Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóöfrelsis. Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Aúglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Stðumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Prentun: Blaðaprent hf. „Annað atriði sem heldur uppi verði er heildsalakerfið”, sagði Carter „Heildsal- ar hafa að mestu horfið af sjónarsviðinu i verslunarinnar jukust um tæplega 63% frá Aö leggja heild- söluna niður og lœkka vöru■ veröum 10-15% í vetur hefur breskur sérfræðingur um smásöluverslanir dvalist hér i nokkra mánuði. Sérfræðingur þessi, Stanley Carter, starfar annars á vegum fyrir- tækisins British Executive Service Overseas, og samkvæmt viðtali i Morgun- blaðinu við sérfræðing þennan er til- gangur fyrirtækisins að veita sérfræði- þjónustu „við uppbyggingu fyrirtækja i þróunarlöndunum, ekki sist i nýfrjálsum rikjum Afriku.” Og sérfræðingur þessi kom hingað og i viðtalinu við Morgun- blaðið birtir hann helstu niðurstöður sinar eftir að hafa rannsakað verslunarrekstur á íslandi. Hann telur að einkum sé það tvennt sem þurfi lagfæringar við. í fyrsta lagi bendir hann þar á skattakerfið hér á landi: „óbeinir skattar eru hér mun hærri en til dæmis i Bretlandi... óbeinu skattarnir þrýsta verðlaginu upp hér á ís- landi...” Annað meginvandamál verslunarinnar og þar með neytenda á íslandi er heild- verslunin. Morgunblaðið segir i viðtalinu um þetta vandamál, heildsalastéttina: öðrum löndum Evrópu og flestar verslanir panta vörur sínar beint frá framleiðanda. Hnignunarskeið heildverslunarinnar i Bretlandi var á milli 1930 og 1945 og þvi fylgdi mikið strið, hótanir og erfiðleikar. Það má fullyrða að hvarf heildsölukerfis- ins hafi leitt til 10 til 15% íækkunar á vöruverði.”” Ennfremur hefurMbl. eftir Carter: „Ég held að þróunin hér verði einnig sú að smásöluverslanir fari meira út I það að kaupa sjálfar beint inn og að heildsölu- kerfið leggist niður þvi það er ekkert vafa- mál að það ýtir upp verðlagi.” Hér er komið verðugt viðfangsefni að glima við: Að leggja niður heildsalastétt- ina og lækka vöruverðið um 10—15%. Það er ekki litill ávinningur fyrir neytendur i landinu og alþýðusamtökin i landinu að keppa að. Nýlega komu frá Þjóðhagsstofnun verslunarskýrslur ársins 1974. Þar kemur fram meðal annars hvað heildverslunin kostar þjóðarbúið. Það ár unnu liðlega 4000 manns við heildverslunarfyrirtæki sem eru milli 500 og 600 talsins. Þessi starfsmannafjöldi er meira en þriðjungur allra þeirra sem unnu á vegum verslunar- innar. Vinnuafl i versluninni jókst um 3.3% á árinu 1974, sem var mun minni aukning en árin á undan, að ekki sé minnst á siðasta heila valdaár viðreisnar- stjórnarinnar þegar aukning mannafla i heildversluninni varð 9,3%. Verslunar- velta heildverslunarinnar 1974 jókst um 65% frá árinu áður. Heildartekjur heild- fyrra ári, en álagningartekjur um 39%. Hreinn hagnaður eftir skatta jókst úr 790 milj. kr. 1973 i rúmlega 800 milj. kr. 1974. Eftir að hægri stjórnin tók við batnaði hagur heildverslunarinnar mjög veru lega, að sjálfsögðu á kostnað almennings eða eins og segir orðrétt i Verslunar- skýrslum ársins 1974: „Afkoma heildverslunar án olíu-, byggingavöru og bilaverslunar virðist hins vegar hafa farið batnandi á árinu 1975. Veltuaukning er talin nema rúmlega 40% og umboðslaun og aðrar tekjur aukast um 52% á árinu 1975. Heildartekjur þessara verslunar- greina voru 19,6 miljarðar króna 1974, en eru áætlaðar 27,5 miljarðar króna 1975 eða rúmlega 40% hærri..... Vergur hagnaður fyrir skatta eykst á árinu 1975 um tæplega 74% eða úr 923 milj. kr. árið 1974 i tæplega 1.605 milj. kr. og hlutfall hagnaðarins af heildartekjum hækkar úr 4,7% I 5.8%.” A þvi ári sem hagnaður heildverslunar- innar jókst stórum eins og sést af yfirlitinu hér að framan skertist kaupmáttur svo,að Alþýðusamtökin töldu i lok veisluárs heildsalanna að laun þyrftu að hækka um 30% til þess að halda kaupmætti. Skýringin á þessu er að sjálfsögðu sú, að rikisstjórn heildsalanna telur sér skylt að gæta hagsmuna þeirra og það verður ekki gert nema á kostnað launafólks. Þetta er ákaflega mikilvæg pólitisk staðreynd sem vert er að hafa i huga og méð þvi að leggja heildsölustéttina niður mætti lækka vöru- verð i landinu um 10—15%; það þýddi auð- vitað að Geir Hallgrimsson heildsali hyrfi af sjónarsviðinu, ekki aðeins sem heild- sali, heldur einnig sem forsætisráðherra. —s. Vinstri arm- ur fyrir- finnst enginn Bæði Alþýðublaðiö og Dagblað- iö geta