Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1977 Helgi Ólafsson byrjar glæsilega jafntefli við tvo stórmeistara og sigur Helgi ólafsson, sem um þessar mundir teflir á al- þjóölegu skákmóti í Lone Pine í Kaliforníu hafði í gær lokið þremur skákum og fengið úr þeim tvo vinn- inga. Eftir jafntef li við tvo stórmeistara og sigur yfir einum titillausum, hefur Helgi tvo vinninga og var í efstu sætunum. — Þetta er æði fjölmennt mót, sagði Helgi i samtali viö Þjóðvilj- ann i gær. — Það eru hérna einir sextán stórmeistarar af um fimmtiu keppendum, sem margir hafa náð alþjóðlegum titili. Teflt er eftir Monrad-kerfi og um- feröirnar verða þvi niu talsins. Helgi sagði að Lone Pine væri aöeins um þúsund manna þorp undir rótum hæsta fjalls Banda- rikjanna og ekki svo langt frá lægsta punkti Bandarikjanna, þ.e. „Dauðadalnum” svokallaða. Það má þvi segja að náttúran sé næsta óvenjuleg i kringum Helga, en aðbúnaður i þorpinu var eins og best verður á kosið, og þegar Þjv. hringdi kl. fimm að Islensk- um tima var Helgi vakinn af vær- um svefni klukkan átta að morgni, en i Lone Pine er klukkan niu klukkustundum á eftir is- lenska timanum. Helgi sagði að á meðal stór- meistaranna sem þarna tefldu væru þeir Browne frá Bandarikj- unum og Balasjov frá Sovétrikj- unum. Nona Gaptindaschwiií, heimsmeistari kvenna, sem er frá Sovétrikjunum er einnig á meðal þátttakenda. — Ég byrjaöi i fyrstu umferð, sem var tefld á sunnudag, á þvi að tefla við bandariska stórmeist- arann Larry Evans. Evans hafði hvitt og fékk mun þægilegri stöðu, en lék illa af sér i timahraki og ég stóö allt i einu með unnið tafl i höndunum. Þá byrjaði allt i einu frægur bandariskur skákmaður, sem aðallega er þekktur fyrir skákdæmi, að vappa i kringum borðið, ýmist glottandi eða hlæj- andi. Mér varð auðvitað ekki um sel, hélt aö e.t.v. væri mér að sjást yfir einhverja ægilega leik- fléttu hjá andstæðingnum. Það varö þvi úr að ég fórnaði manni fyrir þráskákarmöguleika og jafntefli var samið. Seinna sá ég að það heföi verið leikur einn að vinna þessa fyrstu skák, en skák- dæmasérfræðingurinn setti mig út af laginu. í næstu umferð mætti ég svo ungum bandarikjamanni, sem ég held aö hafi náð hálfum alþjóð- legum meistaraárangri. Ég hafði hvitt og náði vinningi, sagði Helgi. — Og i þriðju umferð tefldi ég með svart á móti bandariska stórmeistaranum Larry Christiansen og gerði jafntefli. Helgi sagöi að tveir eða þrir keppendur væru meö 2.5 vinninga eftir umferöirnar þrjar. Siðan koma> nokkrir til viðbótar i ein- um hnapp með 2 vinninga, þannig aö ennþá er Helgi I einu af efstu JafnteflisLíkur hjá Kortsnoj á móti Petrosjan KORTSNOJ FETROSJAN Níunda einvígisskák Kortsnojsog Petrosjanvar tefld í II Giocco í gær. Hafði Kortsnoj hvítt og varðist af hörku en sákin fór i bið. Þykir hún harla jafnteflisleg en þó hefur Kortsnoj heldur betri stöðu með biskup og riddara á móti tveimur riddurum andstæðingsins. Sögðu þeir Smyslov og Spasski í gær að með því að gera peðin ósamstæð, þe. skipta þeim þannig upp að hvitt peð ætti eina línu út af fyrir sig, gæti Kortsnoj e.t.v. þvingað fram meiri vinningslíkur. Skákin tefldist þannig: Hvftt: Viktor Kortsnoj Svart: Tigran Petrosjan. 1. c4-e6 21. Hxd7 + -Rxd7 2. g3-d5 22. Hdl-Hc8 3. Rf3-Rf6 23. b3-R7b8 4. Bg2-Be7 24. Kb2-Hd8 5. d4-0-0 25. Hxd8-Kxd8 6. Rc3-dxc4 26. Rb5-Kd7 7. Re5-c5 27. Kc3-a6 8. dxc5-Dxdl 28. Rd4-b6 9. Rxdl-Bxc5 29. Rf3-h6 10. Rxc4-Rc6 30. Rd2-Kc7 11. Be3-Bb4+ 31. f4-Rd7 12. Bd2-Bxd2 32. Bf3-b5 13. Rxd2-Bd7 33. b4-Rb6 14. Rc4-Hfd8 34. a3-Ra4+ 15. Rc3-Kf8 35. Kd3-Re7 16. Rd6-Hab8 36. Bh5-f6 17. 