Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Samningaumleitanir risavelda um takmarkaöan kjarnorkuvígbúnað: Sovétmenn nú fúsir ta viðræðna Hyggjast ekki láta mannréttinda- málin veröa þránd i götu Háskinn sem stafar af kjarnorkuvlgbánaðarkapphlaupinu fer dagvax- andi og leiðtogum risaveldanna er væntanlega öðrum fremur ijóst, að d þeim vettvangi má engan tfma missa. MOSKVU 23/3 Reuter — Sovésk stjórnarvöld gáfu i dag til kynna að þau væru reiðubúin til við- ræðna við Bandarikin um tak- markanir á strategiskum kjarn- orkuvopnum, og eru ummæii blaðsins Pravda um þetta mál talin benda til þess, að sovéska stjórnin sé sammála þeirri bandarisku um, að hægt sé að ræða takmarkanir á kjarnorku- vfgbúnaði án þess að blanda mannréttindamálum inn i það. Cyrus Vance, utanrikisráðherra Bandarikjanna, fer I næstu viku til Moskvu og verður þar um að ræða fyrsta fund æðstu manna risaveldanna frá þvi að Carter- stjórnin tók við I Bandarikjunum. I ræðu sem Leónid Bresjnef, leiðtogi Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, flutti nýverið, lagði hann áherslu á, að takmörk- un strategisks kjarnorkuvig- búnaðar væru mikilvægasta mál- ið sem risaveldin þyrftu að leysa. Bresjnef gagnrýndi einnig i ræöu sinni harðlega ummæli Carters um mannréttindamál I Sovét- rikjunum, en I frásögn sinni af ræðunni gat Pravda þeirrar gagnrýni aöeins litillega. Nærri sex miljónir atvinnu- leysingja í EBE BRUSSEL 22/3 Reuter — í febrúar dró úr atvinnuieys- inu I Efnahagsbandalagi Evrópu um tvö prósent, en ennþá eru 5.8 miljónir manna atvinnuiausar I þess- um löndum, að sögn EBE-embættismanna. Um 5.5% vinnuaflsins i banda- lagslöndunum er nú án at- vinnu, og atvinnuleysingjar eru nú 200.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári. Slðastliðna 12 mánuði hef- ur atvinnuleysi aukist i öll- um bandalagsrikjunum nema Vestur-Þýskalandi, þar sem úr þvl hefur dregið um 10% á þessum tlma, og I Hollandi, en þar hefur at- vinnuleysi minnkað um átta af hundraði. Franskur Frjálslyndir styðja Callagham Fá hlutdeild aö stjórnarákvörd- unum í fyrsta sinn eftir striö LUNDCNUM 23/3 Reuter — Stjórn Callaghans hefur fengið loforð Frjálslynda fiokksins um stuðning i atkvæðagreiðslu um vantraust á stjórnina, sem Margaret Thatcher, leiðtogi thaldsflokksins, bar fram og gengið verður til atkvæða um I kvöld.Er taliðað með þessu muni Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur þrettán þingmenn I neðri mál- stofu breska þingsins, bjarga stjórn Verkamannaflokksins frá falli. Aö launum fyrir þennan stuðn- ing hét Callaghan Frjálslynda flokknum þvi, aö flokkurinn yröi héreftir hafður með 1 ráöum um ákvarðanir stjórnarinnar. Er þetta sögulegur atburöur fyrir Frjálslynda flokkinn, þvi að þetta er i fyrsta sinn, sem hann fær einhverja hlutdeild aö ákvörðunum rikisstjórnar Bret- lands eftir siðari heimsstyrjöld. Undanfarna sex áratugi hefur Frjálslyndi flokkurinn verið held- ur fáliðaður á þingi, og siðasta rikisstjórnin, sem hann stóð einn að, kom til valda 1910. Ta liö er a ö þetta samstarf verði til þess, að stjórn Callaghans verði að leggja að miklu leyti eöa alveg á hilluna fyrirtælanir um þjóðnýtingu eða aðrar ráðstafan- ir i átt til sósialisma, enda tók vinstri armur Verkamanna- flokksins tiðindunum kuldalega. Ihaldsmenn urðu áberandi reiðir við fréttina um samkomulagiö og sagði Thatcher að Callaghan Callaghan — fær stuðning frjáls- heföi skriöið fyrir frjálslyndum lyndra og reiði vinstrimanna I og fleiri flokkum til þess aö fá eigin flokki. stuðning þeirra. Podgorní