Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Cr sýningu Iðnó á Skjaldhömrum: Þorsteinn Gunnarsson, vitavörðurinn.og Karl Guðmundsson,breski yfirforinginn. Skjaldhamrar sýndir í Texas Makbeð í síðasta sinn Seinasta sýning Leikfélags Reykjavlkur á Makbeö eftir William Shake- speare verður á föstudagskvöld 25. mars. Leikurinn var frumsýndur á 80 ára afmæli Leikfélagsins 11. janúar. Makbeð fjallar á stórbrotinn hátt um valdagirndina og glæpinn sem af henni leiðir og um afleiðingar glæpsins. Þetta kyngimagnaða verk hefur höfðað mjög til nútimans verkiö hefur veriö kvikmyndaö þrisvar og inntak þess er slgildur boðskapur. Verkið er flutt i þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson, en með hlutverk þeirra Makbeðs og Lafði Makbeð fara Pétur Einarsson og Edda Þórarinsdóttir. — Þau sjást hér I hlutverkum slnum. Leikrit Jónasar Arnasonar, Skjaldhamrar, sem sýnt hefur verið I Iðnó nú á annaö ár, var frumsýnt I Midland i Texas á föstudaginn var við mjög góðar undirtektir. Leikhúsið, sem sýnt var i,er bæjarleikhús og að vissu marki atvinnuleikhús. Höfundur var gestur leikhússins við frum- sýninguna og var af þessu tilefni haldin 200 manna veisla honum til heiðurs. Leikhússtjóri bæjarleikhússins I Midland, Art Cole, átti frumkvæðið að þvi að velja þetta verk til sýningar, en hann sá Skjaldhamra á listahátiöinni i Dundalk á trlandi i fyrravor. Hann mun einnig hafa hug á að láta gefa verkið út á vegum sam- bands háskóla- og áhugaleikhúsa, en slíkar stofnanir eru mjög vel virkar viða i rikjum Banda- Jónas Arnason. rikjanna. Skjaldhamrar veröa viðar á döfinni erlendis á næstunni. Þeir verða fluttir i útvarp i Finnlandi nú I mai, stjórnandi er Kristin Olsoni. Norbotten-leikhúsiö i Sviþjóð mun taka verkið til sýn- ingar á næstunni, en þar er leikhússtjóri Kristian Lund sem hefur sett upp sýningar I leikhús- unum hér, meðal annars stjdrnaði hann Þjófum, likum og fölum konum eftir Dario Fo i Iðnó á sinum tima. Sænsku þýðinguna af Skjaldhömrum gerir Inger Pálsson, en enska þýðingin er eft- ir Alan Boucher Leikurinn mun einnig koma út i pólskri þýðingu nú í vor I leikhús- timaritinu Dialog, sem er meöal virtustu rita á sinu sviði. Pólsku þýðinguna gerir Piotr Szymanowski. t kynningarbásnum við Vallartorg kynnir Hið Islenska bókmenntafélag Lærdómsrit félagsins og fleiri bækur, en upplýsingar um leigukjör og annað viðkomandi kynningarbásnum eru veittar I Eignamiðluninni við Vonarstræti. V allartorg Sjö fyrirtæki hafa tekið til starfa i endurbættu húsnæði isa foldar að Austurstræti 8-10 og kallast Vallartorg einu nafni, en ísafoldarhúsin hafa verið endur- bætt á siðustu dögum og vikum. Breyting verður ekki eingöngu á húsunum innanverðum, heldur verður og sú hlið húsanna sem snýr að Austurvelli viðarklædd og þar verður einnig skipt um glugga og hurðir. Mest breyting hefur þó verið gerð á húsunum innanveröum og má ma. nefna að loftið á Austur- stræti 8 hefur verið endurbætt, skilrúm á neðri hæð færð til og innangengt er af jarðhæð milli Austurstrætis 8 og 10. Eftirtalin fyrirtæki hafa opnað i Vallartorgi: Linan, Sonja, Heimaey, Rúnir, Djásn, ■ Isa- dóra, Kynningarbásinn. 