Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJODVILJINN Fimmtudagur 13. júli 1978 Fimmtudagur 13. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Þetta kemur aft vlsu kvikmyndatöku ekkert viö, en þeir féiagarnir böröu upp hjá þessum aidna heibursmanni I Vik I Mýrdal. Aning. Gubný les viötal vib Eolf Hadrich og Jdn Laxdal fjálgum huga, meöan sá slöarnefndi nýtur veöurbllbunnar. Undir bæjarvegg: Frá vinstri: Gubný Hallddrsddttir, Rolf HSdrich, Jdn Laxdal, Gerd Wolpers og Bjbrn Björnsson. Þetta var algeng sjdn á þjdöveginum austur um sveitir s.l. föstudag. Cortinan stöövuö allt I einu og skimaö og bent I allar áttir. „Nei, þetta er áreiöanlega ekki burkni.” Þau Jdn Laxdal og Gubný Hallddrsddttir veltu mjög fyrir sér þeim hluta fldru tslands sem fyrir augu bar á leibinni, enda áhugafdlkum jurtalif, aöþviervirtist. „Undir Steinahlíðum rísa bæir á grundum undir björg- um sem voru sævarbakki fyrir tuttugu þúsund árum. í bjargraufum myndast jarðvegur og þar festist gróður sem feyskir bergið og molar úr því; í vatnsveðrum vor og haust skolast síðan mold úr bergsprúngunum og mola- berg hrynur á jarðirnar. Af þessu gr jóti verður á sumum jörðum spilllng eingja og túna á hverju ári, stundum hús- ísrot..." „Á mornana og kvöldin voru túnin svo græn að þau voru rauð og á daginn var víðáttan svo blá að hún var græn. En í þessu merkilega litrófi, sem enginn tók reyndar eftir eða skifti sér af, héldu Hliðar undir Steina- hlíðum áfram að vera einn þeirra bæa á Suðurlandi þar sem ekki gerist sögulegt nema fýllinn hélt áfram að flögra fyrir berginu einsog verið hafði hér á árunum þegar lángafi bjó. Á syllum og í raufum bergsins óx burnirót og burknar, hvannir, tófugrös og túnglgras. Steinarnir halda áf ram að hrjóta ofan líkt og hjartalaus bergrisinn væri að tárast..." (Paradísarheimt, fyrsti kapítuli) Gamla brunnsveifin virkabi ekki, þdtt Gubný geröi sitt besta. Var svo heppinn, að Jón og Laxness þekktust Rætt við Jón Laxdal og Rolf Hádrich um leitina að sögustöðum Paradísar- heimtar; kvikmyndun sögunnar og þá staðreynd, að ekki er hœgt að kvikmynda bókmenntir Þetta var staðurinn sem þau voru aö leita aö, fimmmenning- arnir sem óku um suöur- og suö- austurland slöustu helgi, skimuöu i allar áttir eftir aö komiö var austur yfir Markarfljótsbrú; stönsuöu meö stuttu millibili og tóku myndir á Polaroid til aö skoöa á áningarstaö. Þaö var bersýnilega bæöi timafrekt verk og erfittaö velja staöi til aö nota til kvikmyndatöku, enda tók ferð- in þr já daga og þau komust lengst austur aö Lómagnúp. Þetta voru þau Rolf HSdrich leikstjóri, Jón Laxdal leikari og Gerd Wolpers kvikmyndatöku- maöur frá sjónvarpinu i Hamborg og meö þeim I feröum voru Björn Björnsson leikmynda- smiöur og Guöný Halldórsdóttir aöstoöarleikstjóri. Erindiö? Aö finna staöi til að taka sjónvarps- kvikmyndina um Paradisarheimt Halldórs Laxness næsta sumar. En höföu þau árangur sem erfiöi? — Já, já, viöfundumfleiristaöi en viö höfum þörf fyrir, sagöi Jón Laxdal, þegar