Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júll 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfmgar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Olafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Benti Geir á Benedikt? Öformlegum en opinberum viöræðum stjórnmála- f lokkanna til könnunar á viðhorf um til myndunar nýrrar ríkisstjórnarer lokið að sinni. Forseti Islands hefur falið Benedikt Gröndal formanni Alþýðuflokksins að gera til- raun til myndunar ríkisstjórnar. í hinum óformlegu en opinberu viðræðum flokkanna tóku þátt fulltrúar frá þrem stjórnmálaflokkum, og ræðst var við í tvennu lagi. Annars vegar voru könnunar- viðræður Alþýðubandalags og Alþýðuf lokks, hins vegar var fundur með fulltrúum Alþýðubandalags og Fram- sóknarf lokks. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins komu hvergi við sögu. Eðlilegt var að þeir flokkar sem voru í stjórnarand- stöðu á síðasta kjörtímabili en voru sigurvegarar kosn- inganna, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, efndu til viðræðna sín í milli um vanda þjóðmálanna almennt, eft- irað ríkisstjórn Sjálfstæðisf lokks og Framsóknarflokks hafði beðist lausnar. ( könnunarviðræðum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags var einnig skipst á skoðunum um viðhorf in til nokkurra af markaðra málaf lokka, svo sem efnahags-, atvinnu- og kjaramála, félagsmála, utan- ríkismála. I þessum viðræðum lögðu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins áherslu á sína vinstri stefnu og töldu skyldu sína að stuðla að myndun vinstri stjórnar. Al- þýðuf lokksmenn höfnuðu þeirri hugmynd ekki með öllu, en lögðu hins vegar áherslu á að Sjálfstæðisf lokkurinn væri æskilegur samstarfsaðili Alþýðuflokksins í nýrri ríkisstjórn. Þrátt fyrir þennan mótbyr töldu Alþýðu- bandalagsmenn rétt að þreifa betur fyrir sér um mögu- leikana á vinstri stjórn og.snéru sér til Framsóknar- flokksins með beiðni um fund. Sumir forustumanna Framsóknarf lokksins höfðu rétt eftir kosningar sett f ram þá hugmynd að f lokkurinn gæti hugsanlega veitt minnihlutastjórn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hlutleysi. Þetta mátti túlka á þá lund að Framsóknarmenn væru að byrja að opna ofurlítið til vinstri eftir sína hægri stjórnar setu með Sjálfstæðis- f lokknum. Á þeim fundi sem fulltrúar Alþýðubandalagsins áttu með fulltrúum Framsóknarflokksins lýstu hinir siðar- nefndu yf ir því að þeir væru reiðubúnir til viðræðna um myndun vinstri stjórnar. Alþýðubandalagsmenn báru síðan boð um þetta til Alþýðuf lokksins. Niðurstöðurnar af hinum óformlegu en opinberu við- ræðum stjórnmálaflokkanna, áður en forseti fól Bene- dikt Gröndal að mynda ríkisstjórn, eru þá þessar: Al- þýðubandalagið, trúttsinni vinstri stefnu, leggur áherslu á að reynt verði að ná samstöðu þriggja stjórnmála- flokka um framgang slíkrar stefnu og þar með um myndun vinstri stjórnar. Alþýðuflokkurinn er ekki frá- hverfur samvinnu við Alþýðubandalagið um ýmis mál, en honum virðist mest í mun að komast í stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn er fús til viðræðna um myndun vinstri stjórnar, og hefur formaður hans sagt að það gæti verið hvort sem væri undir forustu Alþýðuflokks eða Alþýðubandalags. Frá Sjálfstæðisflokknum hefur engin orðsending komið til annarra stjórnmálaf lokka, svo vitað sé opinberlega, en formaður f lokksins hef ur látið Morgunblaðið hafa eftir sér að hann sé fús til að axla stjórnarábyrgð að sínum hluta áfram, en látið ajlt ósagt um samstarfsaðila. Úr því aðforseti tók á þaðráðaðfela formanni þriðja stærsta stjórnmálaf lokksins að hef ja tilraunir til stjórn- armyndunar, má ætla að formaður stærsta stjórnmála- flokksins, Geir Hallgrímsson, hafi visað