Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 6
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1977 Raett um atvinnul e Jakobsdóttir Jafnréttismál ad fella skerdingarákvædi nidur A mánudaginn uröu miklar um- ræður um breytingar á lögunum um atvinnuleysistryggingasjóö. A dagskrá voru tvö frumvörp. Hiö fyrra frá Svövu Jakobsdóttur, en þar er gert ráð fvrir þvl, aft ákveftift tekjuhám. i maka — tvö- föld laun 4. taxta Dagsbrúnar — skerfti rétt til bóta úr atvinnu- leysistryggingasjófti. Hins vegar er um aft ræfta frumvarp Ragn- hildar Helgadóttur og fleiri þing- manna sem gerlr ráft fyrir þv^aft þessi skerftingarákvæði laganna verði felld niftur afteins aft þvi er varftar fæftingarorlofsgreiftslur. A mánudaginn var frumvarp Svövu tekift fyrir fyrst og mælti hún fyrir frumvarpinu. Var fram- söguræöa hennar birt I heild á þingsiöu blaftsins I gær, miftviku- dag. Er umræftu um frumvarp Svövu var lokið hófst umræða um frumvarp Ragnhildar Helgadótt- ur og fleiri. 1 framsögu gagnrýndi Ragnhildur stjórn atvinnuleysis- tryggingasjóðs, einnig réðist hún að Svövu Jakobsdóttur fyrir að flytja frumvarpiö um breytingar á atvinnuleysistryggingasjóði með þeim hætti sem Svava gerði. Sakaði hún Svövu um trúnaðar- brot. Að lokinni ræðu Ragnhildar svöruðu þau Eðvarð og Svava ræðu Ragnhildar. Er sagt frá ræðum þeirra hér á eftir. Þá töl- uðu Karvel Pálmason og Guð- mundur H. Garöarson, en þá var fundi frestað til kl. 21. Varð kvöldfundurinn tveggja stunda langur. Þar svaraði Eðvarð Guðmundi H. Garðarssyni sér- staklega, einnig svaraði Svava ýmsum atriðum sem fram höfðu komið I ræðum Ragnhildar og Karvels. Þá talaði Matthfas Bjarnason tryggingaráðherra sem tók upp þykkjuna fyrir stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs, og skammaöi Guðmund H. Garöars- son, Guðmundur talaði og svaraði Matthiasi og loks talaði Ragn- hildur Helgadóttir. En hér fer á eftir frásögnin af ræðum þeirra Eðvarðs og Svövu. Eðvarð Sigurðsson sagði að 1975 hefði enginn ágreiningur verið um það hvort konum bæri að fá fæðingarorlofsgreiöslur, heldur um hitt undir hvaða laga- bálk þessar greiöslur ættu að falla. Kvaðst Eðvarð hafa verið þeirrar skoðunar að þessi mál hefðu átt að falla undir almanna- tryggingar en ekki jafnfjarskyld lög og um atvinnuleysistrygging- ar. Lögin ákveða skerðingu Þá svaraði Eðvarð þeim að- dróttunum sem fram höfðu komið i ræðu Ragnhildar Helgadóttur I garð stjórnar átvinnuleysis- tryggingasjóös. Ræddi hann þá ákvörðun stjórnarinnar, að höfðu samráði við prófessor í laga- deild háskólans, að fæðingaror- lofsgreiftslur skyldu skerðast við ákveðin tekjumörk eins og aðrar bætur úr atvinnuleysistrygginga- sjóði. Kvað hann stjórnina ekki hafa haft neina lagalega heimild til annars en að láta þessí skerðingarákvæði gilda jafnt um allar greiðslur úr sjóðnum. Hitt er svo annað mál hvaða skoöun ég hef á þessum skerðingar- Eftvarft Sigurftsson Svava Jakobsdóttir. Greiðsluhalli sjóðsins í ár upp á 90-100 milj. kr., sagði Edvarð Sigurðsson ákvæðum, sagði Eðvarð, en ég tel að þessi ákvæði eigi alls ekki að vera i lögum. En það er annars athyglisvert að flutningsmenn frumvarpsins skuli einnig vera þeirrar skoðunar að tvöfaldur 4. taxti Dagsbrúnar eigi ekki aö fella niður bótarétt úr atvinnu- leysistryggingajóði — það er 100% ofan á 4. taxta. Má gjarnan bera það saman við kröfur ASÍ um rösklega 30% hækkun þessara taxta. Þingmaðurinn sagði að það væri fjöldamargt annað en skerðingarákvæðin I iögunum um atvinnuleysistryggingasjóð sem laga þyrfti. Rakti hann dæmi þar um. Samþykkja á frumvarp Svövu Mér finnst það frumvarp Ragn- hildar og fleiri sem hér er til um- ræðu hreinlega fráleitt, sagði Eð- varð, þar sem flutningsmenn