verö aö áminna yöur um, að samkvæmt lögum er bannað aö bera vopn á leyfis, sagöi Zitlau. Hann leit framhjá Andy. — Jæja, Wiley, þér hafið það sannarlega náðugt. Hub var rétt i þessu að koma inn gegnum eldhúsið. Hann var klæddur sundskýlu og ilskóm og var með handklæði um hálsinn. — Daginn, fulltrúi. Hvað er hann að skammast? Ég heyrði eitthvað minnzt á byssu. Andy vonaði innilega, að Hub teldi vist að verið væri að tala um byssuna sem hann hafði gert óvirka. Hann lét reikninginn siga og lagði munnþurrkuna yfir hann. — Fulltrúinn álitur að ég eigi ekki að ganga með byssu, Hub. — Honum ber að segja það, sagði Hub. — Það er i hans verka- hring. En maður i þinni aðstöðu, herra Paxton, hefur rétt til að verja sjálfan sig. — Ég hef svo sem ekki hugsað mér að taka hana af yður, sagði Zitlau. — Þér verðið bara að forð- ast öll vandræði. — Ég er hér og skal sjá um að ekkert slikt gerist, lofaði Hub. — Ég ber vissa ábyrgð þar sem. . . Hann ætlaði að fara að segja „þar sem ég á hana”, en Andy greip fram i: — Fulltrúi, meðal annarra orða, konan min hefur fengið einkalögreglumenn til að vinna að málinu. Zitlau yppti öxlum. — Ég óska þeim gæfu og gengis — það er meira en við höfum fengið til þessa. Hvaða fyrirtæki er það? — Ég er ekki alveg viss. En ég býst við, að þeir hafi samband við yöur. — Ég segi þeim fúslega allt sem ég veit. Það tekur ekki lang- 45 an tima — i mesta lagi fimm min- útur. Zitlau sagði frá þvi sem lög- reglunni hafði oröið ágengt til þessa, og Andy hlaut að viður- kenna að það væri ekki mikið. Ef aðstæðurnar hefðu ekki verið svona ömurlegar, hefði hann get- að skemmt sér yfir kaldhæðninni: báðir áheyrendur Zitlaus vissu talsvertmeira um málið en Zitlau sjálfur. Hub gat ekki látið hjá liða að gorta dálitið, þótt það liti út sem mat fagmannsins. — Ég held þér náið ekki i þessa fugla, fulltrúi. Þetta er allt með nýju sniði — það er ekki hægt að miða við neitt. — Ég vona aö yður skjátlist, sagði Zitlau. — Annars lenda margir lögreglumenn i slæmri klipu. Andy gerði ráð fyrir að Hub þætti það ekki miður, svo fjand- samlegur sem hann var fyrri yfirboðurum sinum. — En blöðin eru hætt að rifa okkur i sig, og skeyta skapi sinu á yður i staðinn, herra Paxton. — Mér er sama hvað stendur i blöðunum, ef ég fæ aðeins Drew aftur. — Ég er farinn aö bera traust til yðar, sagði Zitlau með hægð. — Ég held i raun og veru, að það sé það eina sem skiptir máli fyrir yður. Hann reis á fætur. — Við höfum ekki verið á yðar bandi all- an timann, Andy, en það erum við nú. Þetta var i fyrsta skipti sem Zitlau ávarpaöi hann með skirn- arnafni. — Takk fyrir fulltrúi. Ég met traust yðar mikils. — En þér vilduð samt skipta á þvi og einhverjum árangri, urraði Zitlau. — Ég vildi það lika. Ég held áfram að snuðra þangað til við verðum báðir ánægðir. Hann fór og fjandmennirnir tveir sátu eftir i stóru borðstof- unni. Til að taka eftir áhrifunum á Hub, sagði Andy: — Zitlau er duglegur lögreglumaður. Einn af þeim sem gefst aldrei upp. —- Það er satt, svaraði Hub ihugandi. Svo náði ósvifnin aftur yfirhendinni. — Ég var sjálfur af sama tagi einu sinni. Og það var sjálfsagt rétt, hugs- aði Andy. Einhvers staðar haföi Salon Gahlin — Konan min hittir öðru hverju sinar æskuvinkonur og ég reyni að hitta minar um leið. Hub villzt út af harðri og beinni brautinni, sem Zitlau þræddi enn. Hinn dyggi vörður laganna, sem hafði svarið að hlýða lögum og reglu, hafði tekið lögin i eigin hendur. — Það er þess vegna sem ég hef þig i minni þjónustu, Hub, sagði Andy léttum rómi. — Það er eins og ég hafi mitt eigið lög- reglulið til að styðjast við. Ef til vill var Hub skemmt, en svipur hans gaf ekkert til kynna. — Það er þaö sem þú greiðir mér laun fyrir. — Seztu og fáðu þér kaffibolla, sagði Andy. — Nei, ég verð að hafa fata- skipti áður en ég eyðilegg teppið. Þú ættir að fá þér sundsprett i lauginni, herra Paxton. Það er mjög hressandi, ef maður er ekki of lengi niðri i — og yöur veitti ekki af þvi að slaka dálitið á. Hann bætti við lægri röddu: — Þaö er ekkert hægt að gera fyrr en annað kvöld. Þegar hann var farinn, fór Andy að hugsa um, að Hub vildi einmitt fá hann til að trúa þvi, að hann hefði ekki um neitt að velja, — yrði bara að biða aðgerðarlaus þar til öxin félli. Hafði véfréttin ekki verið að tala? Og myndi Andy veslingurinn, blindi aulinn, ekki hlýöa? Nei, svo sannarlega ekki. Enn voru 36 timar til stefnu og hann ætlaði svo sannarlega að nota þá. Ef hann biði lægra hlut, þá ætlaði hann að gera það eins og maður en ekki eins og dáleiddur kjúklingur. Hann borðaði, en hugur hans japlaði á þvi sem var harðara undir tönn, sem sé þvi sem hann ætti nú að taka sér fyrir hendur. Ætti hann aö hlera simann hjá Hub.. eða gera eitthvað við bilinn hans, svo að auðvelt væri að elta hann. . . eða fela sig jafnvel i far- angursgeymslunni i kvöld. . .? Allt þetta virtist fráleitt, og Andy var ekki enn reiðubúinn