Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. maí 1973 RITHÖFUNDAR: Mikill meirihluti vill sam' einast í einufélagi Samstarsnefnd rithöfunda- félagaganna geröi fyrir nokkru aö tillögu sinni að fram færi „könnun á afstööu allra félagsbundinna höfunda til hugsanlegrar stofn- unnar allsher jarstéttarf élags rithöfunda, sem einskoröaöi sig viö málefni höfunda, en léti önn- ur mál afskiptalaus,” t nefndinni eru: Armann Kr; Einarsson og Þóroddur Guömundsson frá Félagi Islenzkra rithöfunda, Siguröur A. Magnússon og Einar Bragi frá Rithöfundafélagi islands. Rithöfundasambandiö hefur nú gert þessa könnum; fór hún fram með þeim hætti aö út var sendur einskonar atkvæðaseöill þar sem svarað skyldi: 1. Ertu fylgjandi að reynt verði að sameina islenzka rithöfunda i einum allsherjarsamtökum? 2. Ef svariö er játandi, telurðu, þá heppilegra að um sé að ræða allsherjar samtök er kjósi sér stjórn á aðalfundi eða deildaskipt samtök, þannig að skáldsagnahöfundar, ljóðskáld, barnabókahöfundar, leikskáld og þýðendur myndi deildir sem sið- an eigi fastan fulltrúa i sameigin- legri stjórn? Samtals nöfðu I54atkvæðisrétt úr báðum félögunum. 97 sendu svör, og skiptust þau þannig: 70 svöruðu fyrri spurningunni ját- andi. 53 vildu allsherjarsamtök, en 17 deildaskiptingu. 25 svöruðu fyrri spurningunni neitandi. Tvö svör voru ógild. Þátttaka skiptist þannig milli félaganna: Úr Rithöfundafélagi fslands tóku þátt 57 eöa 67 1/2%. Úr Félagi islenzkra rithöfunda tóku þátt 38 eða 57 1/2%. (Fré11ati 1 kynn i ng frá Rithöfundasambandi lslands.) Samúðarkveðjur og stuðningi heitið frá PEN í Finnlandi PEN-félag Finnlands hefur tjáð PEN-félagi fslands, að á aðalfundi sinum nú nýverið hafi félagið ákveðið að verja fé til söfnunar Rauða Kross Finnlands i ti'efni af eldgosinu i Heimaey, jafnframt þvi sem það vottar Islandi dýpstu samúð sina. Þá hefur félagið enn fremur skrifað fjarstöddum félögum sinum og skorað á þá að stuðla eftir fremsta megni að nefndri fjársöfnun. PEN-félögin (PEN International) eru alþjóðasamtök skáida, rithöfunda og útgefenda. Forseti islenzka PEN-félagsins er Tómas Guömundsson og heiðurs- forseti Gunnar Gunnarsson. (Frá PEN-félagi Islands) AF UMBURÐARLYNDI „Það var um nótt þú drapst á dyr hjá mér og dyrnar opnuðust af sjálfu sér". Hver man ekki eftir þessum fleygu Ijóðlín- um? Hverman ekki eftir þessu unaðslega dansíagi, sem dunaði um borg og bý hér á árun- um, annað hvort við tregablandið hljómfall nikkunnar eða á Ijúfum ástarfundi án undir- leiks? Lagið varð lag ársins og Ijóðið var Ijóð dagsins, Ijóð sem gekk beint til hjartans og fjallaði enda raunar um meira en lítið hugljúft efni. Allir muna eftir Ijóðinu. DRAUMUR FANGANS. Þegarég horfði á sjón- varpið á mánudaginn var, fannst mér ég jafn- vel eygja þá von, að ef til vill væri framan- greindur draumur fang- ans að rætast, sem sagt að „dyrnar opnuðust af sjálfu sér." Það er eins og fanga- mál séu að verða eitt- hvert tizkufyrirbrigði nú uppá síðkastið. Þessu ber að fagna,því hér er á ferðinni merkilegt mál. í sjónvarpinu á mánudag- inn