þess I framhjáhlaupi i gær að hægri öflin hafi unniö góðan sigur á aöalfundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykja- vik á mánudaginn, þar sem Krist- inn Finnbogason var kjörinn for- maður og Jón Aðalsteinn i Sport- vali varaformaður. Þessi fullyrð- ing gerir ráð fyrir að til sé vinstri armur innan Framsóknarfélag- anna I Reykjavik. Við leyfum okk- ur að efast stórlega. Vinstri arm- urfyrirfinnst enginn, þóttnokkrir innlyksa vinstri menn kunni að hafa verið I andófshópnum gegn Kristniog liöi hans. Forystumenn hans, Guömundur G. Þórarins- son, Kristján Benediktsson og Eirlkur Tómasson veröa aö minnsta kosti ekki taldir neinir sérstakir vinstri Framsóknar- menn, enda reyndir flokksvéla- menn. Miklu nær sanni er að álykta sem svo, að þarna hafi staöið barátta um persónur, væntanlegt framboð og taktík. Hugsjónareld- urinn er löngu slokknaöur I Fram- sóknarfélögunum i Reykjavik, og fylkingar innan þeirra takast ekki á um stefnumál. Vond stjórnlist Þaö eru hinsvegar margir Framsóknarmenn, og það ekki einvöröungu utan af landi, eins og Kristinn Finnbogason f veldisstóii slnum og ekkl sakar að hafa sakadómara sér við hægri hönd. mundur G. Þórarinsson væri að leggja hann á. Hann mun ætla sér stóran hlut á framboðslistanum i Reykjavik viö næstu alþingis- kosningar. Klókindin eiga að hafa veriö I þvi fólgin að etja Sverri Bergmann á móti Kristni i þeirri von að sá fyrrnefndi tapaöi kjör- inu, og heföi eftir það minni möguleika en áður að bitast við Guðmund um þriöja sætið á þing- lista Framsóknar. Guðmundi varð ekki kápan úr þvi klæöinu, og situr nú eftir mikiö mæddur, þvi aö krókur kom á móti bragöi. Skrípaleikur- inn kring- um herinn Stundum sýnist manni að her- stöðvasinnar hér á landi gætu gert sjálfum sér greiöa og jafnvel slegiö á andstööuna gegn herset- unni með þvi aö koma fram gagn- vart hernum af sæmilegri reisn. Svo gegnsýröir eru þeir þó af her- námshugarfarinu að þetta er þeim um megn. 1 hvert skipti sem upp kemur „viðkvæmnismál” i sambandi við herinn taka ráða- menn og stofnanir að leika kostu- legan skripaleik. Dæmi um þetta er losun hersins á hergögnum i hafið i trássi við alþjóðalög. Utanrikisráöuneytið segist ekki hafa veitt leyfi, en ber þaö á land- helgisgæsluna og lögreglu- stjórann á Keflavikurflugvelli. Pétur Sigurðsson, forstjóri segir ekki ég og lögreglustjórinn i Keflavik segir ekki ég. Hafnar- Svona ku hylkin Uta úr, sem her- inn sökkti f tonnatali, en hver veit hvað raunverulega var i pokan- um? stjórinn I Njarðvikum segir ekki ég og loks kórónar utanrikisráöu- neytiö vitleysuna með þvi að full- yrða að það hefði veitt leyfi til los- unar, ef það heföi veriö spurt, þvi aö herinn hafi lýst góssinu sem sökkt var og þaö hefi ekki verið hættulegt. Einusinni enn kemur i ljós, að Islensk yfirvöld hafa ekki og vilja ekki hafa neina möguleika til þess að halda uppi eftirliti meö um- svifum „varnarliösins”. Einar Ágústsson lætur sig hafa það að trúa öllu sem frá hernum kemur: hvort sem þaö eru yfirlýsingar um kjarnorkuvopn eða skranlos- un. Við tökum undir þaö með Dagblaðinu að réttast væri aö nota tækifæriö og skylda herinn til þess aö slæða upp drasliö og sannreyna á þann hátt, hvort ver- ið sé að hafa okkur að fiflum enn einu sinni. atkvæðatölur á fulltrúaráðsfund- inum sýndu, sem eru þerrrar skoðunaraðþað sé vond stjórnlist að hafa kliku Kristins Finnboga- sraiar við völd. Hún hafi svo vont orö á sér vegna ráösmennsku sinnar I bankakerfinu, fyrir- greiðslunnar til vildarmanna sinna, vafsturs með flokksfjár- málin og vegna annarra „fram- sóknarskandala”, að fylgi muni hrynja af flokknum i Reykjavik, og ekki slður úti á landi, þar sem áhrifamiklum Framsóknar- mönnum dáma ekki völd fjár- málaklikunnar i höfuöborginni. Veldi Kristins Finnbogasonar stendur nú með enn meiri blóma en áður eftir glæsilegan sigur, og er kurr i andófsliðinu en sam- takamáttur enginn. óánægjan er þó fyrir hendi og hugsa menn sér heist til hefnda viö kjörborðið að ári. Krókur á móti bragöi Ekki er nokkur vafi að fram- boðsmálin hafa verið rikur þáttur I þessum deilum. Eins og kunnugt er dró frambjóðandi Guömundar G. Þórarinssonar o.fl., Sverrir Bergmann, læknir, sig I hlé á sið- ustu stundu og lýsti stuöningi við Kristim. A þessu hafa Fram- sóknarmenn tvær skýringar: Annaöhvort hafi hann verið beygður af Ólafi, Einari og Þór- arni, eða honum hafi veriö bent á það klókindabragð, sem Guð-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.