við króuöum hann og Rolf Hádrich af á Hótel Holti á þriöjudagsmorguninn. Raunar kom Þjóöviljinn þar meö i veg fyrir aö þeir kæmust i heita pott- inn i Sundlaug Vesturbæjar, en þeir tóku þeim fantaskap meö jafnaöargeöi og velvilja. —- Nú sitjum viö raunverulega frammi fyrir þeim vanda, aö sá á kvölina sem á völina, bætti Jón viö. — Viö sáum þarna staöi sem eru forkunnarfagrir og beint úr sögunni, en þar reyndist erfitt aö koma fyrir kvikmyndatöku, vegna þess aö klettar lokuöu gjarnan myndfletinum og geröu hann flatan þegarum close-up-tök ur er aö ræöa, og þegar þarf aö taka breiöari myndflöt koma gjarnan simastaurar og þess háttar nýmóöins dót til og eyöi- leggja flötinn. Aftur ámótifórum viö inn i dali þarna sem eru sérstaklega skemmtilegir vegna þess, aö þar er hægt aö ná mjög spennandi myndflötum. En viö erum ekki búnir aö taka ákvöröun um end- anlega staöi. Rolf Hádrich: Viö Björn ætlum aö hittast i kvöld til aö ræöa þaö mál. Viö þurfum aö taka ákvörö- un um staöina áöur en ég fer utan aftur, þannig aö Björn geti byggt bæ Steinars bónda sem fyrst og látið gróa yfir hann áöur en myndataka byrjar aö fullu næsta sumar. Halldór Laxness benti okkur á ákveöna staöi sem hann haföi i huga sem baksviö sögunn- ar og þaö hefur vitanlega mikið aö segja. Svo er annar maöur sem getur oröið okkur mikil hjálp viö töku þessarar myndar. Þaö er Þóröur á Skógum. Viö heimsóttum safniö hans á leiöinni austur og þaö er alveg stórkostlegt aö hitta mann, sem veit svo margt um gamla hluti ogsögu þeirra. Hann jafnvel bauöst til aö lána okkur hluti og útvega aöra sem ekki eru á safn- inu, eins og kistilinn góöa. Nú, svo var þarna á safninu brjóstmynd af Birni á Leiru (Þorvaldur á Þorvaldseyri). Þaö hefur veriö mikilúölegur maöur aö sjá. — Nú var Krapi Steinars I Hllö- um gersemi meöal hesta. Haflö þiö skoöaö hesta hér meö hann I huga? R.H.: Ég fer austur á Þingvöll á morgun, á hestamannamótiö, til aö skoöa hesta og kvikmynda þá. Viö erum ansi bundnir af útliti Krapa, hann verður aö vera ann- aö hvort grár eða hvitur, — og einstakur hestur I útliti öllu og fasi. — Þú mátt gjarnan láta þaö koma fram, aö ef einhver telur sig eiga I fórum sinum shkan önd- vegisgrip, þá væri okkur akkur i aö vita af þvi. — Hvaö um val á leikurum? R.H.: Viö höfum mikiö velt þeim fyrir okkur. Ég er svo láns- samur aö þekkja allflesta islenska leikara, þannig aö valiö er ef til vill ekki eins erfitt fyrir mig nú og var i sambandi viö Brekkukotsannál. Passi leikar- arnir I hlutverkin, ræö ég þá. — Þú notaöir töluvert ólæröa leikara i Brekkukotsannál, ætl- aröu aö gera þaö I Paradisar- heimt lika? R.H.: Já. I svona verki verður maöur aö raöa niöur I hlutverkin þannig, aö ákveöiö jafnvægi skapist milli persónanna. Þannig getum viö ekki valiö i hlutverk dótturinnarSteinu fyrr en viö höf- um valiö leikara til aö fara meö hlutverk foreldranna. Og Steina veröur aö öllum likindum aö vera leikin af amatör, — ég hef aö minnsta kosti ekki trú á aö ég finni hennar