frv. gera ráö fyrir þvl, að skerðingar- ákvæðin falli aðeins niður að þvi er varðar fæðingarorlof, en verði maðurinn atvinnulaus eigi skerðingarákvæðin hins vegar að halda sér! Atvinnulaus kona má áfram þola skerðingarreglurnar, en ef um fæðingarorlof er að ræöa skal gegna allt öðru máli. Ég állt að hér hljóti að vera um að ræða mistök hjá flutningsmönnum, sem þeir ættu ekki að ræða frekar og þess vegna að fallast á það frumvarp sem Svava Jakobsdótir flytur hér, en þar er skerðingin afnumin bæði varðandi fæöingar- orlofið og atvinnuleysisbæturnar. Halli á atvinnuleysis- tryggingasjóði Eðvarð rakti þessu næst nokkr- Auglýsing í Þjóðviljanum ber ávöxt ar tölur um stöðu atvinnuleysis- tryggingasjóðs: 1977 eru iðgjöld atvinnurekenda áætluð 339 milj. kr., sveitarfélög- in greiða jafnháa upphæð og rikið tvöfalda upphæð sveitarfélaga, vaxtatekjur eru áætlaðar 350 milj. kr. eöa tekjur sjóðsins alls 1700 milj.kr. Bótagreiöslur eru áætlaðar 885 milj. kr.,og það er varlega áætlaö.þar má ekkert út af bera með atvinnuástand til þess að sú tala standist. Eftirlaun aldraðra eru áætluö 300 milj. kr. önnur gjöld 45 milj. kr. og tekju- afgangur því um 466 milj. kr. Til viðbótar tekjuafgangi koma af- borganir af lánum til ráðstöfunar en þær eru alls 120 milj. kr. þannig að samtals er til afnota 586 milj. kr. Af þessari upphæð er lögboðið að sjóöurinn kaupi bankavaxtabréf upp á sömu upp- hæð og nemur framlagi rikisins eða 678 milj. kr. Þetta er lögboðið og hefur sjóðstjórnin engan yfir- ráðarétt þar yfir. Þar með er greiðsluhalli atvinnuleysis- tryggingasjóðs upp á 92 milj. kr. Þá er ekki gert ráð fyrir einu ein- asta láni til atvinruuppbygging- ar, en annað aöalhlutverk sjóðsins er þó að koma I veg fyrir atvinnuleysi með slikum lánum. Kvaðst Eðvarð hafa gert grein fyrir þessum tölum til þess að menn áttuðu sig á stöðu sjóðsins, eöli hans og tilgangi áður en rokið er af stað með góð mál i lýðskrumstilgangi. Fæðingaror- lofinu verður að sjá fyrir öðrum tekjustofnum. Það er brýn nauð- syn og um leið að tryggja að það nái til allra kvenna og sameina það almannatryggingunum. Spurði þingmaðurinn að lokum hvað liði endurskoðun almanna- tryggingalaganna I þessum efn- um sem átti skv. lögum að ljúka 1. janúar 1976. Þess skal getið aö engar upp- lýsingar um endurskoðun iag- - anna komu fram i ræðu þeirri sem tryggingaráftherra hélt i þessum umræðum. Er Eftvarð hafði lokið máli sinu var umræðu frestað til kl 17.30,en þá tóku til máls Svava Jakobs- dóttir, Karvel Pálmason og Guö- mundur H. Garðarsson. Karvel kvaftst andvigur frumvarpi Svövu. Guðmundur H. Garðars- son réðist ótt og titt að stjórn at- vinnulysistryggingasjóðs. óbilgirni Svava Jakobsdóttir mótmælti sérstakiega aðdróttunum Ragn- hildar Helgadóttur um að Svava hefði framið trúnaðarbrot með flutningi frumvarps sins. Sagðist Svava undrandi á þvi að RH sem forseti deildarinnar skyldi fara með þau sviviröilegu ósannindi sem hún gerði i þessum efnum. Það er rétt að RH bauð mér að gerast meðflutningsmaður aö frv. sinu. Hún kom að máli við mig kl. 3 á mánudag, en ég sagði henni að ekki yrði þingflokksfundur i Al- þýðubandalaginu fyrr en á mið- vikudag og ég ætti þvi erfitt með aft gefa henni svar samdægurs. Hún reyndist ófáanleg til að gefa mér frest fram yfir þingflokks- fund, jafnvel að veita mér frest til morguns. Okkar orðræðu lauk svo að hún sagði að ég gæti ef ég vildi skrifað undir hjá skjalaverði fyrir kvöldmat. Þrátt fyrir þessa óbilgirni sýndi ég þá kurteisi að reyna að hafa samband við flesta af minum samflokksmönnum. Tókst mér ekki að ná tali af þeim öllum,og leitaði ég RH uppi skýrði henni frá þvi að ég myndi ekki gerast meðflutningsmaður heldur leita annarra leiöa. Þetta var