1 vikunni opnar Kökuhúsið Konditorii fyrr- verandi húsakynnum Isafoldar, en bókaverslun Isafoldar opnar þar sem skóverslunin Rfma var áður. á starfi Fjölbrauta- Kynning skólans í Breiöholti Hinn 3. mars sl. boðuöu Fjöl- brautaskólinn i Breiöholti og Framfarafélag Breiðholts III til kynningarfundar um skólann i húsakynnum hans. Tilgangur fundarins var aö gefa þeim, sem áhuga hafa á skólanum, kost á að kynnast starfsemi hans og að- stöðu. Um 300 manns mættu á fundin- um. Fundarstjóri var Þorkell Steinar Ellertsson, deildarstjóri. Skólastj. Guðm. Sveinsson bauö fundarmenn velkomna og hvatti þá til að bera fram spurningar um skólann, starfsemi hans og skólalif. Væri mikilvægt, að tengslin milli skólans og Breiöholtsbúa yrðu sem mest og best. Þvinæst fluttu tveir kennarar skólans erindi. Gisli Magnússon cand. mag , deildarstjóri i islenskudeild skól- ans, talaði um bóknámsbrautirn- ar, einkum á menntaskóla og viðskiptasviði. Gerði hann grein fyrir ákvæðum laga og reglu- gerða er farið væri eftir svo langt sem þær næðu en nemendum á bóknámsbrautum að öðru leyti gefinn kostur á aö hagnýta sér þá fjölbreytni, er önnur svið skólans gerðu möguleg. Yrði, þegar frá liði, að fjölga brautum bóknáms og gefa tækifæri til blæbrigða er búið geta i haginn fyrir fram- haldsmenntun nemenda eftir stúdentspróf, eða gert þá hæfari og hlutgengari í íslensku atvinnu- lifi. Pálmi Ólason arkitekt og sviðs- stjóri á iönfræðslusviði skólans ræddi um verknámsbrautirnar og samfélags- og uppeldissvið. Með tilkomu fyrstu skólasmiöju á Is- landi hefði mikið áunnist á þess- um vettvangi. Þar væri fengin ágæt undirstaöa fyrir grunnnám I málm-, og trésmíöum og raf- fræði. Einnig eru möguleikar á framhaldsmenntun i vélvirkjun, rennismiði og húsasmiði. Pálmi gat þess að búið væri að koma á heilsugæslu- og heilbrigöissviði og veriö að mynda visi að mynd- listar- og handiöasviöi, hús- stjórnar- og uppeldissviði. Aö erindum kennaranna lokn- um töluðu fjórir nemendur sinn af hverju námssviði. Guðmundur Friðriksson ræddi um mennta- skólasviðið, Gisli I. Gislason um iönfræöslusvið, Haukur Þ. Hauksson um viðskiptasviö og Helga Dögg Sverrisdóttir um samfélags- og uppeldissvið. Sigurður Bjarnason, formaður Framfarafél. Breiöholts III lýsti ánægju sinni með fundinn og myndu forráðamenn félagsins leggja kapp á að stykja skólann og gera veg hans sem mestan. Fundarmenn báru fram margar fyrirspurnir um skólann og skóla- starfið. Að lokum var samþykkt tillaga þar sem m.a. segir að mikilvægt sé að koma skólanum sem fyrst i það horf að hann „fái efnt þau fyrirheit sem felast I fjölbreytni þess náms er skólinn býður upp á og þeim mörgu möguleikum er hann opnar nemendum til at- vinnuréttinda, færni á Islenskum vinnumarkaði og menntunar á háskólastigi.” —mhg Heilbrigð skynsemi Bókaútgáfan Iðunn hefur sent á markaö bókina „Heilbrigð skynsemi i skák” eftir Emanuel Lasker, fyrrum heimsmeistara I skák. Magnús G. Jónsson þýddi bókina og Guðmundur Arnlaugs- son ritar formála. Prentun ann- aðist Skákprent. Höfundurbókarinnar, Emanuel Lasker, lærði að tefla 12 ára gamall. Tuttugu og átta ára að aldri varð hann heimsmeistari i skák og hélt þeim titli i 27 ár.Og hann lagði ekki árar i bát þótt hann tapaöi heimsmeistaratitlin- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.