málinu frá sér og beinlínis bent a' formann Alþýðuf lokksins. Rétf er að hafa í huga, að saman hafa þessir tveir f lokkar þingleg- an meirihluta til stjórnarsamstarfs. Svo mikið er víst að Alþýðubandalagið benti ekki á Benedikt Gröndal sem líklegasta manninn til að geta myndað þá ríkisstjórn sem Alþýðubandalagsmenn kysu helst, vinstri stjórn. Eitt er að gera tilraun til myndunar vinstri stjórnar og annað er að ná samstöðu um þau málefni sem ein geta verið grundvöllur slíks stjórnarsamstarfs. Hins vegar er Alþýðubandalagið reiðubúið til að takast á hendur for- ustu um slíka tilraun. —h. 'erðbólgan aldrei v,s,, 17,1. meiri frá 1975 i | lyrir aö veröbúlgan á írinu b^tta mcsla aukning verft- ---------------- \ bolgu á tóll mónaó* tlma- Laigon 4 Sýningorböllinni 4 Bilöihölío: | bili lr» b»i I né».mh.» Bvggingariönaöm-inn: inoí~ ? Óttast erfitt atvmnu- • ástand næsta jetu^j í joldauppsagnir yfir- vofandi í fataiðnaðinum ! Fyrirtœki eiga við mikla erfiðlcika að etja og stöðvun blasir við að óbreyttu ástandi lM.KN7.kl Ulaiðnaóurinn i ... Kllurlrga rrliMriku »A rlja um þrnMr aundir ng naakrriiil upp lýhinuum. nrn MurgunblnAiö hrlur >li»A. mun kuma lll ((iildoupp nagna I þrrmari atrinnuxrrin á nr»lu »ikum rl ántandM brrytint rkki til hatnaAar. I latalAnaAlnum VISIR MIAvlkudagur II aA lyrirtrki i laUiAnaAi il aA otoAva otarformi alna otarfafAlki upp atArfum i UTGERDARFELOGI KOMIN í MIKLA SKULD VIÐ SJÓ- MENN Þannig lýsir Morgunblaöiö og Vlsir I gær viöskilnaöi rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar. Húsameistarí til ársrns 2011. Þeir hafa veriö iönir viö þaö siöustu daga bráöabirgöaráö- herrarnir aö skipa menn i embætti. Fyrstur reiö á vaöiö Einar Ágústsson og skipaöi Pétur Eggerz sendiherra i Bonn. Þar f etaöi hann dy ggilega i fótspor fyrirrennara sins Emils Jónssonar, sem sumariö 1971 flutti til og skipaöi sendi- herra meöan á myndun vinstri stjórnarinnar stóö. öllu umdeildari er þó sú ráö- stöfun forsætisráöherra aö skipa i embætti húsameistara rikisins. Húsameistari Höröur Bjarnason lætur nú af embætti, nema hann hefur sagst ætla aö sinna vissum opinberum verk- efnum og hafa menn spáö í þaö, aö áfram veröi hann vikapiltur viöheimsóknir þjóöhöföingja og taki aö sér aö sitja til borös meö konungum. En embætti húsa- meistara var auglýst og aöili nátengdur valdakerfi Sjálf- stæöi sflokksins, Garöar Halldórsson, hlaut embættiö. Garöar eraöeins35ára oggetur þvi lögum samkvæmt skipaö þetta embætti til ársins 2011. Þannig geta bráöabirgöaráö- Getur setiö i embætti minnst 33 ár. herrar haft áhrif fram á 21. öld- ina. Þess má geta aö Garöar þessi er tengdur fjölskyldu- böndum inn i lslenska aöalverk- taka og fyrirrennari hans i embætd var yfirmaöur skipu- lagsmála á Keflavikurvelli og átti um tima sæti i „varnar- málanefnd”. Ekki er aö efa aö Garöar Halldórsson er fær á sinu faglega sviöi, en vissulega er hæpiöaö ráöa mennæviráön- ingu i embætti eins og húsa- meistara. Matthias Bjarnason fetaöi siðan i gær i fótspor samráö- herra sinna og skipaöi öllum aö óvörum Jakob Magnússon sem aöstoöarforstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar. Ekki er gott aö vita hvar ráðherrarnir bera næst niöur, en ákveönir viröast þeir i aö nýta biðtimann vel. „Siðlausir” viðreisnar- kratar Vilmundur Gylfason skrifaöi kjallara um þessa hneykslan- legu hegöan ráöherranna og Ásakar viöreisnarkrata um „siöleysi”. taldi hana siölausa. En rifja mætti upp hvaö „gamli grunnur” Alþýöuflokksins geröi siölaust af sér i lok viöreisnar, réttara sagt eftir fall hennar f kosningum. Hiö „siölausa” athæfi Emils var rif jaö upp hér aö framan, en viö má bæta þvi „siðleysiM Gylfa Þ. Gislasonar viöskiptaráðherra aö skipa Björgvin Guömundsson sem deildarstjóra i viðskiptaráöu- neytinu eftir fall viðreisnar. Kannski Vilmundur hafi veriö aö skjóta á Björgvin enn einu sinni í fyrrgreindri kjallara- grein, þvi vart hefur hann veriö aö senda fast skot i aöra átt. „Spinnur lygavef” Klippara þessa þáttar hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Haraldi Blöndal hdl.: , ,1 þættinum „Klippt og skoriö” s.l. laugardag er vikiö aö grein, er ég skrifaöi i dagblaöiö VIsi um stjórnarkreppuna. 