persónuleika meðal atvinnuleikara eöa læröra Jeik- ara. Annar vandi er sá, aö I verkum eins og Paradisarheimt hafa and- lit persónanna óskaplega mikiö aö segja. Leikarar eru borgarbú- ar, en söguhetjurnar eru veöur- baröir púlbændur. Viö hittum gamla viniokkar austur á Kirkju- bæjarklaustri um helgina, Starra IGarði og Jakobinu Siguröardótt- ur. Starri er meö andlit sem myndi henta vel í svona mynd, en slikt andlit finnur maöur bara ekki meöal leikara viö leikhús i borg. Aö visu væri kannski hægt aöfarða leikarana, en þaö myndi þó ekki ná þeim áhrifum sem ég er að leita eftir. — Eru islenskir leikarar góöir kvikmyndaieikarar? J.L.: Hér eru til leikarar sem eru hreint frábærir, bæöi á sviöi og filmu. En svo eru aörir sem lenda i hreinustu vandræöum ef þeir standa frammi fyrir kvik- myndavél, þótt þeir séu frábærir á sviði. Veröa hræddir og nervus- ir. Þetta er nákvæmlega sama vandamáliö og viö er aö giima annars staöar, en ég er ekki frá þvi aö ástandiö hér sé aö batna. Ég sá til dæmis Lilju Hrafns Gunnlaugssonar og mér sýndist það vera vel gerö mynd, leikar- arnir innilegir og sannir. Aróra Halldórsdóttir var frábær i þeirri mynd og mér fannst sér- staklega gaman aö sjá hana þar, eftir mörg ár. Raunar hlýtur að vera um framför að ræða i þessum málum hér á landi, meö öllum þessum gáfuöu og vel menntuöu mönnum sem eru aö flykkjast til landsins eftir nám við góöar stofnanir i Sviþjóö, Englandi, Póllandi og vlöar. Enda er það bráönauösyn- legt þjóö, sem vill telja sig þjóð meö þjóöum nú á timum, aö gera vel viö kvikmyndaiönaöinn, mennta fólk til starfa innan hans og rétta honum örvandi hönd. Þetta siöasta er aö visu litt iðkaö hér, en þaö hlitur aö fara aö breytast til batnaöar. — Hvað veldur þessum áhuga þínum, Hadrich, á Islenskum skáldsögum? Er þetta áhugi á Laxness sem sllkum eöa Islensk- um bókmenntum almennt? R.H.: Þetta hljómar sjálfsagt eins og túristarulla, en þaö er samt satt: Ég hef dáöst aö verk- um Halidórs Laxness frá þvi ég var ungur maöur og komst fyrst i kynni við verk hans. Og auk þess kann ég ákaflega vel viö fólkiö sem byggir þetta land, — kann raunar miklu betur viö fólkiö á ls- landi en landslagiö, ef út i þaö er fariö. En tildrög þess aö ég kom hing- aö og fór aö kvikmynda hér á landi voru þau, aö fyrir tiu árum réöi ég Jön Laxdal til að leika aö- alhlutverkiö i kvikmynd sem ég var aö gera. Ég réöi hann sem þýskan leikara, en þegar ég frétti aö hann væri alls ekki þýskur heldur islenskur, fékk ég hann til aö koma mér i samband viö Halldór Laxness. Ég var svo lánssamur aö þeir þekktust, þannig aö þetta varö auöveldara en ég haföi gert ráö fyrir. Aöur en mjög langur timi var liðinn haföi veriö komiö um kring okkar fyrsta fundi og þaö leiö ekki á löngu þar til viö fórum aö ræöa um kvikmyndun á verk- um hans. Og viö komumst aö samkomulagi um aö gera mynd um Brekkukotsannál, sem svo aftur leiöir af sér Paradisar- heimt. — Hafa veriö geröar mikiar breytingar á handriti þinu? R.H.: Nei, raunar ekki. Laxness