Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. mai 1973 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 12 manns ákærðir VASHINGTON 25/5. — Frétta- ritari NTB Hans Kristoffersen simar. 1 þaö minnsta tólf af fyrr- verandi starfsliði Hvita hússins og endurkjörsnefnd forsetans verða væntanlega ieiddir fyrir rétt og ákæröir fyrir lögbrot þegar stórrétturinn i Watergate - málinu ieggur fram niöurstööur úr löngum og umfangsmikium rannsóknum sinum sem aö öllum likindum veröur eftir tvo til þrjá mánuöi. Að sögn rikissaksóknarans, Harold Titusis, hefur einn þeirra lýst sig fúsan til að verða höfuð- vitni ákæruvaldsins. Mun hann skýra frá öllu varðandi eigin þátt- töku og annarra i undirbúningi og framkvæmd og tilraunum til að þagga niður umfangsmiklar njósnir og skemmdarverk. Bandariskir fjölmiðlar fullyrða i dag að um sé að ræða Jeb Magruder, fyrrverandi vara- formann endurkjörsnefndarinnar og aðstoðarmaður Bobs Halde- mans sem var starfsmannastjóri i Hvita húsinu þar til hann féll i „Vatnsgatið”. Rikissaksóknarinn vildi ekki segja hvern um er að ræða. Honum verður ekki veitt þing- helgi en rikissaksóknarinn mun hafa lofað að veita honum brautargengi til að hljóta vægari refsingu en ella. Þá hefur það lekið út úr stór- réttinum, sem starfar fyrir vandlega luktum dyrum, að meðal þeirra sem koma til með að verða ákærðir séu yfirmenn Magruders bæði i Hvita húsinu og endurk jörsnefndinni, Ætlaði að fella Castró! I gær skýrði einn þeirra sjö sem dæmdir hafa verið fyrir innbrotið i „Vatnsgatið” frá þvi að þátttaka hans i innbrotinu helgaðist af þvi ætlunarverki hans að steypa stjórn Fídels Castrós á Kúbu! Sagði maðurinn sem fæddur er á Kúbu og hefur búið þar hálfa ævina að hann hefði brotizt inn til að leita sannana fyrir þvi að kúb- anska stjronin hefði lagt fé til kosningabaráttu þeirra McGov- erns og Edwards Kennedys. Alþýðubandalagið9 Akureyri: r Ur NATO og burt ineð herinn Yfirlýsing frá stjórn Alþýðu- bandalagsfélagsins á Akureyri: „Stjórn Alþýðubandalags- félagsins á Akureyri lýsir and- styggð sinni á vopnaðri innrás Breta i islenzka landhelgi og hvetur alla landsmenn til einhuga mótmæla. Stjórnin telur sjálfsagt að kæra Breta fyrir örggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og slita öllu stjórnmálasambandi við Breta. bá vill stjórn Alþýðubanda- lagsins á Akureyri leggja áherzlu á, að hún telur að ofbeldi Breta sé ekki framið þrátt fvrir veru okkar i Atlanzhafsbandalaginu, heldur miklu fremur vegna Atlanzhafs- bandalagsins og i skjóli þess. Alþýðubandalagsmenn og allt vinstri sinnað fólk i landinu hefur frá öndverðu verið andvigt þátt- töku ísl. i hverskonar hernað- arbandalögum og hefur rótgróna andstyggð á öllu hernaðarbrölti. Uppsögn herverndarsamningsins og úrsögn Islands úr Atlanzhafs- bandalaginu hlýtur þvi að verða næsta skrefið i landhelgismálinu og þeirri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem stöðugt er háð. Stjórn Alþýðubandalags- félagsins á Akureyri telur sjálf- sagt að draga til baka öll tilboð um bráðabirgðasamkomulag við Breta og að ekki komi til mála að setjast við samningaborð með þeim meðan núverandi ástand riki. Hinn skýlausi réttur og vopnleysið mun að lokum sigra i þessu máli, en yfirgangsstefna i skjóli gapandi byssukjafta er dæmd til ósigurs.” Sáttmálinn s a m- þykktur BONN 25/5 — Vestur-þýzka sambandsstjórnin sem samsett er fulltrúum tiu fylkja Vestur- Þýzkalands og Vestur-Berlinar samþykkti i dag sáttmálann milli þýzku rikjanna en i honum er aö finna viöurkenningu á tilvist tveggja þýzkra rlkja. Einnig samþykkti stjórnin lög sem heimila stjórninni aö sækja um aðild að Sþ ásamt Austur-Þýzka- landi. Gustav Heinemann forseti mun væntanlega staðfesta sáttmálann i byrjun næstu viku eftir að hæsti- réttur landsins hefur tekið af- stöðu til kröfu fylkisstjórnarinnar i Bayern um að samningaviðræð- um milli landanna verði hætt. Fylkisstjórnin hefur fullyrt að með þvi að staðfesta tilvist tveggja þýzkra rikja brjóti sátt- málinn i bága við stjórnarskrá Vestur-Þýzkalands. Fylkisstjóri einn úr flokki sósialdemókrata hefur svarað kröfunni á eftir- farandi hátt: — Bayern getur ekki breytt gangi sögunnar. Það getur aðeins tafið hann. Herstöðvafundur á Akureyri i dag. sunnudag,halda her- stöðvaandstæðingar til fundar i Alþýðuhúsinu á Akureyri og hefst hann klukkan 4. Fram- sögumenn veröa Kristján frá Djúpalæk og Njörður P. Njarðvik. Fundarstjóri Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn. Á fundinum verður kjörin kjördæmisnefnd samtakanna á Noröurlandi eystra. Iljörlur E. Þórarinsson i LÍTIÐ INN í OKKAR NR. SÝNINGARDEILD 7 vinstra megin í anddyri HÚSGÚGN - ELECTROLUX-HEIMILISTÆKI - ROWENTA-HEIMILISTÆKI EF DÚ REYKIR eru líkurnar fyrir því að þú látist af völdum lungnakrabbameins 1 á móti 30.000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.