Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Vr smiðju r Asmundar Þessa dagana stendur yfir i Asmundarsal sýnig á verkum Asmundar Sveinssonar og 9 nemenda hans, sem stunduðu nám hjá honum i Myndlistar- skólanum i Reykjavik á árun- um 1946-66. Það er Myndlistarskólinn sem staöið hefur fyrir þvi að koma þessari sýningu upp i tilefni af áttræðisafmæli Asmundar. Um Ásmund og verk hans er óþarfi að fjölyrða, hann er alþjóð löngu kunnur af verk- um sinum eins og vera ber.Eitt er það þó sem þessi sýning vekur verðskuldaða athygli á, en sjaldan heyrist nefnt og það myndlist er sá hluti af ævistarfi Asmundar sem hann helgaði kennslu. Þessi afmælissýning er þvi verðugur minnisvarði um tveggja áratuga starf hans að menntunarmálum I s 1. myndlistarmanna. Verk Asmundar gegnum timann eru misjöfn að gæðum og ég álit að nýjasta verk hans, Ljóö til fjallkonunnar sem nú stendur úti fyrir Asmundarsal sé ekki i hópi þeirra er hann hefur bezt gert. Innan þess hóps sem nú sýnir með Asmundi eru flestir af þekktustu myndhöggvurum þjóðarinnar i dag, af yngri kynslóðinni. Þvi má ætla, að sýningin gefi nokkuð glögga mynd af stöðu isl. höggmyndalistar. Það kann að liggja i eðli hlutanna að málaralist er meir áberandi i listalifinu en höggmyndalist, þar sem mun umfangsminna er að koma þeirri fyrrnefndu á framfæri og væntanlega meiri auravon I að sýna málverk en högg- myndir. Hvort það er af sömu ástæðum sem fleiri leggja stund á málaralist en höggmyndalist skal ég ekki fullyrða um, en ekki er óliklegt að svo sé. Af sýningunni i Asmundar- sal verður þó ekki annaö séð en ástæðulaust sé að óttast um framtið höggmyndalistarinn- ar hérlendis, ef þeir sem þar sýna nú fá tækifæri til að stunda sitt verk. Ég efas ekki um að Asmundi Sveinssyni hefur ekki verið færð betri né verðugri afmælisfjöf en aö sýna með slikum myndarbrag verk nemenda hans og eftirkom- enda i Isl. höggmyndalist. Asmundi má vera ljóst að hann hefur ekki unnið til einskis, akur hans er þegar sprottinn. Ingiberg Upplýsingar um starfið gefnar i sima 12046 til kl. 16 virka daga. Frá Skólagörðum Reykjavíkur Innritun i Skólagarða Reykjavikur fer fram sem hér segir: í Aldamótagarða við Laufásveg þriðjudag 29. mai kl. 9—11 fyrir börn búsett vestan Kringlumýrarbrautar. i Laugardalsgarða sama dag kl. 1—3 fyrir börn búsett austan Kringlumýrarbrautar og norðan Miklubrautar. í Asendagarða miðvikudaginn 30. mai kl. 9—11 fyrir börn búsett sunnan Miklu- brautar og austan Kringlumýrarbrautar ásamt Blesugróf. i Árbæjargarða sama dag kl. 1—3 fyrir börn úr Árbæjarsókn. í Breiðholtsgarða (við Stekkjarbakka) föstudag 1. júni kl. 9—11 fyrir börn úr Breiðholtshverfi. Innrituð verða börn fædd 1961—1964 að báðum árum meðtöldum. Innritunargjald kr. 850 greiðist við innritun. Skólagarðar Reykjavikur. 75 ára til starfa nú þegar eða eigi siðar en 15. júni n.k. Starfið krefst góðrar vélritunarkunnáttu og stúdentsprófs eða hliðstæðrar mennt- unar. Ráðningartimi minnst 1 ár. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja starfsreynslu sem læknaritari. auk þess hinn skemmtilegasti og fjölfróðasti viðmælandi um margvislegustu efni. Ég hef verið svo heppinn, get sagt hreint og beint lánsamur, að þekkja hann bæði lengi og náið. Ótalin eru þau skipti, er við ráfuðum um fjöli og firnindi, ýmist masandi um heima og geima eða þegjandi þess á milli hugsandi hvor sitt. En þegar upp á eitthvert gott útsýn- isfjall var komið, brást það ekki, að Brynjólfur var búinn að varpa frá. sér öllum áhyggjum daglegs amsturs, öllum torræðum vanda- málum, og sinnti þvi nú einu að njóta þess, sem fyrir augað bar. Ég held ég hafi aldrei kynnzt nokkrum, sem i jafnrikum mæli gat orðið gagntekinn af stðrfeng- leik islenzkrar náttúru á góðum degi. Ég minnist þess eitt sinn — ég má