var sýnt íslenzkt sjónvarpsleikrit, sem fjallaði um nokkra ofsa- töffara við iðju sína, daglegt amstur þeirra á letigarðinum og fleira. Ég ætla ekki að f jölyrða um leikrit þetta, sem var mjög þokkaleg útfærsla á ofurhversdagslegum frumtexta, en staldra heldur við umræðuþátt, sem á eftir fór, þar sem málið var „krufið til mergjar" af nokkrum sérfræðingum. Það kom fljótlega i Ijós að mikið vantar á, að nærri nóg sé gert f yrir íslenzka glæpamenn, og maður hlýtur að taka undir það og segja eins og kellingin „Hverseiga mennirnir eiginlega að gjalda?" Maður, sem ræðst á rúmlega áttræða konu á Rauðarárstígnum, lem- ur hana niður í götuna og rænir hana ellilifeyrin- um og tvennum gleraug- um,á að eiga heimtingu á því að þjóðfélagið sýni honum fuilan skilning. Blessuðum drengjun- um, sem vaða um borg- ina ruplandi og rænandi í skjóli næturinnar á að sýna meira umburðar- lyndi. Það á ekki að erfa það við unga vaska menn, þótt þeir ástundi þá iðju að ráðast á aldr- aða vegfarendur aftan frá, hálfdrepi þá, ræni þá og skilji þá eftir i blóði sínu, því hvað segir ekki í Hávamálum: „Þagalt og hugalt skyli þjóðans barn og vígdjarft vesa. Glaðr og reifr skyli gumna hver unz sinn bíður bana." Mér er nær að halda, eftir sjónvarpsþáttinn á mánudaginn var, að ís- lenzkir afbrotamenn séu á góðum vegi með að verða einskonar óska- börn íslenzku þjóðarinn- ar. Hún var ekki lítil vandlætingin yfir því, að atvinnurekendur skyldu ekki vera ólmir i að ráða íslenzka afbrotamenn í vinnu, og maður verður að taka undir þá vand- lætingu. Að vísu hefur verið reynt að fela þeim störf,samanber drengina í Hraðf rystihúsinu á dögunum, en þeir brut- ust fljótlega inn á vinnu- stað sjálfsagt af gömlum vana og munaði minnstu að þeir dræpu einn skrif- stofumann fyrirtækisins með hamri, sem þeir lustu í höfuðið á honum. Ég er persónulega þeirr- ar skoðunar að þarna hafi komið í Ijós að pilt- arnir hafi verið á rangri hillu. Þeim ertamara að handleika hamra, meitla, tengur og tól en flatningshnífa, og þess vegna ættu smíðaverk- stæði og bygginga- meistarar að leitast við að fá þá í lið með sér. Hins vegar ætti að leyfa þeim sem tamt er að reka fólk á hol með hníf- um að svala sér á þorsk- inum, en skotglaðir af- brotamenn ættu að fá vinnu í sláturhúsum, eða eins og máltækið segir: „Rétturglæpon á réttum stað". Það er full ástæða til að taka undir þá skoð- un, sem fram kom í sjón- varpinu á mánudaginn, að réttast væri að fang- arnirgengju lausir með- an þeir eru að afplána, til þess að þeir geti „samlagazt þjóðfélag- inu". Auðvitað eiga þeir að vera á fullu kaupi á meðan þeir eru að ,,taka út", því annars er svo hætt við að þeir ,,hitti aftur gömlu félagana" og ,,detti aftur í sama farið" eins og það var orðað. Þeir fjölmörgu, sem búa við ævilöng örkuml af völdum þessara dáða- drengja, verða að sýna skilning, ef þeir hafa lif- að líkamsárásina af, því er það ekki skylda hvers kristins manns að „rétta hinn vangann"? Sú skoðun er löngu úr- elt að sumir menn séu fæddir drullusokkar en aðrir ekki. Þó er talið að uppeldi og