Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.07.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. júlt 1978 MOÐVILJIWN — SIÐA 11 Doremikórínn er á íslandi Feröast víöa um land og skemmtír Doremikórinn frá Gautaborg i Sviþjóö kom til lslands á laugar- daginn og hélt tónleika i Norræna húsinu á sunnudag. A mánudag hélt kórinn tónieika I Félags- heimilinu á Stykkishólmi. A báö- um þessum stööum voru undir- tektir áheyrenda frábærar. Doremikórinn er blandaöur kór, 30 ára gamall og stendur framarlega i sænsku tónlistarlifi. Hann starfar á vegum Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu i Sviþjóð, en stjdrnandinn Stig Ring hefur stjórnaö kórnum s.l. 10 ár og hefur hann greinilega rækt sitt starf að alúð. Efnisskráin er fjölbreytt og mjög skemmtileg. M.a. eru sænsk lög, flest af þeim þjóðlög, lög frá 15. og 16. öld, eitt er frá Haiti og nokkur islensk lög eru sungin á islensku. Það er sama hvar borið er niöur i efnisskránni hvergi virðist vera veikapunkta að finna.allt er flutt af öryggi, alúð og sönggleði. Sviðsetning ogframkoma kórsins er dálitiö óvanaleg, en mjög skemmtileg, og gætu islenskir kórar ýmislegtaf þvi lært. Hingað til lands kemur aðeins helmingur kórsins og ef um betri helming er að ræða þá hlýtur sá helmingur að vera hér. Fullyrða má að allir sem hlýða á kórinn muni skemmta sér mjög vel. Kórinn syngur á Akureyri á miðvikudag og fimmtudag, en áætlað er að hann syngi i Lind- arbæ i Reykjavik n.k. laugardag 15. júli' kl. 14. Ó.K. Spretta nauðalítíl í Borgarfirði segir Bjarni Arason, ráöunautur — Hér um slóöir eru bændur þvi nær ekkert byrjaöir slátt, sagöi Bjarni Arason, ráöunautur i Borgarnesi I viötali viö blaöa- mann Þjóöviljans á þriöjudags- morguninn. — Eitthvað eru menn komnir af stað sunnan Skarðsheiðar þvi þar er spretta ivið betri, og svo einn og einn bóndi annarsstaðar i héraðinu, sem eiga þá alfriðaða bletti. En þetta er i mjög smáum stil ennþá, enda spretta nauða- litil. En nú hafa komið góðir dag- ar undanfarið og ef eitthvert framhald verður á því mun gras- vöxtur taka ört við sér. Það er þvi ekki hægt að segja að vonleysi riki um að slægja geti orðiö við- unandi. En veðurfar hefur iengst af i vor verið afar kalt, úrfella- samt og sólarlaust. — Hér er litið um kartöflurækt, sagði Bjarni Arason. Menn reyna kannski að hafa nóg til heimilis- nota, meira er þab nú naumast nema þá á fáeinum bæjum i Melasveitinni og kringum Akra- fjallið. Frosta vill gæta hér svo snemma, mun fyrr en t.d. við Eyjafjörð. Akranes var nú eitt sinn umtalaður kartöfluræktar- bær, en sú atvinnugrein má heita alveg úr sögunni þar. Nokkuð er um byggingafram- kvæmdir i Borgarfjarðarhéraði. Verið er að byggja þónokkur ibúðarhús og nokkuö er einnig um útihúsabyggingar. Búnaðarsam- bandiö kom á hjá sér húsageröar- samþykkt i fyrra, en starfsemi samkvæmt henni hófst nú litið fyrr en i ár. Komiö hefur verið á fót vinnuflokki til ab annast bygg- ingar og er hann nú með einar fimm eða sex byggingar á sinum snærum. Við bindum vonir við þessa starfsemi. Það er erfitt aö fá iðnaöarmenn og bændur eru hættiraðráöa við að byggja sjálf- ir. Þeir hafa hvorki tima né mannafla til þess og svo eru byggingar orðnar mikið stærri en. áöur. Þvinæst snerist tal okkar Bjarna að aðal-dagskrármálinu, væntanlegri stjórnarmyndun, en þær viöræöur eiga ekki heima i þessum pistli. — mhg Tinna Gunnlaugsdóttír og Gunnar Rafn Guðmundsson I „Pilsaþyt”. Síðustu forvöö að sjá „Pilsaþyt” Nemendaleikhúsiö hefur aö undanförnu sýnt Pilsaþyt eftir Carlo Coldoni i Lindarbæ og fer sýningum nú aö fækka. Næstu sýningar eru I kvöld, fimmtudag og á sunnudag. Sýningin hlaut frábæra dóma og hér er sýnishorn úr gagnrýninni: „Nemendaleikhúsið er trúlega besta leikhúsið i Reykjavik og þótt viðar væri leitaö. Það er varla hægt ab hugsa sér að leik- sýning semheild .gætiverið betri. Þeir sem fara að sjá Pilsaþyt i Lindarbæ verða ekki fyrir von- brigðum”. (Cr Alþýðublaðinu 2, júli E. J.) „Þetta er fjarska skemmtileg leiksýning, einlægur og ómengað- ur gamanleikur. Hér má hiklaust mæla með þvi að fólk sæki sýn- inguna, þar er ósvikin kvöld- skemmtun i boði”. (Úr Dagblaðinu 29. júni 0. J.) „Einkenni leiksýninga Þórhild- ar Þorleifsdóttur leikstjóra er hraöi og lifandi hreyfing á svið- inu. Þetta kemur vel fram 1 Pilsa- þyt. Um það þarf ekki að hafa mörg orð að sýning leikritsins er Nemendaleikhúsinu til sóma i