í Tansaníu Fyrstur sovéskra ráðamanna í heimsókn í sunnanverðri Afriku DAR ES SALAAM 23/3 Reuter — Nikolai Podgorni, forseti Sovét- rikjanna, er nú i opinberri heim- sókn i Tansaniu og er hann sá fyrsti af æðstu valdamönnum Sovétrikjanna sem heimsækir sunnanverða Afriku. Frá Tans- aniu fer hann til Mósambik og Sambiu. Podgorni ræddi i dag i tvær klukkustundir við Julius Nyerere, forseta Tansaniu, og er taliö að þeir hafi einkum fjallað um mál sunnanverörar Afriku. Sovétrikin njóta talsverðrar viröingar og vinsemdar i Tansaniu og fleiri löndum suöur þar vegna stöðugs stuðnings þeirra við afrískar Skákkeppni framhaldsskóla 1977 hefst laugardaginn 26. mars kl. 14 að Grensásvegi 46'. ATH: Athygli'er vakin á, að hver sveit skal skipuð FIMM AÐALMÖNNUM, en ekki fjórum eins og misritast hefur I dreifibréfi. Taflfélag Reykjavikur, Grensásvegi 46, R. simi 83540. sjálfstæðishr., sem sovétmenn hafa meðal annars hjálpað um vopn. 1 fréttatilkynningu, sem gefin var út af hálfu Podgornis við komuna til Tansaniu, lagði hann áherslu á aö Sovétrikin sæktust hvorki eftir herstöðvum né öðrum friðindum i þessum löndum. M ikill mannfjöldi fagnaði Pod- gornl viö komuna til höfuöborgar Tansaniu, en fréttamenn þóttust þó merkja að fólkiö heföi ekki fagnað honum jafn innilega og Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, sem kom til Tansanlu I sið- astliðinni viku. Var Castro við það tækifæri hylltur sem hetja og Yfir 80 fórust i jarðskjálfta TEHERAN 23/3 Reuter — Vitaö er að yfir 80 manns að minnsta kosti fórust I jarðskjálftum I gær I nágrenni hafnarborgarinnar Bandar Abbas á suðurströnd trans. Munu mörg sveitaþorp hafa hrunið og er enn unnið að þvi að grafa látna og lifandi upp úr rústunum. Nýir jarðskjáifta- kippir urðu á svæðinu i dag, en samkvæmt fréttum ollu þeir ekki manntjóni. Podgornf — góður gestur I Tan- saniu, Castro þó enn betri. tansanlsk blöö sögðu aö engum erlendum leiðtoga hefði nokkru sinni veriö tekið meö meiri fögn- uði en honum. Vestrænir fréttaskýrendur telja að með heimsókn Podgornis séu Sovétrikin að vega upp á móti viðleitni Vesturveldanna til þess að hafa áhrif á gang mála I þess- um heimshluta og að tryggja við- ingu og áhrif Sovétrikjanna þar. • r njosna- hringur afhjúpaður PARtS Reuter — Franskir em- bættismenn hafa tilkynnt að gagnnjósnaþjónusta iandsins hefði afhjúpað njósnahring, sem starfað hefði I 14 ár og á þeim tima komiö margskonar háleyni- legum upplýsingum um herbúnað Frakklands og Nató til Sovétrikj- anna. Fimm menn hafa veriö handteknir vegna njósnamáis þessa og er foringi þeirra sagður vera Serge Fabiew, fæddur I Júgóslaviu en nú franskur rikis- borgari. Yfirvöld telja að tveir hinna handteknu hafi njósnað vegna pólitiskrar samúöar með Sovét- rikjunum, en hinir i gróöaskyni. Þeir eru sagðir hafa aflað sovét- mönnum upplýsinga meðal ann- ars um gerð orrustuflugvélarinn- ar Mirage 2000, sem frakkar eru i þann veginn að hefja framleiðslu á, og er sögð mjög fullkomin, svo og öryggisráðstafanir kringum herflugvelli og eldflaugastöðvar og varnar- og eldflaugakerfi Nató. Stjórnar- kreppa í Hollandi Haag 22/3 Reuter — Hoílenska stjórnin hefur sagt af sér vegna ósamkomulags stjórnarflokka um umbætur I jarðeignamálum. St jórnin kom til valda 1973 og eiga fimm flokkar ráðherra I henni. Kosningar hafa verið ákveðnar i Hollandi 23. mai og verður stjórn- in sennilega beðin aö sitja áfram þangaö til. Forsætisráðherra er sósialdemókratinn Joop den Uyl. Auglýsinga síminn er 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.