Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.03.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1977 28644 IW' fHl 28645 Fasteignasalan sem er 1 yðar þjónustu býður yður að sjálfsögðu alla aðstoð við kaup og sölu fasteigna. Spörum hvorki tíma né fyrirhöfn við að veita yður sem besta þjónustu t íl£€llTCJ>fasteignasala ! Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 L Solumaður F innur Karlsson heimasírm 4 34 /0 Valgarður Sigurðsson lcxjir Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarum- dæmi Reykjavikur í aprilmánuði 1977. Föstudagur 1. aprfl R-17200 til R-17600 Mánudagur 4. aprll R-17601 til R-18000 Þriðjudagur 5. aprll R-18001 til R-18400 Miðvikudagur 6. aprll R-18401 til R-18800 Þriðjudagur 12. aprll R-18801 til R-19200 Miövikudagur 13. aprll R-19201 til R-19600 Fimmtudagur 14. aprll R-19601 til R-20000 Föstudagur 15. aprll R-20001 til R-20400 Mánudagur 18. aprll R-20401 til R-20800 Þriðjudagur 19. aprfl R-20801 til R-21200 Miðvikudagur 20. aprfl R-21201 til R-21600 Föstudagur 22. aprfl R-21601 til R-22000 Mánudagur 25. aprfl R-22001 til R-22400 Þriðjudagur 26. aprfl R-22401 til R-22800 Miðvikudagur 27. aprfl R-22801 til R-23200 Fimmtudagur 28. aprfl R-23201 til R-23600 Föstudagur 29. aprfl R-23601 til R-24000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 22. mars 1977 Sigurjón Sigurðsson. Einbýlishús við Starmýri Neskaupstað til sölu. Laust strax. Upplýsingar í síma 97-7530 VC/ Frá Siglufirði Eftir lestur yissrarTímagreinar Þá gat ég ekki annaö en barið I boröið og bölvaö i ösku og sand, það spáir ei góðu að ihald hafi oröið en alþýöan dragi I land. En fáir þó vinir í raun henni reynist hún ráðþrota standa ei skal, þvl auðvaldsins höggormur allsstaöar leynist á útnesjum, þorpum og dal. Þú færö ekki mátt þinn úr læöingi leystan ef læturðu bugast i dag. Þvi taktu þinn fána að húni nú heistan og hylltu hinn komandi slag. Nú ihald og framsókn þig ætla að beygja og erlendan fær til þess styrk. Þú Islenska alþýöa ættir aö deyja ef ertu ekki samtaka og virk. Þú átt bæði máttinn og viljann og vitiö til viðnáms og baráttu i senn. Þin laun eru áþján og endalaust stritiö, þó áttu til forystu menn. En viljiröu sigra þá verðuröu að þekkjá' ' og verja þinn tilverurétt, en sjálfa þig aldrei með sundrungu blekkja, þú sigilda verkalýðsstétt. Og biðstu ei vægðar þótt baráttan haröni, og bjóddu ei heldur nein griö þótt auðvaldsins postular vegar þér varrn til velferöar, bjóddu ei frið, fyrr en þinn réttur er traustur og tryggur og takmarki þinu er náð, en Islenskt er allt sem að eftir þig liggur og erlendu stórveldi ei háð. 0013 Umsjón: Magnús H. Gíslason. Siglufjörður. Lagning hitaveitu helsta framkvæmdin Frá Benedikt Sigurðssyni á Siglufirði hafa Landpósti borist eftir- farandi fréttir: Hitaveitan Helsta framkvæmd’ á’ veg'urii Siglufjarðarkaupstaöar á s.l. ári var lögn hitaveitukerfis um bæinn. Gekk það verk vel og tókst að ljúka þvi áður en snjóa festi. Boraðar voru tvær holur á jarðhitasvæöinu i Skútudal, en árangur varö sáralitill. Nú fást á svæðinu 32 sek./l. með dæl- ingu, en vatnsþörfin er um 50 