Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN :Flmmtudagur 13. júll 1978 Af auglýsinga starfsemi Ég óska yöur hjartanlega til hamingju meö að vera orðinn faöir, sagði forstjórinn við und- irmann sinn. Auk þess vildi ég bæta þessu við: Hjá okkur vinna þúsund manns og allir vissu af þessari barnsfæðingu. Ég hefi þvi ákveðið að flytja yður yfir i auglýsingadeildina. Auglýsingar verða að vera, sagöi forstjóri litillar auglýs- ingastofu við viðskiptavin sinn. Tökum dæmi: Hænur verpa eggjum. Það gera gæsir lika. En hænurnar gagga líka, gæsirnar ekki. Og segið mér eitt: Kaupir nokkur maður gæsaegg? Hvað segja stjömumar? Sérfræðingur vor i stjarnfræði hefur vinsam- legast beðið siðuna um að birta stjörnuspá nokk- urra stjórnmálamanna, svo þeir megi hafa eitthvað að styðjast við þessa erfiðu daga. AO sjálfsögðu verðum við við þessum óskum og munum framvegis reyna að gefa ráöamönnum þjóðarinnar stjarnfræðilegar ráðleggingar varðandi stí^n landsins eftir bestu getu. Krabbinn 21. júni-22. júll. Fjárhags- vandræðum þinum ler að létta. Flagg- aðu þvl samt ekki um of. Nautið 20. april-20. mai Þú munt þurfa að vinna með fólki sem þér feliur ekki i geð. Reyndu samt að láta það ekki fara I skapið á þér. AAærin 23. ágúst-22, sept. Fjármálin eru mikil- vægur þátt- ur I llfi þinu. Athugaðu þvi gaum- gæfilega I dag hvert peningar þinir renna. betri mönnum eða englum, og hafa þar aö auki verið drepnir með svinslegum fóðurbætis- skatti, verða þeir að fallegum pislarvottum; eins konar Rubens-englar með sorgarsvip. Þetta mun þrælbreyta almenn- ingsálitinu, og vegur SIS, Fram sóknarflokksins og KlUbbsins mun dafna á ný. Þá er komiö aö vandasömum punkti, en það er að fá englana eða bændastéttina niöur á jörð- ina aftur. Þessa transformasjón munu sænskir samvinnumenn annast frá TRANSKONSUM, sem er dulspekideild sænsku Samvinnuhreyfingarinnar og er með sérstaklega þjálfaö fólk i að færa bændur milli tilveru- stíga. Fyrirhuguð himin- ferð bænda Rœtt við búnaðarmálastjóra Feilan hrökk af vær- um svefni, þegar rit- stjórinn kom æðandi inn og sagði að frétt aldarinnar stæði í Tim- anum. Nú væri ætlunin að leysa upp bænda- stéttina og gera bænd- ur að englum, ef trúa mætti orðum blaðsins. Þegar Feilan hafði náð sér eftir þessa æsilegu uppvakningu, greip hann simann og hringdi til búnaðarmálastjóra. — Já, halló, þetta er Bænda- höllin. — Er búnaðarmálastjóri við? — Augnablik. — BUnaöarmálastjóri. — Er eitthvað til I þessari Timafrétt að það eigi að gera bændur að engium? — Já, já, þetta er nýr liður i pólitiskri endurreisn Fram- sóknar. Ætlunin er að Stéttar- sambandið samþykki háan fóðurbætisskatt, og gangi þar- með aö bændastéttinni dauöri. — Nú??? — Já, sjáðu til. Þegar allir bændur eru dauðir á Islandi, höfum við i Bændahöllinni, Framsóknarflokknum og SIS gert ráð fyrir þvi, að sem kristnir og löghlýðnir skatt- greiöendur, fari bændastéttin til himna og verði aö englum. Við höfum þegar haft samband við Ævar Kvaran, og mun hann annast umbreytinguna hið efra. — En hvur er meiningin með þessu öllu saman? — JU; Við trUum einhuga á goðsöngina um pislarvottinn. Þegar bændur eru allir og orðn- ir aö englum og búnir að kasta drullugallanum, sixpensaran- um og neftóbaksklUtnum, og orðnir býbaðaðir og hreinir, - fljUgandi um i hvitum kyrtlum, leikandi á hörpur, breytist imynd bændastéttarinnar og þarmeö Framsóknar. — Égskilekkialvegennþá.... — Helviti eruð þið treggáfað- ir á Þjóöviljanum. Þegar bænd- urnir eru orðnir aö nýjum og Þegar bændurnir eru komnir til okkar á ný, hefur BUnaðarfé- lagið náð itökum á kirkjunni, vegna himinferða bænda, Framsóknarflokkurinn oröinn stærsti flokkur landsins og Kiddi Finnboga búinn að kaupa upp alla skemmtistaöina. Þá er öll hreyfingin okkar orðin það sterk, að bændur geta aftur far- ið aö framleiða búnaðarvörur, og rikiö getur aftur fariö aö greiða niður mjólkina, smjörið og ostinn. — En fellur þá ekki allt I sama farið aftur? — Jú, það er hætt við þvi. En þá verður bændastéttin send til himna á nýjan leik og svo koll af kolli. Vera má, aö meö þessari aðferð, sé hægt að sanna, hvort eitthvað sé til i kenningum hindútrúarinnar indversku, að menn batni og eflist þjóðfélags- lega við hverja endurfæöingu. — Hvað ef bændur neita þess- um stöðugu umbreytingum? — Þá verða þeir vængstifðir. Meðkveöju. Feilan. Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk: Ætlunin var að gera bændur að englum með því að við samþykktum stóran skatt á okkur sjálía IMln>i>»i|irU»IIUti |ull .rn»lamDi>«*lund*nla I ftiprnann )fidun nuna Pn£ II M«n» »16 Mlwnlba ri« |6 .»m rllr »r al t»n*li#uvu þa vrrunuM, ><l. a Kr|an.lrk a Iramlr«a »1 rrf>U».(lr»dd.»i* b»ndur pvrllu .jalli' aíi lu>r» u Mlullrv.rt.lrlnan vlnrlrga mrA lramlrdl.k.nn. r ‘«"»» «•' «'»«« T d þyrfiu þr^ nu aR bnr«a a .anRihann Al«.r anna« fiundr.n dronur mrf aunar aft Imndur hvrrju hjotK.1 r>. alnuin Irhjum >um af mnri f«tu ' Srm Vr»*firfHnicur nrt Steingeit- in 22. des.-19. jan. Yfirboðarar þinir i starfi munu i dag fylgjast gjörla með gerðum þin- um. Vertu þvi vel á verði og gerðu ekki nein „axar- sköft”. Fiskarnir 19. feb.-20. mars Ljónið 23. júli-22. ágúst Hafðu góða stjórn á f jár- málunum i dag. Þú ert i nokkru upp- námi og gætir þvi gert skissur I fjármálum ef ekki er vel á málum haldiö. Bog - maðurinn 22. nóv.-21. des. Slappaðu nú ærlega af og n® er dagur losaöu þig f r a m - við streitu kvæmda siðustu runninn upp. mánaða. Vertu á- Gerðu alla kveðinn við þá hluti sem sjálfan þig veita þér láttu ekki ánægju. glepjast þótt freistingar verði á vegi þinurn. þlÓÐVILJINN fyrir 40 árum Leikurinn i gærkvöldi sýndi hiö rétta andlit Þjóðverjanna. Islendingar sýndu strax f byrjun ákveöinn og góðan samleik. A fyrstu 15 minútunum fengu þeir mörg góð tækifær. Rann knött- urinn þrisvar sinnum eftir marklinu Þjóðverjanna en ó- heppnin elti íslendingana og tókst þeim ekki að skora nema eitt mark I hálfleiknum. Þegar Þjóðverjar sáu hinn á- kveðna leik tslendinganna tóku þeir upp svivirðulegan leik. — Hrintu þeir og brugðu Islend- ingum hvað eftir annaö. Einnig slógu þeir knöttinn hvaö eftir annað með höndunum. Dómar- inn tók hvergi nærri nógu hart á þessum fantaleik Þjóðverjanna. Var engu likara en hann væri hræddur við að dæma á þá. Þjóðviljinn 7. júll 1938 Umsækjandinn I dag heitir Helgi Hallgrimsson og býr á Akureyri. Honum farast svona orð i umsókn sinni: „Undirstaöa tilverunnar” „Ekki man ég nú gjörla hvort það var hjá hundtyrkj- anum eða grönnum hans I Sovét, sem það skeði eitt sinn — og raunar ekki I frásögur færandi, — að þorp nokkurt eða bæjarnefna jafnaðist við jöfðu I jarðskjálftum. Rikis- stjórnin brást að vonum vel við (það gera rikisstjórnir alltaf), og sendi á vettvang mikið lið hinna lærðustu arkitekta og byggingameist- ara ásamt með handlöngur- um o.s.frv., og innán tiðar var þarna risið hið vegleg- asta þorp með stöðluðum ibúðum fyrir alla, og gott ef ekki gluggatjöldum úr satini (annars man ég ekki hvort þeira nota gluggatjöld þarna). Nú skyldi maður halda að þessi vanþróaði lýöur þarna i fjöllum Litlu-Asiu, heföi orð- ið ánægöur með sitt hlut- skipti, að fá nýjar ibúöir fyrir gamlar, og svo var lika I fyrstu. Fólkið flutti út tjald- ræflum sinum inn i þessar glæsilegu vistarverur, og þóttist hafa himininn hönd- um tekið. En Adam var ekki lengi i Paradis, fremur en endranær, og brátt fóru að heyrast óánægjuraddir. Það kom semsé I Ijós, aö ekki hafði verið hugsað fyrir öllu þegar arkitektarnir hönnuðu þorpið. Einn mikilvægasti þáttur mannlifsins á þessum slóðum hafði alveg gleymst, en það voru HUSDYRIN, sjálf undirstaða tilverunnar. ....Og innan tiðar voru flest glæsihúsin i þorpinu auö i tvennum skilningi; þvi að eigendur þeirra höföu að sjálfsögðu notað „drasliö” úr þeim til að byggja upp „húsin sin”. Svona fór um sjóferð þá. Mórallinn i sög- unni er þessi: það er ekki alltaf nóg að hafa góðan vilja til að hjálpa mönnum, ef hjálpendur vita ekkert um hinar mannlegu þarfir”. (Dagur, 5/7) Alyktun: Alkuklúbburinn styður eindregið aukna sam- gengni viö HCSDÝR. Hins vcgar er æskilegt, að þessari undirstöðu tilverunnar sé haldið uppi i sveit, þar sem hinar mannlegu þarfir geta verið starfræktar. Félags- skirteini cr á leiðinni. Með vinsemd, Hannibai ö. Fannberg formaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.