heimilishald geti haft nokkur áhrif á hegðan manna. Þess vegna hefur sú hugmynd fengið byr undir báða vængi að ef til vill væri rétt að taka hestamannafélögin í landinu til fyrirmyndar og hafa afkvæmasýn- ingu, sem sagt sýna for- eldra íslenzkra pörupilta opinberlega með af- kvæmum, því með hreinræktun mætti tví- mælalaust auka hæfni þeirra og athafnaþrá. Prestar, félagsráð- gjafar, varðstjórar, ráðuneytisstjórar, leik- stjórar og samborgarar. Takið nú höndum saman og sýnið innbrotsþjófum, ofbeldismönnum, svik- urum, fölsurum og morðingjum fullan skilning og umburðar- lyndi og takið ykkur í munn orð skáldsins: „Vesalings vesalings angar, ég veit hversu sárt ykkur langar". P.S. Ég get ekki látið hjá líða að senda þeim sem ástunda það að ráðast á vegfarendur með rán í huga nokkur varnaðar- orð: Ráðizt ekki aftur á Sverri vin minn Kristjánsson. Bæði er, að hann gengur nú til öryggis við gildan staf, og þá er einnig ólíklegt að þar sé feitan gölt að flá. Þetta segja útvegsmenn frá Eyjum Um hafnir, landhelgi, fiskmatið - og Eyjar Á aðalf undi sínum nýver- ið gerði Útvegsbændafélag Vestmannaeyja sam- þykktir um ýmis mál. Eru þær birtar hér á eftir. Hafnarmál á SuðurlandT Almennur fundur i Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja, haldinn i Reykjavlk 20. mai 1973, vill benda á, að ef svo illa fer, að ekki verði hægt að gera út frá Vestmannaeyjum á næstu vetrar- vertið, og um engar hafnarbætur verður að ræða i Þorlákshöfn fyrir þann tima, þá mun útgerð Vestmannaeyja dragast verulega saman. Fyrir þvi skorar fundur- inn á hæstvirtan samgönguráð- herra og vita- og hafnarmála- stjórn landsins, að nú þegar verði hafizt handa um stórauknar hafn- arframkvæmdir i Þorlákshöfn, með það fyrir augum, að þegar á næstu vetrarvertið verði um verulega bætta aðstöðu að ræða fyrir bátaflotann. Fundurinn minnir á, aö á nýlið- inni vertiö lönduðu Vestmanna- eyjabátar 14 þúsund lestum af fiski i Þorlákshöfn, og að sérstak- lega góð veðrátta átti stærstan þátt i þvi, að ekki hlauzt stórtjón af hinni miklu örtröð fiskiskipa i höfninni. Fundurinn telur, aö nú þegar verði að bæta vinnuaðstöðu þeirra ágætu manna, er starfa á hafnarvog Þorlákshafnar, og skorar á hafnaryfirvöld landsins, að starfsmönnum hafnarvoga i landinu verði sköpuð til að skila vigtarnótum með útreiknuðu aflamagni til skipta hverju sinni. Fundurinn fagnar þingsályktun og samþykkt Alþingis hinn 13. april s.l., um aö íela rikisstjórn- inni að láta nú þegar hefja athugun á staðsetningu nýrrar hafnar á suðurströnd landsins. Jafnframt telur fundurinn að framkvæmdir við nýja höfn megi ekki verða til þess að draga úr framkvæmdum i þeim höfnum, sem fyrir eru á svæðinu. Mótmæla fiskmatinu Almennur fundur i Útvegsbænda- félagi Vestmannaeyja, haldinn i Reykjavik 20. mai 1973. Vill benda á að á nýliðinni vertið var töliuvert magn af fiski sem landað var i Þorlákshöfn, ekki metiö samkvæmt gildandi reglu- gerð um mat á ferskum fiski. Fundurinn mótmælir þeim vinnubrögðum Ferskfiskmatsins, Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.