1 þessari grein átaldi ég seinagang islenskra stjórnmálamanna og ábyrgöarleysi og gagnrýndi, aö engum manni heföi enn veriö falin stjórnarmyndun. Olafur R. Einarsson notar þessa grein til að snúa út úr og spinnur m.a. lygavef um, aö ég sé enn sár yfir úrslitum forseta- kosninganna 1968. ólafi R. Einarssyni til upprifjunar skal tekið fram, aö ég var í hópi fjöl- margra sjálfstæöismanna, sem studdi framboö dr. Kristjáns Eldjárns. Man ég ekki betur en ég hafihitt Ólaf R. oftar en einu sinni á kosningaskrif stofu stuöningsmanna dr. Kristiáns en veriö getur aö mig misminni. Olafur veit þvi vel, aö ég studdi dr. Kristján og er ástæöulaus lygi úr honum aö telja lesendum Þjóöviljans trú um annaö. Þaö skal enn fremur tekiö fram, aö þetta var i fyrsta sinni, sem ég kaus. Mér þótti þaö ánægjulegt aö geta stutt aö framboöi dr. Kristjáns. Ég myndi gera þaö aftur, ef þvi væri aö skipta. Eitt af baráttumálum okkar, sem studdum dr. Kristján, var aö færa forsetaembættiö nær þjóöinni. Meö þvi var m.a. átt viöaöræöa mætti um einstakar athafnir forsetans. Ég er aö not- færa mér þennan rétt í grein minni i Visi. Grein mín var ekki árás á for- seta Islands. Hún var árás á islenska stjórnmálamenn, sem allir telja þaö eiga aö vera komiö undir eigin hentisemi, hvenær þeim þóknast aö mynda stjórn. Meö fyr irfram þökk fyrir birt- ingu, Haraldur Blöndalhdl.” Að gleyma svo merk- um manni Klippara þessa þáttar þykir þaö mjög miöur aö hafa haft Harald Blöndal fyrir rangri siflc, hvað snertir afstööu hans til for- setakjörs á hans yngri árum. Það er aö sjálfsögðu ófyrir- gefanlegt af sagnfræöingi að hafa ekki komiö auga á svo sögulega persónusem Haraldur telur sig hafa veriö áriö 1968 og muna ekki eftir framlagi hans. En þaö er ástæöulaust fyrir Harald Blöndal aö halda þvi fram að menn fari visvitandi meö lygi. Þaö vekur aftur á móti furöu aö Haraldur sem er stoltur af því að hafa stutt Dr. Kristján Edljárn áriö 1968 skuli nú 10 árum siðar taka upp þaö áróöursatriöi Gunnarsmanna úr kosningabaráttunni 1968 sem þeir lögöu mest upp úr og gera þaö að sinu. Fylgismenn Gunnars Thoroddsen héldu þvi fram að reyndan stjórnmála- mann þyrfti i forsetaembættiö til aö valda forsetaembættinu einkum er stjórnarmyndanir ættu sér staö. Sá sem alla tið heföi kannaö öskulög og forn- gripi gæti ekki valdiö þvi aö annast samskipti viö stjórn- málaleiötoga er vandasamar stjórnarmyndanir væru fyrir dyrum. Undirtónninn I grein Haraldar Blöndal var sá, aö nú- verandi forseti réöi ekki viö Hefur tekiö upp málflutning Gunnarsmanna. vanda liöandi stundar varöandi stjórnarmyndun. Var þvl ekki nema von aö klippara þessa þáttar teldi eölilegt aö skipa Haraldi I flokk Gunnarsmanna, þar eö hann nú 10 árum siðar heldur fram árdöri þeirra frá 1968. Þvi má segja aö Haraldur hafi verið Kristjánsmaöur áriö 1968, en tali eins og fylgismenn Gunnars i dag. En Haraldur telur þann sem þetta ritar spinna lygavef. Til ábendingar fyrir Harald má benda honum á aö haétta aö halda fram þeirri staöleysu aö rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar hafi falliö f kosningunum. I tveim kjallaragreinum hefur Haraldur haldiö þessu fram þrátt fyrir aö alþjóö viti að stjórnarflokkarnir hafa 32 þing- menn. —óre.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.