Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mal 1973 PJOÐVILIINN MÁLGAGN SÓSIALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS 1 fctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann ^ Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Ritstjórar: Kjartan ólafsson Askriftarverö Jtr. 300.00 á mánuöi. Svavar Gestsson (áb.) Lausasöiuverö kr. 18.00. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Prentun: Blaöaprent h.f. ■■■ ...— ' .i H A AG/BRÚ SSEL-RE YK J A VÍK Það var greinilegt á undirtektunum að fundarmenn útifundarins i fyrradag voru sammála Lúðvik Jóepssyni, sjávarút- vegsráðherra, er hann lagði aðaláherzlu á það, að landhelgin væri okkar innanrikis- mál sem við leystum sjálf og ein i þessu landi og blönduðum engum erlendum aðila i fiskveiðilandhelgismálið sem slikt. Við semjum ekki um innlend málefni við útlendinga. Eða dytti nokkrum heilvita manni i hug að semja við útlenda laxveiði- fursta um nýtingu ánna okkar? Fyndist einhver með slika óra væri sá talinn óal- andi og óferjandi og það með réttu. Hér er semsé kominn á daginn sá kjarni land- helgismálsins sem mestu skiptir, spurningin um það að vera eða vera ekki — að vera íslendingur, eða ekki. Nú hafa aðstæðurnar krafizt þess að íslendingar risi upp til sigurs af þjóðlegum metnaði gegn alþjóðlegu auð- valdi og NATO herskipum. Hér er kominn enn einn sprotinn á sama meiði: i skurð- fleti hinnar þjóðlegu afstöðu fæst niður- staðan og svar við spurningunni að vera eða vera ekki — að vera Islendingur eða vera ekki. Hana má lika orða svona: — Að velja NATO eða hafna NATO. — Að vilja halda NATO her i landinu áfram eða berjast fyrir þvi að herinn fari burt strax. — Að vilja hefja erlent auðmagn til vegs i islenzku atvinnulifi — eða treysta eigin grundvöll, innlenda atvinnuvegi. Þessi atriði eru i rauninni nátengd afstöðunni til Haag dómstólsins og fullvíst er að allir íslendingar vilja að ráðum okkar verði ráðið i Reykjavík, en hvorki Brússel né Haag. Nei-hreyfingin norska gegn Efnahagsbandalaginu barðist einnig á þessum sama grundvelli: ,,Osló eða Brússel?”, og hún vann sigur — enn stærri sigur ynni hreyfing þeirra sem leggja i dag áherzlu á hinar þjóðlegu forsendur NOTUM TÆKIFÆRIÐ Eftir fáeina daga koma hingað tveir menn með þungar róður á bakinu. Annar þeirra er foringi Watergate-mannanna sem iðkuðu simahleranir, falsanir og raunverulgt kosningasvindl i síðustu for- setakosningum i Bandarikjunum. Sá er Nixon, Bandarikjaforseti. Hinn er i dag tákn fyrir kjarnorkuvopnatilraunir sem hefur verið mótmælt um allan heim fyrir tilstuðlan hinna skeleggu rikisstjórna Ástraliu og Nýja Sjálands. Sá er Pomidou. Þessir kappar vilja ekk sækja hvor annan heim — til þess fyrirlita þeir um of hvor annan. Þeir þora helzt ekki að hittast nema á eyjum fjarri þeirri heimsins vigaslóð sem þeir hafa sjálfir skapað. Það hefði vissulega verið fremur við hæfi að þeir kappar hefðu hitzt á ein- hverri eyjunni sem eitrunin frá kjarn- orkusprengingum Frakka umlykur, ellegar á hólmum Mekong fljótsins, sem fellur blóðlitað fram um sundurskotið landsvæði. En þessum herrum kemur ekki við hvað þeim færi bezt, þeir kusu siðast að hittast á eyju á portúgölsku landsvæði — og núna á Islandi. Vissulega er Islandi landhelgismálsins á íslandi. Þar er engin stjórnarandstaða. Þar er einhuga þjóð. Sjaldan eða aldrei er nauðsynlegra en nú að íslendingar svari hver einn og einasti til um afstöðu sina til landhelgis- málsins á hinum þjóðlega grundvelli þess fjölda er saman kom til fundar á Lækjar- torgi fimmtudaginn 24. mai sl. — svari i orðum og athöfnum undanbragðalaust. vafasamur heiður ger með þvi að lenda i spyrðubandi með Portúgal, en við þvi verður ekki gert meðan við sitjum við hlið nýlendukúgarana i NATO. En Is lendingar hafa um aldir alda haft þann sið að taka á