Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — StDA 3 Réttarhöldin í Sovétríkjunum: Krafíst átta ára dóms yfir Ginzburg sem sjálfur ver mál sitt Moskva 12/7. Saksóknari hefur krafist þess aö andófsmaðurinn Alexander Ginzburg, sem nii er fyrir rétti f Kalúga, veröi dæmdur i átta ára stranga fangavist og þriggja ára útlegö aö auki. Skal þetta vera refsing fyrir aö „dreifa fölskum upplýsingum um Sovétrlkin”. Ginzburg hefur verið virkur anddfsmaöur i20ár. Engin af aö- standendum hans fékk aö vera viö réttarhöldin í dag nema móöir hans. Ginzburg mun sjálfur ann- ars vörn f máli sinu. í máli annars andófsmanns, Sjaranskis, sem er fyrir rétti i Moskvu, sakaöur um njósnir, var i dag lesin fyrir luktum dyrum skýrsla sem sovéska lögreglan tók af bandariskum blaöamanni i fyrra. Hér mun um aö ræöa Toth, fréttamann Los Angeles Times, sem sovéskir segja hafa veriö njósnara CIA og hafi Sjaranski afhent honum upplýsingar sem voru rikisleyndarmál. Toth segir i blaðagrein i dag, aö þetta sé uppspuni, hafihann aöeins safnaö hjá Sjaranski og mörgum öbrum upplýsingum um fólk sem haföi verið neitaö um leyfi til aö flytja úr landi. Ekkert var leynilegt I þeim upplýsingum, segir Toth, enda væru þær ætlaöar til aö birt- ast á prenti i blaöi minu. Hin aldraöa móbir Sjaranskis, Ida Milgrom,fékk ekki heldur i dag aögang aö réttarsalnum i Moskvu. Dauöadómur getur vof- aö yfir syni hennar. Andófskona Tamara Khodorovitsj, sem nU er búsett i Parfs, hefur boöist til aö fara til Moskvu til aö bera vitni i máli Sjaranskfs, en hún kveöst bera ábyrgb á sumu þvi sem upp á hann er boriö. Fundur æðstu manna í Bonn: Klögumálin ganga nú þegar á víxl WASHINGTON 12/7. Talsmenn Banda rikjastjórnar sögöu i dag aö Carter forseti muni á fundi æöstu manna helstu vestrænna iönrikja andæfa sem mest hann má tilraunum til að gera Banda- rikin ábyrg fyrir efnahagslegum vandkvæöum iönrikjanna. Carter er aö halda til Evrópu en fundur æðstu manna sjö rikja (USA, Frakklands, Vestur-Þýskalands, Bretlands, Japans, ttaliu og Kanada) hefst i Bonn um næstu helgi. Japanir og Vestur-Þjóðverjar háfa haft sterka tilhneigingu til aö kenna Bandarikjunum um ástandið. Talsmennþessararikja segja aö sú staöreynd aö Carter hefur mistekist aö fá þing sitt til aö samþykkja lög sem leiða til orkusparnaöar og þar meö minni innflutnings á oliu, hafi mjög magnaö óhagstæöan viöskipta- jöfnuö Bandarlkjanna viö útlönd og þar meö komið i veg fyrir þró- un til betra ástands I efnahags- málum. Fulltrúar Carters segja aö oliu- innflutningurinn sé ekki lengur höfuövandinn, heldur þaö aö Bandarikin flytji inn mikiö af iðnaöarvarningi frá t.d. Japan og Vestur-Þýskalandi án þess aö fá I staðinn sæmilega rúman aögang aö mörkuöum i Japan og Vest- ur-Evrópu. En andstaöa Vestur-Evrópurikja viö innflutn- ing t.d. á bandariskum land- búnaöarvörum, hefur til þessa komiö i veg fyrir samkomulag um viðskiptamál sem leggja átti fyrir þá sem sækja fundinn i Bonn um næstu helgi. SLYSIÐ Á SPÁNI: Margir særdir enn í lífeháska San Carlos de la Rapita 12/7. Er- lendar björgunarflugvélar sóttu I dag til Spánar allmarga þeirra sem brenndust illa er vörubíll sem flutti gas sprakk I loft upp á tjaldstæöi á suöurströnd Spánar. Enn er ekki vitaö hve margir fórust. A.m.k. 170 erulátnir og 150 særöir en mörgum þeirra er ekki hugab lif. Til dæmis er talin von um aöeins 2 af 45 sem liggja á Francosjúkrahúsinu i Barcelona. Flestir þeirra sem létust voru hoUenskir, belgiskir, franskir og þýskir feröamenn. Meöal þeirra voru þrjátiu börn. Um 700 manns voru á svæbinu þegar slysiö varö sem hefur veriö likt viö atómsprengingu svo gifurlegur og hraöur var sá eldur sem þeyttist i allar áttir. oooo^^í EIGENDUR VOLKSWAGEN OG AUDI BIFREIDA Verkstœði okkar verður lokað vegna sumarleyfa fró 17. júlí til 14. ógúst. Þeir sem þurfa 1000 km uppherslu og skoðun á nýj- um bflum hafi samband við afgreiðslu verkstæðis- ins. Einnig verður leitast við að sinna minni háttar og nauðsynlegustu viðgerðum. Við vfljum einnig vekja athygli viðskiptavina okkar á þvi að eftirtalin Voikswagenverkstæði verða opin á þessum tima: Bflaverkstæði Jónasar, Ármúla 28, simi 81315 Vélvagn, bflaverkstæði, Borgarholtsbraut 69, Kópa- vogi, simi 42285. Bflaverkstæði Björn og Ragnar Vagnhöfða 18, simi 83650. Bfltækni h.f., Smiðjuvegi 22, Kópavogi, simi 76080. SMURSTÖÐ okkar verður opin eins og venjulega HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240 Tískublaðið LIF er komið út Til Tízkublaösins LtF, Armúla 18, 105 Reykjavik. Simar 82300 og 82302.Óska eftir áskrift - 2.-6. tbl. kr. 3.390.- 3.-6. tbl. kr. 2.945.- Nafn........ Heimiiisfang. Simi........

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.