um fimmleytið. Ég fór á framkvæmdastjórnarfund i Al- þýðubandalaginu og ræddi þessi mál við félaga mina þar. og var það raunar ekki i fyrsta sinn sem þessi mál voru rædd þar eða i þingflokknum. Þar gekk ég frá frumvarpi sem ég sendi siðan með sendli út i þinghús á bilinu milli kl. 6 og kl. 7. Mér datt þá ekki annað i hug en frumvarp RH hlyti að vera komið þangað inn. Það kom mér algerlega á óvart þegar ég frétti að svo var ekki, og siðar frétti ég að hún hefði gefið þingflokki Alþfl. frest til morg- uns — sem hún haföi neitað mér um! Það er eftirtekarvert að RH harmar ekki, að ég skyldi ekki hafa boðið henni að gerast með- flutningsmaður, sem mér hefði verið ljúft að gera ef hún hefði ekki tekið af skarið fyrr um dag- in. Ég harma það að forseti neðri deildar skuli hafa lagst svo lágt að fara með ósannindi, en vitna til þess fornkveðna að „litil er lund- in, ef lygin er eina haldreipið.” Svava lagði áherslu á, að það væri jafnmikið jafnréttismál að skerðingarákvæðin yrðu felld niður varöandi atvinnuleysis- bætur og fæðingarorlof. Rœtt um framkvœmdir i heilbrigðismálum: Lögin frá 1973 mörkuðu tímamót Þaft voru lögin um heilbrigftis' - þjónustu sem mörkuftu tlmamót I þessum málaflokki. Það ber skýrsla heilbrigftisráftherra meft sér, sagfti Lúftvik Jósepsson á ai- þingi I gær, þegar til umræðu var skýrsla heilbrigftisráftherra um stöftu framkvæmda við heilsu- gæslustöðvar og sjúkrastofnanir á alþingi I gær. Ragnar Arnalds lagfti vift umræftuna áherslu á aft á vinstristjórnarárunum hefftu framlög aukist mjög verulega frá fyrri árum I þessum málaflokki. Matthias Bjarnason heilbrigð- isráðherra flutti á fundi samein- aðs þings greinargerð um skýrslu um ástand i framkvæmdum við heilbrigöisstofnanir á fundi Sam- einaðs alþingis i gær. Var skýrsl- unni dreift meðal þingmanna, en hún er mikið rit með margvisleg- um fróðlegum upplýsingum. Þakkaöi Lúðvik ráðherra skýrsl- una, en hún varð til aö beiðni Magnúsar Kjartanssonar al- þingismanns sem beitti sér sem ráðherra fyrir setningu heildar- löggjafar um heilbrigðismál 1973. Er heilbrigftisráðherra hafði gert grein fyrir skýrslunni tóku til máls þrir þingmenn Alþýðu- bandalagsins og einn þingmaður Framsóknar. Aðrir þingmenn lögðu ekkert til mála. í ræðu sinni minnti Lúðvik Jösepsson einkum á þýðingu lag- anna frá 1973, sem marka dýpst spor I þessum efnum. Lúövik lagði áherslu á að gerð yrði 10 ára áætlun i heilbrigðismálum eins og lögin frá 1973 gera ráð fyrir. Þá minntist hann á málefni aldraðra og sagði að þar hefði verið stigið spor aftur á bak meö afnámi hlut- deildar rikisins i stofnkostnaði við dvalarheimili aldraöra. Þá lagði hann áherslu á nauðsyn þess að styrkja og samræma heildar- stjórn heilbrigðismálanna. Ragnar Arnalds minnti á þær stórstigu framkvæmdir sem efnt var til á valdatima vinstristjórn- arinnar. Hann gagnrýndi hve seint gengi bygging nýrra heilsu- gæslustöðva. Ræddi hann um ástand i þessum málum á Blönduósi, Sauðárkróki, Hvammstanga og Skagaströnd. Helgi F. Seljan fjallaði um mál- efni þroskaheftra, lagði áherslu á að setja bæri heildarlöggjöf um málefni þeirra. Hann minnti á nauðsyn þess að færa sérfræði- þjónustu læknanna meira til fólksins en gert hefði verið. Þá minntist hann á hvernig þessi mál með heilsugæslu standa á Eski- firði og Reyðarfirði. Þingmenn Alþýðubandalagsin > þökkuðu allir ráðherra skýrsluns , svo og Gunnlaugur Finnsson (F i sem ræddi um sérfræðiþjónust i og aðstöðu fyrir sjúklinga utan af landi sem hefðu fengið húsnæði i RKÍ-hótelinu. Matthias Bjarnason þakkabi þingmönnum að lokum undirtekt- irnar. Verður greint frá þessum umræðum og skýrslunni sjálfri á þingsiðu blaösins siðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.