Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júll 1978 Laus staða Staða forstöðumanns Selfoss apóteks, samvinnulyfjabúðar, Selfossi, er hér með, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 1. mgr. 9. gr. lyfsölulaga. Staðan er laus frá 1. október 1978. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 1978. Umsóknir sendist landlækni. Heilbrigis- og tryggingamálaráðuneytið Staða skólastjóra og nokkrar kennarastöður við grunnskóla Borgarness eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júli 1978. Umsóknir sendist formanni skólanefndar, Jóni Einarssyni, Berugötu 18 Borgarnesi. Skólanefnd Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjaldagi söluskatts fyrir júni mán- uð er 15. júli. Ber þá að skila skattinum til innheimtumann rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 12. júli 1978. phyris snyrtivörurnar verða sífellt vinsælli. phyriS er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyöa phyris f yrir húð viðkvæma phyris fyrir allar húðgerðir Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. Blaðberar — óskast Háaleitisbraut frá 15. júli Sogamýri frá 1. ágúst. Hjallar-Hólmar, Kópavogi,frá 18. júli afleyslngar Múlahverfi (i júli eða i ágúst) Akurgerði (14. júli—18. júli) Mávahlið (20. júli—13. ágúst Tómasarhagi (19. — 25. júli) Hraunbær 1—100 (15.júli—15. ágúst) Vinsamlega hafið samband við afgreiðsl- una sem fyrst. DJODMJINN Siðumúla 6. Simi 8 13 33 Afla landað í Nes- kaupstaðl977 Hér á eftir ver&ur gerö grein fyrir þeim afla, sem á land barst i Neskaupstaö áriö 1977 svo og þeirra breytinga, sem uröu á skipastóli Noröfiröinga á þvi ári. Aflamagn Slægöur fiskur.. 6.940 lestir Óslægður fiskur .. 716 ” Úrgangs fiskur .. 24 ” Loðna .........51.032 ” Sild............. 158 ” Rækja.............. 1 ” Grásleppuhrogn .. 14 ” Humar ............ 20 ” Kolmunni .... 4.932 ” Alls: 63.837 lestir Botnlægar tegundir Sé botnfiskaflinn tekinn sér, Jard- ræktar- félag Reykja- víkur Jarðræktarfélag Reykjavikur er gamalt og virðulegt félag, stofnað i okt. 1891. Höfuöstaöur- inn var þá enn þorp og menn lifðu að nokkru af landsins gagni. Það voru engir aukvisar, sem sátu fyrsta fund félagsins, en þeir voru þessir: Halldór Kr. Friðriksson, yfirkennari, Þór- hallur Bjarnarson, prestaskóla- kennari, Eirikur Briem, presta- skólakennari, Magnús Stephensen, landshöfðingi, Björn Jónsson, ritstjóri, siöar ráðherra, Björn Guömundsson, múrari, Jónas Jonasen, læknir, G. Schierbede, landlæknir, Matthias Matthiasson, útgerð- armaður, Holti, Halldór Danielsson, Háyfirdómari og Asmundur Sveinsson, starf ókunnugt. Jaröræktarfélagið vann gott starf á sinum tima. Um skeið átti það tvær vinnuvélar með jarðvinnsluverkfærum og sá þá um að vinna garðlönd fyrir menn. Aðeins þrjú ár eru síðan seinni vélin var seld. Siðustu ár- in hefur starfsemi félagsins dregist saman af eðlilegum á- stæðum, t.d. eru garðlönd manna i Reykjavik nú unnin á vegum garðyrkjustjóra borgar- innar. 1 jaröræktarfélaginu eru nú 21 félagi á kjörskrá til Búnaöar- þings. Formaður þess er Einar Ólafsson frá Lækjarhvammi, og hefur hann verið það i 35 ár. Meö honum eru i stjórninni Helgi Kristófersson og Gestur Gunnlaugsson I Meltungu. (Heim.: Freyr). —mhg — þá er kolmunni ekki meðtal- inn, — kemur i ljós að samtals er landað i Neskaupstað árið 1977 7.780 lestum, en árið 1976 6.305 lestum. Aukningin er um 1.475 lestir. Norðfjarðartogar- arnir Baröi, Bjartur og Birting- ur, lönduðu 5.171 lest af þessum afla eða um 82%. Afgangurinn kemur svo að mestu frá smærri bátum og trillum. A árinu 1977 veiddu Islendingar meira af botnlægum tegundum en þeir hafa nokkru sinni áður gert á eigin fiskimiöum. Aukningin er að