0-0-0-Re8 37. Bg4-Kd7 18. R6e4-Ke7 38. Bh3-Rc8 19. RC5-RÍ6 39. e4-Re7 20. Rxd7-Hxd7 40. Rf3-Rc6 Biðstaðan hjá Kortsnoj og Petrosjan. Hvltur, Kortsnoj, lék biöleik. sætunum. Hann átti að tefla fjórðu umferðina i gær, en fyrsti fridagur er á föstudag, og siðan ekki aftur fri fyrr en degi fyrir siðustu umferð, sem tefld verður 30. mars. Helgi á vafalaust ekki sjö dag- ana sæla framundan. I Monrad- kerfi er mönnum raðað saman eftir árangri úr næstu umferðum á undan og eftir þessa glæsilegu byrjun lendir Helgi liklega I hverjum stórmeistaranum á fæt- ur öðrum. Oft getur þvi verið „taktiskara” að byrja illa i Mon- rad-kerfinu og tefla þá við tiltölu- lega veika menn fyrst. En hitt er lika dálitið spennandi að glima við „stórlaxana” og I þeirri að- stöðu er Helgi einmitt um þessar mundir. Bandariskur auökýfingur, upp- finningamaður, stendur fyrir þessu móti árlega og býður hann glæsileg verðlaun, sem laða að marga fræga stórmeistara. Fyrstu verölaun eru rúmlega tvær miljónir islenskra króna en fyrstu 15 menn fá stiglækkandi verðlaun, og má reikna með að stórmeistararnir raði sér að venju i verðlaunasætin. 1 Lone Pine er teflt i litlu húsi með örfáum áhorfendum og hefur auðkýfingurinn ekki annað upp úr mótinu árlega heldur en tug miljóna tap, en jafnframt mikla ánægju af þvl að lifga upp skáklif- ið i Lone Pine! Helgi Ólafsson byrjaði vel f Lone Pine en fær fyrir vikið erfiða andstæð- inga I næstu umferðum. —gsp Spasskí á meðal frumsýningargesta 1 gær var frumsýnd við hátið- lega athöfn stutt kvikmynd sem Skáksambandið hefur látiö gera um einvigiö Fischer — Spasskl 1972. Reyndist myndin samansett af mynd- segulbandsupptökum frá nokkrum eingvigisskákanna og sjást kapparnir að tafii i fyrstu, fjórðu og 21. einvigis- skákinni. Friðrik ólafsson les heimildartexta meö mynd- inni sem var nimur stundar fjórðungur að lengd. Meðal frumsýningargesta var önnur söguhetjan, Boris Spasski, ásamt Marinu eiginkonu sinni, Smyslov aðstoðarmanni sin- um og frú hans og einnig var þarna staddur Vlastimil Hort ásamt fleiri gestum Skáksam- bandsins. Hort bað um frestun næsta skák ekki tefld fyrr en á sunnudag klukkan fimm Hort vill hvllast og búa sig vel undir lokaátökin. Skyldi hann ætla sér að tefla til vinnings. Viastimil Hort bað i gær um frestun einvigisskákarinnar sem tefla átti I dag, en það var tólfta og jafnframt siöasta viðureignin. Sagðist Hort fremur illa fyrir kallaður og að fengnu iæknisvottorði var failist á beiðni hans um frest- un fram á sunnudag. Er þetta fyrsta skákin sem frestað er I þessu einvigi hér á tsiandi, en annarsstaðar hafa orðiö margar tafiö vegna frestana af ýmsum ástæöum. t gær var ekki að sjá veru- leg sjúkdómseinkenni á Hort, sem fylgdist með kvikmynda- sýningu Skáksambandsins hinn brattasti. Hitt er e.t.v. ekki ósennilegt að tékkinn sé að undirbúa stórsókn á Spasskl i lokaskákinni, þótt flestir eigi von á varfærnis- legri taflmennsku beggja sem leiði til jafnteflis. En vlst er að taugar kepp- enda eru um þcssar mundir þandar til hins ýtrasta og þeir eiga vissuiega skilið að fá hvlld fyrir lokarimmuna. „Karpov-Fischer yrði mildll skákviðburður” sagði Spasskí um baráttuna um heimsmeistaratitilinn — Min skoðun er sú að ein- vfgi Karpovs og Fishers yröi eina einvigið sem hægt væri að segja um með sanni að stæði á milli tveggja bestu skák- manna heims um þessar mundir, sagði Boris Spasski að lokinni kvikmyndasýningu Skáksambandsins I gær. Sjálf- ur sagðist Spasski ekki álita sig nægilega sterkan um þess- ar mundir til að mæta Fischer á nýjan leik, — en Karpov er afar sterkur skákmaður og myndi vafalaust veita honum hafða keppni, bætti hann við. Spasski sló á iétta strengi I gær við blaöamenn og skák- sérfræðinga sem voru að velta vöngum yfir biöstööum Kortsnojs — Petrosjans og Larsens — Portisch. Var ekki að sjá að Spasski væri svo mjög þrúgaður af bardagan- um við Hort, enda hefur hann trúlega vitað um þá ósk Horts að fá skákinni frestað, þótt skv. regiunum sé heimilt að óska ekki eftir frestun fyrr en nokkrum klukkustundum áöur en viðureignin skal hefjast. Afmælisfa Sovéskir stórm eistarar halda upp á afmælisdaga sina með stuttu millibili þessa dag- ana. 1 dag á aðstoðarmaður Spasskls, Smyslov, t.d. 56 ára afmæli og átti að verða gott tóm til fagnaðar þvi Hort bað um frestun tólftu einvigis- skákarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.