kom til Sviss og vann meðmér aö lokagerð handritsins, þannig aö þaö eru ekki miklar breytingar þessa dagana. Hins vegar er þaö svo, aö ég þekki aðeins þá Paradisarheimt sem hefur veriö þýdd af islensku á þýsku og nú höfum viö komist aö þvi, aö margt I bókinni er hrein- lega rangt þýtt, auk þess sem i nokkrum tilfellum efniö kemst ekki rétt til skila, andinn veröur eftir i þýöingunni. Hinu megum viö ekki gleyma, aö kvikmynd er kvikmynd og bókmenntir eru bókmenntir. Þaö er ekki hægt aö kvikmynda bók- menntir. Þaö er hægt aö taka bók og seg ja s em svo, a ö nú veröi gerö kvikmynd eftir efni hennar. Siöan er bókin tekin, efninu umsnúiö á alla kanta og myndin kemur þannig út aö skyldleiki sögu og myndar er vandfundinn. Sagan getur þannig veriö grundvöllur myndarinnar en viö getum ekki kvikmyndaö þann bókmennta- lega anda sem felst i ritverkinu. 1 sjónvarpinu I Hamborg erum viöaöreynaaö sýna þessum 30-40 miljónum sjónvarpsáhorfenda bókmenntir sem þaö heföi annars misst af. Þannig var Laxness nánast gleymdur i Vestur-Þýska- landi áöur en viö sýndum Brekku- kotsannái, en eftir aö hann var sýndur vaknaði geysilegur áhugi ábókinni. Við lentum hins vegar i erfiöleikum viö aö fullnægja þeirri eftirspurn, þar sem útgáfu- rétturinn er i Austur-Þýskalandi og viðgátum meö herkjum herjaö úr 3000 eintök til aö selja fyrir vestan. Þaö dugöi hins vegar eng- an veginn tii aö anna eftirspurn- inni. Þetta er ekki aðeins reynslan af Brekkukotsannái, þótt ég taki hann sem dæmi, þetta er r eynsla n af kvikmyndun verka eftir fleiri rithöfunda. - — O — - Þeir félagarnir Jón Laxdal og Rolf Hádrich báðu Þjóöviljann aö koma eftirfarandi á framfæri: Næsta sumar vantar okkur Ibúö á ieigu meöan á kvikmynduninni stendur. Góöaibúðogstóraágóð- um staö. Ef eigendur slikrar ibúöar hafa hugsaö sér aö fara i feröalag næsta sumar og skilja ibúöina sina eftir manniausa á meöan, eru þeir beönir aö taka tii ihugunar, hvort ekki væri skyn- samlegra aö leigja hana þýskum kvikmyndageröarmönnum. Einnig þykjumst viö vita, aö hér á landi hljóti aö vera hesta- eigandi sem lumar á gráum eöa hvitum gæöingi af gæöaflokki Krapa Steinars i Hliöum. Ef eig- andi sliks gæöagrips væri fáan- legur til aö leyfa honum aö leika i kvikmynd næsta sumar, er hann vinsamlegast beöinn aö gefa sig fram. Upplýsingum um Ibúö og hest er veitt móttaka i sima 66617, hjá Sigriöi Halldórsdóttur. —hm Skeggræöur I túni: Jón og Rolf Hádrich. Gengið I bæinn að Skógum, þar sem Þórftur Tómasson spilaOi a tangspil og gamalt orgel fyrir gestina. „Stórkostlegt aft finna mann sem veit svo mikift um gamlahlutiog sögu þeirra,” sagfti Rolf Hádrich. Þetta aflagða fjárhús undir Eyjaföllum heillafti ferftatangana og Björn leikmyndasmiftur taldi ekki vandamál aft nota þaft I myndinni, ef svo bæri undir, þrátt fyrir aö nærliggjandi bæirvirtust býsna áberandi I landslag- inu. „Viö skellum bara upp tveim góftum heysátum og þtf sjást þeir ekki”, sagfti Björn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.