sjálfsögðu mest þvi að þakka aö Bretar veiddu ekki neitt á Is- landsmiöum árið 1977. Aukning- in i afla Noröfirðinga er mest i afla togaranna og þar munar mest um Birting, sem bættist i flotann siöari hluta ársins og aflaöi um 530 lestir.en einnig öfl- uðu Barði og Bjartur meira en árið áöur. Trilluveiðin um sum- arið var einnig miklu gjöfulli en árið 1976. Afli togáranna á sl. ári var þessi: Þess ber aö gæta, aö Birtingur veiddi aðeins siöari hluta ársins og þá var fiskverð miklu hærra en fyrri hluta þess. Þess ber og að minnast, þegar þessar afla- tölur eru skoðaðar, að á árinu var tvivegis sett þorskveiði- bann, i 1 mánuð siðari hluta sumars og svo frá 20. des. til áramóta. Loðna Meiri loðnuafli barst á land i Neskaupstað 1977 en nokkru sinni fyrr, eða alls um 51.032, þar af 43 þús. á vetrarvertíð og 8 þús. á sumarvertíð. Aflinn fór nær eingöngu i bræðslnen um 25 lestir voru frystar. Tveir Norð- fjarðarbátar stunduðu loðnu- veiðar á árinu, Börkur og Magnús. Síld — Rækja — Grásleppa — Humar Aðeins eitt Noröfjarðarskip hafði leyfi til þess að stunda sildveiðar á sl. ári, Fylkir NK 102. Lagði hann upp meö 158 lestir af sfld i Neskaupstaö og fór hún að mestu til frystingar. Litilsháttar magni af rækju var landað á árinu. í janúas landaði Háborg NK 77 þrivegis rækju, alls 1,1 lest. Rækjan var veidd i Seyðisfirði. Grásleppuveiðar eru ört vax- andi eystra. A árinu 1977 voru lögð inn um 13.515 kg. af grá- sleppuhrognum. Um fjórtán aöilar lögðu inn grásleppuhrogn hjá vinnslustöð S.V.N. Aðal- veiðisvæði Norðfjarðarbáta eru við Nipuna, Barðsnesland og Dalaland. Fjórir Norðfjaröarbátar stunduðu humarveiðar á sl. sumri við Suð-Austurland. ólikt fyrri árum þá lönduðu þrir þeirra mestum hluta afla sins i Neskaupstað, alls tæpum 20 lestum. Það voru Suðurey, Fylkir og Þverfell. Fjórði bát- urinn, sem veiðarnar stundaði, var Gerpir. Mikill fjöldi ung- linga vann viðhumarvinnsluna i landi,en humarinn var unninn i húsnæði niðurlagningarverk- smiöju S.V.N. Kolmunni Tæpar 5 þús. lestir af kol- munna bárust á land i Neskaup- stað árið 1977. Nær allan þennan afla kom Börkur NK meö að landi. Um 3.100 lestir veiddi Börkur á Austfjarðamiöum, en hitt var veitt i færeyskri land- helgi. Arið 1976 bárust aðeins um 22 lestir af kolmunna á land i Neskaupstað, þannig að þessi 2357 lestir, meðalverð 79,50 kr. 527 lestir, meðalverð 97,60 kr. 2351 lest, meðalverð 82,51 kr. afli var gott búsilag fyrir veiðiskip og verksmiðju. Aukn- ar kolmunnaveiðar munu án efa hafa mikla þýðingu fyrir Islend- inga i framtiðinni sé rétt á mál- um haldiö. Verð á kolmunna til útgerðar er alltof lágt og þvi ekki hvetjandi fyrir útgerðar- menn að stunda þessar veiðar. A meðan svo er þarf ekki að reikna með að þróun þessara veiöa verði eins ör og annars mundi. Segja má að Norðfirð- ingar séu nokkrir frumkvöðlar i kolmunnaveiði hérlendis, og Börkur NK var eina skipiö, sem fékk umtalsverðan afla af kol- munna á Islandsmiðum sl. sum- ar. Alls veiddi Börkur á árinu 4.300 lestir af kolmunna og 31 þús. lestir af loönu. Heildar- verðmæti afla Barkar á sl. ári nam 280 milj. kr. Stækkun skipastóls Helstu breytingar á skipastól Norðfirðinga á sl. ári urðu þær, að nýr skuttogari bættist i flot- ann. Heitir hann Birtingur NK 119 og er 454 brml. að stærð, smiðaöur i Póllandi 1976, en keyptur hingað frá Frakklandi. Þá var Magnús NK 72 lengdur og yfirbyggður i Noregi. Ber Magnús nú um 500 lestir af loönu en áður um 2800 lestir. Nokkur hreyfing var i kaup- um og sölum á smærri bátum á árinu en verður ekki tiunduð hér. —mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason Barði.... Birtingur Bjartur..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.