sek/í. Borunum verður haldið áfram á komandi sumri. Fáist ekki nægilegt heitt vatn til viðbótar, veröur aö reisa kyndistöð til að framleiða þann, sem á vantar til þess að fullnægja þörfinni þegar kaldast er I veðri, en taliö er, aö það vatn, sem nú fæst, dugi bænum jafnvel þótt hita- stig fari nokkuö niöur fyrir frostmark. Búið er að tengja um 260 hús, eða rúmlega helming bæjarins, við hitaveituna. Kostnaður viö hitaveitu- framkvæmdir á sl. ári var um 260 milj. kr. Skeiðsfossvirkjun. Þá var. neðri Skeiðsfossvirkj- un lokið að mestu á sl. ári, og hófst orkuframleiösla 20. okt. Framleiðslugeta hennar er 1.6 m/w, og afkastageta Skeiðs- fossvirkjananna beggja þvi 4,8 m/w, ef nægilegt vatn er fyrir hendi. Nokkuð er enn óunnið við neöri virkjunina, m.a. við loku- búnað og laxastiga, ennfrem- ur ýmiss konar frágangur og lagfæring á virkjunarsvæðinu. t kostnaöaráætlun, sem gerð var snemma árs 1976 var virkj- unarkostnaöurinn áætlaður um 325milj. kr. Gatnagerð Lltið var unnið að gatnagerð á sl. ári, aðeins skipt um jarðveg og lagnir I einum götuspotta, þ.e. Eyrargötu, milli Túngötu og Norðurgötu. Samkvæmt áætlun um gatnagerð I Siglufirði ætti nú á þessu ári að setja fast slitlag á Lækjargötu, Grundar- götu, Eyrargötu og Noröurgötu, en ekki liggur enn fyrir, hvort þetta verður gert Vitaö er, aö undirbygging einnar þessara gatna, Lækjargötu, er mikiö og tlmafrekt verk. Húsbyggingar. Húsbyggingar voru meö mesta móti sl. ár. Úthlutað var 28 nýjum lóöum, og hófst bygg- ing á 17 þeirra, og lokiö var við allmörg hús á lóðum, sem úthlutað hafði verið áöur. Nokkrum lóðum hefur veriö úthlutað slðan um áramót, og eitthvaö af umsóknum er ó- afgreitt. Allmörg gömul hús, sem stað- ið hafa lítt eöa ekki notuö um árabil, hafa verið lagfærð og tekin til Ibúðar á ný, og mun nú vera sárafátt eftir af ónotuðum húsum, sem borgar sig aö lag- færa i þvi skyni að nota þau til Ibúðar. Hafnarframkvæmdir. Hafnarframkvæmdir hafa sáralitlar verið á Siglufiröi und- anfarin ár. A sl. ári var byrjað á jarðvegsskiptum viö væntan- lega togarabryggju, unnið fyrir ca. 5 milj. kr. Framkvæmdafé á þessu ári er 21 milj. I togara- bryggjuna og 15 milj. til hafnar- gerðar á Siglunesi. Sagt er, að bæjaryfirvöld séu ekki allskost- ar hrifin af þessari skiptingu fjárins og mun hafnarnefnd og bæjarstjórn ekki enn hafa samþykkt Siglunes- ' framkvæmdina, heldur vera að leita leiða til að bæta aðstöðuna á Siglunesi á ódýrari hátt, I von um að fá þá heldur meira til hafnarframkvæmda I kaupstaðnum, enda blða þar margar og kostnaðarsamar framkvæmdir I hafnarmálum, vegna fjárskorts. Tillagan um Sigluneshöfnina mun eiga ætt slna aö rekja til hafna- og vitamálastjóra, og hefur sloppið óbrunnin I gegnum hreinsunareld ráðuneytis og Alþingis. A Siglunesi er viti og veöurathugunarstöð. Byggð þar ytra hefur minnkað smám sam- an og eru þar nú aöeins ein eða tvær fjölskyldur búsettar. Erfitt yröi og dýrt að leggja veg þang- að, þótt leiöin sé ekki löng, og efalaust miklu ódýrara að bæta þar lendingaraðstöðu, svo að viðunandi geti talist. bs/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.