til að leggja allt undir. Bruno kom með meira kaffi. Andy spurði, hvernig Nancy liði. — O, það er allt i lagi með hana. Þér vitið hvernig kvenfólk er. — Það. . . Andy vék sér til hlið- ar, en gat ekki forðað sér frá inni- haldi bollans sem Bruno var svo óheppinn að velta með erminni. Heitt kaffið fór gegnum munn- þurrkuna og i buxurnar hans. Bruno varð niðurdreginn, en Andy sefaði hann. — Þetta gerir ekkert til. Það þurfti að hreinsa þær hvort sem var. Seinna datt honum oft i hug, hvernig allt hefði gengið til, ef Bruno hefði ekki hellt kaffi i bux- urnar hans þennan morgun. Þá hefði hann ekki farið upp til að hafa buxnaskipti. Og hann hefði ekki staðið i fataskáp sinum á báðum áttum og reynt að velja úr öllum þeim buxum sem hann átti, unz hann fann allt i einu eitt- hvað renna niður handarbakið. Það var sandur og hann kom úr uppbrotunum á tilteknum brún- um buxum. Andy starði lengi á hann. Svo dró hann varlega fram vasaklút- inn sem haföi að geyma sandinn úr herbergi Hubs. Eitt tillit var nóg til að staðfesta það sem hann vissi nú þegar. Sandurinn i litlu hrúgunum tveim — grófari en gerðist — var alveg eins. 21 Lissa kom ekki heim fyrr en að áliðnum degi. Andy sat viö svefn- herbergisgluggann sinn og sá hana aka inn i bilskúrinn og ganga siðan hægt á ská yfir gras- flötina heim að húsinu. Hún var álút og minnti á litið barn sem hefur áhyggjur út af alltof mörgu. Um leið tók Andy ákvörðun, sem hann hafði verið að brjóta heilann um i marga klukkutima. Hann beið þangað tll hún kom upp i lyftunni. Þegar hún sá hann, var eins og hún stirðnaði, en ann- ars sýndi hún engin merki tilfinn- inga, hvorki gleði né óánægju. Henni stóð einfaldlega á sama. — Mig langar til að tala við þig, sagði hann. Hún hristi höfuðið. — Við höfum ekki um neitt að tala. — Þú þarft ekki annað en hlusta. — Ég hef ekki gert annað i all- an dag, meðan fólk hefur verið að segja mér, hvers vegna ekki er hægt að hjálpa. Andy dró þá ályktun að einkaleynilögreglu- stofur væru ekki sérlega ákafar i að taka að sér mál, sem virtist svo vonlaust. Hún reyndi aö komast framhjá Laugardagur 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8. 15. og 10.10. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen endar lestur á sögunni „Veizlugestir”, eftir Kára Tryggvason (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. MorgunkaffiO kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdagskrána, og greint er frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar: Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttavellinum. Jón Asgeirsson segir frá keppni um helgina. 15.00 Gatan min, Jökull Jakobsson gengur um Óðinsgötu meö Bjarna Guð- mundssyni, fyrrverandi blaðafulltrúa. 15.30 Stanz, Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen byrjar nýjan dægurlaga- þátt. 17.20 Sfðdegistónleikar. a. Sinfóníuhljómsveitar út- varpsins i Berlin leikur ball- ettmúsik úr óperunni „Faust” eftir Gounod. Ferenc Fricsay stj. b. Anny Schlemm, Walther Ludwig o.fl. syngja ásamt kór og hljómsveit útvarpsins i Bæjarlandi flytja atriði úr óperunni „Seldu brúðinni” eftir Smetana. Fritz Lehmann stj. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Tónlistarskóli tsa- fjarðar 25 ára.Jónas Jónas- son ræðir við Ragnar H. Ragnar skólastjóra. 19.40 Með hátignum og svo- leiöis fólki.Gisli J. Ástþórs- son les aðra sögu sina um Aibert A. Bogesen. 20.00 Hljómplöturabb, Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 Dampurinn fellur. Grétar Oddsson flytur frásöguþátt. 21.25 Gömlu dansarnir. Jularbo leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 17.30 Þýzka I sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 25. og 26. (siðasti) þáttur. 18.00 Matjurtarækt.Endur- sýndir tveir stuttir þættir um garöyrkju. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. 20.50 Sæluhúsið(The Inn of the Sixth Happiness). Brezk biómynd frá árinu 1958, byggð á sögu eftir Alan Burgess. Leikstjóri Mark Robson. Aðalhlutverk Ing- rid Bergman, Curt Jurgens og Robert Donat. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Aðal- persóna myndarinnar er ung, ensk stúlka, sem á þá ósk heitasta að mega vinna að trúboðsstörfum i Kina. Yfirmenn ensku trúboös- samtakanna álita hana þó ekki hæfa til þeirra hluta, en einn þeirra vorkennir henni og útvegar henni starf hjá aldraðri konu, sem hefur umsjón með rekstri áningarstaðar, eöa sælu- húss fyrir fátæka veg- farendur i kinversku fjalla- héraði. 23.30 Dagskrárlok. INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik — efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reiykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. JASMIN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) FÉLAG ÍSLEWKRA HLJÉLISTARMAIA #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri linsamlegast hríngið í 202SS milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.