segja, að við höfum verið staddir á Langjökli i skafheiðu veðri, en þaðan þótti honum feg- urst útsýni — þá fór hann eins og við sjálfan sig með þessi orð Ein- ars Benediktssonar, og mér finnst það táknrænt fyrir þennan bar- áttumann, oft kappsfullan: ,,Nú finnst mér það allt svo litið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti við hverja smásál eg er i sátt”. Að lokum, kæri Brynjólfur, óska ég þér langra lifdaga og Handlæknisdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vantar LÆKNARITARA fyrrum ráðherra Brynjólfur Bjarnason, fyrrum menntamálaráðherra og alþing- ismaður, er 75 ára i dag. — Hann er staddur á heimili dóttur sinn- ar: Kornerup — 4000 Roskilde — Danmörk. Það verður hlutskipti furðu- margra, vist óhætt að segja flestra, að gleymast fljótlega, þegar þeir eru gengnir eða at- hafnasemi þeirra i samfélaginu að minnsta kosti farin að þokast i skugga. Þetta á þó ekki við um alla. Og einn þeirra fáu er Brynj- ólfur Bjarnason fyrrum ráðherra. Ég held, að mynd hans I hugum samtiðarmanna sé litt eða ekki tekin að mást, enda þótt nokkuð sé umliðið, siðan hann var i sviðsljósi opinberra mála. Þar ber margt til: óvenju sérstæður persónuleiki, stórbrotinn stjórn- málamaður og siðast en ekki sizt hugsuður, sem lesinn verður um langa framtið. Eigi að siður er það ekki ó- merkur áfangi manns, áfangi, sem vert er að minnast, að hafa lifað þrjá aldarfjórðunga, þ.e.a.s. alla þessa stormasömu og um- rótsmiklu öld. Til þess held ég þurfi sterk bein, þegar um er að ræða mann, sem tekið hefur eins mikinn og röggsamlegan þátt i framvindu mála og Brynjólfur. Engan áberandi mann okkar samtiðar hef ég vitað kunna siður við sig i sviðsljósinu en Brynjólf, en hann leit alltaf á það sem heil- aga skyldu sina að fylgja hjart- ansmálum sinum eftir sem hann mátti, þó að margt hafi snúizt á annan veg en hann hefði kosið og hann hafi vist mátt stundum þola sár vonbrigði. En ég hygg þó, að hann liti til hins liðna með heim- spekilegri rósemi og án alls kala. Þegar hann tók að draga sig i hlé úr mestu orrahrið stjórnmál- anna, þá maður kominn yfir miðjan aldur, sneri hann sér að ó- Ilku viðfangsefni, sem mun hafa staðið huga hans nær á æskuárum en stjórnmálin, sem sé heimspek- inni. Eftir hann liggja nú margar bækur unnar af slikum skarpleik, sliku sjálfstæði i hugsun, að kall- ast mætti fullgilt ævistarf og mik- ilsvert, þótt ekki kæmi annað til. En Brynjólfur hefur auðvitað á löngum stjórnmálaferli sinum samið sæg af ræðum og ritgerð- um, sem ekki var heldur kastað höndunum til. Ég má segja, að úrval úr þessum verkum sé vænt- anlegt á bókamarkaðinn innan skamms. Þar fær ung kynslóð og um margt óráðin sögulegar heim- ildir og stjórnmálalegar útlistan- ir, sem hún vonandi kann að hag- nýta sér og læra af. Annars er það ekki ætlun min að skrifa neina itarlega afmælis- grein að þessu sinni, það hefur verið gert við fyrri tækifæri, og þaðan af siður nein eftirmæli, ég vona, að enn liði langur timi, þar til að sliku kemur. En mig langar til að hnýta i lok- in fáeinum persónulegum orðum. Brynjólfur hefur fleiri hliðar en að vera stjórnmálamaður og heimspekingur. Hann hefur mikið yndi af fögrum bókmenntum, einkum ljóðum, og framar öllu er hann mikill náttúruskoðari, enda lærður i náttúrufræði. Hann er góðrar heilsu og þakka margar ó- gleymanlegar samverustundir. GIsli Asmundsson. Heldur fyrirlestur um Kína Verðandi, Fylkingin og Stú- dentaráð HI gangast fyrir fundi sunnudaginn 27. mai klukkan 14 i mötuneytissal Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Þar mun Lin Hua frá sendiráði Kin- verska alþýðulýðveldisins halda fyrirlestur um þróun mála i Kina nú siðustu árin. Fundurinn er op- inn almenningi. Brynjólfur Bj arnason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.