móti umrenningum jafnt sem höfðingjum af sömu gestrisninni. Þeim mun aumari sem umrenningarnir voru þeim mun meiri likur voru á sæmilegum móttökum, ef gestrisnin var i raun æðst dyggða. Þannig mega þeir að sjálfsögðu koma hingað blessaðir aumingjarnir Nixon og Pompidou. En við munum að sjálfsögðu ekki aðeins sýna þeim nokkra gestrisni, með friði, þrátt fyrir þann ófrið, sem þeir hafa magnað, við munum einnig reyna að ala þá pinulitið upp. Og þá væri ekki úr vegi að minna þá á eitt og annað sem fylgt hefur i kjölfar þeirra um heiminn að undanförnu. Spurningin er nefnilega hvort það er ekki beinlinis fagnaðarefni að fá þá pótentáta i heim- sókn; þeim fylgja hundruð blaðamanna sem hafa ekkert þarfara að gera meðan fundurinn stendur yfir en að fylgjast með viðbrögðum landsfólksins við komu for- setanna. Og þá er um að gera að mótmæla kröftuglega, vera fjölmenn og nota tæki- færið til hins itrasta. Gígurinn á Heimaey er hljóðlátur, en... Um 30 miljón tonn hafa runnið úr gígnum frá páskum Þegar rætt er um aö iitiö gos hafi veriö I Eyjum aö undanförnu má ekki gleyma þvl aö úr gignum vellur stööugt hraunleöja, og reiknast Þorleifi Einarssyni jarö- fræöingi svo til, aö frá páskum hafi runniö um 30 miijón tonn úr gignum og frá byrjun hafi runniö Stjórn AB á Akureyri Aðalfundur Alþýðubandalags- ins á Akureyri var haldinn nýlega og var Jðn Ingimarsson kjörinn formaður félagsins. Óttar Einarsson var kjörinn varafor- maður, Einar Kristjánsson rit- ari, Haraldur Bogason gjaldkeri, Þórhalla Steinsdóttir og Höskuld- ur Stefánsson meðstjórnendur. úr glgnum kvart miljón tonn, en þaö svarar til fjóröungs hraun- magns er kom úr Heklu 1947. Svipaö magn kom úr Surtseyjar- gignum og Heklu 1947. Nýtt land I Vestmannaeyjum nemur nú um 230 hektörum, en I heild er hraunsvæðiö um 300 hektarar. Þorleifur sagði, að nýja fjallið héföi lækkað dálitiö aö undan- förnu og mætti sjá hringsprungur i kringum giginn. Hraunið rennur i göngum eða helli út úr gignum, fyrst i norðaustur og siöan suður með nýja fjaliinu og kemur I sjó milli Flugnatanga og Skarfatanga. Hraunhellirinn er sennilega á annan kllómetra á lengd og er hraunstraumurinn fyrst sjáan- legur um 300 metra frá sjávar- máli. Á Stórhöfða er allt annar heim- ur. Þar má sjá heilar breiður af AUGLÝSINGASÍMINN ER 17500. DJOÐVIUINN ■ Hraunið skrlöur fram I sjó (Ljósm. Þorleifur Einarsson) túnfiflum. Suðureyjan er öll græn og grasið vel sprottið. Lundinn situr i vikursköflunum við Skarfatanga og hann dundar við að grafa I grastorfur I bjarg- brúnunum og virðist ekki ætla að láta virkurinn og hið annarlega umhverfi hræða sig á brott. Áburður og grasfræ voru borin á vikurfláka við vatnsgeyminn hjá Gagnfræðaskólanum fyrir einum þremur eöa fjórum vikum og sjást nú viða grasnálar. En Þorleifur varar við of mikilli bjartsýni. Svo getur farið að hraunhellirinn stiflist og þá gæti hraun runnið aftur til norðurs, og þvi er full ástæða að halda kælingunni áfram og vera undir hið versta búinn, þvi að hrauniö er þunnfljótandi og gæti runniö um 500 metra á klukku- stund ef það færi á stað. sj Hátt fiskverð í Ostende Ásgeir Gislason, skipstjóri á togaranum Rán frá Hafnar- firði,kom að máli við okkur vegna fréttar i blaðinu fyrir nokkrum dögum um sölu tog- arans i Ostende i Belgiu, en i fréttinni hafði verið sagt að gæði aflans hafi verið léleg. Ásgeir sagði það ekki rétt með farið.þetta hefði almennt ekki verið lélegur fiskur, enda verðið býsna gott á verulegum hluta aflans. Seld voru 114 tonn fyrir 4,1 miljón kr. Meðalverð á þorski var 47,- kr. kilóið, og á karfa 50,- kr. kilóið. Fyrir ýsu og ufsa fékkst aftur lægra verð, enda var sá fiskur orðinn nokkuð gamall, veiddur fyrstu daga túrsins. Ýsan fór á 27,- kr. kilóið og ufs- inn á 28,- kr. kilóið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.