hvlvetna”. (Úr Morgunblaðinu 30. júni J.H.) „Þarna er á ferðinni leikhópur sem hefur sannað hæfileika sina við margvislegustu verkefni. Eg sé ekki aðra öllu vænlegri til list- rænna afreka i framtiðinni. Það er sjálfsagt að hvetja fólk til að njóta mjög ánægjulegrar kvöld- stundar”. (Úr Þ jóðviljanum 2. júli Þ.H.) Meölimir Lövu, sitjandi frá vinstri: Janis Carol, Ingvar Areliusson, Anders Ersson. Standandi frá vinstri: Anders Eriksson, Hannes Jón Hannesson og Ragnar Sigurösson. Hraunið fer syngj- andi um Suðurland sænsk-islensk hljómsveit í heimsókn Tiltölulega nýstofnuð hljómsveit frá kóngsins Sviþjóð tilkynnti komu sina hingað til lands á blaðamannafundi i gær. Er hér um að ræða hljómsveit sem ber nafnið LAVA, en það er sænska og merkir hraun. Þessi hljdmsveit er skipuö sex manns, fjórum lslendingum, þeim Ragnari Sigurðssyni, Ingvari Areliussyni, Hannesi Jóni Hannessyni og Janis Carol, en auk þeirra eru tveir Sviar, þeir Anders Eriksson og Anders Ersson. Þau ætla sér að spila i Reykjavik og nágrenni auk helstu dansstaða á Suður- landsundirlendinu og etv. viðar næstu þrjár vikurnar. Hljómsveitin varð til sl. vor fyrir frumkvæöi Islendinganna, en Sviarnir fengu starfið gegnum atvinnumiölun, og ilentust, fyrst og fremst vegna þess hve „við náðum vel saman og gátum haft með okkur geysigott samstarf”, eins og annar þeirra komst að orði við blm. Þjóðviljans. Þau unnu svo heiðursverðlaun i hæfi- leikakeppni, sem haldin er i Svi- þjóð ár hvert, og stefna nú á dans- músikbransann i Sviþjóð eftir hljómleikaförina hér. Sænsku hljómlistarmennirnir koma úr ýmsum sænskum hljómsveitum, auk þess sem Ersson hefur starf- að töluvert sem stúdiótónlistar- maður. Aðspurðir um land og þjóö, kváðust Sviarnir hrifnir af landinu; þó vantaði skóg, en stúlkurnar bættu það mjög upp. Ersson saknaði reyndar Hammondorgels sins, sem hann kvaö gæöagrip mikinn, en hann mun i staðinn notast við annað orgel á tónleikaför Lövu um landið. Aö lokum má skjóta þvi að, að áöur en Lava var stofnuö, höfðu Islendingarnir I sveitinni starfað við tónlist i Sviþjóð, og hefur nú hljómplata með söng Janisar náð sæti á Svensktoppen, sem er aðal- vinsældaiistinn þar I landi. Lágmarksverd loðnu ákveðið A fundi yfirnefndar Verölags- ráðs sjávarútvegsins var ákveöiö að lágmarksverö á loönu til bræöslu frá og meö 15. júli til 31. desember, 1978, skuli vera: Hvert kg. kr. 15.50. Verðiö er miöað við 16% fitu- innihald og 15% fitufrftt þurrefni. Veröiö breytist um 85 aura tU hækkunar eöa lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytistfrá viðmiöun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0.1%. Verðiö breytist um 85 aura til hadckunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Veröið er uppsegjanlegt frá og með 1. september og siöar með viku fyrirvara. Breyting var nú gerð á viömiðun fituinnihalds þannig að nú er verðið miðað við 16% fitu- innihald 1 stað 14% I fyrrasumar. Viö breytingu þessa var litið til niðurstöðu mælinga á meðalfitu- innihaldi loðnu á s.l. sumri. Verðið var ákveðið of odda- manni og fulltrúum seljenda i nefndinni gegn atkvæðum full- trúa kaupenda sem gerðu svo- fellda grein fyrir atkvæöi slnu: „Fulltrúar kaupenda óska bókað, að þeir mótmæli þessari verðákvörðun, þar sem odda- maöur hefur við áætlanagerð um tekjur og gjöld verksmiðjanna sniðgengið öll meginsjónarmið fulltrúa kaupenda, að þvi er viröist i þeim tilgangi einum að verða við itrustu verðkröfum sjó- manna og útgerðarmanna um hráefnisverð sem tryggir loönu- flolanurn mikinn hagnað en ætlar verksmiðjunum að ná endum saman með tekjum sem byggðar eru á mjög óvissum forsendum. A sama tlma er viðmiðunar- verðum Verðjöfnunarsjóös fisk- iönaðarins breytt til hækkunar, þannig að hagnaður loðnuflotans verður meiri um leið og tekjur sjóðsins rýrna. Fulltrúar kaupenda telja að með verðákvörðun sem þessari sé framtið Verölagsráðs sjávarút- vegsins stefnt I fullkomna óvissu sem vettvangi verðákvarðana um verð á bræðslufiski.” lyfimefndinniáttusæti: ólafur Daviðsson sem var oddamaður nefndarinnar, Kristján Ragnars- son og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnús- son af hálfu kaupenda. Ennfremur ákvað Verðlags- ráðið á fundi i gær að lágmarks- verð á ferskri loðnu til beitu og frystingar i beitu frá og með 15. júli til 31. desember 1978 skuli vera kr. 26,- hvert kg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.